Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 41 MINIMINGAR SIG URBJORN EIRÍKSSON + Sigurbjörn Ei- ríksson fædd- ist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 10. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Það er ekki auðvelt að festa á blað minn- ingar um föður sem var mér og okkur öllum svo ástkær og mikill vinur. Sannarlega var hann raungóður og fús til þess að hjálpa og styðja aðra. Aldrei neitaði hann nokkurri bón, ef það var á hans valdi að geta hjálpað til. Það er svo margt sem mér er minnisstætt þegar ég hugsa til föður míns og sem hefur haft sterk áhrif á mig. Sem dæmi heyrði ég aldrei föður minn hallmæla einum einasta manni eða að beiskja væri í garð nokkurs manns. Hann talaði vinsam- lega um alla og aldrei heyrðust blæ- brigði í rómi hans, þótt ég vissi að íjölmargir hefðu gert honum afar rangt til. Þetta kom til af því að pabbi var kærleiksríkur og skildi afar vel mannlegt eðli og fyrirgaf öllum allt. Þeir voru margir sem komu að máli við föður minn og vildu rétta hlut hans gegn rógburði og ósannindum sem oft voru á forsíðum blaðanna sem allir landsmenn gátu lesið og höfðu dæmt hann sekan þótt saklaus væri. Já, þeir sem þekktu pabba vissu betur. Og pabbi var þakklátur fyrir að hann var ekki vinafár. Síðustu ár föður míns voru honum erfið því hann var rúmliggjandi í níu ár. A þeim tíma gafst mér gott tæki- færi til þess að kynnast honum enn- þá betur og þeim viðhorfum sem hann hafði til lífsins. Hann játaði Jesúm Krist sem sinn frelsara og átti óbilandi trú á Guðs náð og miskunn. Síðustu orð af munni föður míns heyrði ég hann segja er við kvöddum hann, ég og barnabörnin hans, þau voru: Guð blessi ykkur. Og um leið og við minnumst hans þá skulum við hugleiða orð Guðs þar sem segir í 1. Þess. 4.13-18: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun guð fyr- ir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru. Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Þvi að sjálf- ur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dán- ir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loft- inu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver annan með þessum orðum.“ Eiríkur Sigurbjörnsson. Nú hefur kærleiksríkur og elsku- legur faðir minn kvatt þetta jarð- neska líf og er ég Guði þakklátur fyrir það tækifæri sem hann gaf mér síðustu árin til þess að eiga samfélag við föður minn og ræða um okkar lifandi von sem við eigum fyrir trú á Jesúm Krist og endur- lausnina. Þótt faðir minn hafi verið mikið hraustmenni og mjög dugmikill mað- ur í þessu jarðneska lífi þá átti hann eitthvað sem var dýrmætt og gott veganesti inn í eilífðina, einfalda og barnslega trú á Jesúm Krist sem endurlausnara sinn. Enginn hefur reynst mér eins vel í raunum mínum og þrengingum og faðir minn og er ég þakklátur fyrir það og stoltur að eiga föður sem sýndi kærleika sinn í verki og gerði allt það sem hann gat til að hjálpa okkur börnunum. Mig langar að vitna í þennan sálm: Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg. Það allt, er áttu í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Ef vel þú vilt þér líði, þín von á Guð sé fest. Hann styrkir þig i stríði og stjórnar öllu best. Að sýta sárt og kvíða á sjálfan þig er hrís. Nei, þú skalt biðja