Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umræður á Alþingi um tillögu til þingsályktunar um flugmálaáætlun fyrir
árin 1998-2001
Endurbætur á
Reykjavíkur-
flugvelli hefjist
á þamæsta ári
NOKKRAR umræður
urðu á Alþingi á þriðju-
dag um ástand Reykja-
víkurflugvallar eftir að
samgönguráðherra, Hall-
dór Blöndal, hafði mælt
fyrir tillögu til þings-
ályktunar um flugmála-
áætlun árin 1998-2001.
Guðmundur Hallvarðs-
son, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagði sem
fyrr að ástand Reykjavíkurflugvallar væri
við hættumörk og vildi að framkvæmdir við
endurbyggingu vallarins hæfust strax á
næsta ári. Samgönguráðherra sagði hins
vegar að útboð framkvæmdanna gæti ekki
hafíst fyrr en í lok næsta árs.
Samgönguráðherra sagði m.a. í framsögu
sinni að gert væri ráð fyrir því í flugmála-
áætlun að gerð þeirra flugvallarmannvirkja
sem unnið hefði verið að, á helstu áætlunar-
flugvöllum landsins, á undanfömum árum
yrði lokið á tímabili áætlunarinnar. Jafn-
framt væri lögð rík áhersla á að bæta að-
flugs- og flugöryggisbúnað ekki síst lýsingu
og annan rafmagnsbúnað svo sem raflagnir
og vararafstöðvar. Þá væri gert ráð fyrir
því að ráðast í endurbyggingu Reykjavíkur-
flugvallar á árunum 1999 til 2000, en fram-
kvæmdin verði boðin út á næsta ári.
Deiliskipulag
liggi fyrir
Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði að í gegnum árin
hefði framkvæmdum við Reykjavíkurflug-
völl verið frestað æ ofan í æ og að ekki
verði lengur við unað vegna þeirrar hættu
sem ástand vallarins gæti
skapað þeim farþegum
sem um hann færu. Guð-
mundur ítrekaði þá ósk
sína að samgönguráð-
herra beitti sér fyrir því
að samþykkt Alþingis
fengist fyrir sérstakri
heimild til að taka fram-
kvæmdalán svo hægt yrði
að hefja framkvæmdir
fljótlega á næsta ári.
Samgönguráðherra svaraði og sagði að
áður en hægt væri að bjóða út framkvæmd-
ir Reykjavíkurflugvallar þyrfti að liggja
fyrir deiliskipulag frá Skipulagsnefnd
Reykjavíkur, en það hefði enn ekki verið
afgreitt. Ráðherra tók ennfremur fram að
á flugvellinum væru gerðar viðeigandi ráð-
stafanir til þess að hann verði ekki hættu-
legur.
Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðu-
bandalags, sagði að það væri, hvað sem
deiliskipulaginu liði, hægt að hefjast handa
við framkvæmdir að endurbótum á flugvell-
inum nú þegar. Það væri m.a. niðurstaða
af fundi sem borgaryfirvöld áttu með Flug-
málastjóm fyrir nokkrum dögum. Sagði
hann að deiliskipulagið væri einungis fyrir-
sláttur.
Svavar sagði að ágreiningur væri hins
vegar á milli Flugmálastjórnar annars vegar
og borgaryfirvalda hins vegar um flugbraut-
ina sem hefði aðflugslínu yfir Norðurmýri
og Landspítala. Það hefði alltaf verið skoðun
borgaryfirvalda að það væri óeðlilegt að
hafa þessa braut með þeim hætti sem hún
hefði verið. Flugleiðir hefðu hins vegar hald-
ið því fram að brautin væri óhjákvæmileg
út'i. Ii ,ii' "iii
fí I ' i fe :
ALÞINGI
ÍÞUNGUM ÞÖNKUM
Morgunblaðið/Kristinn
vegna aðstæðna í ákveðnum vindáttum og
vegna þess að ef hún væri ekki til staðar
þá yrði að nota flugbraut í Keflavík.
Ekki má gera of mikið
úr hættunni
Samgönguráðherra sagði að sú braut sem
Svavar hefði gert að umtalsefni væri nauð-
synleg vegna flugöryggis og taldi brýnt að
ná samkomulagi um að halda henni opinni
í framtíðinni.
Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði að af öryggisástæðum mætti
loka Reykjavíkurflugvelli. Hins vegar sagð-
ist hann gera sér grein fyrir því að í þinginu
væri ekki vilji til þess að leggja niður flug-
völlinn. Af þeim sökum þætti honum betra
ef dregið yrði úr umferð vallarins og minnka
þar með hættuna í stað þess að gera ekki
neitt.
Jón Kristjánsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks, varaði við því að gera of mik-
ið úr hættum við flugvöllinn. Hann sagðist
vera á móti lokun vallarins og taldi frekar
að hann ætti að byggja upp á þeim stað sem
hann væri nú á.
Þingmenn Alþýðubandalags vilja afnema lög um stjórn fiskveiða
Alþingi
Dagskrá
Þjóðareign á fiskstofn-
unum verði óumdeild
Sími 555-1500
Garðabær
Stórás
Rúmgóð ca 70 fm 2—3 herb. íb. á
neðri hæð í tvfb. Ný eldinnr. Nýtt gler.
Parket.
iBoðahleinl
Höfum fengið til sölu fyrir aldraða við
Hrafnistu í Hf., gott endaraðh., ca 90
fm auk bílsk. Áhv. ca 1,5 millj.
Verð 11,5 millj.
