Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNB LAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Snjór af skornum skammti
VINKONURNAR Tinna, íris og degi, gripu snjóþoturnar úr sem komið er í minnsta lagi en
Kamilla gripu tækifærið og fóru geymslunni og þustu upp í næstu þær leiddu það hjá sér og renndu
út að leika sér að loknum skóla- brekku. Snjórinn er reyndar enn sér samt.
Vélsleðamenn ræddu öryggismál
Nýr Vatnahjalla-
vegiir eykur öryggi
ÖRYGGISMÁL voru mikið til um-
ræðu á aðalfundi Félags vélsleða-
manna í Eyjafirði sem haldinn var
nýlega. Félagið hefur veiulega lát-
ið öryggismálin til sín taka, m.a.
með endurbótum á fjallaskálum.
Eitt þeirra mála sem nýrri stjórn
var falið að kanna var endurgerð
eða endurbætur á svokölluðum
Vatnahjallavegi upp úr Eyjafírði.
Sleðamenn virði
rétt skíðafólks
Eins og staðan er nú getur verið
illgerlegt að komast upp á hálendið
ofan Eyjafjarðar, sérstaklega vor
og haust og þegar snjólétt er. I því
felst mikið öryggisleysi verði slys á
þessum slóðum því þá þurfa björg-
unarsveitir að fara um langan veg
til að komast á vettvang. Kunnugir
telja að nýr Vatnahjallavegur
myndi stórauka öryggi fjallafara á
öllu norðanverðu hálendinu.
Á fundinum var einnig rætt um
ýmis hagsmunamál vélsleðafólks
og farið var yfír nýjar reglur um
umferð vélsleða í Hlíðarfjalli vegna
skíðasvæðisins og vatnsbóla sem
þar eru. Var áréttað hversu mikil-
vægt er að sleðamenn virði rétt
skíðafólks og haldi sig fjarri því
svæði sem úthlutað hefur verið til
skíðaiðkunar, en nokkuð hefur ver-
ið um árekstra við gönguskíðafólk.
Bent var á að reglur verði að vera
með þeim hætti að farið sé eftir
þeim, en sumum fundarmanna
þótti bannsvæðið helst til stórt.
Ný stjórn var kjörin á fundinum
og tók Hreiðar Hreiðarsson við
formennsku af Tómasi Búa
Böðvarssyni.
Póstur fluttur með bíl frá Akureyri um Norðausturland
Líklegt að áætlunar-
flugi til Kópaskers og
Raufarhafnar verði hætt
BREYTING var gerð á póstflutn-
ingum til Norðausturlands nú um
mánaðamótin. Fram til þessa hefur
verið flogið með póstinn frá Akur-
eyri þrisvar til fímm sinnum í viku,
en hér eftir verður hann fluttur
með bíl frá Akureyri til Húsavíkur,
Kópaskers, Raufarhafnar og Þórs-
hafnar alla virka daga.
Póstur og sími hefur gert samn-
ing við BSH á Húsavík um póst-
flutninga frá Akureyri og um
Norðausturland. Um nokkurt skeið
hefur pósti verið ekið að næturlagi
frá Reykjavík til Akureyrar og
mun nú annar bíll taka við póstin-
um þar og halda áfram austur.
Lagt verður af stað frá Akureyri
um kl. 7.30 að morgni og til baka
frá Þórshöfn um hádegisbil. Gert
er ráð fyrir að komið verði til
Akureyrar um kl. 18 og kemst
pósturinn því samdægurs til
Reykjavíkur. Bréf sem þannig er
póstlagt að morgni á Raufarhöfn
og sent til Reykjavíkur verður bor-
ið út daginn eftir. BHS býður
einnig upp á farþegaflutninga með
póstbflnum, þannig að almennings-
samgöngur landleiðina batna í kjöl-
farið.
Áfram verður flogið með póst
sem fara á til og frá Vopnafirði og
Bakkafirði og mun Flugfélag Is-
lands sjá um þá flutninga.
3,8 milljónir fyrir póstinn
I kjölfar þess að samningum við
Flugfélag íslands um póstflutninga
á Norðausturlandi hefur verið sagt
upp íhuga forsvarsmenn félagsins
að hætta reglubundnu áætlunar-
flugi til Kópaskers og Raufarhafn-
ar. Að jafnaði eru farþegar á þessa
tvo áætlunarstaði um 800 á ári.
Póstur og sími hefur greitt 3,8
milljónir króna fyrir póstflutninga
með flugi á ári. Mun fleiri farþegar
hafa verið á flugleiðinni frá Akur-
eyri og til Þórshafnar og Vopna-
fjarðar, eða um 4.500 á ári að með-
altali. Samningum vegna póstflutn-
inga með flugi til Vopnafjarðar hef-
ur ekki verið sagt upp.
Farþegaflutningar standa
ekki undir kostnaði
„Það hefur legið í loftinu að
Póstur og sími myndi hætta að
flytja póst í flugi, en við erum að
fara yfír stöðuna, skoða hvort
grundvöllur er fyrir því að halda
þessu áfram," sagði Páll Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Flugfélags
Islands. Hann sagði farþegaflutn-
inga engan veginn standa undir
kostnaði við að halda uppi áætlun-
arflugi til Kópaskers og Raufar-
hafnar. Samanlagðar tekjur af
póst- og farþegaflutningum hefðu
gert að verkum að hægt væri að
réttlæta það að flugi væri haldið
áfram, en félagið væri sannarlega
ekki að hafa af því neinar tekjur.
Páll sagði að endanleg ákvörðun
yrði tekin á næstu dögum, yrði
áætlunarflugið fellt niður eins og
allt benti til myndu breytingar
taka gildi um næstu áramót.
Slæmar samgöngur
á landi
Gunnlaugur A. Júlíusson, sveit-
arstjóri á Raufarhöfn, sagði að
samgöngur á landi í þessum lands-
hluta væru langt í frá góðar og um
250 kílómetra leið væri frá Raufar-
höfn til Húsavíkur og um 70 kíló-
metrar frá Raufarhöfn til Þórs-
hafnar. Yrðu stórfelldar lagfæring-
ar gerðar á vegum á næstu árum
myndu menn líta svo á að eitt tæki
við af öðru, en engin áform væru
uppi um slíkt. „Við höfum fengið
mjög laka þjónustu hvað varðar
samgöngur á landi og teljum okkur
eiga hönk upp í bakið á ríkisvald-
inu hvað þessi samgöngumál öll
varðar," sagði Gunnlaugur.
Samfélagið á þessu svæði væri
veikt og það að flugi yrði hætt
myndi ekki hafa góð áhrif á íbúana.
Fólk hefði flutt af óvanalega mikl-
um þunga frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðisins að undan-
fórnu. „Það er nógu slæmt að
missa flugið, en ekki síður er það
vond tilfmning fyrir fólk að búa í
samfélagi sem ekki þykir ástæða til
að halda uppi slíkum samgöngum.
Maður veit ekki hvaða áhrif það
hefur á fólk,“ sagði Gunnlaugur.
Hann benti einnig á að það ör-
yggi sem fylgdi því að hafa áætlun-
arflug væri mikilvægt.
Sveitarstjórinn á Raufarhöfn
hefur vakið athygli þingmanna,
ráðherra, fulltrúa í fjárlaganefnd
og fleíri á því að um byggðamál
væri að ræða. Samfélagið sæi íbú-
um landsins fyrir samgöngum, það
hefði ákveðnar skyldur gagnvart
jaðarbyggðum. Benti hann á að ís-
landsflug hefði fengið þóknun allt
þar til í júh' í sumar fyrir að halda
úti flugi til Siglufjarðar.
• •
Ospin við
LEYFI byggingarfulltrúa hefur
fengist fyrir því að fella þessa ösp
sem er í garði við Hamarsstíg á
Akureyri, en forsvarsmenn um-
hverfisdeildar Akureyrarbæjar
hafa lagst gegn því að hún verði
höggvin. Ástæður þess að fbúarnir
vilja tréð, sem stendur frammi við
hús þeirra, í burtu er sú að það
hindrar gott aðgengi að inngangi,
rótarkerfi er úti um allt og bfla-
stæði er ónothæft hluta úr ári þeg-
Morgunblaðið/Kristján
Hamarsstíg
ar öspin fellir límkennt hismi.
Rök umhverfisdeildar með
öspinni voru þau m.a. að um er að
ræða sérstakt kvæmi sem er frem-
ur sjaldgæft og því ástæða til að
halda í plöntuna. Einnig skipti
götumyndin máli, en eigi fyrir alls
löngu var önnur stér ösp við
Ilamarsstíg höggvin. Benti um-
hverfisdeild á að götumyndin verð-
ur önnur að tveimur stérum mynd-
arlegum trjám horfnum.
Blaðberar
Blaðbera vantar á Akureyrí. Þurfa að geta borið
út um leið og blaðið kemur til Akureyrar, sem er
frá kl. 06.30-07.30 á morgnana.
JWoröunWaViíi
Kaupvangsstræti 1, sími 461 1600.
DEMAN lAHUSIÐ
Okkat stnCdL
cH.iir\$Ai
<H.ÁÍsyy\et\
/Zokkai
Nœtui
vetð
Kringlunni sími 588 9944
Skátar vilja reka tjaldsvæði
NÝTT tjaldsvæði að Hömrum í
tengslum við útilífsmiðstöð
skáta sem fyrirhugað er að reisa
þar var til umræðu á síðasta
fundi bæjarráðs Akureyrar, en
lagt var fram bréf frá forsvars-
mönnum Skátafélagsins Klakks.
Félagið stefnir að því að reisa
útilífsmiðstöð að Hömrum en í
bréflnu er lýst yfir áhuga á
samningaviðræðum við Akur-
eyrarbæ um uppbyggingu og
rekstur tjaldsvæðis þar og jafn-
framt vilja skátar taka að sér að
rekstur tjaldsvæðis bæjarins við
Þórunnarstræti.
Bæjarráð frestaði afgr'eiðslu
málsins.