Morgunblaðið - 05.11.1997, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Ekkí er allt
rnill sem glóir
í NÝÚTKOMNU
upplýsingariti um starf
og stefnu ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks er
meðal annars fjallað
um árangur stjórnvalda
í stjóm fiskveiða.
Kjami þessarar um-
fjöllunar er að stjórn
fiskveiða hafi skilað sér
í almennri kaupmáttar-
aukningu að undan-
förnu. I upplýsingarit-
inu segir: „íslenskur
sjávarútvegur hefur
fengið að þróast á
grundvelli markaðslög-
mála. Rekstrarárangur
greinarinnar hefur í heild batnað,
þrátt fyrir þann mikla niðurskurð
sem nauðsynlegt var að grípa til,
meðal annars í þorskveiðum. Ljóst
er að sú jákvæða kaupmáttarþróun
sem íslendingar hafa notið á síðustu
misserum hefði ekki orðið án fram-
leiðniaukningar í sjávarútvegi. Frá
því að aflaheimildir urðu framseljan-
legar árið 1990 og til ársins 1993,
jókst framleiðni í fiskveiðum um
meira en 60%, mælt sem aflaverð-
mæti á hveija flotaeiningu."
Samhliða textanum birtist í
upplýsingariti ríkisstjórnarinnar
meðfylgjandi mynd sem sýnir
hagkvæmni fiskveiða í nokkrum
löndum. En hagkvæmnin er mæld
sem aflaverðmæti á
flotaeiningu og
glögglega kemur
fram að íslenskur sjáv-
arútvegur ber af í sam-
anburði við sjávarútveg
annarra landa. Þessi
mynd byggir á rann-
sóknum Ragnars Árna-
sonar, prófessors í fiski-
hagfræði við Háskóla
íslands og hefur verið
kynnt víðar til að sýna
fram á hagkvæmni sem
kvótakerfi með fram-
seljanlegum veiðiheim-
ildum hefur áorkað.
Myndin sýnir að afla-
verðmæti á Islandi árið
1990 var liðlega 5 þúsund banda-
ríkjadalir á hveija flotaeiningu
fiskiskipaflotans og var þá svipað
Yísbendingar eru til
þeirrar áttar, segir
Benedikt Valsson, að
framleiðnin í fiskveiðum
hafí ekki aukist.
og í Grænlandi og á Nýja Sjá-
landi. Aflaverðmæti á flotaein-
ingu á íslandi er orðin liðlega 8
þúsund bandaríkjadalir árið 1993
Benedikt
Valsson
Tafla 1
Afla- Afla-
Ár verðmæti verðmæti
M.kr. '000 USD
(1) (2)
1990 45.954 789.181
1991 49.919 845.512
1992 47.577 827.138
1993 50.455 744.833
1994 51.151 732.508
1995 53.147 821.564
1996 55.395 833.008
Stærð Afla-
fiski verðmæti
Meðal- skipa- á
gengi flotans flotaein.
IKR/USD BRL. USD
(3) (4) (2)/(4)
58,23 120.274 6.562
59,04 120.716 7.004
57,52 121.014 6.835
67,74 120.814 6.165
69,83 121.508 6.028
64,69 122.386 6.713
66,50 126.965 6.561
Byggt á heimildum Fiskifélags Islands, Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka islands.
Hagkvæmni fiskveiða í nokkrum löndum.
Aflaverðmæti á flotaeiningu
Bretland ‘90 1
Noregur '90 1
Kanada '90 1 1 Þús und ir b. and. 3-
Bandaríkin '90 1 . . '1' ríkjadala á hverja
Faereyjar '93 N-Sjáland '93/4 Holland '93/4 ísland '90 fsland '93 Grænland '93 1 bruttor umlest
1
zn
1
i
-7-| - I' |'
0123456789
Rannsókn Ragnars Árnasonar prófessors, kynnt í mars 1997.
Mynd úr „Áfangar á réttri leið“.
sem leiðir af sér
um 60% aukn-
ingu eða fram-
leiðniaukningu
eins og segir í
tilvitnuðum
texta. Full
ástæða er til að
kanna málið
nánar til að fá
staðfestingu á
þeim mikla
framleiðniauka í
sjávarútvegi
sem ríkisstjórnin
ber á borð fyrir
almenning í
landinu.
