Morgunblaðið - 05.11.1997, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Framhaldsnám nemenda með
sérþarfir - hverra er ábyrgðin?
EFTIR flutning
grunnskólans til sveit-
arfélaganna er nú svo
komið að enginn virðist
lengur bera ábyrgð á
því að veita öllum nem-
endum Oskjuhlíðar-
skóla námstilboð að
loknu námi þeirra í 10.
bekk.
Fyrir flutninginn
höfðu svokallaðar
starfsdeildir fyrir
16-18 ára nemendur
verið starfræktar við
Öskjuhlíðarskóla í yfir
20 ár. Nær undantekn-
ingalaust hafa nem- EmarHolm
endur 10. bekkja Olafsson
Öskjuhlíðarskóla stundað nám í
starfsdeiidum skólans að loknu
skólans framhaldsnám
að lokinni skólaskyldu.
Við þeirri ákvörðun er
ekkert að segja enda
segir í 19. gr. laga um
framhaldsskóla nr.
80/1996:
„Á framhaldsskóla-
stigi skal veita fötluð-
um nemendum sam-
kvæmt skilgreiningu á
hugtakinu fatlaður í 2.
gr. laga nr. 59/1992,
um málefni fatlaðra,
kennslu og sérstakan
stuðning í námi.“ Þetta
ákvæði laganna ætti í
sjálfu sér að vera fagn-
aðarefni öllum þeim
skyldunámi og aldrei hefur til þess
komið að þeim hafi verið synjað um
skólavist hver svo sem námsleg
staða eða fötlun þeirra hefur verið.
í kjölfar umfjöllunar Jóhanns
Hlíðar, í Dægurmálaútvarpi Rásar
2 fimmtudaginn 15. október, um
málefni tveggja fyrrverandi nem-
enda Öskjuhlíðarskóla sem fengu
synjun við umsóknum sínum um
nám á svonefndri „þroskabraut"
Borgarholtsskóla, þykir mér rétt að
eftirfarandi atriði komi fram.
Við flutning Öskjuhlíðarskóla frá
ríkinu til Reykjavíkurborgar var
stjórnendum skólans gerð grein fyr-
ir því að rekstur starfsdeildanna
myndi leggjast af og framhaldsskól-
um yrði falið að tryggja nemendum
sem gera sér grein fyrir nauðsyn
þess að þroskaheft og fjölfötluð
ungmenni fái sem allra best skil-
yrði, kennslu og þjálfun, til að þeim
auðnist að ná sem mestri færni.
Afar mikilvægt atriði er að í 15.
gr. sömu laga segir:
„Inntaka nemenda í framhalds-
skóla er á ábyrgð skólameistara."
Þessi málsgrein laganna virðist taka
af allan vafa um hver hefur ákvörð-
unarréttinn við inntöku nemenda í
framhaldsskóla. Það er framhalds-
skólinn sjálfur auk þess sem hann
virðist hafa ákvörðunarvaldið um
uppbyggingu og útfærslu námstil-
boða og sérúrræða fyrir nemendur
sem ekki geta nýtt sér hið hefð-
bundna nám framhaldsskólanna.
í viðtali Jóhanns við Eygló
Eyjólfsdóttur skólameistara Borg-
Það er sjálfsögð krafa á
hendur yfirmönnum
menntamáia, segir Ein-
ar Hólm Olafsson, að
öllum nemendum sé
tryggt öruggt nám á
framhaldsskólastigi.
arholtsskóla kveðst hún hafa fengið
ábendingar frá Öskjuhlíðarskóla um
það hvaða nemendur, af þeim tíu sem
sóttu um viðkomandi námsbraut,
hefðu mesta möguleika á að nýta
sér það nám sem þar væri í boði.
Við þetta orðalag skólameistara
Borgarholtsskóla vil ég gera at-
hugasemdir en rök með sambæri-
legu orðalagi komu einnig fram í
svarbréfi Borgarholtsskóla (dags.
13. júní) þar sem umsókn um skóla-
vist var synjað.
Markmiðssetning og skipulag
námstilboða fyrir nemendur Öskju-
hlíðarskóla krefst mikillar vinnu
kennara. Sú vinna felst ekki hvað
minnst í greiningu og mati á stöðu
og möguleikum hvers og eins nem-
anda til að tileinka sér nýja þekkingu
og fæmi. í þeirri vinnu verður til
mikið safn upplýsinga. Starfsmenn
„þroskabrautar“ Borgarholtsskóla
höfðu á síðastliðnu vori aðgang að
þessum upplýsingum varðandi nem-
endur 10. bekkjar Öskjuhlíðarskóla
ásamt því sem þeir komu og voru
viðstaddir kennslu í viðkomandi
bekk. Öllum má ljóst vera að aðgang-
ur að slíkum heimildum og umijöllun
um stöðu og námslegar þarfír við-
komandi nemenda segi þeim, sem
athuga þessa þætti af alvöru, nokkuð
afgerandi til um möguleika einstakra
nemenda til náms.
