Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 35 MINNINGAR INGIBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1907. Hún lést á Drop- laugarstöðum 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Egilsdóttir, f. 16. mars 1880, d. apríl 1946, og Guð- mundur Jónsson, f. 14. júlí 1877, d. 8. ágúst 1953, en kjörfaðir hennar var Guðmundur Kristinn Ólafsson, skipstjóri, f. 6. desember 1857, d. 16. desember 1928. Eiginmaður hennar var Haf- steinn Björnsson, fulltrúi, f. 24. apríl 1910, d. 18. ágúst 1992. Börn þeirra: Björg, f. 19. ágúst 1934, Guðmundur Grétar, f. 7. októ- ber 1937, d. 23. júlí 1985, Björn, f. 28. mars 1945, og Gunnar, f. 13. jan- úar 1947. Barna- börn Ingibjargar eru þrettán og barnabarnabörn fimmtán. Utför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæra móðir. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móður- tryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson.) Já, móðir mín, þannig kvaddi ég þig á þínum dánarbeði með fullvissu um það, að við munum hittast aftur hjá þeim Meistara sem öllu ræður. Þú sýndir mér ávallt traust, ástúð og vináttu, enda gát- um við alltaf rætt hin ýmsu mál í bróðerni og þroskaðir þú hjá mér virðingu fyrir höfundi tilverunnar svo og mannanna lögum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, en minninguna um gæsku þína mun ég ávallt bera í mínu hjarta. Mig langar til að þakka öllu því fólki sem hafði kynni af móður minni síðustu ár hennar, eins og til dæmis samferðafólki hennar á dagdeild Hafnarbúða og síðar á Landakoti, og síðast en ekki síst hjúkrunarfólkinu á Droplaugar- stöðum sem gerði móður minni dvöl hennar þar eins þægilega sem kostur var, enda hafði hún á orði hvað hún væri heppin að fá að dvelja hjá ykkur í veikindum sín- um. Gunnar Hafsteinsson. Á þessari kveðjustund koma upp í huga mér ýmsar hugleiðingar og minningar um þessa góðu og fal- legu konu, sem var mér alltaf svo yndisleg og ekki bara við mig held- ur alla sem henni kynntust. Eg kynntist Ingibjörgu fyrir 24 árum þegar ég giftist yngsta syni hennar Gunnari og strax í fyrsta sinn sem ég kom á Grundarstíginn laðaðist ég að þessari hægu og hlýlegu konu og man ég sérstaklega eftir hvað hún tók mér vel frá fyrstu tíð. Ingibjörg reyndist mér sem besta móðir og þar sem ég missti mína elskulegu móður mjög ung, má segja að hún Ingibjörg mín hafi gengið mér í móðurstað. Og var það mitt lán að fá að kynnast henni, enda var mjög hlýtt á milli okkar alla tíð. Þrátt fyrir að mik- ill aldursmunur væri á okkur gat ég alltaf talað við hana eins og mína bestu vinkonu. Hún tók elsta syni mínum, Jóni Ólafi, strax sem einu af barnabörn- um sínum, en hann var sjö ára gamall, þegar hann kynntist Ingi- björgu. Ég veit að hann á góðar minningar um þessa góðu og hlýju ömmu, einnig eiga yngi’i synir mínir, Anton og Franz, sínar ánægjulegu minningar og munu þeir allir sakna ömmu sinnar sárt. Ingibjörg var frekar hlédræg kona, hún var ekkert að trana sér fram en alltaf var hún til staðar þegar á þurfti að halda tilbúin að hlúa að og hlusta ef eitthvað bját- aði á. Hún var mjög glæsileg kona og alls staðar þar sem hún kom á mannamót var eftir henni tekið. Mér er það minnisstætt þegar elsti sonur minn gifti sig og ég stóð í anddyri kirkjunnar og tók á móti gestunum, kom þá Ingibjörg inn svo yndislega falleg og glæsi- leg að ég hugsaði hvað hún væri ungleg en þá var hún 85 ára. Hafði ég á orði við hana síðar að ég vildi gjarnan fá leyndarmálið að þessum glæsileik, ef ég næði þessum aldri, vildi ég gjarnan geta státað af þessu útliti. Sagði hún mér þá „að ef maður hætti að hafa sig til væri maður búinn að vera.