í töflu 1, sem
ég hef tekið
saman, eru til-
greindar þær
stærðir sem liggja til grundvallar
þeim hagkvæmnivísitölum sem leiða
af sér umrædda framleiðniaukningu
í fiskveiðum. Til að kanna málið enn
nánar eru ekki aðeins árin 1990 og
1993 skoðuð heldur allt tímabilið
1990-1996 tekið til athugunar. Við
þessa athugun var ekki tekið með í
reikninginn aflaverðmæti og stærð
flotans sem flokkast undir opna
báta, enda gildir einu um niðurstöðu
athugunarinnar hvort þessi báta-
flokkur svo og vélbátar 0-10 brúttó-
rúmlestir að stærð voru teknir með
í útreikningana.
SJÁ TÖFLU 1.
Samkvæmt töflu 1 var aflaverð-
mæti á hveija flotaeiningu (brúttó-
rúmlestir) í íslenskum sjávarútvegi
á bilinu sex til sjö þúsund banda-
ríkjadalir árin 1990-1996 og sýnir
TENGSL þeirra eru
ekki augljós. Fiskveiðar
og -vinnsla eru helsti
atvinnuvegur þjóðar-
innar og hefur gert
okkur kleift að byggja
upp það velferðarþjóð-
félag sem við búum við.
Læknirinn og læknis-
þjónustan eru svo ásamt
kennaranum og skóla-
kerfínu homsteinar vel-
ferðarkerfisins. Hversu
lítið sem samfélag er,
bæjar- eða borgarsam-
félag, þá þrífst það ekki
ef það vanrækir þessa
grunnþætti sina.
Fiskveiðar eru skilj-
anlega ofarlega í allri þjóðmálaum-
ræðu og fiskveiðistjómun eilíft
þrætuepli. Skemmst er að minnast
kvótamálsins frá síðustu vikum þeg-
ar athafnamenn að norðan hugðust
kaupa kvóta Suðurnesjamanna af
banka allra lands-
manna. Úr varð mikið
mál sem glumdi í öllum
fréttatímum og allt inn
í þingsali þ.s. þingmenn
landsbyggðarinnar risu
upp á afturlappimar. Á
sama tíma birtist stutt
grein frá Höfn í Horna-
firði þ.s. greinarhöf-
undur lýsti yfir áhyggj-
um sínum varðandi
skort á læknum bæði á
Höfn en ekki síst á
Austurlandi þ.s.
ástandið er víða mun
verra. Greinarhöfundur
vill reyndar draga
kjaranefnd til ábyrgðar
vegna seinagangs í úrskurði þeirra
um kjaramál heilsugæslulækna.
Greinin vakti aftur á móti athygli
mína vegna umijöllunar höfundar
um áhrif læknaskorts á allt atvinnu-
og mannlíf. Áhrifin eru augljós, fólk
Tilgangur þessarar
greinar er sá, segir
Helgi Hafsteinn
Helgason, að vekja at-
hygli á málinu og koma
af stað umræðum.
flyst í burtu þar sem það lætur ekki
bjóða sér lengur það óöryggi sem
læknisleysi veldur. Nú þegar vetur
gengur í garð og samgöngur verða
ótryggari verður þessi flutningur
fólks meira áberandi. Samfélag án
læknis lifir ekki til lengdar. Ég undr-
ast hversu lágt þetta vandamál hef-
ur farið í ijölmiðlum en þá sérstak-
lega hversu lítið hefur heyrst frá
þingmönnum þessa fólks, lands-
byggðarþingmönnunum, en þeir
virðast alveg firrtir allri ábyrgð og
áhuga á stöðu þessara mála. Undan-
skilin er þó utandagskrárumræða
stjórnarandstöðunnar á Alþingi fyrir
tveim vikum um stöðu heilbrigðis-
mála almennt. Sú umræða var aftur
á móti brennimerkt því að vera á
móti, gagnrýni án þess að vera
nægjanlega málefnaleg né vel und-
irbúin. Vandamálið er hins vegar
þverpólitískt og ekki á valdi stjórn-
arinnar einnar að finna lausn á og
enn síður stjórnarandstöðunnar.
Tilgangur þessarar greinar er ekki
að hefja hræðsluáróður eða fínna
sökudólga heldur að vekja athygli á
vandamálinu og koma af stað umræð-
um því án þeirra fínnast engar lausn-
ir. Heilbrigðisráðuneytið verður að
bijóta odd af oflæti sínu og kveðja
fleiri lækna að lausn þessara mála
og læknar verða að sína þá ábyrgð
að láta tilleiðast. Það er tómt mál að
ræða kvóta og fiskveiðar á lands-
byggðinni þegar frumþjónustu vantar.