Mjög erfítt er að líta framhjá
orðalagi Eyglóar, skólameistara
Borgarholtsskól.a en með því vísar
hún ábyrgð á inntöku nemenda í
skóla sinn að hiuta til yfir á Öskju-
hlíðarskóla.
Vart er hægt að skilja orð skóla-
meistara Borgarholtsskóla nema á
þann veg að umræddar upplýsingar
hafi verið ábendingar Öskjuhlíðar-
skóla um hvaða nemendum skyldi
synja um skólavist. Því virðist nauð-
synlegt að ítreka að upplýsingar um
námslega stöðu og færni nemenda
í viðkomandi bekkjardeild voru
veittar starfsmönnum Borgarholts-
skóla í þeirri trú að á þeim ætti að
byggja áætlanir og útfærslu náms-
tilboða fyrir viðkomandi nemendur.
Öll tilsvör foreldra viðkomandi
drengja í umfjöllun um synjun
Borgarholtsskóla á skólavist fyrir
drengina, bera vott um þekkingu
þeirra á vinnubrögðum starfs-
manna Öskjuhlíðarskóla. Skýrt hef-
ur komið fram hve vel þessir for-
eldrar eru meðvitaðir um gildi upp-
lýsingastreymis milli skóla þegar
um er að ræða uppbyggingu ein-
staklingsáætlana og námstilboða
fyrir nemendur með miklar sérþarf-
ir. Þessi skilningur Jóns Snorrason-
ar föður annars drengsins kom
mjög greinilega í ljós í fyrrgreind-
um þætti. í viðtalinu við hann kem-
ur einnig fram að gildi hins greiða
upplýsingastreymis milli skólanna
hafi þó e.t.v. í tilviki sonar hans
snúist upp í andhverfu sína þar sem
drengnum var neitað um skólavist.
Ekki virðist lengur hægt að
treysta því að nemendur Öslq'uhlíð-
arskóla fái „sjálfsagða" samfellda
skólagöngu til 18 ára aldurs sem
byggist á námstilboðum sem sniðin
eru að þörfum hvers og eins nem-
anda hver svo sem fötlun viðkom-
andi einstaklings kann að vera..
Reynslan sýnir því að stjómendur
Öskjuhlíðarskóla þurfa að ígmnda
vandlega þá ábyrgð sem felst i því
að veita væntanlegum viðtökuskól-
um (framhaldsskólum) nauðsynleg-
ar upplýsingar um stöðu nemenda
í námi og um alhliða færni þeirra.
Starfsmenn Öskjuhlíðarskóla sjá
jafnvel þann kost vænstan að neita
hér eftir að veita slíkar upplýsingar
fyrr en formleg inntaka nemenda
hefur átt sér stað í viðkomandi
framhaldsskóla. Ástæðan er sú að
nemendahópurinn sem hér um ræð-
ir hefur afar litla möguleika, fötlun-
ar sinnar vegna, til að „keppa“ um
inngöngu í fyrirfram afmörkuð
námstilboð framhaldsskóla á grunni
hæfni einstakra nemenda til náms.
Námstilboðin verða að byggjast upp
út frá þeirra þörfum. Af þessari
grundvallarástæðu er nauðsynlegt
að möguleikar þessara nemenda til
framhaldsnáms séu tryggðir af yfir-
sýn og festu.
Næstkomandi vor munu 11 nem-
endur útskrifast úr 10. bekk Öskju-
hlíðarskóla. Það hlýtur að vera sjálf-
sögð krafa til yfírmanna mennta-
mála í þessu landi að öllum nemend-
um okkar verði tryggð góð og örugg
námstilboð á framhaldsskólastiginu
þannig að þeir geti litið til áfram-
haldandi skólagöngu sinnar með
reisn og tilhlökkun að loknu námi í
grunnskóla.
Höfundur er skólastjóri
Öskjuhlíðarskóla.
Sjálfstæðisflokkur-
inn óttast samfylk-
ingu vinstri manna
HUGMYNDIR um
samfylkingu vinstri
manna hafa verið mik-
ið til umræðu síðastlið-
ið ár og nú eru þær
farnar að hafa áhrif á
umræðu innan ríkis-
stjómarflokkanna.
Morgunblaðið tekur
málið fyrir í leiðara
sunnudaginn 26. októ-
ber sl. og daginn eftir
er mikið viðtal við for-
mann Sjálfstæðis-
flokksins í Degi þar
sem vikið er að sam-
fylkingu vinstri
manna. Þá viku for-
menn beggja stjómar-
flokkanna að málinu á blaða-
mannafundi sem þeir efndu til í
miðri þeirri viku um störf ríkis-
stjómarinnar.
Viðbrögðin eru athyglisverð.
Morgunblaðinu og Davíð Oddssyni
ber ekki saman í gmndvallaratrið-
um. Morgunblaðið telur að söguleg-
ar forsendur fyrir sundrungu
vinstri manna séu ekki lengur fyrir
hendi og að sameining myndi skýra
og einfalda línurnar í íslenskum
stjómmálum, en formaður Sjálf-
stæðisflokksins lætur hafa eftir sér
í Degi: „Mér fínnst ósvífni að halda
því fram að þessir fiokkar eigi að
sameinast af því þar ríki enginn
málefnaágreiningur. Ég sé ekki
eitt einasta mál sem þeir em sam-
mála um.“
Báðir kjósa reyndar að tala um
sameiningpi A-flokkanna, sem ekki
/4r til umræðu nú, heldur hvort
flokkarnir eigi að taka upp náið
samstarf á grundvelli sameigin-
legrar málefnayfírlýsingar sem yrði
undirstaða ríkisstjórnarsamstarfs
milli þeirra. Flokkarnir fylktu liðs-
mönnum sínum á bak við málefna-
yfírlýsinguna. Síðan verður það
metið hvort þeir bjóði
fram hvor fyrir sig eða
sameiginlega, en sam-
eining flokkanna er
ekki á döfínni. Því er
hins vegar ekki að
leyna að samfylkingin
gæti leitt til þess síðar
að flokkamir rynnu
saman, en því getur
enginn svarað nú hvort
svo fer, reynslan af
samfylkingunni mun
skera úr um það.
En þessi mismun-
andi túlkun Morgun-
blaðsins og formanns
Sjálfstæðisflokksins
opinberar að það er
greinilega verulegur ágreiningur
innan Sjálfstæðisflokksins um það
hvernig beri að mæta hugmyndum
um samfylkingu vinstri manna.
Samfylking vinstri
manna gæti orðið
öflugasta stjórnmála-
aflið, segir Kristinn H.
Gunnarsson, og skákað
Sjálfstæðisflokknum
til hliðar sem ráðandi
flokki.
Davíð Oddsson er greinilega mikið
í mun að sannfæra þjóðina um að
samfylking geti ekki gengið. Það
skýrist frekar þegar lengra er hald-
ið í viðtalinu í Degi, en þar segir
Davíð: „Ég hef enga trú á því að
slíkur listi yrði talinn hæfur kostur
í stjórnarsamstarfi, hvorki hjá
Sjálfstæðisflokki eða Framsóknar-
flokki. Ég held að hann muni dæma
Kristinn H.
Gunnarsson
sig í útlegð og harma það svo sem
ekki.“
Þessi yfirlýsing forsætisráðherr-
ans sætir verulegum tíðindum.
Hann leggur það á sig að hafna
samstarfi við samfylkingu vinstri
manna í einum framboðslista. Það
gerir hann áður en hann veit mál-
efnagrundvöll samfylkingarinnar,
honum er greinilega mikið í mun
að kæfa hugmyndina í fæðingu.
En enn athyglisverðara er að for-
maður Sjálfstæðisflokksins lýsir því
yfír fyrir hönd Framsóknarflokks-
ins að sá flokkur muni hafna sam-
starfi við samfylkinguna. Ég er
alveg viss um að það gerir Davíð
Oddsson ekki upp á sitt eindæmi
heldur hlýtur hann að styðjast við
álit forystumanna Framsóknar-
flokksins, a.m.k. formannsins. Af
þessu leiðir að boðað er að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn muni sameinast um það
að dæma sameiginlegt framboð
A-flokkanna í útlegð. Spytja má
hvers vegna. Benda má á að Morg-
unblaðið telur að samfylkingin
verði Sjálfstæðisflokknum til góðs,
þar sem eitthvað af fylgi Alþýðu-
flokksins muni leita yfír á Sjálf-
stæðisflokkinn. Davíð Oddsson er
greinilega annarrar skoðunar og
metur samfylkinguna skeinuhætta
Sjálfstæðisflokknum og sendir Al-
þýðuflokknum þau skilaboð að
samstarf við Alþýðubandalagið
jafngildi útlegð flokksins í íslensk-
um_ stjórnmálum.