og bíða, þá blessun Guðs er vís. Ó, þú, minn faðir, þekkir og það í miskunn sér, sem hagsæld minni hnekkir, og hvað mér gagnlegt er, og ráð þitt hæsta hlýtur að hafa framgang sinn, því allt þér einum lýtur og eflir vilja þinn. Að lokum, megi Guð blessa minn- ingu föður míns með þakklæti til allra vina sem studdu hann. Guð biessi minningu föður míns. Gestur Guðjón Sigurbjörnsson. Elsku pabbi minn, nú ertu horfinn úr þessu jarðneska lífi. Söknuðurinn er sár, en ég veit að þú varst hvíldinni feginn, svo sjúkur varstu orðinn. Nú hvílir þú í faðmi Drottins og þér líður aftur vel. Minningarnar hrannast upp. Ég man hve góður þú varst gömlu fólki, börnum og þeim sem minna máttu sín, alltaf varstu reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar við gengum saman yfir Miklubrautina, þú hélst í hönd mína þegar ég var 6 ára og ég hugsaði með mér, mikið er nú höndin hans pabba traust, sterk og hlý, þegar ég verð stór ætla ég að eignast mann með svona trausta hönd. Ég vil þakka þér fyrir hversu góður þú varst börnunum okkar Ing- þórs. Þær voru ekki fáar ferðirnar sem þú fórst með þau austur á Stóra-Hof. Þá var alltaf stoppað í sjoppu og keypt kók og prins póló. Eg veit að þetta var þeim svo mikils- vert. Svo komu barnabörnin og þú brostir og varst svo glaður að sjá þau, þótt þú værir þá rúmliggjandi. Ég kveð þig með sárum söknuði og kærleik í huga, en ég veit að við hittumst aftur. Vertu nú sæll, elsku pabbi minn, og hvíl þú í friði og megi armar Drottins umvefja þig. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skln á öll vor spor. Ó, blessuð stund, er sérhver rún er ráðin og raunaspuming, sem mér duldist hér, og ég sé vel, að viskan tóm og náðin því veldur, að ei meira sagt oss er. Ó, blessuð stund, er stillast skulu sárin og stöðvast óp og kvein hins þjáða manns, og loksins þverra þungu sorgartárin og þorna fyrir geislum kærleikans. Guðný Sigurbjörnsdóttir og Ingþór Arnórsson. GUÐRUN BJÖRNSDÓTTIR + Guðrún Björns- dóttir fæddist í Ospaksstaðaseli í Húnavatnssýslu 9. apríl 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Askirkju 17. október. Efþúsérðgamlakonu, þá minnstu móðurþinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann, og fómaði þér kröftum og feg- urð æsku sinnar, og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni best. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skýr, og veki hjá þér lönpn til að vera öðmm góður, og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Ók. höf.) Hjartans þakklæti fyrir allt, mamma mín. Ingveldur Gunnars Guðbjörnsdóttir. Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar með örfáum orðum. Amma lést á Landspítalanum, 91 árs að aldri. Elsku amma, ekki sá ég þig síð- ustu tvö árin þar sem ég bý erlend- is. Ailtaf spurði ég um þig þegar ég talaði við hana mömmu mína í símann, varð að vita hvernig þú hefðir það. Ég vissi að þér fór hrak- andi svo það er gott að þú hefur fengið hvíldina. Amma, þú varst eins og ömmur best geta hugsast. Alltaf var gott að koma til þín, öllum tekið opnum örmum og alltaf tími til að sinna mér. Þú varst svo trú og trygg. Ég ólst upp á Selfossi og ef þú ekki komst í afmælið mitt þá var svo spennandi að fara og sækja pakkann frá þér á rútuna, ég vissi jú að ég yrði ánægð með það sem þú