“ Og alveg fram á það síðasta leit hún vel út, og dáðist ég að henni, að hafa kraft til að hugsa um þessi mál þegar hennar veik- indi voru orðin svo mikil. Hún sýndi ótrúlega mikinn styrk og kraft allt árið sem hún er búin að eiga við þessi veikindi sín og aldrei kvartaði hún. Við áttuðum okkur kannski ekki alltaf á því hvað hún var langt leidd þar sem hún bar sig alltaf svo vel, og vildi helst ekki neina fyrirhöfn, ekki ónáða fólk að ástæðulausu eða svo fannst henni. Svona var nú Ingi- björg, hugsaði alltaf miklu frekar um aðra en sjálfa sig. Ingibjörg átti heima mestan hluta ævi sinnar í miðbæ Reykja- víkur. Fyrst með móður sinni í Fischersundi og eftir að hún giftist fluttist hún á Bergstaðastræti 20 í Þingholtunum og bjó þar fyrstu hjúskaparár sín, en síðan fluttist hún á Grundarstíg 7, þar sem hún bjó um 40 ára skeið. Hún sagði mér oft að hún hefði setið í eldhús- glugganum á Bergstaðastrætinu og þar sem garðarnir lágu saman horfði hún að Grundarstíg 7 og langaði í þetta stóra hús. Síðan kom að því að draumurinn hennar rættist og hún fékk stóra húsið sitt og undi hún sér þar vel alla tíð. Hennar aðaláhugamál var garðurinn bak við húsið og mótaði hún þar stóran og fallegan blóma- garð sem svo margir þekkja. Örlögin höguðu því þannig til, að við hjónin keyptum æskuheim- ili mannsins míns, Grundarstíg 7, árið 1990, og þar með var ég orð- in eigandi að draumahúsinu og fallega blómagarðinum hennar Ingibjargar. Þetta var mér í fyrstu nokkurt áhyggjuefni því ég var engin garðyrkjukona né hafði löng- un til að eyða svona miklum tíma í garðinn. En það var eins og garð- urinn hennar talaði til manns og út fór maður á hverjum degi að hlúa að plöntum og dunda sér, og viti menn, ég held að það hafi tek- ist að viðhalda og betrumbæta bló- magarðinn hennar Ingibjargar og mun hann dafna áfram þótt Ingi- björg hafi horfið frá okkur á annað tilverustig. Oft höfum við hjónin talað um að það væri sama hvað sett væri í garðinn, allt blómstrar fallega og hefur það sannast að lengi búi að fyrstu gerð. Ekki veit ég hvað hún Ingibjörg mín setti í gróðurmoldina fyrir mörgum árum, en þvílík gróska og orka sem er í garðinum, og tel ég það vera frá henni komið. Löng- um stundum hef ég eytt í garðinum eftir vinnu dagsins og fínnst mér ég afþreytast við störfín og verður mér þá oft hugsað til liðinna stunda og þá sérstaklega um ævi Ingi- bjargar á Grundarstígnum. Eftir að Ingibjörg fluttist inn í Laugames, kom hún reglulega í heimsókn til okkar, þó sérstaklega á sumrum til að skoða og njóta garðsins, og alltaf voru þetta ánægjustundir fyrir mig og fjöl- skylduna að fá tækifæri til að spjalla og fá ráðleggingar. Okkur hjónum þótti við hæfí á sumrin, ef sól og blíða var um helgar, sótt- um við hana iðulega og sátum við í garðinum, grilluðum og áttum dásamlegar stundir. Alltaf var hún jafnglöð að koma og eyða deginum með okkur. Nokkrum sinnum kom hún sl. sumar, en undir seinni hluta sumarsins treysti hún sér ekki til að koma, þar sem hennar sjúkdóm- ur var farinn að taka sinn toll. Ingibjörg var líka mikil hag- leikskona á fleiri sviðum en garð- yrkju. Hún sat löngum stundum við hannyrðir og það eru ófá tepp- in og myndirnar sem hún hefur gert og gefið og getum við í fjöl- skyldunni verið þakklát, því við nutum góðs af. Öll höfum við feng- ið eitthvað fallegt sem hún hefur gert og prýðir það heimili