Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM HUGLEIÐINGAR UM HEILBRIGÐISMÁL AÐ undanförnu hefur farið fram mikil um- ræða í fjölmiðlum og meðal almennings um breytingar á sjúkrahús- rekstri, og virðist stefnt að sameiningu allra spítala Stór-Reykjavík- ursvæðisins í einn. Þetta er af erlendum ráðgjöf- um talið horfa til sparn- aðar enda sameining lausnarorð nútímans, einkum í frystihúsageir- anum. Eins og sjúkling- ar eru ekki fiskar eru sjúkrahús ekki frysti- hús, og má því ætla, að ekki gildi alveg sömu lögmál um þau. Viður- kennt er, að þjónustan sé nú þegar ódýrari og að flestra áliti með því besta, sem gerist í nágrannalöndun- ^um. Það mun reynsla flestra, sem búið hafa erlendis, að sjúkrahúsþjón- ustan hér heima sé aðgengilegri og persónulegri, og oft á tíðum betri en þar býðst. Á undanfömum árum hefur oft komið til álita, hvort réttlætanlegt væri, vegna fámennis og fátæktar þjóðarinnar, að taka upp á Islandi nýjar læknisaðgerðir og meðferð, sem krefst mikillar sérhæfingar og þjálfunar starfsfólks og dýrra tækja og aðstöðu, í stað þess að senda -. sjúklinga til meðferðar erlendis. Aft- ur og aftur hefur sýnt sig, að ís- lenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur af- sannað hrakspár þeirra, sem töldu slíkt óráðlegt, og meðferðin og þjón- ustan hefur orðið ódýrari og persónu- legri en bauðst erlendis. Ég held að þetta byggist ekki síst á því, að íslenskir læknar hafa sótt menntun sína á góðar kennslustofn- anir erlendis og verið tilbúnir að leggja á sig erfíði og fjárhagslegar fórnir til að afla sér sem bestrar menntunar og þjálfunar, og verið reiðubúnir til að vinna við lakari kjör hér heima, en þeim hafa boðist er- lendis. Þetta hefur ekki verið fullmet- ið, og oft hefur verið vegið ómaklega og af ósanngimi að íslenskum lækn- — um af æðstu ráðamönnum þjóðarinn- ar, sem úthluta fjármunum almenn- ings til heilbrigðiskerfísins. Hvað varðar nýjustu ráð erlendra sérfræðinga um sjúkrahúsrekstur á íslandi, tei ég þau orka mjög tvímæl- is. Sjúkrahús eiga að laga sig að þörfum neytandans eins og önnur þjónusta, en ekki að ákvarðast ein- göngu af skriffínnum, er einblína á tölur, sem stundum eru byggðar á óábyggiiegum upplýsingum um eðli og afköst þjónustunnar. Þar sem ég þekki best til erlendis, þ.e.a.s. í Bandaríkjunum, skiptast sjúkrastofnanir í 4 aðalflokka: I fyrsta lagi háskólasjúkrahús, þar sem fram fer kennsla og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks, rannsóknir og uppfínningar og aðlögun nýrrar lækningatækni og meðferðar. Þar fer fram sú meðferð, sem krefst mestrar sérhæfíngar og tækjakosts. í öðru lagi eru bráðasjúkrahús, en þar er starfsfólk sérþjálfað í að bregðast við bráðatilfellum, hvort sem um er að ræða slys, sýkingar eða aðra bráða sjúkdóma. Á slíkum Auðólfur Gunnarsson stofnunum er einnig eðlilegt að veitt sé ýmis almenn læknisþjónusta þeim, sem ekki eiga í önnur hús að venda á hveijum tíma. Slík sjúkrahús eiga ekki að þarfnast mikillar yfír- byggingar, en fyrst og fremst sérhæfðs starfs- fólks, sem er viðbúið að bregðast skjótt og rétt við aðstæðum, þar sem slík vinnubrögð geta skilið milli feigs og ófeigs á stuttum tíma. í þriðja lagi eru einkarekin sjúkrahús, þar sem unnt er að veita góða læknisþjónustu og gera aðgerð- ir, sem komin er hefð á, með reynd- um aðferðum, án mikillar yfírbygg- ingar, og starfsfólk sér sér hag í því að reka stofnunina af hagsýni og án óþarfa eyðslu. í þessu sambandi er vert að benda á, að ekki má rugla saman rekstrarformi sjúkrastofnana og greiðsluhlutdeild sjúklinga og sjúkratrygginga fyrir þjónustuna. í