Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 05.11.1997, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Röntgen- læknadeilan Tengist nýjum kjara- samningi PÉTUR Hannesson, röntgen- læknir á Landspítala, segir að lausn kjaradeilu röntgenlækna við spítalann tengist náið gerð nýs kjarasamnings fyrir sjúkrahúslækna. Mikilvægt sé að Ijúka gerð samningsins hið fyrsta svo ekki skapist vand- ræðaástand á spítölunum. Röntgenlæknar á Landspít- ala hafa sagt upp störfum og taka uppsagnimar gildi um næstu mánaðamót. Oánægju læknanna með kjör sín má m.a. rekja til munar á launum þeirra og starfsbræðra þeirra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þorvaldur Veigar Guðmunds- son, forstöðumaður lækninga- sviðs Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Morgunblaðið um helgina að lausn í deilunni væri í sjónmáli. Pétur sagðist geta tekið undir að lausn í deilunni væri í sjónmáli. Málið væri þó ekki leyst og uppsagnimar hefðu enn ekki verið dregnar til baka. Hann sagði að lausn þessa máls væri nátengd gerð nýs kjarasamnings fyrir al- menna sjúkrahúslækna og þess væri tæplega að vænta að frá málinu yrði endanlega gengið fyrr en búið væri að gera nýjan kjarasamning. Fundust heilir á húfi í bíl sínum MENNIRNIR tveir, sem leit hófst að í fyrrakvöld á leiðinni inn i Landmannalaugar, fund- ust heilir á húfi í gærmorgun. Það var þyrla Landhelgisgæsl- unnar TF-SIF sem fann menn- ina við svokallaðar Snjóöldur norður af Landmannalaugum vestan Tungnaár skömmu fyrir klukkan 10.30 í gærmorgun, en þyrlan lagði af stað til leitar frá Reykjavík klukkan rúmlega 9. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli voru mennirnir í bíl sínum þegar þeir fundust og voru þeir fluttir með þyrlunni til björgunarsveitarmanna sem voru við Þóristind. Bíll mann- anna var bensínlaus og sagði lögreglan að mennirnir hefðu verið svangir en ekki illa haldn- ir, en þeir lögðu upp í ferðalag- ið siðdegis síðastliðinn föstu- dag. Björgunarsveitarmenn að- stoðuðu mennina í gær við að koma bílnum til byggða en að sögn lögreglunnar er víða ill- fært á leiðinni inn i Landmanna- laugar. Kyrrsetningu hluta- bréfa Gelmers hafnað Verslunarrétturínn í París vísaði í gær frá máli SH gegn fyrrí eig- endum Gelmers. Það sneríst um kyrrsetningu hlutabréfa hjá fyrrí eigendum. Þórunn Þórsdóttir var í réttinum og segir framhaldið almennt mál sömu aðila um að samningar Gelmers og SH standi en SH fái háar bætur ella. A meðan tekur IS smám saman yfír rekstur Gelmers og hefur Höskuldur Ásgeirsson veríð skipaður framkvæmdastjórí fyrírtækisins. KRÖFUM allra aðila í máli Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna gegn fyrri eigendum Gelmers var hafnað í verslunarréttinum í París í gær. Fulltrúi dómarans Blanchard sagði Morgunblaðinu að málinu hefði því verið vísað frá og enn væri ekki ákveðið um dagsetn- ingu fyrstu réttarhalda í máli sem SH höfðar í framhaldi af kyrrsetn- ingarbeiðni frá 15. október. Hún hlaut flýtimeðferð vegna þess að fýrirtækið er í fullum rekstri, en fyrra dómþing var síðasta fimmtu- dag. SH gerði aðalkröfu um kyrr- setningu hlutabréfa sjávarafurða- fýrirtækisins í Boulogne-sur-Mer, vegna kaupa íslenskra sjávaraf- urða á Gelmer í miðjum október, eftir nær 3 mánaða samningavið- ræður SH við eigendurna og mikla vinnu við mat á fyrirtækinu. Francois Lanoy, fyrrum aðaleig- andi Gelmer, sagði í samtali við blaðið í gærkvöldi að þessi ákvörð- un dómarans væri í fullu samræmi við staðreyndir og það sem hann sjálfur hefði sagt frá upphafi. „Það náðist aldrei samkomulag milli Gelmers og SH,“ sagði Lanoy, „SH krafðist of hárra ábyrgða og ákveðið var að selja til IS. Sú sala var fullkomlega lögmæt eins og nú hefur verið staðfest. Mínir lög- fræðingar og annarra hluthafa vinna að mati á þeim skaða sem málaferlin hafa valdið Gelmer og munu krefjast bóta frá SH.