sendir. Allt var svo vel valið. Ekki fór ég fáar ferðir suður til ykkar afa með rútunni bara til að hafa það gott. Ég fékk oft að fara með þér að skúra hjá Bændasamtökunum á Hótel Sögu þar sem þú skúraðir til margra ára, þar fékk ég að vaska upp. Oft löbbuðum við niður í bæ og alltaf var laumað að manni smá gotti eða smá dóti. Manstu þegar við vorum að spila rommí, það var ekki sjaldan, svo í dag er ég ekki í vafa um hvaðan ég erfði þessa miklu spilafíkn. Þú last lfka fyrir mig Gosa. Aldrei fór ég svöng frá þér. Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en þú hafðir dekkað borð og matur- inn var alltaf fyrsta flokks. Þú saum- aðir á mig margar flíkurnar og ég fékk þá oft að fara með þér að velja efni. Alltaf var þinn saumaskapur fullkominn og flott voru þau dressin sem þú saumaðir á mig og ekki síst upphluturinn. Nú þegar ég komst á unglingsárin fór ég þá ásamt vinkonum mínum í bæjarferð og ekki brást að ég kæmi við hjá þér, því þar vissi ég að öllum var vel tekið, hvenær sem var. Nú, svo fluttist ég suður og eign- aðist drengina mína tvo, Ara og Steinar. Alltaf vildu þeir heimsækja langömmu um helgar og ósjaldan minnast þeir á þig. Ekki tók hann Ari minn það í mál að þú yrðir jarð- sett án þess að fá að vera viðstadd- ur, svo nú erum við Ari komin til íslands að fylgja þér til grafar, amma mín. Ég vil þakka þér fyrir öll góðu árin sem ég fékk að njóta þín. Minn- ing um góða ömmu mun ætíð lifa. Guð blessi þig, elsku amma. Kveðja, Edda Björk. VISA BIKARMÖTIÐ Stig (1j 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. RÖÐ: 1 J.-A. Nielsen, Fær. 7 31oBO 0 'A 'A 0 0 0 0 Vz '/2 0 2 14. 2 Jóhann Hiartarson 2.605 1 1 'A A '/2 1 1 1 'A 1 1 9 1.-2. 3 T. Hillarp-Persson, Sv. 2.445 1 0 0 'A 0 0 'A 0 0 ’/2 'a 3 13. 4 R. Akesson, Sviþi. 2.520 a 'A 1 0 1 0 'A 0 0 A 'A A 5 8. 5 J. Tisdall, Noreqi 2.480 'A 'A 'A 0 0 A 'A 1 'A A 4% 9.-10. 6 J. Hector, Svíþióð 2.470 1 'A 1 1 1 1 A 1 1 '/2 'A 9 1.-2. 7 L. Schandorff, Danm. 2.505 1 0 1 'A 1 'A '/2 A 1 1 0 7 3.4. 8 Curt Hansen, Danm. 2.600 1 0 'A 1 'A A 'A 1 '/2 0 '/2 1 6’/2 5. 9 Helqi Ass Grétarsson 2.475 1 0 1 0 'A 'A /2 0 'A 0 4A 9.-10. 10 Þrðstur Þórhallsson 2.510 A 'A '/2 /2 'A 0 'A 1 0 0 0 4 11.-12 11 H. Westerinen, Finnl. 2.410 'A 1 '/2 0 0 'A 'A 0 0 0 1 4 11.-12 12 R. Diurhuus, Noreqi 2.525 1 ’/2 0 0 0 1 1 1 1 0 0 5 'A 7. 13 E. Gausel, Noreqi 2.540 0 'A 'A 'A a 1 'A A 1 1 1 7 3.4. 14 Hannes Hlífar Stefáns. 2.545 1 0 'A A 'A A 0 1 1 0 1 6 6. Lokaum- ferðin í dag SKAK Grand Ilótcl Rcykjavík, 8.-22. októbcr: VISA NORDIC GRAND PRIX: Síðasta umferðin hefst í dag kl. 14. Aðeins tveir keppendur eiga möguleika á sigri, þeir Jóhaim Hjartarson og Jonny Hector. BÁÐIR efstu menn hafa svart í dag. Jóhann mætir Norðmannin- um Rune Djurhuus, en Hector teflir við ríkjandi Norðurlanda- meistara, Danann Curt Hansen. Það er þó þegar orðið útséð um að Hansen mun sjá af titlinum. Djurhuus teflir mjög skemmti- lega rétt eins og Hector, en er líka afskaplega mistækur. Það nægir að líta á frammistöðu Djur- huus í þessu móti. Hann vann fyrstu skákina, tapaði svo þremur í röð, en vann svo fjórar í röð. Hannes Hlífar kom honum þá niður á jörðina og síðan tapaði hann annarri skák. Hector á við erfiðari andstæð- ing að glíma, jafnvel þótt Curt Hansen hafi ekki verið