Hafnarfjörður
Óttarstaðir
Til sölu ca 5—6 hektara landspilda úr
landi Óttarstaða I. Liggur að sjó. Verð:
Tilboð.
Reykjavíkurvegur
Gott skrifstofuhúsnæði ca 120 fm á 2.
hæð. Verð 4,9 millj.
Breiðvangur
Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh.
í tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv.
byggsj. ca 2,7 millj. Verð 13,2 millj.
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end-
urn. Ath. skipti á lltilli íb.
Vantar
ca 100 fm íb. nærri miðbæ Hafnar-
fjarðar.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
KRISTINN H. Gunnarsson, Mar-
grét Frímannsdóttir og Svavar
Gestsson, þingmenn Alþýðubanda-
lags, hafa lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um afnám laga
um stjórn fiskveiða. Með frum-
varpinu er lagt til að öll réttindi
til veiða samkvæmt gildandi lögum
muni falla niður og að endurúthlut-
un fari fram á grundvelli nýrra
laga, en gert er ráð fyrir að sam-
staða verði um að stjórna verði
fiskveiðum áfram.
í greinargerð frumvarpsins segir
að með samþykkt þess taki Alþingi
af öll tvímæli um forræði sitt til
lagasetningar um nýtingu flsk-
stofna og að óumdeilt verði gildi
núgildandi lagaákvæða um þjóðar-
eign á fiskstofnunum. „Flutningur
frumvarpsins byggist á þeirri skoð-
un flutningsmanna að gildandi lög
hafi ekki leitt til einkaeignarréttar
á fiskstofnum eða nýtingu þeirra
og að hægt sé að fella þau réttindi
niður bótalaust," segja flutnings-
menn í greinargerð. „A hinn bóginn
hefur raskast mjög sá grundvöllur
sem upphafleg úthlutun veiðiheim-
ilda hvíldi á, svo og dreifing þeirra
eftir byggðarlögum og útgerðar-
flokkum, og af þeim sökum er óhjá-
kvæmilegt að taka málið til endur-
skoðunar í heild.“
Mengun verði sem minnst
við sjósóknina
Flutningsmenn frumvarpsins
telja að stjórna beri fískveiðum á
annan hátt en verið hefur. „Stjórn
fiskveiða þarf að gera nýjum
mönnum kleift að hefja útgerð og
nýta legu sjávarbyggða við nálæg
fiskimið með öflugum strandveið-
um. Þá þarf hún að nýta kosti stór-
útgerðar og loks að endurspegla
áherslu á að mengun hvers konar
verði sem minnst við sjósóknina,"
segir í greinargerð. „Til þess að
ná þessum markmiðum þarf ný
löggjöf að skilja á milli strandveiða
og stórútgerða. í strandveiðum
verði opið kerfi sem byggist að
mestu leyti á sóknarstýringu og
geri ráð fyrir áætluðu heildarafla-
magni, en togarar og önnur stór-
virk skip verði áfram í aflamark-
aðskerfi með framseljanlegum
aflaheimildum að einhveiju leyti.
Hlutur strandveiða gæti verið um
40% og hlutur aflamarkskerfisins
um 60% af botnfiskveiðunum. Þá
yrði veiðum stjórnað þannig að
strandveiðar væru á miðum innan
20-30 mílna frá landi og aðrar
veiðar að mestu þar fyrir utan.
Veiðiréttindin afmarkist við hvorn
útgerðarflokkinn um sig og geti
ekki flust á milli þeirra. Til strand-
veiða mundu teljast allar veiðar
með önglum. Veiðar með netum,
nót eða trolli yrðu mjög takmark-
aðar. Settar yrðu reglur um há-
marksútivist hvers skips og um
stærð báta sem mættu stunda
strandveiðar. Um veiðar upp-
sjávarfiska giltu að nokkru leyti
aðrar reglur og lytu einkum afla-
marksstjórnun.“
Gera flutningsmenn ráð fyrir að
atvinnugreinin greiði kostnað við
eftirlit og hagræðingu og hluta af
kostnaði við rannsóknir en að öðru
leyti gildi almenn skattalög.
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 13.30 í dag. Fyrst verða fyrir-
spurnir til ráðherra um eftirfar-
andi málefni:
1. Til samgönguráðherra:
Kjör sljórnenda Pósts og síma
hf.
2. Til viðskiptaráðherra: Bið-
launa- og lífeyrisréttindi starfs-
manna ríkisbankanna.
3. Til félagsmálaráðherra:
Jafnréttisráðstefna í Lettlandi.
4. Til félagsmálaráðherra:
Starfsmat.
5. Til heilbrigðisráðherra:
Framkvæmd EES-reglugerðar
um félagslegt öryggi.
6. Til menntamálaráðherra:
Dreifikerfi Ríkisútvarpsins.
7. Til menntamálaráðherra:
Húsnæðismál Sjómannaskólans.
8. Til sjávarútvegsráðherra:
Markaðshlutdeild fyrirtækja.
Þá verða eftirfarandi mál á dag-
skrá þingfundar:
1. Loftferðir. Framhald 1.
umræðu (Atkvgr.)
2. Flugmálaáætlun 1998-
2001. Framhald fyrri umr.
(Atkvgr.)
3. Samræmd samgönguáætl-
un. Frh. fyrri umr. (Atkvgr.)
4. Vegagerð í afskekktum
landshlutum. Frh. fyrri umr.
(Atkvgr.)
5. Stimpilgjald. Frh. 1. umr.
(Atkvgr.)