okkar og fegrar. Við munum minnast þessarar merku konu fyrir allt það sem hún gaf af sér til okkar allra. Hún fylgdist vel með öllu sem við í fjölskyldunni vorum að fást við, öllum barnaskaranuni sem hún átti, og vildi hún vita hvað hver og einn var að gera hverju sinni. Sýndi hún þeim alltaf hlýju og tók vel á móti þeim. Hún mundi alltaf eftir öllum afmælum, brúðkaups- dögum og öðrum tyllidögum sem skiptu okkur máli, sama hvað var, sendi hún kveðjur eða sendi eitt- hvað til allra og ekki má gleyma jólunum, þá þurftu allir að fá sínar jólagjafir. Ingibjörg var ein af gjaf- mildustu konum sem ég þekkti, bæði á hið veraldlega og ekki síður hið andlega. Alltaf var gott að koma til hennar, hún var mjög gestrisin, vildi endilega bjóða upp á eitthvað, t.d. mola eða kókglas. Oft var mér hugsað til að flestar eldri konur buðu upp á kaffisopa, en hún Ingibjörg fyldist með tím- anum og vissi að unga fólkið vildi heldur kók en kaffi. Hér eru tvö erindi úr ljóði sem eiginmaður Ingibjargar orti til hennar og þar er henni vel lýst, eins og við öll hugsuðum til hennar: Bjart er yfír þinni brá. Blíðu þína allir þrá. Biðja mest þó bðmin smá. Bara ömmu að vera hjá. Blómin anga undur skær. Opnast er þú kemur nær. Hugur þinn er hreinn og tær. Heiðríkja í bijósti hlær. Ég á eftir að sakna þín, mín elskulega Ingibjörg, sakna okkar samverustunda sem voru mér svo dýrmætar. Ég kveð þig með þakk- læti í hjarta og ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þér líður vel og það er fyrir öllu. Þú varst alveg einstök. Ég vil þakka fyrir þau forréttindi og það lán að hafa fengið að kynnast þér og verða þér samferða hluta af minni ævi, ég er betri manneskja fyrir það sem þú gafst mér. Hvfl í friði. Þín tengdadóttir, Anne Helen Lindsay. í dag fýlgi ég til grafar tengda- móður minni, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Þegar litið er yfír farinn veg eins og títt gerist þegar kær vinur er kvaddur, er margs að minnast eftir langa samleið. Sú samleið hófst fyrir um 35 árum er ég kom fyrst á Grundar- stíg 7 sem tilvonandi tengdadóttir þeirra hjóna, Ingibjargar og manns hennar, Hafsteins Björnssonar sem látinn er fyrir fimm árum. Öll þessi ár var heimili þeirra fastur punktur í tilverunni og viðkomustaður allr- ar fjölskyldunnar í dagsins önn sem og á hátíðis- og tyllidögum. Ég minnist aðfangadagskvöldanna fyrstu árin meðan bamabömin voru aðeins 4-5 og allir komu saman á Grundarstígnum. Hátíða- kvöldverður var tilreiddur eins og ekkert væri fyrir honum haft og allt auðvitað fágað og hreint. Eftir matinn þegar búið var að taka upp pakkana og blessuð bömin vom önnum kafín við að leika sér með allt nýja dótið, hvort sem það var nú púsluspil, rafdrifnir eða uppt- rekktir bílar, trommusett eða smíðatól, tók Ingibjörg öllu með stóískri ró jafnvel þó nýi hamarinn væri pmfaður á sófaborðinu. Hún átti auðvelt með að leyfa öllum að njóta sín án þess að hafa sig sjálfa mikið í frammi. Aldrei sá maður nein þreytumerki á henni og allt var eins og ekkert væri fyrir því haft eða gerðist af sjálfu sér. Ingibjörg var heimavinnandi húsmóðir eftir að hún gifti sig og helgaði heimili, bömum og síðar barnabömum starfskrafta sína. Áður hafði hún unnið í skóverslun Stefáns Gunnarssonar og einnig að loknum Kvennaskólaámm sín- um, verið í Englandi í eitt ár og séð um uppeldi tveggja barna á heimili í Wimbledon í útjaðri Lond- on. Hún minntist oft veru sinnar þar með ánægju en ferðamátinn var far með togara til Grimsby og lest til London og