Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 11
FRÉTTIR
Athugasemd
Skil ég Vil-
hiálm rétt?
MORGUNBLADINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Ellert
B. Schram, forseta íþrótta- og
Ólympíusambands íslands:
„Iþróttaþing var haldið um helg-
ina. Þar sátu yfir tvö hundruð full-
trúar íþróttastarfsins í landinu.
Meginþunginn í þessu þinghaldi
voru áhyggjur þingfulltrúa vegna
bágrar fjárhagsstöðu íþróttafélag-
anna vítt og breitt um landið. Ekki
síst í ljósi þess að íþróttastarf er
ekki einkamál þeirra sem sinna því
sjálfboðaliðastarfi. Starfið í félögun-
um snýst um meira en keppni og ár-
angur. íþróttir fela í sér uppeldi,
forvamir, heilsubót, afþreyingu og
síðast en ekki síst hafa þær umtals-
verð áhrif á umhverfi sitt og mann-
líf. Með öðrum orðum: íþróttir hafa
samfélagslegt gildi.
Iþróttahreyfingin er ekki van-
þakklát fyrir það sem ríki og sveit-
arfélög hafa gert fyrir hana. Það
kom skýrt fram. En hún telur að
sveitarstjórnir eigi að huga betur að
fjárhag og rekstrarafkomu íþrótta-
félaga í því skyni að gera þeim kleift
að sinna samfélagslegum skyldum
sínum og þeim væntingum sem til
hennar eru gerðar. Þetta voru skila-
boðin frá íþróttaþingi.
Eitthvað hefur þessi afstaða og
þessi skilningur farið framhjá for-
manni Sambands íslenskra sveitar-
félaga, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni.
Vilhjálmur er jafnframt í framboði
til borgarstjórnar Reykjavíkur.
Hann segir í Morgunblaðinu á
þriðjudaginn: „Ég á ekki von á því
að sveitarfélög í landinu auki fjár-
veitingarnar enn frekar.“ Haft er
síðan eftir honum að „tæplega sé
hægt að gera betur af hálfu sveitar-
félaganna.“ Má skilja það svo að Vil-
hjálmur sé hér að túlka viðhorf
sveitarstjórnarmanna almennt í
landinu í krafti formennsku sinnar?
Eða er Vilhjálmur að lýsa stefnu
sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir
komandi kosningar?
Gott væri fyrir mig, bæði sem
kjósanda og forsvarsmann íþrótta-
hreyfíngarinnar að Vilhjálmur svar-
aði þeim spurningum, svo þær þús-
undir sjálfboðaliða, iðkenda og
áhugamanna í íþróttafélögunum í
Reykjavík og annars staðar, átti sig
betur á afstöðu þeirra sem nú gefa
kost á sér til sveitarstjórnastarfa."
Ný götu-
mynd Aðal-
strætis
I TILLÖGU að deiliskipulagi
við Aðalstræti og Túngötu er
gert ráð fyrir flutningi fsa-
foldarhússins úr Austurstræti
á ldð sunnan við Aðalstræti
10. Einnig er í tillögunni gert
ráð fyrir nýbyggingum frá
horni Aðalstrætis og Túngötu
að Aðalstræti 12 þar sem ísa-
foldarhúsið yrði staðsett.
Tvær útfærslur eru af tillög-
unni, merktar A og B, sem er
samstarfsverkefni Borgar-
skipulags og Minjaverndar.
Hefur málinu verið vísað til
umfjöllunar hjá umhverfís-
málaráði.
Landsfundur Alþýðubandalagsins
Um 380 fulltrúar
með kosningarétt
13. LANDSFUNDUR Alþýðu-
bandalagsins hefst á morgun í
Borgartúni 6, Rúgbrauðsgerð-
inni. Fundurinn stendur fram á
sunnudag. Að sögn Heimis Más
Péturssonar, framkvæmdastjóra
flokksins, eiga um 380 aðalmenn
kosningarétt á landsfundinum,
en varamenn með seturétt eru
jafnmargir. Flokksfélögin fá
einn aðalfulltrúa fyrir hverja níu
félagsmennn.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, flyt-
ur setningarræðu sína síðdegis á
morgun og verður henni sjón-
varpað beint á Stöð 2. Um kvöld-
ið verða almennar umræður.
A föstudag verða kynntar
skýrslur nefnda sem unnið hafa
að einstökum málum frá síðasta
landsfundi. Þá verður einnig
kosið í embætti varaformanns,
ritara og gjaldkera. Margrét
Frímannsdóttir er sjálfkjörin í
embætti formanns því engin
mótframboð bárust. Á laugardag
verður kosið í framkvæmda-
stjórn og í miðstjórn á sunnu-
dag.
Þróunarsvið Byggðastofnunar verður flutt til Sauðárkróks fyrir 1. júlí næstkomandi
Fyrst þarf að
breyta reglugerð
Flutningur á þróunarsviði Byggðastofnunar til Sauðárkróks er
háður því að forsætisráðherra breyti reglugerð um stofnunina, að
því er fram kemur í grein Helga Bjarnasonar. Kostnaður við bið-
laun starfsmanna er áætlaður 17 milljónir kr.
LJÓST er að breyta þarf reglu-
gerð um Byggðastofnun til þess að
hægt verði að framkvæma ákvörð-
un stjórnarinnar frá því í gær um
að flytja þróunardeild stofnunar-
innar til Sauðárkróks f'yrir 1. júlí á
næsta ári. Forsætisráðherra gefur
út þessa reglugerð.
Áður hafa komið upp hugmyndir
um að flytja aðalskrifstofu Byggða-
stofnunar að hluta eða öllu leyti út
á land en ekki orðið úr. Hins vegar
hafa verið byggð upp útibú á
nokkrum stöðum.
