Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 22.10.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 51 FÓLK í FRÉTTUM Ný sending fra Libra Vorum að taka upp dragtir með buxum, síðum og stuttum pilsum. Einnig mikið úrval af blússum og peysum, heilum og hnepptum, í mörgum litum. Opið á laugardögum frá kl. 10 til 14. Dtniarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði ■ Simi 565 1147 Downey í fangelsi? ►DÓMARI Los Angeles hefur dregið til baka dóm sinn yfir leikaranum Robert Downey Jr. Að sögn saksóknaraembættisins gerðist þetta eftir að dómarinn hafði fregnir af því að Downey hefði neytt eifurlvfja og áfengis í si'ðasta mánuði og þar með brotið skilorð. Málið verður tekið fyrir 8. desember og getur Downey hlotið allt að þriggja ára fangelsisdóm eða verið skikkaður í lokaða vímuefnameðferð. Robert Downey Jr. hlaut þriggja ára skilorðsbundin dóm í nóvember í íyrra þegar hann játaði að hafa undir höndum kókaín og heróín, vopn og að hafa ekið undir áhrifum eiturlyfja. Dómarinn hefur fyrirskipað að Downey skuli gangast undir áfengis- og eiturlyfjapróf á næstu dögum. Seinfeld að hraka? ►GAMANLEIKARINN Jerry Seinfeld hringdi í dagblaðið New York Post eftir að blaðið birti niðurstöðu óvísindalegrar könnunar sem leiddi í ljós að lítill meirihluti íbúa New York borgar var óánægður með fyrstu Seinfeld- þættina nú í haust. „Ég held að Qórir þættir séu ekki sanngjarnt úrtak af 24 þátta röð,“ sagði Seinfeld í blaðaviðtali. „Ég held að flest sjónvarpstímabil séu með þessum hætti. Það tekur nokkrar vikur að komast aftur á sporið og verða aftur frábær.“ I könnuu dagblaðsins voru um 52% þátttakenda lítillega óánægð en 48% sögðu þáttinn vera frábæran. Minningartónleikar um Sigfús Halldórsson „Miklir og góð- ir tónleikar“ LIONSKLÚBBURINN Ægir stóð fyrir minningartónleikum um Sig- fús Halldórsson í Háskólabíói um síðustu helgi. Á tónleikunum voru frumflutt þrjú lög eftir tón- skáldið í útsetn- ingu Þorkels Sig- urbjömssonar sem Jónas Ingi- mundarson pí- anóleikari og Friðbjörn G. Jónsson söngvari fluttu. Tónleik- arnir vom fjár- öflun fyrir mann- úðar- og liknar- verkefni Lions- klúbbsins Ægis en fjöldi lista- manna lagði mál- staðnum lið. „Það vom þarna tæplega tvö hundmð flytjendur og þetta voru miklir og góðir tón- leikar. Þetta var mjög vel sótt, góð stemmning og gekk vonum framar,“ sagði Ómar Ragnarsson sem var kynnir á tónleikunum. Einnig var flutt nýtt ljóð Ómars við lag Sigfúsar Halldórssonar. Að sögn Omars varð ljóðið til á söngæfingu hjá sönghópi 35 ára stúdenta en lagið var sungið á stúdentsafmælinu við gamlan texta á norsku sem heitir „Sommer- ets sidste blomst- er.“ „Stemmning- in sem varð til á þessum söngæf- ingum magnaðist svo mikið með þessu lagi að textinn varð til að lokum. Hann var svo fram- fluttur í Háskóla- bíói og tileinkað- ur 1960 árgang- inum í MR. Þegar árin líða fer maður að átta sig á því hvaða vinátta er dýpst og sterkust," sagði Ómar að lokum. Eftirfarandi er Ijóðið Góðar og glaðar stundir eftir Ómar Ragn- arsson. Góðar og glaðar stundir geymast í huga og sál vina, sem orna sér ennþá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa, svo ljúfsárt minningaflóð, og okkur til æviloka yljar sú forna glóð. Allt er í heimi hverfult hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt og magna eld, sem að endist, þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri, þótt fólni hin skærustu blóm. 1. FJÖLMARGIR listamenn komu fram á minningartónleik- unum í Háskólabíói um síðustu helgi. 2. EINSÖNGV AR AR, dúettar, Karlakór Reykjavfkur og Létt- sveit Kvemiakórs Reykjavíkur, píanóleikarar og fleiri lögðu Lionsklúbbnum Ægi lið sitt. 3. GUÐRÍÐUR Ottadóttir, Lúð- vík Eiðsson, Jónas Hallsson og Viðar Waage, formaður Lions- klúbbsins Ægis, bera saman bækur sínar í hléi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.