flórða lagi eru síðan stofnanir fyrir hjúkrunarsjúklinga, hvort sem er af völdum elli eða sjúkdóma, svo og endurhæfíngarstofnanir og geta þær verið reknar ýmist af því opin- bera eða einkaaðilum. í áranna rás hefur þróunin hér á landi orðið nokkuð á þennan veg, þar til á síðustu árum, að talið hefur verið nauðsynlegt af opinberum aðil- um að stokka upp sjúkrahúsrekstur- inn, eftir að fjármálin komust svo til eingöngu í þeirra hendur. Orðið há- tæknisjúkrahús hefur á síðustu árum orðið tískuorð á íslandi. í huga flestra vísar það til stórra sjúkra- húsa, þar sem flókin tæki og tól gera kleift að framkvæma aðgerðir, sem ekki er unnt að gera annars staðar. Sannleikurinn er þó sá að bætt tæki, svo sem þau, sem byggj- ast á sveigjanlegum Ijósleiðurum, hafa gjörbylt ýmsum læknisaðgerð- um, þannig að nú er unnt að fram- kvæma margar þeirra, án innlagnar sjúklinga, á sjúkrastofnunum, sem reknar eru með Iágmarkskostnaði. Alltaf getur þó út af brugðið, og aðstaða til skyndiaðgerðar og inn- lagnar er því nauðsynleg að hafa í bakhöndinni. Þannig geta ný tækni °g lyf gjörbreytt á stuttum tíma þörfínni fyrir sjúkrarými á vissum sviðum, sem gengur þvert á áætlan- ir um þarfír, sem gerðar eru langt fram í tímann. Tæki og tól gera þó ekkert sjálf, og flókin tæki eru einsk- is virði, ef ekki er til staðar þjálfað starfsfólk til að beita þeim og túlka niðurstöður rannsókna rétt. Sannleikurinn er sá, að vel þjálf- aður læknir getur oft gert meira án dýrra tækja og við ófullkomnar að- stæður, en læknir með lélega þjálfun og menntun, þótt hann beiti nýjustu tækni, sem kostað getur ómælda fjármuni. - Síðan hafa oft komið upp tískufyrirbrigði í lækningatækni, bæði hér og erlendis, sem kostað hafa heilbrigðisþjónustuna mikla peninga, en síðan reynst óþörf eða verið vannýtt. Annar þáttur, sem þarf að vega Óheillavænlegt er, segir Auðólfur Gunn- arsson, að sameina alla sjúkrahúsþjónustu und- ir eina stjóm. og meta í rekstri sjúkrahúsa, er notk- un einnota búnaðar og tækja. Marg- not.a tæki og tau krefjast dauðhreins- unar og viðhalds. Með notkun ein- nota taus er þannig hægt að spara vinnu hérlendis við saumaskap og viðhald, en í stað þess flytjast óhjá- kvæmilega fjármunir úr landi þangað sem starfskraftar eru ódýrari. Þann- ig tapast oft störf, sem gætu hentað þeim sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu, til annarra landa. Hér við bætist að förgun einnota verkfæra, efna og umbúnaðar hefur í för með sér mikinn kostnað og stundum ófyr- irsjáanlegar afleiðingar í náttúrunni, eins og komið hefur fram á síðustu árum varðandi niðurbrot ýmissa plastefna, sem valdið geta röskun í lífkeðjunni. Af þessari upptalningu má ljóst vera, að ekki er allt sem sýnist, þeg- ar fjallað er um sparnað í sjúkrahús- rekstri, og taka verður tillit til margra þátta og vega þá og meta, bæði út frá mannlegu og umhverfis- legu sjónarmiði, en ekki bara pen- ingalegu. Með tilliti til þess, að breytt tækni gerir nú kleift að gera margar lækn- isaðgerðir utan stórra sjúkrahúsa, með minni tilkostnaði en þar gerist, vekur það nokkra furðu, að þvert á ráð reyndra sérfræðinga, var eini spítalinn, sem var vísir að einkastofn- un, lagður af sem aðgerðarspítali. Þar voru fullkomnar skurðstofur og gjörgæsludeild með góðum útbúnaði brotnar niður og breytt í legurými fyrir aldraða. Þess í stað hafa nú risið upp nokkrar einkareknar skurð- stofueiningar vítt og breytt um bæ- inn. Vera kann, að heppilegra hefði verið að viðhalda a.m.k. hluta af Landakotsspítala, sem einkareknu sjúkrahúsi, þar sem unnt hefði verið að framkvæma þær aðgerðir, sem