Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 22.10.1997, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FIUDIUK HAXSFiX (ÍII1)MUNI)SS()1N í eitt af efstu sætunum Kosningaskrifstofa Laugavegi 13,3. hæð s: 551 3499 fax: 551 3479 Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins 24. - 25. okt. Skagfirðintfafélagfö i Reykjaéík oq náqrenni 60 ára (tilefni af þessum merku tímamótum aetla Skagfirðingar að skemmta sér í félagsheimilinu Drangey í Stakkahlíð 17, Reykjavík helgina 24,— 26. október 1997 og endurtaka 8. nóvember nk. en þá leikur fyrir dansi Hðrður Ólafsson. Hátíðin byrjar föstudagskvöldið 24. okt. fyrir unga fólkið sem kemur þá saman og skemmtir sér fram eftir nóttu við diskótek, karaoke, samkvæmisleiki og söng. Miðar seldir við innganginn á kr. 300. Dagskrá laugardagsins hefst með menningarvöku frá kl. 14—16. Stjórnandi: Haraldur Bessason frá Kýrholti. Dagskrá: Söngur, málverkasýning, Ijóðalestur þar sem m.a. verður lesið upp úr óútkominni bók Skagfirsk skemmtiljóð. Aðgangur ókeypis. Hátíð kvöldsins hefst kl. 19.30. Ávarp formanns félagsins, Sveins Skagfjörð Pálmasonar. Borðhald. Skemmtidagskrá: • Hagyrðingaþáttur og söngur: • Félagar úr Skagfirsku söngsveitinni, • Svanagerðisbræður, tvöfaldur karlakvartett ásamt söngkonunni • Svanhildi Sveinbjörnsdóttur. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. • Dans: Fyrir dansi leika Sveinn Ingason og sonur. Miðaverð kr. 2.500. Miðar einnig seldir eftir borðhald á kr. 1.000. Forsala aðgöngumiða verður í Drangey miðvikudaginn 22. okt. milli kl. 17 og 20. Hægt að panta miða símleiðis á sama tíma í síma 568 5540 Málverkasýningin verður einnig opin sunnudaginn milli kl. 14 og 18. Fisléttar veitingar á boðstólum á sama tíma. LIFANDI VÍSINDI NÝTT MÁNAÐARTÍMARIT Kemur út í nóvember Hvert tölublað á kr. 665.- í áskrift. Þú greiðir því aðeins kr. 1.995.- fyrir þrjá mánuði Hringdu núna Tt 881 2061 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudeg-i til föstudags Skriftar- trúnaður - trúnaðargát? „MARGT á maður eftir að heyra áður en eyrun detta af manni!“ Nú heyrði ég í gær sjálfan yfirbiskup landsins og þjóðkirkjunnar lýsa því yfir við alþjóð, að skriftatrúnaður og trúnað- argát presta vær skilyrt: Túlki prestur þær upplýs- ingar sem honum eru veittar í trúnaði þannig að þær verði samkvæmt hans skilningi skjólstæð- ingi til gagns fyrir dóm- stólum eða annars staðar, má greinilega láta skrifta- trúnað og trúnaðargát lönd og leið. í mínum huga og vænt- anlega fleiri er hér um grafalvarlega yfirlýsingu að ræða, sem kollvarpar hugmyndum sem flestir hafa haft um skriftatrún- að og trúnaðargát. Nú er það ekki aðeins presta innan íslensku þjóðkirkjunnar, sem svona yfirlýsing snertir. Það er aldagömul hefð fyrir þeirri siðfræði, að milli lækna og sjúklinga þeirra eigi að ríkja slík trúnaðargát, að sjúklingur megi treysta. Sama á raunar við um fleiri heilbrigðisstéttir, sem verða áskynja um málefni sjúklinga í þeirra umsjá, beinni eða óbeinni. Mér sýnist yfirbiskup- inn hafa rétt einu sinni farið offari með þessari yfirlýsingu sinni í fjölmiðl- um. Siðfræði trúnaðargát- ar getur ekki verið skilyrt! Fróðlegt væri að heyra og sjá sjónarmið fleiri, og vonandi setur væntanleg- ur yfirbiskup undir þenn- an leka í fyrsta hirðbréfi sínu!^ Ásmundur Brekkan. „Látum skóna ganga aftur“ „ÉG vona að Morgunblað- ið ljái línum þessum rými á síðum sínum, þannig að þær nái til þín. Og ég geti vakið þig til umhugs- unar um innihald og til- gang þeirra. Fyrst af öllu er löngun til að þakka þér. Einhvern tíma varst þú að taka til hjá þér, og sast með milli handa þinna skó, sem þér fannst of góðir til að henda. En þér var samt ljóst að þeir yrðu ekki nýttir af þér eða þínum. Hér varst þú með á milli handa þinna hlut sem var of mikið í spunnið til að verða eyðingaröflunum að bráð, og þér kom ólíklega til hugar að þessi hlutur ætti eftir að verða gagn- legur persónu á öðru heimshveli. Ég get sagt þér að það gleður mig verulega mikið í hvert sinn sem ég sé einstakling koma með pokann sinn með gömlum skóm, ein- stakling sem kom til að vera með í þessu góða verki. Hafðu heila þökk fýrir þátttöku þína. Ég veit að þú væntir ekki ávinnings, en hefur löngun