Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 52

Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 52
— 52 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTOBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MARGRÉT Kristín Sigurðardóttir söngkona, Tryggvi Hiibner á gítar, Björgvin Ploder á trommur og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa. GÓÐ stemmning var á Vegamótum siðasta föstudag en sumir gáfu sér þó ti'ma til að gæta að útlitinu með áhugasama vini sér við hlið. Hljómsveitin Fabula „Létt og loftkennd tónlist“ ► HLJÓMSVEITIN Fabula, með söngkonuna Margréti Kristínu Sigurðardóttur í fararbroddi, spilaði á Vegamótum um síðustu helgi við góðar undirtektir. „Ég gaf út plötu fyrir síðustu jól sem heitir Fabula og við höfum valið að kalla okkur það. Við erum að spila mína tónlist og alls konar góð lög eftir aðra, til dæmis djass, sveiflupopp og blús. Meginuppistaðan er djassinblásin létt og loftkennd tónlist eftir mig sem annað efni er valið í tengslum við,“ sagði Margrét Kristín en þetta var í annað skiptið sem hljómsveitin kom fram. „Við komum fyrst fram á Fógetanum þegar haldin var djassblúsvika þar og erum að fara að spila núna á fullu. Við erum farin að spá í plötu en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Mikið var af fólki á Vegamótum og stemmningin góð síðasta föstudag þegar Fabula lék fyrir gesti. „Mér fannst fólk kunna vel að meta það sem við vorum að gera,“ sagði Margrét Kristín um fyrstu spor sveitarinnar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLJÓMSVEITIN Fabula er nýstofnuð og kom fram í annað sinn á veitingastaðnum Vegamótum. SÖNGKONAN Andrea Gylfadóttir var meðal áhugasamra gesta sem hlýddu á djassinnblásna tónlist sveitarinnar. MYNPBOND Vesæl stjarna Norma Jean og Marilyn (Norma Jean and Marílyn)_________ II r a m a irk'k Framleiðandi: Marvin Worth. Leikstjóri og handritshöfundur: Tim Fywell. Kvikmyndataka: John Thomas. Tónlist: Christopher Young. Aðalhlutverk: Ashley Judd og Mira Sorvino. 94 mín. Bandaríkin. Miramax Int./Skífan 1997. títgáfudagur: 15. október 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. STÓRSTJARNAN Marilyn Monroe var ekki hamingjusöm þrátt fyrir vinsældir ög auð. Hér eru ævisögu hennar gerð skil með áherslu á einkalífið. Saga hinnar ódauðlegu Marilynar er heldur nöturleg, og tekst vel að gera því skil hér. Hér er ýjað að því að hún hafi verið með einhver einkenni geðklofa, enda var móðir hennar geðsjúk. Fólk með geðklofa heyrir gjaman raddir í höfðinu, og í þessari mynd er það Marilyn á yngri árum, Norma Jean, sem skipar henni stöðugt fyrir og dæmir hana. í hjarta sínu var hún víst alltaf litli munaðarleysinginn sem þráði ást ofar öllu. Þetta er býsna vel gert og myndin verður mjög átakanleg á köflum. Þær Judd og Sorvino standa sig vel í hlutverkum sínum, en þó sérstaklega Sorvino sem nær Marilyn mjög vel, þótt hún sé ekkert sérstaklega lík henni. Hún er einnig sannfærandi sem þessi uppgjafa pilluæta. Þessi sjónvarpsmynd er ekki fullkomin, en mjög áhugaverð fyrir það að sýna á raunsæan hátt þessa dapurlegu hlið stórstjörnunnar, sem enn er dýrkuð um víða veröld. Hildur Loftsdóttir Gamaldags hryllingur Óvætturinn (The Relic) Spennumynd ★★ Framleiðandi: Pacific Western. Leikstjóri: Peter Hyams. Handritshöfundur: Jones, Raffo, Jaffa og Silver. Kvikmyndataka: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Tom Sizemore, Penelope Ann Miller, Linda Hunt og James Whitmore. 