krefjast yfírleitt ekki innlagnar sjúkl- inga, en aðstöðu til að vista sjúklinga yfír nótt og veita aðra skyndiþjón- ustu ef þörf krefur. Með breyttri tækni fjölgar stöðugt slíkum aðgerð- um. Mér er ljóst að margt má betur fara í sjúkrahúsrekstri Stór-Reykja- víkursvæðisins, og efalaust má spara á ýmsum sviðum með vissri samein- ingu deilda og aukinni samvinnu í innkaupum og annarri þjónustu. Ég tel þó að óheillavænlegt sé, að sam- eina alla sjúkrahúsþjónustu undir eina stjóm og hafa aðeins einn val- kost á hveiju sviði. Slíkt væri álíka óviturlegt og að reka aðeins eina æðri menntastofnun í landinu. Á þessu sviði eins og öðrum er viss fjöl- breytni og samkeppni af hinu góða. Til þess að þjálfun og hæfíleikar heilbrigðisstarfsfólks fái að njóta sín, þarf að vera nægilegt olnbogarými og athafnafrelsi og breytilegar að- stæður. Þannig getur einn ráðríkur forstöðulæknir gert öðrum læknum ókleift að nýta þjálfun sína og þekk- ingu í þágu sjúklinga á eðlilegan hátt, svo lengi sem æviráðning hans leyfír. Ekki hentar öllum að vinna saman og segir það ekki endilega að einn sé öðrum betri læknir. Hér við bætist að ungir sérfræðingar, sem kjósa að snúa heim eftir langt og strangt nám, verða að hafa ein- hverra kosta völ, annarra en að ganga beint inn í stöðu, sem sjaldn- ast mundi liggja á lausu, ef til væri aðeins ein deild á hverju sviði læknis- fræðinnar. Þannig mundi landinu tapast góðir starfskraftar með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Hér við bætist að ég tel, að sjúklingar eigi að eiga nokkum rétt á að velja sér lækni og sjúkrastofnun. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt, tel ég rétt að staldra við og að allir kostir í stöðunni séu skoðaðir. Sé horft til fortíðar, hefði sennilega besta lausn sjúkrahúsmála Reykjavík- ursvæðisins verið sú, eins og tillögur vom uppi um, að byggja eitt sjúkra- hús á Keldum eða Vífílsstöðum, utan við skarkala og umferðaröngþveiti miðborgarinnar, áður en Borgarspít- ali kom til sögunnar. Þá hefði spa- rast mikið af þeim íjármunum, sem farið hafa í niðurbrot, breytingar og viðbyggingar við Landspítalann, sem aldrei getur orðið annað en klúður vegna hæðartakmarkana á bygging- um á Landspítalalóðinni og annarra umhverfisþátta. Ef einn spítali yrði reistur til að gegna hlutverki háskólasjúkrahúss og bráðasjúkrahúss, tel ég að samhliða því ætti að koma til sögunnar einka- rekið sjúkrahús, þar sem unnt væri að framkvæma mjög stóran hluta hefðbundinna aðgerða og rannsókna með minni tilkostnaði en á stóm opin- bem sjúkrahúsi. Versti kosturinn er sennilega að blanda saman opinbemm rekstri sjúkrastofnana og einkarekstri í lækningastarfsemi. Þótt spítalabyggingar og spam- aður í sjúkrahúsrekstri séu góðra gjalda verð sjónarmið stjórnenda, svo lengi sem þau koma ekki niður á eðlilegri þjónustu við sjúklinga, eru þó e.t.v. önnur vandamál brýnni í heilbrigðisþjónustu íslands í dag. Öllum er kunnugt um. vandamál unglingageðdeildarinnar, og ljóst er að hún annar ekki sínu hlutverki við núverandi aðstæður. Ég óttast, að vandamál sem tengjast m.a. barna- og unglingadrykkju hérlendis, séu að verða þjóðarböl. Fyrir ekki svo mörgum árum tengdi ég hugtakið virkur eða óvirkur alkóhólisti fyrst og fremst við karlmenn, sem komnir voru um og yfír miðjan aldur. Á undanfömum mánuðum hefur hins vegar rekið á fjörar mínar, sem lækn- is á Kvennadeild Landspítalans og á stofu, fjöldinn allur af ungum konum, um og innan við tvítugt, sem fengið hafa þessa sjúkdómsgreiningu. 