Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
■‘T
VIÐSKIPTI
Sparisjóðirnir auka
framlög í Tryggingasjóð
SPARISJÓÐIRNIR hafa ákveðið að
hækka árlegt framlag sitt til Trygg-
ingasjóðs sparisjóða úr 0,20% í
0,25% af innlánum. Hækkunin var
annars vegar ákveðin með hliðsjón
af mikilli innlánsaukningu hjá
sparisjóðunum og hins vegar veikri
stöðu lánadeildar Tryggingasjóðs-
ins. Þetta kom fram á aðalfundi
Tryggingasjóðs á laugardag sem
haldinn var í tengslum við aðalfund
Sambands sparisjóða.
Tryggingasjóði sparisjóða er ann-
arsvegar ætlað að tryggja innlán
sparifjáreigenda og hins vegar að
stuðla að traustari rekstri spari-
sjóða. Vegna tryggingar innlána er
starfrækt innstæðudeild, en sér-
stakri lánadeild er ætlað tryggja
fjárhagslegt öryggi sparisjóða. Eign-
ir innstæðudeildarinnar eiga að
nema a.m.k. 1% af innlánum spari-
sjóðanna og uppfyllir sú sjóðsdeild
nú þegar það lagaákvæði. Námu
eignir hennar samtals 372 milljónum
um síðustu áramót. Staða lánadeild-
arinnar breyttist hins vegar verulega
nú í haust eftir að stjóm sjóðsins
tók ákvörðun um að veija 140 millj-
ónum til kaupa á stofnfjárskírteinum
i Sparisjóði Ólafsfjarðar sl. vor. Ef
engin ný verkefni koma til gjald-
færslu hjá lánadeildinni fram til
næstu áramóta mun hún eiga tæpar
20 milljónir í sjóði í árslok, auk fyrr-
nefndra stofnfjárskírteina. Gert er
ráð fyrir að staða lánadeildar verði
komin í um 100 milljónir snemma á
næsta ári.
Heimildir til eftirlits of
þröngar
Á aðalfundinum var meðal ann-
ars rætt um að breyta þurfi þeim
heimildum sem stjórn Trygginga-
sjóðs hefur til eftirlits. í lögum um
sjóðinn segir að stjórninni sé heim-
ilt að láta rannsaka rekstur og efna-
hag sparisjóðs sem veitt sé víkjandi
lán. Getur stjórnin í þessu sam-
bandi krafist nauðsynlegra upplýs-
inga frá hlutaðeigandi sparisjóði.
„Þegar haft er í huga hvert hlut-
verk Tryggingasjóðs er, er ljóst að
heimildir Tryggingasjóðs til eftirlits
eru allt of þröngar," sagði Guð-
mundur Hauksson, formaður
stjórnar í ræðu sinni. „Sjóðurinn
verður að fá upplýsingar um rekst-
ur einstakra sparisjóða með reglu-
bundnum hætti og hafa heimild til
að grípa inn í mál ef hann telur að
í óefni stefni. Hann þarf að mega
hafa samband við löggilta endur-
skoðendur sparisjóðanna og banka-
eftirlit og láta fara fram innri end-
urskoðun sem tekur til einstakra
rekstrarþátta ef þörf er talin á. Það
skal tekið skýrt fram að ég tel ekki
að Tryggingarsjóður eigi að gegna
einhvers konar lögregluhlutverki,
en það er ljóst að fjárhagsleg
ábyrgð og eftirlit verða að fara
saman. Það að Tryggingarsjóður
gegni ábyrgð, án þess að geta kom-
ið að málum til að veija hagsmuni
sína fyrr en um seinan, samræmist
illa,“ sagði Guðmundur Hauksson.
Breskt-íslenskt
verslunarráð
Dýrir bílar
rekast illa á
Bríissel. Reuter.
ÁRANGUR fjölskyldubíla í
árekstraprófum bendir ekki til
þess að hátt verð sé trygging
fyrir öryggi, að sögn belgíska
neytendafélagsins Test Achats.
„Álit nokkurra vörumerkja
bíður hnekki - dýrustu gerðirn-
ar fengu verstu einkunnirnar,"
sagði Test Achat í tilkynningu.
Könnuð voru áhrif árekstra
á 13 fjölskyldubíla í prófunum,
þar sem höfð var hliðsjón af
evrópskum öryggiskröfum, og
voru tilraunirnar miklu erfíðari
en þær sem framleiðendur
standa fyrir.
„Niðurstöðurnar voru
ískyggilegar," sagði Test Ac-
hats, sem taldi einu jákvæðu
útkomu prófsins þá að líknar-
belgir hefðu reynzt vel og sýnt
að þeir væru peninganna virði.
Því var haldið fram að Volvo
væri eini bíllinn sem hefði sann-
að ágæti sitt í prófinu.
Test Achat sagði að dauða-
slysum í umferðinni í Evrópu
mundi fækka um 30% ef allir
bílar stæðust strangari kröfur.
BRESKT-íslenskt verslunarráð
verður stofnað í Reykjavík og Lund-
únum 12. og 13. nóvember næst-
komandi. Nú þegar hafa rúmlega
170 fyrirtæki ákveðið að gerast
stofnaðilar að ráðinu, 93 íslensk og
80 bresk.
Bresk-íslenska verslunarráðið
verður fjölmennasta millilandaversl-
unarráð sem íslendingar eiga aðild
að. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar,
aðstoðarframkvæmdastjóra Versl-
unarráðs íslands, ræður áhugi meðal
fyrirtækja stofnun og starfsemi
verslunarráða af þessu tagi og eru
áherslur í starfi þeirra mismunandi.
Jónas segir að markmið Bresk-
íslenska verslunarráðsins verði að
efla og viðhalda viðskiptatengslum
á milli Bretlands og íslands en Bret-
land sé stærsta einstaka viðskipta-
land íslendinga. „Til að ná þessu
markmiði mun ráðið m.a. standa
fyrir fundum og ráðstefnum um
málefni er tengjast viðskiptum land-
anna, standa að viðskiptaheimsókn-
um og sinna hagsmunagæslu gagn-
vart stjórnvöldum í ríkjunum.“
Einstaklingar og lögaðilar í ríkj-
unum tveimur geta gerst félags-
menn og jafnframt er heimilt að til-
nefna heiðursfélaga. Hefur Magnús
Magnússon sjónvarpsmaður sam-
þykkt að verða heiðursfélagi Bresk-
íslenska verslunarráðsins.
Stofnfundur ráðsins hérlendis
verður í Ársal Hótels Sögu miðviku-
daginn 12. nóvember og hefst kl.
16:30. Auk hefðbundinna fundar-
starfa munu Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra og breski sendi-
herrann á ísland, James R.
McCulloch, fjalla um viðskiptatengsl
ríkjanna.
Stofnfundurinn í Lundúnum verð-
ur haldinn fimmtudaginn 13. nóvem-
ber í Barbican Centre. Þar mun Frið-
rik Sophusson ijármálaráðherra
flytja ávarp og Jóhannes Nordal,
fyrrverandi seðlabankastjóri, mun
flytja erindi um viðskiptatengsl land-
anna.
FRÁ útimarkaði í Dyflinni.
Dyflinni bezt
til viðskipta
í Evrópu
Dyflini. Reuters.
FORTUNE, hið kunna banda-
ríska viðskiptatímarit, telur höf-
uðborg Irlands þá borg Evrópu,
sem henti bezt til viðskipta, þrátt
fyrir mikið atvinnuleysi og um-
ferðaröngþveiti.
Samkvæmt árlegri könnun
Fortune á borgum heims hefur
Dyflinni ekki verið eins iðandi
af lífi síðan á síðustu gullöld
borgarinnar á 18. öld.
„Fyrirtæki eins og Barclays,
Chase Manhattan, Citicorp og
Sumitomo-banki virðast hafa
puttann í öllu á írlandi, frá ríkis-
rekstri til fjármálas1jórnunar,“
segir blaðið.
Kostnaður er minni og ódýr-
ara er að fá hæfileikafólk til
starfa en í London að sögn blaðs-
ins. Dyflinni sigraði einnig Amst-
erdam, Barcelona, Róm og
Mílanó í baráttunni um titilinn í
ár.
Hins vegar segir blaðið að
ekki sé að öllu leyti gott að búa
í Dyflinni vegna þess að atvinnu-
leysi sé enn mikið, allt að 30% á
sumum svæðum, og ekkert sé
gert til að draga úr gífurlegri
umferðarteppu.
Tímaritið dæmdi borginnar út
frá launakostnaði, menntunar-
stigi, leigu fyrir skrifstofuhús-
næði, aðgengi og öðrum þáttum,
eins og glæpatíðni og framboði
á menningu og skemmtunum.
F'
Ráðinn for-
stjóri Gelmer
• HÖSKULDUR Ásgeirsson hef-
ur verið ráðinn forstjóri Gelmer
S.A. til næstu þriggja mánaða og
hefur hann þegar hafið störf. Frá
ráðningu Hös-
kuldar var gengið
á fyrsta fundi
nýrrar stjórnar
Gelmer sem hald-
inn var í Boul-
ogne-sur-Mer í
Frakklandi sl.
föstudag.