Togstreita sijórnar
og starfsmanna
Á síðustu mánuðum og árum hef-
ur verið nokkur togstreita milli
stjómar Byggðastofnunar og
starfsmanna, m.a. um valdsvið og
ábyrgð stjórnarinnar annars vegar
og forstjóra og annarra starfs-
manna hins vegar. Ágreiningurinn
hefur birst á ýmsan hátt. Á fundi
stjórnarinnar í september gerði
Sigurður Guðmundsson, forstöðu-
maður þróunarsviðs, athugasemdir
við túlkun Egils Jónssonar stjórn-
arformanns á bréfi forsætisráð-
herra þai- sem stjórninni er falið að
hefja endurskoðun á byggðastefn-
unni. Stjórnin ákvað að láta starfs-
menn Byggðastofnunar ekki annast
þessa vinnu nema að litlu leyti en
fela aðilum utan stofnunai-innar að
vinna aðra þætti þrátt fyrir mót-
mæli Sigurðar sem telur að þetta
vinnulag standist ekki lög og reglu-
gerð um Byggðastofnun.
Tillagan um að flytja þróunarsvið
Byggðastofnunar til Sauðái-króks
var lögð fram á næsta fundi stjórn-
arinnar.
Getur flutt alla
aðalskrifstofuna
I lögum segir að Byggðastofnun
sé sjálfstæð stofnun í eigu ís-
lenska ríkisins og heyri undir for-
sætisráðherra. Jafnframt að yfir
henni sé þingkjörin sjö manna
stjórn og forsætisráðherra skipi
formann úr hópi kjörinna stjórn-
armanna. Stjórnin ákveður skipu-
lag Byggðastofnunar, að því leyti
sem það hefur ekki verið gert í
reglugerð. I gildandi reglugerð
sem forsætisráðherra hefur sett
er kveðið á um skiptingu aðal-
skrifstofu Byggðastofnunar í til-
tekin svið, þar á meðal þróunar-
svið.
Samkvæmt þessu virðist ljóst
að stjórn Byggðastofnunar getur
ákveðið að flytja alla aðalskrif-
stofu Byggðastofnunar til Sauðár-
króks eða hvert annað sem hún
kýs. Hún getur hins vegar ekki
skilið þróunarsviðið frá, nema for-
sætisráðherra breyti reglugerð-
inni.
Guðmundur Malmquist, for-
stjóri Byggðastofnunar, mun nú
senda forsætisráðherra bréf um
ákvörðun stjórnarinnar.
Tillögur um vinnulag
Ákvörðun um flutning þróunar-
sviðs Byggðastofnunar er ekki
fyrsta tilraunin sem gerð er til að
flytja opinberar stofnanir út á land.
Um þetta efni var talsvert fjallað
við endurskoðun byggðastefnunnar
1993. I tillögum stofnunarinnar
sjálfrar, sem nú er að hluta til hin-
um megin borðsins, um vinnulag
segir að möguleiki kunni að vera á
því að flytja sérfræðistofnanir á
löngum tíma, sérstaklega ef tæki-
færið er notað þegar skipulags-
breytingar verða. Einkum þurfi þó
að huga að því að velja nýjum
stofnunum stað utan höfuðborgar-
svæðisins.
„Slík ákvörðun [flutningur út á
land] getur þó ekki gerst einhliða
heldur þarf hún að vera niðurstaða
umfjöllunar um það hvernig við-
komandi stofnun eða starfsemi
gegnir hlutverki sínu best. Gerð er
áætlun um það hvernig einstakir
þættir starfseminnar verði fluttir.
Einhverjir starfsmanna kunna
þegar að vera tilbúnir að byrja
fljótlega, einkum ef í boði eru hag-
stæðari kjör. Síðan er tækifærið
notað þegar starfsmenn hætta, að
ráða nýja í þeirra stað í nýjum að-
alstöðvum. Þeir njóta þjálfunar og
stuðnings í eldri aðalstöðvum.
Reynt er eftir mætti með tilhliðr-
unum á verkefnum að flýta þessu
ferli. Aðferðin tryggir eftir því sem
unnt er kjölfestu í starfi viðkom-
andi stofnunar með því að sem
fæstir starfsmenn verða fyrir óeðli-
legri röskun.“
17 milljónir
í biðlaun
Þróúnarsvið Byggðastofnunar
hefur það verksvið að annast meðal
annars úrvinnslu upplýsinga um
þróun byggðar og hefur umsjón
með gerð byggðaáætlana, úttekt-
um og öðru þróunarstarfi. Sex
starfsmenn teljast til sviðsins,
fimm eru í Reykjavík og einn á
Akureyri. Þeir gefa það ekki upp
hvort þeir muni flytjast með deild-
inni til Sauðárkróks, ef af því verð-
ur.
Ekki liggur fyrir hvað flutning-
urinn kostar. Forstjóri Byggða-
stofnunar áætlar að kostnaður
stofnunarinnar við biðlaun og
launatengd gjöld vegna núverandi
starfsfólks geti numið sautján
milljónum kr., að því gefnu að fólk-
ið færi sig ekki með sviðinu og að
það eigi allt rétt á biðlaunum.
Hann telur jafnframt dýrt og erfitt
að þjálfa upp nýtt fólk ef til þess
þarf að koma.
Byggðastofnun á hlut í stjórn-
sýsluhúsinu á Sauðárkróki þar sem
rekið er útibú með einum starfs-
manni og fær þróunarsviðið það
húsnæði til afnota. Egill Jónsson
telur ekki að mikill kostnaður þurfi
að fylgja flutningnum. Dýrt sé að
reka útibú með einum starfsmanni
í þessu húsnæði og sá kostnaður
muni falla niður við flutning þróun-
arsviðsins.