Ástæðan fyrir þessum hörðu
viðbrögðum er augljós. Samfylk-
ing vinstri manna gæti orðið öflug-
asta stjórnmálaaflið og skákað
Sjálfstæðisflokknum til hliðar sem
ráðandi flokki. Davíð gerir sér
grein fyrir þessu og bíður ekki
boðanna og leggur til atlögu gegn
tilrauninni. Tökum eftir því að
framundan eru mikilvægir fundir
bæði hjá Alþýðuflokknum og Al-
þýðubandalaginu, tímasetningin
er engin tilviljun. Viðbrögð Davíðs
staðfesta á hinn bóginn að sam-
fylkingarhugmyndin er raunhæf
leið til þess að knýja fram grund-
vallarbreytingar í íslenskum
stjórnmálum.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalags.
A þetta engan
endiað taka?
ÞAÐ ÆTLAR að
reynast kirkjunni tor-
sótt að viðhalda virð-
ingu, festu og friði. Nú
síðast hefur biskupinn
tilkynnt að biskups-
vígsla fari ekki fram í
kirkju biskupsins,
Dómkirkjunni í Reykja-
vík, heldur Hallgríms-
kirkju. Morgunblaðið
upplýsir eftir biskups-
ritara að hér hafi „rým-
ið ráðið mestu“. Bisk-
upinn skýrði þetta nán-
ar í útvarpsviðtali og
sagði þetta líka vera
vegna skorts á fata-
hengi í Dómkirkjunni.
Það er vonum seinna á 200 ára
afmæli Dómkirkjunnar að þessi ska-
vanki á hönnun kirkjunnar komi í
ljós. Hitt er verra að þessi ágalli er
ekki bundinn við okkar hógværu
Dómkirkju. Þannig minnist ég þess
ekki að hafa séð fatahengi í Péturs-
kirkjunni í Róm, dómkirkjunni í Flór-
ens eða Köln né Pálskirkjunni í
London, svo fáeinar af höfuðkirkjum
álfunnar séu nefndar.
Ég áfellist engan fyrir að vilja
skipta um dómkirkju. Fyrir því
kunna að vera rök. En það á ekki
að gerast út af fatahengi og það á
ekki að gera það í leyni. Slíkt hlýtur
að vera vel ígrunduð ákvörðun og
studd sæmilegum rökum.
Það er fátt um sögulegar bygging-
ar hér á landi og hefðirnar eiga sér
fæstar djúpar rætur. Dómkirkjan í
Reykjavík er drjúgur hluti sögunnar
og hefðirnar sem hún hefur skapað
eru akkeri í rótleysi tímans. Saga
Dómkirkjunnar er samofín sögu
þéttbýlis í Reykjavík og óijúfanlega
tengd framfarasókn Íslendinga síð-
ustu 200 árin. Hún er ekki stór en
rúmar þó marga, látlaus en rík af
einföldum glæsileika, þrungin minn-
ingum um sorg og gleði í lífi einstakl-
inga og þjóðar, táknmynd hógværð-
ar sem fer íslensku þjóðkirkjunni
vel. í þessu felst ríkidæmi hennar
og móti því sé ég ekkert það vega
sem réttlætir umræðu um að af-
leggja hana sem dóm-
kirkju í Reykjavík.
Það sem gerir kirkju
að dómkirkju er ekki
stærðin eða fatahengin.
Það er ákvörðun. Sú
ákvörðun að þar sé
kirkja biskupsins og þar
fari fram helstu kirkju-
legar athafnir sem
hann stýrir. Þar vígir
hann presta og þar taka
biskupar við vígslu. Ég
sé því ekki hvemig
hægt er að flytja þetta
höfuðhlutverk dóm-
kirkju yfír í aðrar kirkj-
ur eftir því sem vindar
blása hveiju sinni.
Kirkjan er hluti sögunnar, byggir á
hefðinni og boðar frið. Ekkert af
þessu mælir með breytingum á stöðu
Dómkirkjunnar í Reykjavík. Sé hins
Ég minnist þess ekki,
segir Þórarinn V.
Þórarinsson, að hafa
séð fatahengi í
Péturskirkjunni í Róm,
dómkirkjunum í Flórens
eða Köln né Pálskirkj-
unni í London.
vegar vilji til þess að svipta hana
stöðu sinni og hlutverki á að nálg-
ast það umbúðalaust svo um það
geti farið fram umræða meðal þjóð-
arinnar og innan þjóðkirkjunnar
áður en ákvörðun er tekin. Meðan
það er ekki gert á biskupinn að sinna
kirkjulegri skyldu sinni og vígja eft-
irmann sinn til embættis í kirkju
biskups, Dómkirkjunni í Reykjavík
sem þjónað hefur því hlutverki vel
í full 200 ár.
Höfundur er framkvæmdastjóri
VSÍ.
Þórarinn V.
Þórarinsson