eins heppinn á þessu móti og fyrir tveimur árum, þá er hann mjög traustur og öflugur skákmaður sem erfitt er að leggja að velli. Það er óger- legt að spá um úrslit, en miklu meiri reynsla Jóhanns af erf- iðum skákum ætti þó að vega þungt. Hann hefur teflt mjög frísklega á þessu móti og teflt stíft upp á vinning í hverri ein- ustu skák. í elleftu umferðinni á mánudagskvöldið fómaði hann snemma skiptamun á Þröst Þór- hallsson fyrir óvissar bætur. En Jóhanni tókst að flækja taflið nægjanlega mikið og í tímahraki lét Þröstur sömu stöðuna koma upp þrívegis. Þótt hlutlægt séð væru möguleikarnir hans megin var þetta skiljanleg ákvörðun gegn miklu stigahærri andstæð- ing í frábæru formi. Það hefði heldur ekkert mátt út af bregða hjá Þresti og skákin var mjög langt frá því að geta talist unnin. A töflunni sést hvernig staðan er eftir ellefu umferðir en úrslit gærkvöldsins má sjá á fréttasíðu Morgunblaðsins. Taflið hefst kl. 14 Skákáhugamenn verða að gæta sín á því að umferðin í dag hefst kl. 14 og því ekki seinna vænna en að drífa sig niðureftir um fimmleytið. Annars er hætta á að missa af úrslitaaugna- blikunum. Keppendur á Hellismótinu 1. Jörg Hickl, Þýskal. SM 2565 2. Hannes Hlífar Stefánsson SM 2545 3. Ludger Keitlinghaus, Þýskal. AM 2525 4. Helgi Ólafsson SM 2505 5. Michael Bezold, Þýskal. 2490 6. Helgi Áss Grétarsson SM 2475 7. Jonny Hector, Svíþj. SM 2470 8. Erling Mortensen, Danm. AM 2455 9. Albert Blees, Hollandi AM 2450 10. Tiger Hillarp—Persson, Svíþj. AM 2445 11. Heikki Westerinen, Finnl. SM 2410 12. Christian Wilhelmi, Þýskal. AM 2405 13. Jón Garðar Viðarsson FM 2380 14. Sebastian Schmidt-Schaeffer, Þýskal. 2365 15. Thomas Engqvist, Sviþj. AM 2355 16. Jón Viktor Gunnarsson 2315 17. Áskell Örn Kárason 2305 18. Bragi Halldórsson 2270 19. Sævar Bjamason AM 2265 20. Einar Hjalti Jensson 2225 21. Bjöm Freyr Björnsson 2220 22. Bragi Þorfinnsson 2215 23. Kristján Ó. Eðvarðsson 2210 24. Sigurður Daði Sigfússon FM 2205 25. Jón Ámi Halldórsson 2160 26. Davíð Kjartansson 2130 27. Jóhann H. Ragnarsson 2115 28. Björn Þorfinnsson 2105 29. Louise Fredericia, Danm. 2100 30. Dan E. Mayers, Engl. 2085 31. Stefán Kristjánsson 32. Guðfríður Lilja Grétarsd. 33. Þórir Júlíusson 34. Ólafur Kjartansson 35. Valgarð Ingibergsson Hellis taka þátt í mótinu, en Jón L. Árnason sá sér ekki fært að vera með vegna mikilla anna í nýju starfi. Hann hefur nú gerst fjármálastjóri hjá OZ. Athyglin mun að sjálfsögðu beinast að ís- lendingunum í mótinu. T.d. hafa þeir Jón Garðar Viðarsson og Jón Viktor Gunnarsson tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistara- titli á þessu ári og spennandi verður að fylgjast með hvort þeim tekst það á nýjan leik í þessu móti. Lítill vafi leikur á því að fleiri skákmenn á mótinu hafa nægilegan styrkleika til að ná alþjóðlegum áföngum. Þá er ljóst að nokkrir íslendinganna eiga góða möguleika á að tryggja sér verðlaunasæti og jafnvel sigur á mótinu. Hellismótið hefst föstudaginn 24. október og teflt verður á hveijum degi fram til 1. nóvem- ber, þegar níunda og síðasta umferð verður tefld. Mótið verður haldið í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Þrír af fjórum stórmeisturum Jóhann Hjartarson Jonny Hector

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.