Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DANÍEL Þ. Magnússon, Fáni.
MEINLÆTI
MYIVDLIST
Ingólfstræti 8
HUGMYNDAVERK
DANÍEL Þ. MAGNÚSSON
Opið fímmtudaga-sunnudaga
frá 14-18 Til 16. nóvember.
Aðgangur ókeypis.
DANIEL Þorkell Magnússon er
helst þekktur fyrir vönduð smíðis-
verk, sem ekki hafa nýtigildi, en
höfða í fyrirferð sinni jafnt til sjón-
skynjunarinnar og fagurfræðilegrar
formlifunar. Þetta hafa menn lengi
verið að fást við, eða allt frá því
Vladimir Tatlin kom fram með sínar
myndvísu lágmyndir 1914-15, og
skóp byggingafræðilist þá er fékk
stílheitið, Konstruktivismi, er
blómstraði á árunum eftir heim-
styrjöldina fyrri. Aðallega í Rúss-
landi en einnig í Póllandi, Ungverja-
landi og Tékkóslóvakíu. Á tímabili
voru róttæk stflhvörfm opinber list-
stefna rússnesku byltingarinnar, en
var hafnað af Lenin og flestir frum-
kvöðlarinir yfirgáfu landið. For-
sendurnar voru sóttar í kúbismann,
fútúrismann og teningsfútúris-
mann. Frumkvöðlamir voru, auk
Tatlins, Alexander Rodschenko, E1
Lissitsky og eftir 1917 bræðurnir
Naum Gabo og Antoni Pevsner.
Hér var gengið út frá hreinum
fmmformum til fremdar nytsemis-
hyggju, er kæmi húsagerðarlist,
hönnun, prentlist, leikmyndagerð
og tízku til góða og umbylti þjóðfé-
lagsgerðinni. Hins vegar leitaði
Kasimir Malevitsj að hámarks-
skipulagi í „súprematísma“ sínum
(úr latínu supremus: mest, hæst,
ýtrast). Burt frá frásögn og táknsæi
til hreinnar formskipunar, þar sem,
form og fletir lytu eigin sjálf-
sprottnum lögmálum. í vestrinu
þróaðist á svipuðum tíma einnig
fyrir áhrif frá kúbisma, hinn svo-
nefndi neoplastisismi, sem var hlið-
stæða súprematismans. Útgangs-
punkturinn og meginveigurinn var
algjörleikinn, form og litir sem ein
samræmd heild, nokkurs konar
opnar duldir, sjón- og myndræn
stærðfræði. Frumkvöðlamir voru
Piet Mondrian, Teo van Doesburg,
Georges Vantongerlo og arkitekt-
inn Gerrit Rietveld. Þyngdarpunkt-
urinn í vestrinu lá einnig í hug-
myndum Ungverjans Lazlo
Moholy-Nagy og loks stofnun
Bauhaus í Weimar 1919.
Aukið þéttbýli og ný þjóðfélags-
gerð þarfnaðist nýrra hugmynda
um rýmisskurð á öllum sviðum og
því var þessi þróun mjög eðlileg í
sögulegu samhengi, listamenimir
virkir í samtíð sinni og umhverfi.
Myndlistarmenn ruddu þannig nýj-
um hugmyndum braut í húsagerð-
arlist og hönnun sem nú má vera
meira en augljóst.
Eins og fyrri daginn leita menn
stöðugt aftur til uppmnans og
þannig hefur mátt sjá ýmsar útgáf-
ur núlista og listbylgjur sem undir
nýjum formerkjum eru byggðar á
þessum frumhugmyndum, en hvort
gerendur gera sér Ijósa grein fyrir
því er annað mál. Menn hverfa til
grannhugmynda fortíðar í mótun
nýrra gilda og það er Daníel Þorkell
Magnússon að gera. Kemur skýr-
legast fram í fánaforminu, sem er
orðið að hreinni byggingarfræði,
konstruktivisma.