Höfundur er formaður Félags
ungra lækna.
Fiskveiðar og læknisþjónusta
Helgi Hafsteinn
Helgason
Tafla 2
Magn- Magn- Fram-
vísitala vísitala leiðni
afla- fiski- fisk-
Ár verðmætis skipa veiða
(1) (2) (l)/(2)
1990 100,0 100,0 100,0
1991 95,4 98,3 97,0
1992 92,5 101,8 ' 90,9
1993 95,0 98,7 96,3
1994 94,4 97,3 97,0
1995 93,8 94,9 98,9
(1) : Miðað við meðalverð útflutnings
sjávarafurða.
(2) : Miðað við fjármunaeign í fiskiskipum.
Byggt á Atvinnuvegaskýrslu nr. 54 (bls.
236). Þjóðhagsstofnun, 1997.
þar með töluvert frávik frá tölum
upplýsingarits ríkisstjórnarinnar.
Við greiningu talna í töflu 1 kem-
ur ekkert fram sem kemst í nám-
unda við 60% framleiðniaukningu
fiskveiða á tilgreindu tímabili. Aftur
á móti gefa tölurnar til kynna að
samdráttur í framleiðni hafí átt sér
stað eða um 6% frá 1990 til 1993.
Taflan gefur jafnframt til kynna að
enginn aukning í framleiðni fisk-
veiða hafi orðið frá þeim tíma er
veiðiheimildir urðu almennt fram-
seljanlegar.
Tölur Þjóðhagsstofnunar ber að
sama brunni samkvæmt töflu 2, en
þar kemur einnig fram samdráttur
í framleiðni fiskveiða á tímabilinu
1990-1995.________________
SJÁTÖFLU2
Það skal tekið skýrt fram að fram-
angreind mæling í breytingu fram-
leiðni fiskveiða er nálgun, þar sem
stuðst er við framleiðsluvirði (afla-
verðmæti) en ekki virðisauka sem
sýnir betur hina eiginlegu breytingu
í framleiðslumagni. Þrátt fyrir þetta
ættu framangreindar mælingar að
falla innan þolanlegra skekkju-
marka, þar sem gengið er út frá því
að framleiðsla og framleiðsiuvirði á
föstu verðlagi hafí þróast í takt á
því stutta tímabili sem athugunin
nær yfír. Einnig ber að taka fram
að til álita kemur að mæla fram-
leiðni vinnuafls og heildarframleiðni
framleiðsluþátta fiskveiða. En slíku
er ekki til að dreifa hér og þess
vegna er einungis fjallað um fram-
leiðni mælda sem aflaverðmæti á
hveija flotaeiningu eins og áðurnefnt
upplýsingarit býður upp á.
Niðurstöður þeirra athugana sem
hér hafa verið leiddar í Ijós styðja á
enga hátt þá staðhæfíngu að fijálst
framsal veiðiheimilda hafí skilað þeim
árangri eins og getið er í umræddu
uppiýsingariti. Þvert á móti, benda
vísbendingar til þess að framleiðnin
í fiskveiðum hafi dregist saman, þeg-
ar mælikvarðinn aflaverðmæti á
hveija flotaeiningu er notaður.
Ég læt lesendum eftir að draga
sínar eigin ályktanir af því efni sem
hér hefur verið greint frá.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Farmanna- og
fiskimannasambands Islands.
Meðal annarra orða
*
Atakanlegt hatur
Hvaðan kemur slíkt hatur? Njörður P. Njarðvík
skrífar að fyrr eða síðar muni írland sameinast.
STUNDUM getur persónuleg örlaga-
saga einstaklinga sýnt okkur betur
átakanleika þjóðfélagsvandamála en
almenn eða fræðileg umfjöllun. Svo
er til dæmis um hin skelfílegu átök á Norður-
írlandi. Frá árinu 1969 hafa 3.220 manns
látist í deilum kaþólskra og mótmælenda, í
deilum þeirra sem vilja sameinað írland og
hinna sem vilja vera áfram hluti breska kon-
ungdæmisins. En slík tala er ópersónuleg og
segir okkur harla lítið. Aftur á móti gerðist
þar í smábæ í sumar dálítið atvik, sem skipt-
ir kannski ekki sköpum fyrir lausn þessarar
illvígu deilu, en sýnir hins vegar hversu
hatrömm sú deila er orðin. Og vekur jafn-
framt þá spurningu hvort nokkurn tíma verði
unnt að ná sáttum þeirra andstæðinga sem
skirrast ekki við að fremja hrein níðingsverk
í nafni þess sem þeir kalla réttlátan málstað
sinn.