011- um sem til þekkja er ljóst, að í slíkum tilfellum er mikil sorgarsaga að baki, sem hlýtur að ná aftur til bamæsku þessara stúlkna, og ákveoin vanda- mál hljóta að vera því samfara, að hér er um að ræða verðandi mæður þjóðarinnar. M.a. er vitað, að alkó- hólneysla á meðgöngu getur haft varanlegan fósturskaða í för með sér. Fyrir allmörgum árum, þegar ég var við nám í Bandaríkjunum, var sýnd þar í sjónvarpi mynd af drukkn- um börnum og unglingum á götum Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn. Fólki þar í landi brá og spurði óhjá- kvæmilega, hvort _ unglingadrykkja væri vandamál á íslandi. Viðbrögð hér heima virtust hins vegar fyrst og fremst vera þau, að þessir erlendu blaðamenn hefðu misnotað aðstöðu sína til að sverta þjóðina. Því miður held ég, að gestsaugað hafí hér sem oft verið gleggra en þeirra, sem eru samdauna aðstæðum. Síðan þá hefur neysla eiturlyfja bæst við síaukna áfengisneyslu, sem virðist færast neðar og neðar í aldursstigann. M.t.t. þessa leyfí ég mér að skora á núverandi heilbrigðisráðherra, sem bæði er kona og móðir, að láta þetta vandamál til sín taka og reisa sér frekar minnisvarða á því sviði en með fljótfæmislegum ráðstöfunum til spamaðar á nokkram krónum í sjúkrahúsrekstri, sem e.t.v. er óraun- hæfur og kann að koma harðast nið- ur á þeim, sem síst skyldi og minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þegar þjóðin reisti Vífílsstaðaspít- ala, Reykjalund og fleiri sjúkrastofn- anir, til þess að beijast við berklana eða hvíta dauðann, var ekki fyrst og fremst horft til þess, hvort þessi litla og fátæka þjóð hefði efni á slíku, heldur hver væra bestu ráðin til að sigrast á þessum mannskæða sjúk- dómi. Með samstilltu átaki, fórnfýsi og hugsjónaeldi, tókst þessari fá- mennu og fátæku þjóð á hjara verald- ar ekki aðeins að vera í fararbroddi í lækningum berkla, heldur að verða öðram þjóðum til fyrirmyndar um það, hvernig unnt væri að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Eitthvað virðist hugsjónaeldurinn hafa kólnað í arfleifð kynslóðanna. Nú virðist meira ráða um skiptingu fjármuna til heilbrigðismála, hver sé sterkasti þrýstihópurinn en hvar þörf- in sé brýnust. Þannig virðast þeir, sem hæst láta en ýmsa valkosti eiga, fá stærri hlut en hinir, sem minna mega sín og verða að reiða sig á styrk hins opinbera vegna sjúkdóms eða annarra aðstæðna. Mér er ljóst, að í baráttunni við vímuefnavandann hafa stjómvöld enga töfralausn á reiðum höndum, en þau geta orðið stefnumarkandi til að stilla saman krafta foreldra og annarra uppalenda svo og áhuga- fólks, þannig að íslenska þjóðin geti orðið fyrirmynd annarra á þessu sviði. Höfundur er læknir. MÓTORDRIFNAR HÁÞRÝSTI DÆLU - bensín eða dísel SKEIFUNNI 3E-F SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 BILATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 æri VW Polo Fox árg. '95, blár, 5 dyra, beinsk., ek. 39 þús. km. Verð 800.000. Ath. skipti. VW Golf GL Grand árg. '97, grænsans., sjálfsk., álfelgur, spoiler, ek. 13 þús. kin. Verð 1.480.000. Skipti. Chrysler Stratus LE árg. '97, svart- ur, sjálfsk. og beinsk., álfelgur, rafm. í rúðuin, fjarstýrð samlæsing, ek. 5 þús. kin. Verð 2.450.000. Skipti. Nissan Sunny 1600 SLX árg. '94, hvítur, 4ra dyra, sjálfsk., ráfm. í rúðum, hiti í sætum, fjarstýrð samlæsing, spoiler, álfelgur. Verð 990.000. Skipti. Ford Mondco 2000 GIIiA árg. '94, vínrauður, 4ra dyra, sjálfsk. ,sóllúga, ABS, ek. 55 þús. kin. Verð 1.350.000. Skipti. MMC Pajero Superwagon árg. '91, grænsans., sjálfsk., sóllúga, ek. 112 þús. km. Verð 1.950.000. Skipti. Arn1°L™.T”s“" VANTAR ALLAR GERDIR BÍLA Á SKRÁ - VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.