Bragi Ásgeirsson
LISTIR
Jökuldælingiir
fer á kostum
BOKMEIVIVTIR
Æ v i m i n n i n g a r
ÞAÐ VAR ROSALEGT
SKÁLDIÐ OG
SKÓGARBÓNDINN
HÁKON AÐALSTEINSSON
Sigurdór Sigurdórsson skráði.
Hörpuútgáfan 1977, 216 bls.
ANNAÐ slagið kemur nafnið
Hákon Aðalsteinsson fyrir í fjöl-
miðlum. Tilefnið kann að vera
smellin vísa, eitthvað um hrein-
dýraveiðar eða
annað. Nafnið er
orðið kunnugt
víða um land og
mann gmnar að á
bak við það leynist
býsna áhugaverð-
ur náungi.
Og nú þarf ekki
lengur að velkjast
í vafa. Ævisagan
er komin út. Há-
kon talar þar í
fyrstu persónu,
segir frá æsku
sinni og uppvexti
hjá góðum for-
eldrum í stómm
hópi systkina á
Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal eystra. Hann segir
frá Jökuldal og Jökuldælingum,
heiðum og öræfum. Víða kemur
hann við. Margar bráðsmellnar
sögur em látnar fjúka, enda mun
Hákon vera frægur sögumaður.
Varla verður annað sagt en
Hákon Aðalsteinsson hafi lifað
viðburðaríku lífi. Sveitamaður er
hann og mikið náttúmbarn. En
hann stundaði einnig sjó, var bif-
reiðastjóri, lögregluþjónn,
sjúkrabflstjóri, sjoppueigandi,
hjálparsveitarmaður og nú síðast
gegnir hann fjómm hlutverkum:
skógarbóndi, bændagistingar-
stjóri, tollgæslumaður og leið-
sögumaður hreindýradrepara,
meira að segja konunglegur.
Góðkunningi Bakkusar gamla
var hann um skeið og lærði
margt af honum, þó að slitnað
hafi upp úr vinskapnum fyrir
löngu. Þrjár konur hefur hann
átt og slatta af börnum. Það er
aðeins eitt sem mér finnst á
vanta. Hann hefur ekki verið
hestamaður. En fyrir því hefur
hann góðar og gildar ástæður
eins og fram kemur á einum stað
í bók hans.
Þá er Hákon skáld gott. Tals-
vert sýnishorn þess flytur bókin.
Fyrir utan kveðskap sem með
flýtur á víð og dreif af gefnum
tilefnum, em um 70 síðustu blað-
síðurnar vísur og kvæði. Af því
að einhver vafi er látinn uppi um
það í bókinni hvort hann sé held-
ur hagyrðingur eða skáld er rétt
að kveða hér upp úrskurðinn,
enda þótt mörkin séu víst óljós.
Tvímælalaust er Hákon bráð-
snjall stökusmiður. Hann kann
þá list að gera stökuna hnyttna,
beinskeytta, beitta eða tvíræða
eftir því sem við á og er það
vissulega aðalsmerki stökunnar.
Með bragarhætti leikur hann sér
af listfengi. Ekki þarf um að fást
þó að nokkuð oft sé fjallað um
mannlíf neðan þindar, slíkt er af-
ar íslenskt. Ekki vex honum í
augum að bregða fyrir sig drótt-
kvæðum hætti ef mikið þarf við
að hafa. Til þess þarf mikinn
hagleik ef vel á að fara. Gaman-
bragir em honum lausir á tungu.
Mörg era hér alvarleg ljóð,
lýrísk með fallegum náttúralýs-
ingum, hlý og djúp. Sé sá maður
ekki skáld sem slíkt getur iðkað
af smekkvísi og listfengi hlýtur
skilgreiningin á skáldskap að
hafa breyst meira í seinni tíð en
góðu hófi gegnir.