Kannski ætti að kalla þau Rómeó og Júl-
íu, en nöfn þeirra eru Gordon Green, 19 ára
mótmælandi, og Bemadette Martin, 18 ára
kaþólsk stúlka. Heimkynni þeirra smábærinn
Ghalee. Sakleysi hennar var þvílíkt að hún
spurði föður sinn eitt sinn hvort félagar í IRA
væru kaþólskir eða mótmælendur. Þau unnu
hjá fyrirtækinu Avondale Foods, þar sem
Bernadette smurði samlokur og Gordon
þurrkaði ávexti. Þessi vinnustaður var líkt
og vin í eyðimörk átaka, þarna vann fólk
úr báðum kirkjudeildum í góðri sátt.
Bernadette og Gordon kynntust á jóla-
dansleik fyrirtækisins og urðu þeg-
ar í stað ástfangin. Þau voru vön
að leiðast út í vinnuhléum til að
reykja og dvaldist stundum of lengi. Verk-
stjórinn þeirra, Rodney McCafferty, þurfti
þá að áminna þau. „En nú sjást þau ekki
lengur leiðast," segir Rodney dapur í bragði.
14. júlí að loknum vinnudegi fóru þau fyrst
heim til Bernadette, en hringdu svo til móð-
ur Gordons og báðu hana að sækja sig til
að fara heim til Gordons í Aghalee, þar sem
Bernadette gisti oft í herbergi systur hans.
Þau skemmtu sér við billjard-spil og gengu
síðan heim til Gordons, fengu sér samlokur
og fóru svo upp í herbergi Gordons ásamt
systur hans. Þar reyktu þau og spjölluðu
saman og sofnuðu síðan alklædd um hálfþijú-
leytið.
Klukkan fjögur vaknaði Gordon við skot-
hvelli. Hann spurði Bernadette hvað gengi
á, og þá sá hann blóðið. Það vall blóð úr
vitum hennar. Hún hafði borið hönd upp
að andlitinu og það vætlaði blóð fram milli
fingranna. Einhver hljóp niður stigann.
Hann hafði skotið hana fjórum sinnum í
höfuðið af örstuttu færi. Hún var meðvit-
undarlaus og andaði enn, þegar sjúkrabíll-
inni kom. 12 klukkustundum síðar andaðist
hún. Gordon og foreldrar þeirra beggja
sátu þá við sjúkrabeð hennar.
Lögreglan hefur handtekið 36 ára karl-
mann, sem talinn er vera úr vopnuðum sveit-
um mótmælenda þótt löreglan veijist frétta.
Maðurinn er ákærður fýrir morð. Það er
kallað pólitískt morð.
Hvaðan kemur slíkt hatur? Hvernig er
unnt að skilja að ung, saklaus stúlka skuli
myrt vegna deilna manna, sem þykjast vera
kristnir? Hvað kemur hún því máli við hvort
Irland sameinast eða Norður-Irland verður
áfram hluti breska konungsdæmisins? Móðir
Bemadette hefur sagt að hún vilji enga
hefnd. „Sorg okkar er meiri en svo, að þar
sé líka rúm fyrir reiði. Von okkar er sú að
Bemadette sé síðasta fórnarlamb deilunnar
um Norður-írland," segir hún. En svo er því
miður ekki, hún er ekki síðasta fórnarlamb-
ið, aðeins eitt af mörgum. Enda sögðu marg-
ir nágrannar hennar að þeir skildu ekki sátt-
fýsi hennar. Sáttfýsi einkennir ekki íbúa
Norður-írlands.
Innst inni vita allir að ekki er til nema ein
lausn á þessari deilu. Fyrr eða síðar mun
írland sameinast. Það vita allir. Líka mótmæ-
lendur. Líka Bretar. En forsendan fyrir því
er að kristnir menn geti sameinast. En það
virðist einhvern veginn vefjast fyrir mönnum
sem segjast aðhyllast kærleiksboðskap þess,
sem elskaði heiminn og mannkynið meira en
aðrir menn. Við ættum kannski að senda
þeim fulltrúa á kirkjuþingi íslensku þjóðkirkj-
unnar til að ná sáttum?
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands.