Morgunblaðið - 22.10.1997, Page 31
30 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 31 -•
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RÁÐGJÖF Á VERÐ-
BRÉFAMARKAÐI
VERÐBRÉFAMARKAÐURINN hér á landi er enn
ungur og í mótun. Þótt hann sé lítill á alþjóðlegan
mælikvarða veltir hann þó orðið verulegum fjármunum
og því er mikilvægt, að viðskiptamenn verðbréfafyrir-
tækjanna geti fullkomlega treyst því, að hagsmuna-
árekstrar geti ekki átt sér stað milli þeirra og fyrirtækj-
anna sjálfra.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags ís-
lands, fjallaði nokkuð um verðbréfamarkaðinn í viðtali
við Morgunblaðið sl. sunnudag. Hann taldi ráðgjöf tak-
markaða og ekki nægilega byggða á rannsóknum, íhug-
unum eða íhygli og velti fyrir sér, hver byggi til vænt-
ingar markaðarins og á hvaða forsendum. Hann sagði
einnig: „Það er einn vandi í þessum fyrirtækjum, að
þau eru einnig að kaupa og selja fyrir sig sjálf eða
sjóði, sem tengjast þeim náið.“
Forstöðumenn nokkurra verðbréfafyrirtækja svöruðu
þessari gagnrýni í Morgunblaðinu í gær og vísa því
allir á bug, að um hagsmunaárekstra geth verið að
ræða milli verðbréfamiðlunar þeirra og sjóðareksturs.
Áherzla sé lögð á að halda þessari starfsemi aðskil-
inni, enda séu henni settar strangar reglur í þessum
efnum og sæti eftirliti Verðbréfaþings og Bankaeftir-
litsins.
Svör forsvarsmanna verðbréfafyrirtækjanna við
gagnrýni forstjóra Eimskips eru ekki fyllilega sannfær-
andi. Verðbréfamarkaðurinn hér stendur augljóslega á
krossgötum. Þá kröfu er hægt að gera bæði til verð-
bréfafyrirtækja og lífeyrissjóða að víðtækari og dýpri
rannsóknir liggi að baki ákvörðunum þeirra um kaup
og sölu hlutabréfa en nú tíðkast. Staðhæfingar forystu-
manna verðbréfafyrirtækjanna um alger skil á milli
starfsemi verðbréfasjóðanna í þeirra vörzlu og annarr-
ar starfsemi eru heldur ekki sannfærandi í öllum tilvik-
um, þótt svo virðist sem sum fyrirtækjanna hafi gert
róttækar ráðstafanir í þessu sambandi.
Hörður Sigurgestsson hefur hreyft mikilvægu máli
í sambandi við starfsemi verðbréfamarkaðarins og von-
andi leiða athugasemdir hans til frekari umræðna og
aðgerða á þeim vettvangi.
SÓKN EÐA HJÁSETA?
EINN helsti vaxtarbroddur íslensks efnahagslífs
undanfarin ár hefur verið í ferðaþjónustu. Komum
erlendra ferðamanna hefur stöðugt fjölgað og sama
má segja um atvinnufyrirtæki í tengslum við ferðaþjón-
ustu. Einungis sjávarútvegur aflar íslendingum núorð-
ið meiri gjaldeyris.
En þrátt fyrir mikinn og stöðugan vöxt undanfarinna
ára er alls ekki sjálfgefið að ferðaþjónustan haldi áfram
að dafna. ísland á í harðri samkeppni við önnur ríki
um ferðamenn og það sama gildir í ferðaþjónustu og
öðrum samkeppnisgreinum; sá hefur vinninginn er býð-
ur bestu vöruna á viðunandi kjörum og tekst að sama
skapi að koma þeim upplýsingum til neytenda. Sú þjón-
usta er erlendum ferðamönnum bauðst til skamms tíma
var fremur einhæf, ef miðað er við það sem gengur
og gerist á ferðamannastöðum. Slíkt gengur ekki til
langframa og á því hafa margir áttað sig. Möguleikar
til spennandi ævintýraferða og afþreyingar hafa marg-
faldast á skömmum tíma og stöðugt bætast nýir kost-
ir við. Hvalaskoðun nýtur t.d. sívaxandi vinsælda en
var óþekkt fyrir örfáum árum. Vinsælustu ferðamanna-
staðir hálendisins og viðkvæmar náttúruperlur á borð
við Dimmuborgir taka vart við miklu fleiri ferðamönn-
um en nú þegar er raunin. Hins vegar leggja hlutfalls-
lega fáir leið sína um t.d. Vestfirði þar sem er að finna
hrikalega náttúrufegurð.