Ævisaga Hákonar Aðalsteins-
sonar er skemmtileg bók. Hún ið-
ar af lífsgleði, er bai-mafull af
skrítnum sögum og makalausum
uppákomum. Hún lýsir ókvalráð-
um gleðimanni, kjarkmenni sem
oft lifði djarft og gekk fram á
ystu nöf. Erfiðu lífi oft á tíðum og
miklum sviptivindum innra sem
ytra. En þetta er líka að öðmm
þræði alvarleg bók. Hákoni verð-
ur oft hugsað um hin dýpri rök
tilvemnnar og hefur þar margt
gott að segja af langri lífsreynslu.
Hann er mikill trúmaður, mjög
mikill, mætti segja. Hann hefur
haldið sinni barnatrú á Guð föður
almáttugan og eilíft líf. Síðan hef-
ur líklega bæst við trúin á endur-
holdgun og þjóðtrúin slegist í
hópinn. Hann á sér ættarfylgju,
skottu að nafni Oddrúnu, sem
meira að segja drap eitt sinn hrút
á undan komu hans. Þá er hann
hér um bil skyggn. Framliðnir
farþegar hafa setið í bfl hans og
þó að hann hafi ekki séð þá hefur
hann fundið lyktina af þeim. Ekki
er þess síst að geta að sjálfur
Lagarfljótsormurinn á lögheimili
á býh hans, Húsum.
Það var býsna gaman að fá að
kynnast Hákoni Aðalsteinssyni í
þessari bók. Vil ég þakka honum
þá ánægjulegu kvöldstund sem
þær samvistir veittu.
Sigurjón Björnsson
Hákon Sigurdór
Aðalsteinsson Sigurdórsson
BÆKUR
T r il m á I
TERESA
Sönn ástarsaga eftir Kjell Arild
Pollestad. Þýðandi; Þorkell Örn Óla-
son. Utgefandi: Karmel, Hafnarfírði.
Stærð: 176 blaðsiður, innbundin.
Kærleikur
trúarinnar
TERESA frá Lisieux var dóttir
guðhræddra hjóna í Normandí í
Frakklandi og ólst upp í kaþólskri
guðrækni. Aðeins fimm dætur af
níu systkinum komust til manns.
Fjórar þeirra urðu nunnur. Líf
fjölskyldunnar mótaðist af nei-
kvæðri afstöðu til jarðlífsins. Ter-
esa varð fljótt guðhrætt bam. Það
var henni mikið áfall að missa móð-
ur sína aðeins fjögurra ára gömul
en það var eins og veröldin brysti
fyrir henni þegar eldri systir henn-
ar, sem átti trúnað hennar, gekk í
klaustur. Svo virtist sem hún yrði
hálf sálsjúk á eftir. En þegar heilög
guðsmóðir birtist henni, brosandi,
fógur og lýsandi af gæsku og ástúð,
fékk hún bót meina sinna. Hún gaf
Jesú Kristi líf sitt í fyrstu altaris-
göngu sinni þegar hún var 11 ára.
„Þennan dag var ekki lengur um
augnatillit að ræða, heldur sam-
rana,“ (bls. 46). Um svipað leyti
finnur hún fyrir djúpri löngun til
að þjást og elska þjáninguna, elska
aðeins Guð og „finna gleði í honum
einum,“ (bls. 47). Hún
þráði að bjarga sálum
stórsyndara úr eihfum
logum. Síðar segir
hún: „Mig þyrstir eftir
að þjást og gleymast,"
(bls. 97). Svo virðist
sem í umhverfi Teresu
hafi það verið talið
auka líkumar á hjálp-
ræði að fá að þjást.
Teresa var aðeins 15
ára er hún gekk í
klaustur. Klausturvist-
in var henni eins konar
píslarvætti þar sem
hún varð að beygja sig
undir strangar reglur
daglegs hfs. Hún bað
eitt sinn: „Svo að ég megi lifa og
starfa í fullkomnum kærleika,
fóma ég sjálfri mér sem brenni-
fórn fyrir miskunnsaman kærleika
þinn, og bið þig að eyða mér
stöðugt... svo að ég megi verða
píslarvottur vegna kærleika þíns,
þú Guð minn... Megi
þetta píslarvætti leiða
mig til dauða þegar ég
er reiðubúin," (bls.