“ Lúðvík Börkur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic France, dótturfyrirtækis SH í París, segir sína lögmenn túlka niðurstöðuna í gær þannig: „Þar sem Lanoy og IS segja að sala hafí farið fram hinn 14. október, degi áður en SH höfðaði málið, er ekki hægt að koma við kyrrsetningu hlutabréf- anna hjá fyrri eigendum. ÍS tókst að sýna fram á undirritun samn- inga og flutning hlutafjár og telst því eigandi Gelmer. Við hefðum viljað kyrrsetja bréf- in hjá Lanoy til að koma í veg fyrir að hann höndlaði frekar með þau, en það þjónar engum tilgangi séu ÍS taldar eigendur þeirra, það fyrirtæki fer ekki að selja strax aftur. Niðurstaðan kemur mér ekki á óvart og nú förum við okkar leið með kröfu um að teljast lögmætir eigendur eða skaðabótakröfu ella. Ákveðið var á fimmtudaginn að seinna málið fái einnig skjóta með- ferð, við höfum lagt fram gögn og stefnt er að niðurstöðu undirréttar innan þriggja mánaða.“ SH telur eftir sem áður ósannað hvenær hlutabréfin hafi eða muni skipta um eigendur. Þótt skrifað hafí verið undir samninga hinn 14. séu líkur til að hlutabréfin hafi enn verið skráð á Lanoy (85%), fjóra smáa hlutahafa (5%) og fasteignasjóðinn IDIA (10%) þegar til málshöfðunar kom. Að- spurður hvort afhending bréfa hefii farið fram 14. október sagð- ist Lanoy ekki hafa dagsetningar lengur í huga, salan hefði einfald- lega verið lögmæt og eðlileg. Hann færi á eftirlaun eftir nokkra mánuði og ÍS tæki við rekstri Gelmers. Lögfræðingur Gelmers og ÍS, Gérard Barron, segir fyrirtækin ekki hafa viljað að málið væri tek- ið fyrir í fjölmiðlum. Ákveðið hafi verið að halda sig við réttarsalinn Akureyii þrisuar sinnum á dag Bókanir: 570 8090 ISLANDSFLUG gerir fleirum fært ad fljúga og sú mynd sem birst hafi í blöð- um sé skekkt vegna þess að SH hafi ekki komið heiðarlega fram. „Lagalega hafa þeir klárlega farið rangt að síðustu vikur, samningur ÍS og Gelmers var án skilyrða og við vissum alltaf að hann myndi standa." Ólafur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÍS í Boulogne, kveðst afar ánægður með niður- stöðu réttarins í gær. ÍS sé rétt- mætur eigandi Gelmer og unnið sé að undirbúningi sameiningar fyrirtækjanna og breytinga sem henni fylgja. Þetta taki vikur eða mánuði. Höskuldur Ásgeirsson hafi verið skipaður framkvæmda- stjóri Gelmers og sé kominn til Boulogne. SH mun byggja kröfu sína í framhaldsmáli, um að samningur Gelmer við SH standi, á óheiðar- leika í viðskiptum af hálfu Lanoy. „Það var búið að fastsetja hvert smáatriði kaupsamningsins, hann var kominn á og aðeins nokkrar klukkustundir í undirritun," segir Lúðvík Börkur. „Þessi úrskurður nú hefur engin áhrif á niðurstöðu í endanlegu dómsmáli, hér var aðeins fjallað um kyrrsetningu bréfa en ekki þá spurningu hver væri réttmætur eigandi Gelmers.“ Verði fyrri kröfu SH synjað og fullreynt að ÍS eigi þrjár verk- smiðjur Gelmers í Boulogne, segir Lúðvík Börkur SH fara fram á háar skaðabætur, vegna vinnu og kostnaðar við samningaviðræður og sérfræðistarf, og vegna tapaðs ávinnings. Kostnaðurinn nam milh 13 og 26 milljónum króna, sam- kvæmt heimildum blaðsins. Hópur bókhaldssérfræðinga vann í 2-3 vikur fyrir SH í sumar við pen- ingalega athugun á Gelmer. Gerð var lögfræðileg úttekt á leyfum, dómsmálum Gelmers og styrkjum. Loks var metin staða fyrirtækisins í umhverfismálum, en frönsk yfir- völd gera afar strangar kröfur um að evrópskum stöðlum sé fylgt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.