Það er hins vegar umhugsunarefni, að 70% erlendra
ferðamanna kvarta yfir verðlagi á mat, drykk, gistingu
og bílaleigubílum og er nauðsynlegt að ræða það af
fullri alvöru hvernig hægt sé að koma til móts við þær
athugasemdir.
Fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corporation tekin í notkun í New Port News í Bandaríkjunum
R
I ÚMT ár er nú liðið frá því
stjórnir íslenzkra sjávar-
afurða og Iceland Seafood
Corp. ákváðu að byggja
nýja fiskréttaverksmiðju í Newport
News í Bandaríkjunum. Þó ekki sé
lengra liðið eru fímm vikur síðan
framleiðsla hófst, en verksmiðjan
var formlega tekin í noktun síðast-
liðinn föstudag. Jafnframt hefur
eldri verksmiðja Iceland Seafood á
Camp Hill í Pennsylvaníu verið rek-
in, en henni verður lokað á næstu
dögum og hún síðan seld.
Fyrsta skóflustunga fyrir nýju
verksmiðjuna var tekin 15. janúar
síðastliðinn. 17. marz var byijað að
steypa grunninn. Stálgrindin var
reist 23. apríl og 19. maí var byijað
að reisa veggina. 12. júni var byijað
að einangra þakið og 14 dögum síð-
ar var byijað að að reisa skrifstof-
ur. 12. ágúst var fyrsta vinnslulínan
gangsett og nú er vinnslan vel á veg
komin. Fjarlægja þurfti jarðveg sem
svaraði til 4.250 vörubílsfarma og
flytja til baka jarðveg á 5.166 bílum.
4.000 fermetrar af steinsteypu fóru
í bygginguna og 120 tonn af stáli.
Morgunblaðið skoðaði verksmiðjuna
og ræddi við framkvæmdastjóra Ice-
land Seafood, Hal Carper, um starf-
semina.
Gott flæði
gegnum
verksmiðjuna
„Flæði í gegnum
verksmiðjuna er
mjög gott og er það
mikil breyting frá
því sem var á Camp
Hill,“ segir Hal
Carper. „Hráefnið
er tekið beint af
flutningabílunum
og er sett í svokall-
aða flæðirekka í
frystigeymslunni.
Fiskurinn fer inn í
geymsluna á öðrum
endanum og flyzt í
gegnum frysti-
geymsluna og er
tekinn út hinum
megin. Þannig er
alltaf verið að vinna
elzta fiskinn fyrst
og gamlar birgðir
verða ekki til. Fisk-
urinn er svo tekinn
beint úr frystinum
inn í vinnsluna.
Við hliðina á hrá-
efnisgeymslunni er
geymsla fyrir
brauðmyslnu og
deig og fer það eftir
leiðslum inn í suðu-
salinn. Þar eru um-
búðir fyrst fjar-
lægðar og blokkim-
ar fara síðan í tölvu-
stýrðan niðurskurð. Að honum lokn-
um fara fiskstykkin á færibandi inn
í suðu, sem er í sérstökum sal. Hiti
í allri verksmiðjunni er 55 gráður á
Fahrenheit, sem er fremur lágur
hiti til að halda kælingu í fiskinum
og koma í veg fyrir bakteríumyndun
í fiskinum, en hiti er meiri í suðu-
salnum. Þess vegna er hann alveg
lokaður og hitanum úr honum er
veitt beint út.