tók það allt rúma viku sem er talsvert ólíkt því sem við þekkjum í dag. Ingibjörg var mikill náttúraunnandi og ræktaði garðinn sinn á Gmndarstíg 7 í orðins fyllstu merkingu. Þar var hún stöðugt að koma til nýjum plöntum og hagræða og hlúa að. Strax í apríl sá maður fyrstu blóm- in stinga upp kollinum; vetrargosa, vorboða, síðan krókusa og þegar kom fram í júní túlípana í hinum fegurstu litum og svo tóku fjölær- ingamir við hver af öðram langt fram á haust. Það vora ófáir tugir afleggjara sem við hjónin fengum úr garðinum þeirra þegar við eign- uðumst eigin garð og dijúgt að leita ráða til Ingibjargar í rækt- unarstarfinu. Það var reyndar þannig að maður átti Ingibjörgu alltaf að; hún var þeirrar gerðar að hún var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda en hélt sig ann- ars til hlés. Það má segja að hún leiðbeindi mér við að rækta garðinn minn hvort heldur var í hinni eigin- legu eða óeiginlegu merkingu. Fyr- ir það er ég henni afar þakklát. Foreldrar mínir búa ekki í Reykja- vík og því var ómetanlegt að eiga hana að og þau hjón. Ingibjörg fór ekki varhluta af móthlæti í lífinu frekar en svo margir. Elsta son sinn, Grétar, missti hún fyrir 12 árum og Krist- ínu tengdadóttur sína eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm, síðastliðið sumar, bæði langt fyrir aldur fram. Síðastliðin fimm ár, eftir lát Hafsteins, bjó hún ein og veit ég að dagurinn var oft lengi að líða en það stytti þó stundimar að hún var þijá daga vikunnar hjá * þeim góðu konum í Hafnarbúðum og síðar Landakoti. Síðustu vikum- ar dvaldi hún á Droplaugarstöðum og lést þar 13. okt. sl. Ingibjörg var falleg kona, dökk yfírlitum þegar ég kynntist henni, há og samsvaraði sér vel. Hún var enn falleg undir það síðasta og hélt sér vel þrátt fyrir háan aldur. Hárið jafnþykkt og áður en orðið silfurlitað, húðin ótrúlega slétt og litarhátturinn frísklegur. Hún átti ekki langt að sækja fegurð og v vænleika. Föðuramma hennar, Gunnhildur Sigurðardóttir, Kára- nesi í Kjós, fædd 1856, þótti svo falleg að hún var kölluð Kjósar- Rósin á sínum tíma. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og kæra þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og börn- unum mínum. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður. Blómakonan er horfin á brott. Minningar mínar era margar og fallegar hugsanir streyma um hug minn. Ásjónu þinni bregður fyrir . á þessum köldu kvöldum, en það mun birta til og hlýir morgnar verða að nýjum dögum. Það er kominn tími til að kveðja, tár renna saklaust niður mínar kinnar, bros þitt færir mér huggun í hjartað. Þú dvelur nú á öraggum stað í hjarta mínu. Vegurinn þinn var langur og gangan stundum strembin en handan hæðarinnar bíður betri dagur og annar garður. Þú sáðir forðum fjóram fræum, í dag er garðurinn þinn orðinn mik- ill, og hann mun vaxa og dafna með þinni blessun. Blómakonan glaða flögrar um skýin. Til fjarlægra staða upp er stiginn. Þú býrð í draumum mín- ^ um, margar minningar ég hef. Ég bið fyrir þér og þínum og leik mitt litla stef. Blessuð sé minning þín, amma mín. Þinn sonarsonur, Franz. Þreytt(ur) á gömlu þungu bílskúrshurðinni? Nú er rétti tíminn til ab panta nýja, létta, einangra&a stálhurð frá Raynor ir iíi ii [i:; ijy.: y 1 ii 1 nni 3 Í3 □D 1 1 t- ■ m VERKVER Smiðjuvegi 4b, Kópavogi S 567 6620 Raynor bílskúrshurðaopnarar Verbdæmi: Pulnir»gahur& 229 x 244 cm lcT* 63«850/“ InnifaliS I ver&Í eru brautir oQ þéÍHlisíar,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.