Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Málflutningur hafinn gegn Terry Nichols fyrir meinta
aðild að Oklahómatilræðinu
Verjandi segir Nichols
„fjölskyldumann“
Denver. Reuters.
ALRÍKISSAKSÓKNARI í Bandaríkj-
unum hóf í gær málflutning gegn
Terry Nichols, sem ákærður hefur
verið fyrir aðild að sprengjutilræðinu
í Oklahóma, og er mál ríkisins gegn
Nichols að mestu byggt á sömu sönn-
unargögnum og notuð voru í máli
ríkisins gegn Timothy McVeigh.
Sprengingin, sem íagði í rúst Alf-
red P. Murrah alríkisskrifstofubygg-
inguna í Oklahóma að morgni 19.
apríl 1995, varð 168 manns að bana,
þar af 19 börnum er voru á dagheim-
ili í húsinu. Meðal þeirra gagna er
fyrst voru kynnt er réttarhöldin hóf-
ust í Denver í Coloradoríki í gær var
segulbandsupptaka frá fundi sem
stóð yfir skammt frá Murrah-bygg-
ingunni er sprengjan sprakk.
Líkt við vígvöll
Á bandinu mátti heyra sprenging-
una, brothljóð og óp fólks er fylgdi
í kjölfarið. „Það var ofboðslega mik-
ið af reyk. Það féllu járnstykki úr
loftinu. Lyktin var ógurleg. Þetta
leit út eins og vígvöllur," sagði Lou
Klaver, sem varð vitni að atburðin-
um.
Segulbandsupptakan var einnig
notuð við upphaf málflutnings gegn
McVeigh, sem var fundinn sekur 2.
júní og dæmdur til dauða. Ákæru-
atriði á hendur Nichols eru 11, þau
sömu og á hendur McVeigh, um
samsæri og morð. Verði Nichols
sakfelldur gæti hann
átt dauðadóm yfir
höfði sér.
Einn þeirra er bar
vitni í gær var maður
sem greindi frá því
að brak frá spreng-
ingunni hafí lent á
bifreið hans og eyði-
lagt hana. Brakið
reyndist vera afturöx-
ull flutningabílsins
sem McVeigh hafði
tekið á leigu til þess
að flytja sprengiefnið
og varð öxullinn mik-
ilvæg vísbending um
hver hefði verið að
verki.
Að mati lögfræð-
ingsins Andrews Cohens er mikil-
vægt fyrir saksóknara að málflutn-
ingur þeirra nú beri þessi ekki merki
að vera byggður á sömu gögnum
og málið gegn McVeigh. „Það er
mjög erfitt að ná sama tilfínninga-
hita og var í fyrstu réttarhöldun-
um,“ sagði Cohen við Reuters.
„í langri og öruggri fjarlægð“
Larry Mackey, saksóknari, sagði
í upphafsorðum sínum að Nichols
hafí verið fullkunnugt um hvað
McVeigh ætlaðist fyrir og hafí hjálp-
að honum, jafnvel þótt hann hafi
verið heima hjá sér, mörg hundruð
kílómetrum frá Okla-
hóma daginn sem
sprengjan sprakk.
„Terry Nichols var í
mikilli og öruggri fjar-
lægð frá sprengingunni,
nákvæmlega svo sem
hann hafði ætlað sér,“
sagði Mackey við kvið-
dómarana. „Mánuðina
áður stóð Terry Nichols
við hlið Timothys
McVeighs, og þeir lögðu
á ráðin um ofbeldisað-
gerðir.“
Veijandi Nichols,
Michael Tigar, fylgdist
með en tók ekki þátt í
réttarhöldunum yfír
McVeigh. í upphafsorð-
um sínum við réttarhöldin í gær
sagði Tigar að ekki mætti draga
Nichols til ábyrgðar vegna vináttu
hans við McVeigh. „Sekt vegna
tengsla er ekki samsæri. Að vita um
er ekki aðild að samsæri."
Tigar lagði áherslu á að Nichols
hefði hvergi komið nærri er McVeigh
bjó til sprengjuna og sprengdi hana
í Oklahóma. Nichols væri fjölskyldu-
maður sem hefði lifað ofur venjulegu
lífí í samanburði við McVeigh, sem
hafi verið rótlaus flakkari. Tigar
sagði að hann myndi kynna fyrir
kviðdómurum aðra möguleika en
þann, sem saksóknari héldi fram.
Larry Mackey,
saksóknari.
Reuters
Rabins minnst
LEAH Rabin, ekkja Yitzhaks
Rabins, fyrrverandi forsætisráð-
herra ísraels, kom til minningar-
athafnar um Rabin sem haldin
var við grafhýsi hans í Jerúsalem
í gær. Þá voru tvö ár liðin síðan
Rabin var ráðinn af dögum. Ehud
Barak (t.v.), leiðtogi Verka-
mannaflokksins, og Shimon Per-
es, fyrrverandi forsætisráð-
herra, voru einnig viðstaddir at-
höfnina.
Orð Jiangs „rangtulkuð“
Peking. Reutere.
TALSMAÐUR kínverska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að vest-
rænir fjölmiðlar hefðu rangtúlkað
ummæli sem Jiang Zemin, forseti
Kína, viðhafði eftir að hafa flutt
ávarp í Harvard-háskóla um helg-
ina. Rangt væri að Jiang hefði vís-
að til blóðsúthellinganna á Torgi
hins himneska friðar í Peking árið
1989 þegar hann svaraði spurning-
um námsmanna eftir ávarpið og lét
þau orð falla að kínverskum stjóm-
völdum kynnu að hafa orðið á „ýmis
mistök“.
„Lítill hópur manna hefur rang-
túlkað orð Jiangs Zemins forseta
og fréttir nokkurra fjölmiðla voru
ónákvæmar," sagði talsmaðurinn,
Tang Guoqiang.
Talsmaðurinn vildi ekki útskýra
ummæli forsetans frekar, en hugs-
anlegt er að Jiang hafi verið að
svara öðrum hluta spurningar sem
var borin fram í tveimur liðum.
Mótmælin „hávaðamengun“
Tang sagði að níu daga ferð
Jiangs til Bandaríkjanna, sem lauk
á mánudag, markaði þáttaskil í sam-
skiptum ríkjanna. „Ferðin markar
tímamót sem binda enda á spennuna
í samskiptum Kína og Bandaríkj-
anna síðustu árin,“ sagði hann.
Kínverskir fjölmiðlar leiddu hjá
sér gagnrýni bandarískra stjóm-
málamanna á mannréttindabrot
kínversku stjórnarinnar og mót-
mæli sem efnt var til í tilefni af
heimsókninni. Kínverskur embætt-
ismaður gerði lítið úr mótmælunum
á mánudag og lýsti þeim sem „há-
vaðamengun“.
íslensk ljóð
flutt í þýsk-
um háskólum
Vaxandi áhuga Þjóðverja á öllu sem
íslenskt er má þakka mörgum sjón-
varsmyndum frá íslandi sem sjást
næstum vikulega, starfsemi ferða-
málaskrifstofunnar í Frankfurt og
starfsemi hinna ýmsu þýsk-
íslensku félaga í landinu.
DIS, Deutsch-Islándisches Kult-
urforum Stuttgart, Þýsk-íslenska
menningarfélagið í Stuttgart,
Áhugi á íslandi og
íslenskum málefnum er
vaxandi í Suður-Þýska-
landi eins og yfirleitt í
landinu öllu, segir
Helgi Sæmundsson,
talsmaður íslendinga-
félagsins í Stuttgart.
stofnað 1990, er hingað til eina
félagið af þessu tagi í Suður-Þýska-
landi. í Norður- og Austur-Þýska-
landi eru starfandi mörg slík félög,
sem vilja stuðla að menningarskrif-
um milli íslands og Þýskalands.
í síðastliðinni viku stóð félagið
fyrir ljóðalestri Matthíasar
Johannessen í húsi rithöfundafé-
lagsins í Stuttgart. Matthías las á
íslensku úr nýútkominni bók sinni
Sálmar á atómöld, en þýðandinn,
prófessor Wilhelm Friese frá há-
skólanum í Túbingen, las þýðing-
arnar. Fyrir bókmenntaunnendur
er það ávallt mikill unaður að
hlusta á rithöfunda lesa úr verkum
sínum. Þetta var áhrifamikill ljóða-
lestur, sem áhugaverðar umræður
fylgdu. Þeir Matthías og prófessor
Friese lásu dagana á undan í há-
skólanum í Bonn og í Túbingen,
þar sem líka er mikill og vaxandi
áhugi íslandsvina á íslenskri tungu
og bókmenntum. Sama er að segja
um Stuttgart, sem hingað til er
mest þekkt sem iðnaðarborg, að-
setur Daimler-Benz, Porsche, IBM
og Hewlett Packard og höfuðborg
Baden-Wúrttemberg. Námsflokk-
arnir í Stuttart bjóða í vetur, svip-
að og undanfarin ár, upp á þijú
námskeið í íslensku, sem Magnús
Kristinsson sér um, auk landkynn-
ingarfyrirlestra hans og annarra.