112 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó 1997. títgáfudagur: 14. október 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. NÁTTÚRUGRIPASAFN Chic- agoborgai- er að opna stórglæsilega sýningu, rétt eftir að einn starfsmannanna hefur sent heim tóma kassa frá Brasilíu. Það kemur í ljós að kassarnir voru ekki eins tómir og haldið var og öllu þotuliði bæjarins stafar ógn af innihaldinu. Þessi mynd er gamaldags skrímslahryllingsmynd skrifuð eftir tmmmmmmi^^^m formúlunni og það vottar ekki fyrir frumleika neins staðar. Hún er eins vel leikin og persónusköpun gefur tilefni til og ágætlega gerð tæknilega séð, þótt betri brellur hafi sést á hvíta tjaldinu. Því miður verður myndin ekki spennandi þar sem allir hafa séð svipaða mynd áðui- og missir þar með marks. Svona er þetta nú stundum. Hildur Loftsdóttir Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - raðgjöf. Aratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sfraamar SUNDABORO 1, RVK • SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 Rithöfundurinn Harold Robbins tátinn Litríkur og glysgjarn eins og bækurnar VIÐBURÐARÍK ævi rithöfund- arins Harold Robbins, sem lést í síðustu viku, var fyllilega sam- bærileg við feril hinna litríku og glysgjörnu persóna sem skáldsög- ur hans fjölluðu um. Robbins var ómenntaður munaðarleysingi sem hafði bæði orðið milljónamæring- ur og gjaldþrota um tvítugt, vann við afgreiðslustörf í vöruskemmu og skrifaði sína fyrstu sögu vegna veðmáls sem varð metsölubók. Eftir það skrifaði hann tuttugu bækur og kallaði sjálfan sig „besta rithöfund sem er á lífi... bækur mínar koma út hvarvetna í heiminum, á hvaða tungumáli sem er.“ Robbins lést úr hjartaáfalli í síðustu viku 81 árs að aldri. Sjötta eiginkona hans, Jann, sat við rúm- stokkinn þegar hann dó. Hann fæddist sem Francis Ka- ne 21. maí 1916. Foreldrar hans skildu hann eftir í stórborginni New York og hann kynntist þeim aldrei. Hann fór að heiman frá fósturforeldrum sínum 15 ára og kom víða við næstu árin. Hann verslaði með grænmeti, vann fyrir sér sem kokkur, gjaldkeri og var hlaupadrengur bókaútgáfu áður en hann haslaði sér völl sem rit- höfundur. I kreppunni keypti hann heilu uppskerui-nar og seldi niðursuðu- fyrirtækjum og þá samninga seldi hann svo heildsölum. Hann var orðinn milljónamæringur þegar hann var tvítugur, en sykurbrask gerði hann þá gjaldþrota. Árið 1940 fékk hann starf sem af- greiðslumaður í vöruskemmu Universal kvikmyndaversins. Þegar hann kom upp um háar yf- irborganir sem tíðkuðust innan fyrirtækisins hófst frami hans og varð hann á endanum fram- kvæmdastjóri yfir fjármála- og áætlanadeild. Þar rak Robbins augun í skáld- sögu sem Universal hafði keypt kvikmyndaréttinn að og veðjaði 100 dollurum að hann gæti gert betur. Afraksturinn var „Never Love a Stranger" sem varð met- sölubók á örskotsstundu eftir að hún kom út árið 1948. Hann hélt áfram að skrifa þrátt fyrir hjartaáfall árið 1982 sem olli vægu tilfelli af málstoli. Lýsti það sér þannig að hann átti erfitt með að koma hugsunum sínum á blað. Síðasta skáldsaga hans „Tycoon: A Novel“ var gefin út í febrúar. Átælað er að á hverjum degi kaupi 40 þúsund manns einhverja af skáldsögum Robbins og að þær hafi selst í um 75 milljónum ein- taka um allan heim. „The Cai-pet- baggers" frá 1961 hefur verið prentuð sjötíu sinnum og hefur selst í átta milljónum eintaka. Gerðar hafa verið kvikmyndir eftir bókunum „Never Love a Stranger", „Where Love has Gone“, „The Carpetbaggers" og „The Adventurers". Þá var kvik- myndin „King Creole" unnin eftir „A Stone for Danny Fisher", sem segir frá fátækum gyðingadreng sem reynir að koma sér á fram- færi í kreppunni. Paramount gerði söguna, sem er rómaðasta verk Robbins, að stökkpalli fyrir Elvis Presley. Skáldsögum Robbins á áttunda og níunda áratugnum „Spellbind- HAROLD Robbins var afkastamikill rithöfundur. er“, „Never Leave Me“ og „The Betsy" var ekki eins vel tekið. Um miðjan níunda áratuginn sló hann hins vegar aftur í gegn með bók- inni „The Raiders", sem er fram- hald á sögu Jonas Cord úr „The Carpetbaggers". Robbins varð oft á ævinni fyrir áfóllum vegna skilnaða, heilsu- brests eða eyðslusemi, en hann missti aldrei ástríðuna til skrifta. Hann sagði í viðtali við Los Angel- es Times árið 1986: „Ég kem ekki til með að skilja eftir mig nein ókláruð handrit. Ég lifi þar til ég verð 200 ára og skrifa allar sögur sem búa í mér. Látið standa á leg- steininum: „Hann lauk sínu verki og fór heim.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.