til að gera öðrum til góða. Þessum verkum þínum vænti ég að fylgi velvilji og góðar hugsanir, sem ég er sannfærður um að hafi sitt góða gildi. Því má bæta við að Skó- verslanir Steinars Waáge hf. í Domus Medica og Kringlunni, Toppskórinn við Ingólfstorg og allar gámastöðvar Sorpu taka við notuðum og ónotuðum skóm. Allir skór eru gjald- gengir í söfnunina, hversu illa farnir eða gamlir sem þeir eru. Og þegar þessar línur eru ritaðar, þá hafa 15, 20 feta gámar verið sendir frá íslandi í söfnun- ina „látum skóna ganga aftur“. Steinar Waage, skókaupmaður. Tapað/fundið Lítil leiktölva týndist í Kolaportinu LÍTIL leiktölva, með leik sem er bleikt hús með lít- illi kínverskri stúlku, týnd- ist í Kolaportinu sl. laugar- dag. Leiksins er sárt sakn- að. Þeir sem hafa orðið varir við tölvuna hafi sam- band í síma 567 1787. HÖGNIHREKKVÍSI SKÁK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á úrslita- mótinu í VISA bikarkeppn- inni, sem lýkur í dag. Jó- hann Hjartarson (2.605) hafði hvítt og átti leik, en Helgi Áss Grétarsson (2.475) var með svart. . 37. Hf8+! og svartur gafst upp, því eftir 37. - Hxf8 38. Dxe6+ hefur hann tapað drottningunni. Síðasta umferðin á mót- inu verður tefld í dag á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Taflið hefst kl. 14 og ráðlegt fyrir skákáhuga- menn að mæta í síðasta lagi kl. 17.30, ef þeir ætla að eiga möguleika á því að fylgjast með úrslitaaugna- blikunum á mótinu. 1 S i. A A A í 'M- Wk - n mmi & m & fi & fi& HVÍTUR leikur og vinn- ur. Með morgunkaffinu KING Kong hefur verið hér, það fer ekkert á milli mála. ÞÚ ert fyrsta stúikan sem ég býð í bíó, er það ekki mamma? í HVERJU fólst þessi langa reynsla sem nýi maðurinn sagðist hafa? ÉG átti síðasta orðið. lampinn sem við gáfum Kveðja, Gerður. á tombólu i fyrra. Víkveiji skrifar... UM helgina viðraði dýrlega hér í Reykjavík og nýttu margir sér veðurblíðuna til margvíslegrar útivistar. Víkverji fór í gönguferð í Heiðmörk í eftirmiðdaginn á laug- ardag og þar var fjöldi manns á göngu, enda Heiðmörk sannkölluð náttúruperla og lagning og frá- gangur göngustíga þar er til hreinn- ar fyrirmyndar. Litadýrðin er að vísu ekki söm og fyrir svona þrem- ur vikum, en samt sem áður er hún óumræðileg. Ekki spillir, á dögum eins og gáfust um helgina, að ganga þar sem sést vel yfir sundin blá og til fjalla. XXX Ð vísu urðu Víkverji og göngu- félagar hans fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á göngu sinni um Heiðmörk, því við beygj- una á einum göngustíganna gengu þeir fram á risavaxinn hund, sem Víkverji kann ekki að nefna. Hann lét heldur dólgslega, urraði, gelti og sýndi tennurnar. Gönguhópnum tókst þó að komast leiðar sinnar, með því að æpa heldur valdsmanns- lega á djöfsa og skipa honum á braut. Eins og 10 mínútum síðar mættu göngu-Hrólfarnir svo eldri manni sem var með beisli eitt sér í hönd, en engan hundinn. Var hann spurður hvort hann saknaði hunds og kvað hann já við. Var hann þá upplýstur um hvar gengið hafði verið fram á hunds-ferlíkið, um leið og hann var beðinn að gæta þess að hafa dýrið í beisli, þar sem það væri hvimleitt fyrir þá sem vildu njóta útivistar í Heiðmörk að labba fram á óbeislaðan hund, sem léti við ókunnuga eins og hundur hans hafði gert. Maðurinn kunni göngu- hópnum litlar þakkir og taldi aug- ijóslega að afskiptasemi göngu- hópsins af gönguvenjum hans og hundsins væru þeirra einkamál. Þar telur Víkveiji reyndar að hundseig- andinn, og aðrir hundaeigendur sem eru sömu skoðunar, hafi alrangt fyrir sér. Hundar eiga að vera bundnir í þéttbýli og jafnsjálfsagt er að þeir séu bundnir þegar farið er með þá á útivistarsvæði manna. xxx NNAR og gjörólíkur staður sem einnig er skemmtilegt að sækja heim á fallegum góðviðris- dögum er Perlan í Öskjuhlíð. Vík- verji fór ásamt fjölskyldu sinni í síðdegiskaffi í Perluna á sunnudag- inn og þar var, eins og jafnan á slíkum dögum, mjög margt um manninn. Augljóslega hefur Perl- unni tekist að festa sig í sessi hjá mörgum sem skemmtilegur heim- sóknarstaður, þegar vel viðrar, enda er frábært útsýni þaðan til allra átta og ágætis veitingar fyrir alla aldurshópa, þótt verðlagið sé að vísu í hærra lagi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.