142).
Teresa fékk berkla í
klaustrinu sem drógu
hana til dauða er hún
var aðeins 24 ára að
aldri. Þó náði hún að
rita sjálfsævisögu sína
sem var í raun langt
bréf til eldri systur
hennar. Það ber vott
um óvenjumikið and-
legt innsæi.
Bókin Teresa, sönn
ástarsaga, kemur út í
tilefni þess að 100 ár
eru frá dauða stúlkunnar. Höfund-
ur leitast við láta textann, rit um
Teresu, vera sem mest áberandi,
gerir lítið af því að túlka sögu
hennar og orð. Hann segir að
Karmelsystur kunni hundruð frá-
sagna af kraftaverkum sem orðið
Kjell Arild
Pollestad
hafi fyrir fyrirbæn hennar (Morg-
unblaðinu 22. okt.). Hún var tekin
í tölu dýrlinga árið 1925 af Píusi
11. páfa. Hin þekkta móðir Teresa
tók nafn sitt eftir Teresu frá Lis-
ieux. Kærleikur trúarinnar birtist
í umhyggju fyrir þeim sem engir
kærðu sig um. Hún hefur sýnt
umheiminum hvað kristinn kær-
leikur er.
Bókin andar af neikvæðum hug
til jarðlífsins og löngun til að vinna
sér inn eilíft líf með hjálp Guðs.
Teresa líkist mörgum „mystiker-
um“ kirkjusögunnar og virðist vera
í stöðugri leit að upplifunum í
bænalífi sínu og andlegum iðkun-
um. Lík fyrirbrigði er að finna í
mörgum söfnuðum mótmælenda
samtímans, m.a. á Islandi. Þessir
tveir þættir em það öfgakenndir að
boðskapur bókarinnar féll mér
ekki í geð. Hins vegar kemur Ter-
esa mér fyrir sjónir sem mjög ein-
læg og heilshugar manneskja.
Verst að hún skyldi fæðast inn í
það umhverfi sem hún hafnaði í.
Höfundurinn, séra Kjell Arild
Pollestad, prestur í reglu Dóminík-
ana í Noregi, er þekktur í heima-
landi sínu. Hann er afkastamikill
rithöfundur sem skrifar bæði bæk-
ur og greinar í blöð.
Málið á bókinni er ágætt og káp-
an nýtískuleg og smekkleg.
Kjartan Jónsson
Nýjar bækur
• KÓNGSDÓTTIRIN og grísinn er
önnur bókin í bókaflokknum Sögur
úr höllinni eftir þau Heather Amery
og Stephen Cartwright, en þau em
m.a. þekkt hér á landi fyrir hinar vin-
sælu Sögm' úr sveitinni. Bókin er
sérstaklega skrifuð fyrir byrjendur í
lestri. I teikningunum er lögð áhersla
á kátínu og spennu sögunnar.
Bókin er 20 bls. og leiðbeinandi
útsöluverð er kr. 780.
• 5 MÍNÚTNA kisusögur fyrir
háttinn er fyrir þau yngstu og
einnig þau sem eru byrjuð að stauta
sjálf. í bókinni er að finna á annað
hundrað sögur um kettlinga við
ýmsar aðstæður sem börnin þekkja
úr daglega lífinu. Sögumar prýða
stórar og litríkar myndir.
Bókin er 120 bls. í stóru broti.
Leiðbeinandi verð er 1.480 kr.
• FRANKLÍN eignast nýjan vin
fjallar um skjaldbökuna Franklín
og vini hans. Sögurnar um þá njóta
vinsælda víða en hafa ekki komið út
á Islandi fyrr. I þessari bók segir
frá því þegar nýr nemandi kemur í
skólann og hann er dálítið ógnvekj-
andi því hann er risavaxinn.
Bókin er 36 bls. og leiðbeinundi
verð er kr. 980.
Utgefandi bókanna er Skjald-
borg.