Annað, sem er á döfínni hjá DIS
í Stuttgart er t.d. að hljómsveitiin
Megasuk, samsett af félögum úr
Megas og Sukkat, heldur tónleika
20. nóvember. Páll Óskar verður
ef til vill hér kvöldið eftir með tón-
leika, Flóki Kristinsson, prestur
íslendinga á meginlandinu, er
væntanlegur í jólaguðsþjónustu 28.
desember. Svo er lestur Wolfgang
Schiffer úr bókinni Býr íslendingur
hér - endurminningar Leifs Muller
i samvinnu við námsflokkana í
Stuttgart 23. janúar 1998 og Selló-
konsert Gunnars Kvaran í tónlistar-
háskólanum 19. febrúar.
íslendingafélagið í Stuttgart
stendur fyrir síðbúnu þorrablóti 7.
mars í Stadthalle Marbach, en til
þess koma árlega gestir úr öllu
Suður-Þýskalandi og nágranna-
löndunum, oftast 200-300 manns.
Vanalega koma hljómsveitir og
matreiðslumenn frá Islandi á þorra-
blótin, sem eru lífleg og standa til
morguns.
Konunglega óperan
og þjóðaróperan
undir sama þak
London. Reuters.
BRESKI menningarmálaráð-
herrann, Chris Smith, hefur til-
kynnt Konunglegu óperunni og
bresku þjóðaróperunni að þær
verði að deila húsnæði í Covent
Garden. Nú er unnið að endurbót-
um á húsnæðinu sem talið er að
muni kosta um 214 milljónir
punda, um 25 milljarða ísl. kr.,
en þeim á að vera lokið árið 1999.
Bæði óperufélögin hafa átt við
mikla fjárhagsörðugleika að
stríða og er þessi róttæka tillaga
tilraun stjórnvalda til að leysa
vandann. Hún hefur vakið litla
hrifningu í Bretlandi.
Menningarmálaráðherrann
sagði stjórnvöld ekki lengur hafa
efni á því að styrkja tvö óperu-
hús í London. „Ef við höldum
áfram að láta reka á reiðanum
og bjarga málum fyrir horn frá
einu ári til annars, kann að koma
að því að við stöndum uppi án
óperu," sagði Smith. Þá lagði
hann til að báðar óperurnar færu
oftar í sýningarferðir og ynnu
betur en áður að því að mennta
og uppfræða almenning um
óperutónlist.
„Ófleygt svín“
Bæði óperufélögin hafa safnað
miklum skuldum þrátt fyrir ríf-
lega styrki frá hinu opinbera, og
greiðslur úr breska lottóinu. Hef-
ur breska þjóðaróperan óskað
eftir frekari fjárframlögum til að
byggja nýtt óperuhús en stjórn-
endur konunglegu óperunnar
fengu á baukinn hjá menningar-
málanefnd þingsins fyrir
skemmstu fyrir óstjórn í peninga-
málum.
Dálkahöfundur í bresku blaði
líkti væntanlegu sambýli sem
samruna „óperu spjátrunganna"
við „óperu fólksins". Talsmenn
konunglegu óperunnar hafa sagt
tillögu menningarmálaráðherr-
ans „athyglisvert frumkvæði" en
stjómendur þjóðaróperunnar
hrylla sig við tilhugsunina, segja
allt of mikla aðsókn að sýningum
óperanna til að hægt væri að
koma fjöldanum fyrir í einu húsi.
Verði tillögur menningarmála-
ráðherrans að veruleika, verði
það til að fækka áhorfendum á
óperusýningum um helming.
Jeremy Isaacs, fyrrverandi
stjómandi þjóðaróperunnar, seg-
ir niðurstöðuna verða „ófleygt
svín“ og að það sé algerlega óvið-
unandi að Lundúnabúar eigi að
sætta sig við eina óperu á sama
tíma og þijú óperuhús væru í
Berlín og fimm í París.
í leiðara breska blaðsins The
Times er hins vegar borið lof á
Smith fyrir hugrekki, þar sem
hann hafi tekið einn erfíðasta
málaflokkinn sem heyri undir
ráðuneyti sitt föstum tökum.