Höskuldur Ás-
geirsson er fæddur árið 1952. Hann
útskrifaðist sem fisktæknir frá
Fiskvinnsluskólanum árið 1976
og lauk prófí í viðskiptafræði frá
Háskóla íslands árið 1983. Hös-
kuldur stundaði framhaldsnám við
Henley Business School í Eng-
landi og lauk þaðan meistaraprófí
í rekstrarhagfræði.
Hann var forstöðumaður sölu-
skrifstofu Iceland Seafood Ltd. í
Boulogne-sur-Mer í Frakklandi á
árunum 1987-1992. Frá því í des-
ember 1992 til ársloka 1996 var
Höskuldur framkvæmdastjóri Ice-
land Seafood Ltd. með aðsetur í
Hessle í Bretlandi.
Frá 1. janúar 1997 hefurHös-
kuldur verið framkvæmdastjóri
sölu- og markaðssviðs Islenskra
sjávarafurða hf. í Reykjavík.
Höskuldur er kvæntur Elsu Þóris-
dóttur og eiga þau þijú börn.
Kæru viðskiptavinir
Starfsfólk okkar og makar ætla að gera sér
glaðan dag í tilefni 25 ára afmælis
fyrirtækisins.
Því verður lokað hjá okkur
6. og 7. nóvember nk.
Við opnum aftur mánudaginn 10. nóvem-
ber, hress og endurnærð
Með bestu kveðjum
GLERBORG
DALSIÍRAUNI5, 220 HAFNARFIRÐI, SÍMI565 0000
Forsvarsmenn Samvinnuferða-Landsýnar vísa á bug
gagnrýni vegna milliuppgj örs
Upplýsmgum ekki
leynt fyrir fjárfestum
FORRÁÐAMENN Samvinnuferða-
Landsýnar vísa algerlega á bug öll-
um vangaveltum um óheiðarleg
vinnubrögð í tengslum við birtingu
sex og níu mánaða uppgjörs fyrir-
tækisins í síðustu viku. Segja þeir
getgátur í þá veru að félagið hafí
vísvitandi leynt 6 mánaða uppgjör
til að villa um fyrir fjárfestum, sem
birst hafí í fréttabréfi Viðskiptastofu
íslandsbanka og til var vísað í frétt
Morgunblaðsins í gær, alvarlegar
og tilhæfulausar aðdróttanir, og
hafí bankastjóri íslandsbanka séð
ástæðu til að biðja félagið formlega
afsökunar á slíkum fréttaflutningi.
í fréttatilkynningu sem Sam-
vinnuferðir-Landsýn hafa sent frá
sér segir að félagið hafi til þessa
ekki gert 6 mánaða uppgjör þar sem
tímabilið janúar-júní sé tíðindalítið
í rekstri ferðaskrifstofa. Sumarið
sé aðaltekjutímabilið.
„Þess vegna hefur ferðaskrifstof-
an undanfarin ár framkvæmt end-
urskoðað níu mánaða milliuppgjör.
Á þessu ári var nákvæmlega eins
staðið að málum og var enn meiri
áhersla lögð á að fá upplýsingarnar
sem fyrst enda lá uppgjör fyrir rétt-
um mánuði fyrir lok reikningstíma-
bilsins.
Samkvæmt reglum Verðbréfa-
þings íslands ber öllum fyrirtækjum
sem skráð eru á Verðbréfaþingi að
senda inn sex mánaða uppgjör.
Samvinnuferðir-Landsýn hf. hlutu
skráningu á Verðbréfaþingi í ágúst-
lok sl. Félagið taldi eðlilegt að fram-
kvæma og birta sex mánaða upp-
gjörið samhliða níu mánaða upp-
gjöri, enda hefur eins og áður kom
fram ekki verið venja að gera sex
mánaða uppgjör.
í þessu sambandi er rétt að benda
á að 6 mánaða uppgjör eitt og sér
hjá aðilum í ferðaþjónustu segir |
ekkert um afkomu ársins, en getur .
á hinn bógjnn verið villandi, nema
til komi skýringar og samanburðar- '
tölur
Verðbréfaþingi íslands voru til-
kynntar þessar ástæður 1. október
sl. Þessi ákvörðun var tekin áður
en upplýsingar um afkomuna eftir
fyrstu níu mánuði ársins lá fyrir
og því ekkert samband þar á milli
eins og gefið er í skyn.
Afkoma Samvinnuferða-Land- )
sýnar hf. fyrstu 9 mánuði ársins i
olli vissulega vonbrigðum, en öllum .
vangaveltum um óheiðarleg vinnu-
brögð er vísað algerlega á bug.“