Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 54

Morgunblaðið - 22.10.1997, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ohefð- bundin hönnun ► TÍSKUVIKUNNI í París er lokið en þar voru kynntar línurn- ar fyrir vor- og sumartískuna 1998. Undirbúningur er þegar hafínn hjá hönnuðunum fyrir haust og vetrartísku næsta árs . á meðan kaupendur eru enn að J átta sig á nýjustu straumum og stefnum. A tískuvikunni í París sýndu fremstu tískuhönnuðir heimsins og var fjölbreytnin í fyrirrúmi. Tveir af óhefðbundn- ari hönnuðum tískuheimsins sýndu hönnun sina sem endranær en það eru þau Vivienne Westwood og Jean- Paul Gaultier. Þau eru þekkt fyrir allt annað en hönnun hefðbundins eða venjulegs fatn- aðar. Sýningar þeirra eru einmitt eftirsóttar vegna frumlegrar hönnunar sem ein- kennist af sköpunargleði og því óvænta. BRÚÐARKJÓLL breska hönn- uðarins Vivienne Westwood þótti óhefðbundinn með villtu yfirbragði sjóræningjaleppsins. FJÓLUBLÁ dragt með stráhatt sem fylgihlut er sköpun franska hönnuðarins Jean-Paul Gaultier sem jafnan fer ótroðnar slóðir. 20% afsláttur jL\J /\J afeláttur af Triumph undirfatnaði á Kringlukasti lymp! FÓLK I' FRÉTTUM VIVIENNE Westwood hannaði þessar stuttbuxur og þrönga toppinn sem var fullkomnað með sérstöku höfuðskarti. STUTTBUXUR Vivienne West- wood vöktu athygli á tískuvik- unni í París en hún hefur jafnan verið með óvenjulegan og líf- legan stfl. ÞÝSKA fyrirsætan Nadja Auermann minnti helst á norn þegar hún sýndi hönnun Jean-Paul Gaultier á tískuvikunni í París. MYNPBÖNP / Olíkir heimar mætast Áttunda daginn (Le Huiti'eme Jour)_____________ I) r a m a irk Framleiðandi: Samevrópskt verkefni. Leikstjóri og handritshöfundur: Jaco van Dormael. Kvikmyndataka: Walther Van den Ende. Tónlist: Pierre van Dormael. Aðalhlutverk: Daniel Auteuil og Pascal Duquenne. 114 mín. Belgía og Frakkland. Polygram/Háskólabíó 1997. Útgáfu- dagur: 14. október 1997. Myndin er öllum leyfð. HARRY er sölustjóri í banka, sem vinnur það mikið að eiginkon- an er farin frá honum með dætur hans tvær, sem hann tekur mjög nærri sér. Nótt eina keyrir hann niður hund. Eigandi hundsins er Ge- org, mongólíti sem hefur strokið af hæli. Harry verður að koma honum til síns heima og saman leggja þeir af stað í ferð. Belgíski leikstjórinn Jaco van Dormael heillaði marga bíófara með mynd sinni „Toto Le Héros“ fyrir nokkrum árum. I þessari mynd má þekkja stílbrögð hans aft- ur, og þá sérstaklegá á notkun hans á myndmáli, sem er mjög falleg. I báðum kvikmyndunum setur hann fram draumheim aðalpersónanna á mjög skemmtilegan og absúrd hátt, og í báðum myndunum er mongólíti. Það mætti draga þá álýktun að hann þekki vel til mongólíta og reynsluheims þeirra, enda sést það í Attunda deginum. Það er hins vegar ekki nóg að vilja gera hrifnæma mynd um mongólíta. Hér vantar tilfinnanlega sterkari söguþráð, en myndin er byggð upp á röð atriða sem flest eru eitt og sér ágæt. Þau eru lýsandi fyrir reynsluheim mongólít- ans í samfélagi sem veit ekki hvern- ig það á að koma fram við þá, og þar sem þeir virðast oft fjTÍr. Hér mætast heimar tilfinngalausa sölu- stjórans og vangefna mannsins sem lætur tilfinningarnar ráða í einu og öllu. Þetta verður fremur klént. Eitt atriðið minnir tilfinnanlega á Gaukshreiðrið, og endalokin í sam- bandi Harry og eiginkonunnar eru heldur skrýtin. Endir myndarinnar er samt mjög fallegur. Aðalleikararnir tveir tóku saman við Gullpálmanum í Cannes fyrir túlkun sína. Pascal Duquenne, sem leikur Georg, er alveg frábær og van Dormael hefur unnið frábært verk með honum. Hins vegar finnst mér hinn stórgóði leikari Daniel Auteuil ekki nógu sannfærandi, og maður hefur það á tilfinningunni að honum líði ekki of vel með sig. Áttundi dagurinn er ljóðræn og falleg mynd, sem verður á stundum of væmin. En hún er öðruvísi og forvitnileg fjrir fólk sem hefur áhuga á mannlegu eðli. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.