Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.11.1997, Qupperneq 38
JJ8 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MATTHIAS GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON + Matthías Gunn- laugur Guð- mundsson var fæddur 19. nóvem- ber 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 26. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru: j Guðmundur Jóns- son, f. 11.4. 1876, d. 2.10. 1958, og Guðríður Þórunn Asgrímsdóttir, f. 26.9. 1880, d. 11.5. 1954. Albræður Matthíasar voru Asþór, f. 20.3. 1918, d. í nóvember 1985, og Kristján Rósberg, f. 17.9. 1919, d. 24.7. 1975. Auk þess átti Matthías sex hálfsystkini sam- feðra, Þorbjörgu, Ingólf, Krist- jönu, Margréti, Sigurð og Guðna. Eru þau öll látin. Matthías kvæntist 6. október 1956 Friðbjörgu Ólínu Krist- jánsdóttur. Böm Matthíasar og Friðbjargar eru Sigurður Sæv- ar, f. 16. febrúar 1946, og Haf- dís, f. 14. desember 1955. Haf- dís er gift Sigbimi Ingimundar- syni, f. 25.7. 1955 og eiga þau þijú böm, Ingibjörgu, f. 17.9. 1977, Matthías, f. 14.6. 1984, og Pétur Inga, f. 17.9. 1986. Ingibjörg á eitt bam, Sigbjörn Helga, f. 14.9. 1995. Matthías fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Árið 1936 fluttist hann ásamt foreldrum sínum vestur að Elsku pabbi. Manstu þegar við vorum saman úti í skúr að smíða ýmsa hluti? Eða manstu þegar ég var 6 til 7 ára og þú hélst á mér út í bíl og mamma sagði við þig „Matti minn hún getur nú labbað" og þú afsakaðir þig með því að þá gætu fötin mín óhreinkast? Pabbi minn, manstu þegar ég var lítil stelpa og sat ofan á þér til þess að geta verið nógu nálægt þér, en mér fannst ég samt ekki nógu ná- lægt þér og sagði þá oft við þig, „ég vildi það pabbi minn að það væri rennilás framan á þér svo að ég Hnausum á Snæ- fellsnesi. Hann hóf búskap með Frið- björgu Ólínu á Kirkjuhóli i Staðar- sveit árið 1945. Hann lærði húsa- smíði við Iðnskól- ann í Keflavík 1955-1959 en sveinsprófi lauk hann 1961. Hann vann við húsabygg- ingar í sveitum til 1947, á Akranesi 1947-1951 og stundaði smiða- vinnu í Hvalstöðinni í Hvalfirði og starfaði síðan við vinnslu þar til 1953. Hann starfaði á Keflavikurflugvelli 1953-1955 þar sem hann var við pípulagn- ir hjá varnarliðinu og vann síð- an við byggingarvinnu í Kefla- vík og nágrenni. Hann var verkstjóri hjá byggingaverk- tökum frá 1957 þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sak- ir árið 1988. Matthías gegndi ýmsum störfum í gegnum árin. Hann sat í sljórn Verkstjórafé- lags Suðurnesja og í stjórn Iðn- aðarmannafélags Suðurnesja 1966-1968. Hann var varamað- ur í prófnefnd húsasmiða og hefur setið í fasteignamats- nefnd. Hann sat í stjórn Vest- mannafélags Suðurnesja og Snæfellingafélagsins. Útför Matthiasar fer fram frá Keflavíkurkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. kæmist alveg að hjarta þínu“? Eða pabbi minn, manstu þegar mamma var að vinna vaktavinnu, átti að fara að vinna kl. 6 að morgni og þurfti að fara að snemma að sofa kvöldinu áður, þá sátum við kannski saman fram á nótt að spjalla saman, læddumst inn í eid- hús og fórum að búa til eitthvert góðgæti til þess að narta í? Pabbi minn, manstu þegar ég var ungling- ur og þú læddir pening í hendi mína og hvíslaðir að mér „Hafdís mín, farðu nú og gerðu eitthvað skemmtilegt"? Það kom nú yfirleitt — + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS SKÚLASONAR, Grundarvegi 21, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans, deild 11-E. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Sigurðardóttir. Kærar þakkir færum við þeim.sem heiðruðu minningu okkar hjartkæra eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐJÓNS SIGURÐSSONAR fyrrv. skrifstofustjóra Alþingis, og sýndu okkur samúð og hlýju við andlát hans og útför. Guð blessi ykkur. Áslaug Siggeirsdóttir, Kolfinna Gunnarsdóttir, Sigurður H. Friðjónsson, Jón G. Friðjónsson, Herdís Svavarsdóttir, Ingólfur Friðjónsson, Sigrún Benediktsdóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. ekki fyrir að ég þurfti að biðja þig um nokkuð. Pabbi minn, manstu eftir brúð- kaupsdeginum mínum? Þegar við komum í kirkjuna og við gleymdum brúðarvendinum mínum heima. Þá varstu fljótur að keyra heim og ná í hann. Eða pabbi minn, manstu þegar við smíðuðum grindverkið á baklóðinni heima hjá mér? Pabbi minn, þetta er bara brot af okkar góðu minningum. Pabbi minn, ég man allar þær góðu stundir sem við áttum saman, ég sem var pabbastelpan þín. Pabbi minn, ég man þegar ég eignaðist Ingibjörgu og hún var skírð. Ég man hvað þú varst glaður að fá að halda á litlu afastelpunni þinni und- ir skírn. Ég man líka þegar við lét- um skíra hann Matta litla, hvað þú varst stoltur að fá þarna lítinn nafna. Ég hef oft brosáð að því þegar þú varst að taka myndir af skírnarathöfninni og hugsað að það sé nú ekki oft sem það sé tekin heil filma af svona athöfn. Það var svo gaman, pabbi minn, að sjá hvað þú varst stoltur að fá þarna nafna. Ég man líka þegar ég eignaðist yngsta barnið mitt og þegar fyrsta langafabarnið kom. Þú gafst öllum börnunum mínum sömu hlýju og umhyggju. Aldrei gerðir þú upp á milli þeirra. Þakka þér fyrir það, pabbi minn. í dag er ég sátt að þú fékkst að fara svona skyndilega, en þurftir ekki að fást lengi við sjúkdóma, þú sem varst aldrei veikur, og eins og þú sagðir oft: þú þurftir ekki einu sinni að taka inn magnyl alla þína ævi, hvað þá annað. í dag er ég þakklát fyrir það að okkur varð aldrei nokkurn tímann sundurorða og að það kom aldrei fyrir að við urðum ósátt. í dag er ég hamingju- söm yfir því að börnin mín fengu tækifæri til að kynnast þér, pabbi minn, og hvað þú gafst þeim mikla ást og umhyggju og hvað þau urðu mikil afabörn. í dag er ég sorg- mædd yfir því að fá aldrei að sjá þig aftur en ég mun alltaf geyma minningar um þig í hjarta mínu. I dag eru börnin mín sorgmædd yfír því að fá aldrei aftur að sjá afa sinn, en þau munu líka alltaf geyma minningar um þig í hjarta sínu. í dag er ég þakklát fyrir það að eiga eingöngu góðar minningar um þig. Elsku pabbi minn. Þú sagðir oft við mig að ég hefði verið óskabarn- ið ykkar mömmu, þegar þið fenguð mig þegar ég var lítið bam. Þið voruð líka óskaforeldrar mínir og ég er þakklát fyrir það að hafa átt ykkur að. Elsku pabbi minn. Ég kveð þig í dag og ég veit að foreldr- ar þínir og bræður taka vel á móti þér hinum megin. Eins og þú sagð- ir alltaf við mig þegar eitthvað kom uppá. „Þetta er bara svona og ekk- 13! ómq öarðskom v/ l-ossvogskirkjugarð Símii 554 0500 ert við því að gera.“ Elsku pabbi minn. Ég elska þig. Þín dóttir, Hafdís. Nú, er ég kveð minn ástkæra föður, er svo margs að minnast, helst að sjá hann alltaf vinnandi, léttan í hreyfingum, léttan í lundu. Það var aldrei nein hálfvelgja í kringum hann, hann var alltaf vak- andi yfír okkur öllum og vildi allt fyrir okkur gera. Ef vanda bar að sagði hann alltaf: „Þetta er bara svona og við verðum að takast á við það.“ Það er kannski ekki mín sterka hlið að tjá mig tilfinningalega en það fékk ég víst í vöggugjöf frá ykkur foreldmm mínum. Hjartans þakkir fyrir allar ánægjustundirnar, allt frá fyrstu tið. Takk fyrir alla hjálpina og umhyggjuna þegar ég var veikur og þurfti á hjálp þinni að halda, og alltaf, alltaf, elsku góði pabbi minn, hafðu þökk allt og allt. Guð leiði þig til samfunda við alla ástvini þína sem fóru á undan þér. Hvíl í friði. Lof sé þér Guð fyrir lífsins hag lof sé þér fyrir mátt og dag lof sé þér fyrir liðin ár lof sé þér fyrir gleði og tár. (J.Ó.) Þinn sonur, Sævar. í dag er komið að kveðjustund. Fallinn er frá elskulegi tengdabróð- ir minn Matthías Guðmundsson. Það er ekki auðvelt að kveðja ein- hvern sem manni þykir þykir vænt um. Þú varst alltaf mér og sonum mínum svo góður. Allar samveru- stundir í fríunum okkar og út um allan heim munu aldrei gleymast. Minningin lifir. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku vinur, ég bið góðan Guð að styrkja systur mína, böm ykkar og fjölskyldu. Hvíl þú í friði. Þórheiður (Heiða) og synir. Elsku Matti minn! Við erum svo takmörkuð, mann- anna börn, af skilningi og þroska. Því er það nú svo að þegar himna- faðirinn sendir boð eftir ástvinum okkar, þá finnst okkur kallið koma allt of fljótt. Það er svo mikið sem frá okkur hefur verið tekið, það var svo margt sem átti eftir að gera, margt sem átti eftir að njóta. í minningu okkar systkina mun ávallt ríkja þakklæti til þín og Linu frænku. Þakklæti fyrir allt sem þið hafíð gert fyrir okkur, móður okkar svo og ömmu. Hin einstaka þolin- mæði og kærleikur er þið sýnduð þegar sál og líkami ástvina okkar var þjáður, er sem geislandi ljósbrot guðsneistans sem í hveijum manni býr, en því miður fær þetta ljósbrot sjaldan að njóta sín vegna erils líð- andi stundar, en naut sín til fulls í + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR FRIÐRIKSSONAR, Víðihlíð 29, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkra- húss Sauðárkróks fyrir góða umönnun. Anna Hrólfsdóttir, Una Sigurðardóttir, Bogi Arnar Finnbogason, Snorri Sigurðsson, Edda Haraldsdóttir, Hrólfur Sigurðsson, Hafdís Skarphéðinsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Matthías H. Guðmundsson, Kristján Valur Sigurðsson og barnabörn. kærleika ykkar. Nú hefur stunda- glas þitt, elsku Matti minn, tæmst hér á jörðu, en við tekur fylltur bikar eilífs lífs. Elsku Lína mín, Hafdís og Sæv- ar, fjölskylda okkar hefur alltaf verið samhent og svo skal ávallt vera. Þótt einmanaleiki og söknuður ríki í hjörtum okkar á sorgarstundu þá erum við aldrei ein. Yfír okkur er ávallt vakað, þó svo við verðum þess ekki vör. Kristján, Oddný og Jón Már. Matthías Guðmundsson hefur lokið því ætlunarverki sem skapar- inn ætlar okkur öllum í þessu lífi með miklum sóma. Frá því að ég man eftir mér hefur líf mitt verið nátengt Línu frænku minni og eig- inmanni hennar Matthíasi eða Matta eins og hann var ávallt nefndur. Lengst af bjuggu þau í nágrenni við ömmu mína og afa sem ég er alinn upp hjá og því var samgangur mikill milli heimilanna. Eftir fráfall afa bjuggum við amma í sama húsi og Lína og Matti og áttum við margar samverustundir sem seint gleymast. Oft þurfti að grípa inn í líf óstýriláts unglings og þar var Matti betri en enginn og gerði það af skilningi og velvild og átti oft svör við erfiðum spurningum. Þau hugsuðu frábærlega vel um ömmu mína eftir að hún var orðin ein og kann ég þeim miklar þakkir fyrir það. Lína og Matti voru alltaf saman, þau voru ein óijúfanleg heild. Þau voru einstaklega samhent og ást og virðing þeirra fyrir hvort öðru var öllum ljós er umgengust þau. Þau voru með afbrigðum gestrisin og góð öllum er að garði bar. Sam- band okkar Helgu við þau hjónin var alltaf ákaflega kært. Það kom síðar skemmtilega á óvart þegar Helga og Matti fundu út að þau væru skyld og jókst enn kærleikur þeirra á milli. Matti var lærður húsasmiður og hlaut meistarabréf í þeirri iðn. Hann starfaði lengst af hjá Bygginga- verktökum á Keflavíkurflugvelli. Matti var sannkallaður þúsund þjala smiður og allt lék í höndum hans. Bílskúrinn hans var alltaf eins og ævintýraheimur, fullur af tækjum og tólum og áhöldum. Eftir að starfsdegi lauk dvaldi hann þar flestum stundum sem oftar við smíðar ýmiss konar og stytti sér stundir. Á öðrum vettvangi sýndi hann líka mikla snilld og það var á dans- gólfínu. Hann þótti afbragðs dans- herra og konur kepptust um að fá að dansa við hann enda höfðu þau hjónin á árum áður stunduð dans í mörg ár og sýnt víða opinberlega. Matti og Lína höfðu mjög gaman af að ferðast og mörg ár í röð fóru þau til Benidorm og voru oftast á sömu ströndinni og hlaut hún að lokum nafngiftina „Mattolínos" á meðal fyölskyldu og vina. Einnig fóru þau alloft til Flórída þar sem Heiða systir Línu býr. Nú er skarð fyrir skildi hjá fjöl- skyldu og vinum. Elsku Lina, Sæv- ar og Hafdís. Við vitum að ykkur er tregi og söknuður í huga á þess- ari stundu skilnaðar. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við minnumst Matta með hlýju og virð- ingu. Jón og Helga. Sérfræðingar í blóniaskrevtinjíum við öll tækifæri 11 blómaverkstæði JBinna Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.