í suðusalnum fer fiskurinn í gegn-
um deig og brauðmylsnu eftir því
hvað verið er að framleiða hveiju
sinni. Úr þessum sal fara fiskstykk-
in síðan í gegnum lausfrysti og í
pökkunarsal. Þar er sjálfvirk vigtun
og fer fiskurinn í gegnum vogir sem
setja réttan skammt af fiskstykkjum
í plastpoka. í hinum enda pökkunar-
salarsins er sjálfvirk kassagerð og
sendir hún tilbúna opna kassa yfír
að pökkuninni og er fiskurinn settur
í kassana þar. Kassarnir fara síðan
í gegnum málmleitara, þaðan fara
þeir á bretti og beint inn í frysti-
klefa fyrir tilbúnar afurðir.
Oll framleiðslan er því í beinni
línu, engin tilfærsla fram og aftur
eins og svo mikið var um í gömlu
verksmiðjunni. Að framleiðslu lok-
inni er mjög fljótlegt að hlaða fískin-
um á flutningabíla og flytja til kaup-
enda eða dreifingarfyrirtækja."
„Hlutverk okkar
er að skila mikl-
um hagnaði“
Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki íslenzkra sjávarafurða,
rekur nú nýja og mjög fullkomna fískréttaverksmiðju í Newport News
í Bandaríkjunum. Afkastageta hennar er mikil og meiri kröfur eru
gerðar um gæði vinnslunnar, hreinlæti og aðbúnað en þekkist í slíkum
verksmiðjum. Hjörtur Gíslason heimsótti verksmiðjuna og ræddi við
framkvæmdastjórann, Hal Carper.
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
FORSTJÓRI Iceland Seafood Corporation er Hal Carper.
„FLÆÐI í gegnum verksmiðjuna er mjög gott og er það mikil
breyting frá því sem var á Camp Hill,“ segir forstjórinn.
Mest er selt til
dreifingarfyrirtækja
„Við seljum nánast ekkert til
verzlana eða í smásölu, heldur beint
til dreifingarfyrirtækja, veitinga-
húsa eða stofnana. Við seljum með-
al annars til Sysco, sem er stærsta
fyrirtæki í heimi í dreifingu mat-
væla og er með meira en 60 stöðvar
í Bandaríkjunum. Við seljum einnig
til annarra dreififyrirtækja og stórra
veitingahúsa og veitingahúsakeðja.
Hér gengur þetta þannig fyrir sig
að þótt við seljum fiskinn til dreifi-
fyrirtækjanna þurfum við einnig að
selja fiskinn aftur fyrir þau. Við
seljum fiskinn því í raun tvisvar.
Sjálfvirkni í verksmiðjunni er
mjög mikil. Við sóttum hugmyndir
frá öðrum verksmiðjum í matvæla-
framleiðslu og hefur tekizt að draga
verulega úr þörf á vinnuafli á þeim
stöðum, sem þess var mest þörf
áður, í niðurskurðinum og pökkun-
inni. Suðan er nánast alveg sjálf-
virk, þar fer fiskurinn á færiböndum
í gegnum allt ferlið án þess að
mannshandarinnar sé þörf. Við höf-
um nú tvöfaldað framleiðslugetuna
frá því sem var í gömlu verksmiðj-
unni. Fyrir vikið nægir það okkur
að vera aðeins með eina vakt í gangi,
jafnvel á föstunni þegar mest er að
gera. Það sparar okkur mikla pen-
inga, en í framtíðinni vonumst við
til að geta selt svo mikið að við
þurfum að keyra með fullum afköst-
um á tveimur vöktum,“ segir Carp-
er.
Fimm vinnslulínur
Vinnslulínurnar eru flórar fyrir
venjulega framleiðslu og sú fimmta
verður notuð fyrir tilraunafram-
leiðslu og vöruþróun. „Áður urðum
við að ijúfa framleiðsluna á einni
vinnslulínu til að geta sinnt tilraun-
um og vöruþróun. Tölvustýring og
sjálfvirkni gerir okkur svo kleift að
skipta mjög hratt á milli vöruflokka,
en það háir okkur enn að nánast
allt starfsfólkið við framleiðsluna er
nýtt og heldur það afköstum og
hraða enn niðri enda hefur verk-
smiðjan aðeins verið keyrð í fimm
vikur. Starfsfólkið er mjög jákvætt
og ég er bjartsýnn á framhaldið.
Við höfum farið nokkuð sérstaka
leið í sambandi við frystigeymslur.
Miklar sveiflur eru í sölunni og við
vildum ekki byggja frystigeymslur
sem gætu rúmað alla framleiðsluna,
þegar birgðir eru sem mestar.
Geymslurnar voru því byggðar til
að rúma meðalbirgðir. Við fórum
síðan í samvinnu við fyrirtæki sem
byggði frystigeymslur hérna rétt
hjá. Birgjar okkar senda því fiskinn
þangað og þar er hann allur á einum
stað í stað þess að vera dreifður um
allt Nýja-England eins og áður var.
Við höldum nákvæma skrá yfir
birgðirnar og þegar okkur vantar
blokkir til vinnslu, höfum við ein-
faldlega samband við frystigeymsl-
una og segjum þeim hvað við viljum
fá og við borgum ekki fyrir hráefn-
ið fyrr en daginn sem við tökum
það. Það er mikið hagræði að því.“
Marktniðið að ná
settu marki um afköst
„Markmið okkar nú er að ná sett-
um markmiðum um afköst. Gæði
framleiðslunnar eru mjög mikil,
meiri en voru í gömlu verksmiðjunni
og við erum mjög ánægðir með það.
Það hefur reyndar skapað svolítið
sérstakan vanda. Við seldum áður
þá framleiðslu sem ekki stóðst
fyllstu gæðakröfur til ákveðins við-
skiptavinar. Nú er svo lítið sem ekki
stenzt gæðakröfurnar að við getum
ekki fullnægt eftirspurn hans.
Framleiðslan gengur enn of hægt
en afköstin eru eins mikil og við
gerðum ráð fyrir. Næstu mánuðirnir
fara því í að þjálfa starfsfólkið og
ná afköstum upp.
Við höfum ekki talað mikið um
það sem við erum að gera. Skoðun
mín er sú að það borgi sig ekki að
hæla sér mikið fyrr en settum mark-
miðum er náð. Við höfum lagt
áherzlu á að ná þessum markmiðum
og haft hægt um okkur, en það
kemur fljótt að því að við getum
farið að láta frá okkur heyra. Við-
skiptavinir okkar, sem hafa komið
og skoðað verksmiðjuna, eru á einu
máli um að hún sé einstök. Kaupend-
ur hafa hrifist af verksmiðjunni og
því sem við erum að gera og hafa
lýst því yfir að þeir vilji eiga við-
skipti við svona framleiðanda," seg-
ir Carper.
Miklar kröfur um gæði
„Við hófum viðskipti við eitt
stærsta dreifífyrirtæki í Bandaríkj-
um fyrir skömmu og það hefur sam-
ið við okkur um að við sjáum því
fyrir öllum þeim fiski sem það þarf
næstu þijú árin. Við náðum þessum
samningi þrátt fyrir að við byðum
ekki bestu markaðssetninguna.
Annað fyrirtæki gerði það en engu
að síður valdi þetta fyrirtæki okkur.
Stjórnendur þess sögðust vilja eiga
viðskipti við Iceland Seafood vegna
þess að þeim líkaði starfsandi fyrir-
tækisins og hæfni starfsmanna okk-
ar. Þeim líkaði einnig fjárfesting
okkar til framtíðar. Þeir hafa ekki
séð neinn sem gerir
slíkar krföur um
gæði, hreinlæti og
aðbúnað. Enginn í
fiskiðnaðinum hefur
gert það, kjötvinnsl-
an hefur þegar gert
svo. Þeir vita að fisk-
framleiðendur verða
að gera betur eins
og kjötiðnaðurinn.
Kaupendur vilja að
sömu gæðakröfur
séu gerðar í fiskiðn-
aðinum, þótt þess sé
ekki lagalega þörf.
Við gerum meiri
kröfur til framleiðslu
okkar en lög og
reglugerðir segja til
um. Þannig höfum
við þegar náð veru-
legu forskoti á aðra
fiskframleiðendur
og það er miklu
betra fyrir kaupend-
ur á fiski að þurfa
ekki að hafa áhyggj-
ur af gæðum og öðr-
um þáttum. Tölvu-
skráning í vinnslunni
gerir okkur ekki að-
eins kleift að fylgjast
með hveijum þætti
framleiðslunnar,
heldur getum við
einnig gefið við-
skiptavinum okkar
allar þeir upplýs-
ingar sem þeir óska
um vigt, innihald og hlutfall af
brauðmylsnu og deigi í fiskinum og
svo framvegis. Við getum líka
tryggt það að varan sé alltaf eins
og kaupendum líkar það vel. Einn
kaupendanna sagði við eiginkonu
mína í veizlu vegna vígslu verk-
smiðjunnar að hann hefði verið að
velta því fyrir sér hvað ég hefði
verið að gera síðasta árið. Eg hefði
ekki komið í heimsókn til hans og
hann hefði ekki skilið af hveiju fyrr
en hann skoðaði verksmiðjuna."
Bjartsýnir á framtíðina
„Við erum mjög bjartsýnir á
framtíðina. Við erum vissir um að
við höfum gert rétt, vegna þess að
viðskiptavinir okkar hafa sagt svo.
Við byggðum fullkomna verksmiðju
og gerum miklar kröfur um gæði,
hreinlæti og aðbúnað vegna þess
að viðskiptavinir okkar vildu það.
Það er markmið okkar að uppfylla
óskir viðskiptavina okkar og ég tel
að við gerum það nú. Ég er ánægð-
ur með það hve góða viðskiptavini
við eigum og er þakklátur stjórn
Iceland Seafood fyrir þann stuðning
sem hún hefur veitt okkur. Nú er
það hlutverk okkar að láta rekstur-
inn ganga og skila miklum hagn-
aði,“ segir Hal Carper að lokum.
Hvað kostar Kyoto?
VERÐUR hægt að halda
áfram að auka þjóðar-
framleiðsluna og bæta lífs-
kjörin, um leið og leitazt
verður við að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda? Þetta er ein mikil-
vægasta spurningin, sem ríki heims
standa frammi fyrir nú þegar loft-
slagsráðstefnan í japönsku borginni
Kyoto nálgast, en þar er sennilegt
að samþykkt verði lagalega bindandi
bókun um að dregið verði úr losun
gróðurhúsalofttegunda á næstu ára-
tugum, þannig að hún verði a.m.k.
ekki meiri en árið 1990, jafnvel held-
ur minni.
Það, sem stendur einna helzt í vegi
samkomulags um róttækar aðgerðir
til að draga úr útblæstri koltvísýrings
og annarra lofttegunda, sem taldar
eru munu valda hlýnun loftslags á
jörðinni, er sú staðreynd að þótt flest
ríki heims telji nauðsynlegt að vinna
gegn gróðurhúsaáhrifunum vilja fæst
taka á sig þann efnahagslega kostn-
að, sem því kann að fylgja.
Kostnaðurinn meiri en
ávinningurinn fyrst um sinn
En hver er þessi kostnaður? Því er
erfitt að svara og margar tölur eru á
lofti. Frances Caimcross, ritstjóri hjá
hinu virta vikuriti The Economist og
fyrrverandi ritstjóri umhverfismála
þar á bæ, hefur skrifað bók um at-
vinnulíf og umhverfismál, Green, Inc.,
eða Græna fyrirtækið, þar sem hún
fjallar um sama efni og í fyrirlestrum
sínum hér á landi síðastliðið vor.
Caimcross vitnar til spár um að á
fyrri helmingi næstu aldar muni það
kosta á bilinu 1,5 til 2,5% af heims-
framleiðslunni að stöðva aukningu
útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Á
seinni helmingi aldarinnar geti þessi
kostnaður hækkað í 3% af heimsfram-
leiðslu. Sennilega yrði fremur dýrt
fyrir íslendinga að halda útblæstri sín-
um stöðugum, meðal annars vegna
þess að endurnýjanlegir orkugjafar em
nú þegar notaðir í miklum mæli og
þjóðinni fjölgar _ tiltölulega hratt. Ef
miðað er við að íslendingar hefðu eytt
2,5% af þjóðarframleiðslu sinni á síð-
asta ári í aðgerðir til að draga úr út-
blæstri hefði sú upphæð verið um 8,8
milljarðar króna.
Ekki má hins vegar eingöngu ein-
blína á kostnaðinn, því að samkvæmt
annarri spá gæti kostnaður af tvöföld-
un koltvísýrings í andrúmsloftinu frá
því fyrir iðnbyltingu — og þar með
hlýnun loftslags — orðið um 2% lands-
framleiðslu í iðnríkjunum á næstu öld
en hærri í þróunarríkjunum, eða 4-6%.
Cairncross segir í bók sinni að
næstu fimmtíu árin eða svo geti
kostnaðurinn við að draga úr gróður-
húsaáhrifunum orðið lítið eitt hærri
en sá kostnaður, sem myndi fylgja
því að glíma við afleiðingar hlýnunar,
t.d. hækkandi sjávarstöðu, flóð,
þurrka og ofsaveður. Það sé ekki víst
að hagurinn af því að hægja á hlýnun
loftslags vegi upp kostnaðinn af að-
gerðum fyrr en árið 2150. Það megi
því færa rök fyrir að það sé hag-
kvæmara að bera kostnaðinn af gróð-
urhúsaáhrifunum en að byija strax
að beijast gegn þeim.
Kvótakerfi til bjargar
stóriðjuáformum?
Þessi skoðun er þó ekki almenn og
telja verður líklegt að ríki heims nái
samkomulagi í Kyoto — eða þá á
annarri ráðstefnu, sem yrði haldin
fljótlega — um aðgerðir til að stöðva
aukningu útblásturs gróðurhúsaloft-
tegunda. Þá má spyija hvað þetta
myndi þýða fyrir lifskjör á íslandi.
Enn og aftur eru engin einhlít svör
til. Áhrifin fara til dæmis eftir því
hvernig bókunin, sem á að undirrita
í Kyoto, mun líta út. Ef ekki verður
tekið tillit til röksemda íslands og
fleiri ríkja um að það sé andrúmsloft-
inu hagstætt að staðsetja stóriðju í
löndum, sem geta boðið upp á end-
urnýjanlegar orkulindir, má ætla að
tekið væri fyrir frekari uppbyggingu
stóriðju hér á landi og þar með væri
sá vaxtarbroddur íslenzks atvinnulífs
úr sögunni. Það gæti hins vegar orð-
ið stóriðjuáformun á íslandi til bjarg-
ar ef leyft væri að verzla með útblást-
urskvóta, eins og lagt hefur verið til.
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar um efna-
Hver verður kostnaður-
inn af hugsanlegu lofts-
lagssamkomulagi í
Kyoto? Ólafur Þ.
Stephensen veltir þeirri
spurningu fyrir sér.
Útstreymi koltvíoxiðs 1995
33,8%
32,8%
18,6%
Samtals
2,3
milljónir
tonna
Annað0,4%
Húshitun og
sundlaugar
1,6%
___y-Jarðhiti 3,5%
Iðnaður9,3%
Líka kostnað-
ur af gróður-
húsaáhrifum
hagsleg sjónarmið varðandi minnkun
losunar á gróðurhúsalofttegundum
kemur fram að með slíku kvótakerfi
færi minnkun útblásturs fram á hag-
kvæmastan hátt; þeir, sem geta
minnkað losun á sem ódýrastan hátt,
muni selja kvóta en þeir, sem eigi
aðeins dýra kosti, muni kaupa kvóta.
Minnkun útblásturs í
fiskveiðum og samgöngum
ísland á ekki sömu möguleika og
mörg önnur iðnríki að skipta yfir í
endurnýjanlega raforku- ----------
gjafa í auknum mæli. Önn-
ur Evrópuríki eiga þann
kost að loka kola-, gas- eða
olíuknúnum raforkuverum ______
og nota í staðinn vatns-,
vind- eða kjarnorku en á íslandi verð-
ur nánast öll raforka til með nýtingu
fallvatna og jarðvarma. Niðurskurður
íslendinga á útblæstri hlyti að verða
fyrst og fremst á tveimur sviðum, í
fiskveiðum annars vegar og í sam-
göngum hins vegar. Um þriðjungur
útblásturs gróðurhúsalofttegunda,
nærri 34%, kemur frá fiskiskipum og
30% frá bifreiðum, en þessi farartæki
brenna miklum meirihluta alls jarð-
efnaeldsneytis, sem notað er á ís-
landi. Samkvæmt mati Hollustu-
verndar munu fiskiskip og bílar jafn-
framt standa undir langstærstum
hluta þeirrar 40% aukningar útblást-
urs, sem spáð er fram til 2025, verði
ekkert að gert.
Það er hins vegar ekki áhlaupaverk
að minnka eldsneytisnotkun í fisk-
veiðum eða samgöngum. Enn hefur
ekki fundizt betri orkugjafi fyrir skip
og bíla en olía eða benzín. Frances
Cairncross bendir í bók sinni á að svo
lengi sem olía sé ódýrasti orkugjaf-
inn, sé enginn markaðslegur hvati til
að leita að öðrum orkugjöfum.
Fiskiskip og bílar eru aukinheldur
bráðnauðsynleg til þess að hægt sé
að búa á íslandi; fiskveiðar standa
undir helmingi útflutningsteknanna
og einkabíllinn er það sam-
göngutæki, sem hentar bezt
í stóru og stijálbýlu landi,
þar sem oft er vont veður.
Uppbygging sæmilega not-
hæfra almenningssam-
gangna á borð við járnbrautir eða
skilvirkt strætisvagnakerfi í höfuð-
borginni hefur til þessa ekki þótt
hagkvæm hér á landi.
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur
þó fram að bæði í fiskveiðum og sam-
göngum megi að öllum líkindum ná
töluverðum árangri á hagkvæman
hátt með því að stuðla að betri nýt-
ingu sameiginlegra gæða. Bent er á
að hagkvæmari skipulagning fisk-
veiða eigi að geta leitt til minni elds-
neytisnotkunar. Líklegt sé að sú
ákvörðun, að ákveða aflareglu fyrir
þorskstofninn, muni stuðla að þessu
og þegar megi sjá merki þess að
minni flota þurfi en á síðustu árum
til að ná meiri afla úr sjó. Nauðsyn-
legt sé að koma stjórn á veiðar úr
sem flestum stofnum. Kvótasetning
fiskstofna, sem veiddir eru á úthaf-
inu, til dæmis rækju, karfa og síldar,
stuðlar jafnframt að minni sókn og
þar með minni eldsneytisnotkun.
Þjóðhagsstofnun bendir á að hluti
af aukinni eldsneytisnotkun fiski-
skipaflotans stafi af aukinni vinnslu
um borð. Stofnunin bendir á að skoða
þurfi mismunandi samkeppnisstöðu
landvinnslu (sem notast að mestu
leyti við endurnýjanlega orkugjafa)
og sjóvinnslu. Sjóvinnslan njóti t.d.
óbeinnar niðurgreiðslu í formi sjó-
mannaafsláttar. Með því að draga úr
mismunun þessara greina megi ná
meiri hagkvæmni og minni losun.
Talið er að meirihluti þeirrar aukn-
ingar útblásturs gróðurhúsaloftteg-
unda, sem fiskiskipaflotinn mun að
óbreyttu verða valdur að á næstu
árum, stafi af aukinni notkun vetn-
isflúorkolvetna. Þetta eru kæliefni,
sem notuð eru í kælikerfi frystitog-
ara. Frystitogurunum hefur verið
gert að hætta að nota kæliefni, sem
hafa slæm áhrif á ózonlagið, en víða
eru í staðinn notuð efni, sem valda
gróðurhúsaáhrifum. Að óbreyttu get-
ur þetta valdið aukinni losun gróður-
húsalofttegunda, sem nemur 400.000
tonnum af koltvísýringi eða um 15%
af útblæstri síðasta árs. Fram hefur
komið að hægt sé að nota aðra kælim-
iðla, til dæmis ammoníak.
Hvað varðar bílaumferðina, bendir
Þjóðhagsstofnun á að innanlands-
flutningar hafí á síðustu árum færzt
í æ meira mæli af sjó á land. Að
verulegu leyti stafi þetta af bættum
vegasamgöngum. Hins vegar njóti
landflutningarnir óbeinna styrkja
vegna þess að ekki sé greitt sann-
virði fyrir notkun vega. „Hækkun
vegtolla, hvernig sem þeir eru inn-
heimtir
með beinum gjöldum eða
álögum á eldsneyti —
þannig að þeir fari nær
kostnaði við byggingu og
rekstur veganna er því
þjóðhagslega hagkvæm og
stuðlar jafnfrmat að
á losun koltvíildis,“ segir
minnkun
Þjóðhagsstofnun.
Stofnunin segir því ljóst að það
megi að vissu marki ná tvöföldum
ávinningi, bæði hagkvæmari nýtingu
framleiðsluþátta og minni losun kolt-
vísýrings, með breyttri stefnu í þess-
um tveimur málaflokkum.
Hversu hröð verður
tækniþróunin?
Svarið við spurningunni um það
hvort hægt sé að takmarka útblástur
gróðurhúsalofttegunda án þess að
hefta hagvöxt felst að verulegu leyti
í þeim árangri, sem hugsanlegt er að
náist við að fínna nýja orkugjafa eða
leiðir til að spara eidsneyti í t.d. hefð-
bundnum bílvélum og skipavélum. Og
oft hefur það verið svo að tækniþróun-
in verður miklu hraðari en menn höfðu
ætlað vegna þess að aðstæður kreíjast
þess. Þannig fleygði þróun í flugvéla-
smíði fram í heimsstyijöldunum tveim-
ur vegna þess að yfirburðir í lofti
skiptu miklu í stríði, sem var barátta
upp á líf og dauða.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti benti
á það í ræðu, sem hann hélt nýlega
yfir veðurfræðingum, að ef menn átt-
uðu sig á alvöru gróðurhúsaáhrifanna
--------- og einsettu sér að vinna
gegn þeim, myndu hag-
kvæmar lausnir fínnast.
Clinton benti á að í byijun
sjöunda áratugarins hefði
Kennedy forseti lýst því
yfir að Bandaríkjamenn myndu koma
manni til tungslins. Engjnn hefði vitafi
nákvæmlega hvemig átti að fara afi
því, en málið hefði verið leyst vegna
þess að þjóðin hefði einsett sér það.
Clinton benti líka á annað lykilatrið
— að árangur í baráttunni við gróður-
húsaáhrifm myndi aldrei nást nema
almenningur væri sér meðvitaður uir
alvöru málsins. Þetta tengist síðar
umræðu, sem farið hefur fram undan-
farin ár um það hvað séu lífsgæði -
ef almenningur áttar sig á því að lífs-
gæði hans muni versna ef loftslag i
jörðinni hlýnar, er líklegra að fóll
sætti sig við að breyta lífsháttum sín-
um til að sporna gegn þeirri þróun.
Kostnaður
íslands 8,8
milljarðar?