Morgunblaðið - 22.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.11.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson ræddi gagnrýni iiman Framsóknarflokks á fískveiðistefnuna Eðlileg gremja vegna mikils hagnaðar þeirra sem hætta Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hófst í Kópavogi í gærkvöldi í Lionshúsinu 1 Kópavoffl. Formaður flokksins gerði fískveiðistefnuna að umtalsefni í ræðu sinni við upphaf fundarins og ræddi gagnrýni sem fram hefur komið innan flokksins. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði í ræðu á aðalfundi miðstjómar flokksins í gærkvöldi, að ýmis atriði fiskveiðistefnunnar hefðu verið gagnrýnd á kjördæmis- þingum flokksins undanfarið. M.a. hefði verið gagm-ýnt að of mikið frjálsræði sé í framsali veiðiheimilda og sagði Halldór það vissulega álita- efni. „Það hefur verið takmarkað frá því sem.áður var og ég á ekki von á að það sé erfitt að ná samkomulagi um að setja þar frekari takmarkan- ir. Með því er hægt að leysa ákveðin vandamál en önnur munu koma í staðinn sem geta skapað erfiðleika í rekstri í allmörgum byggðarlögum,“ sagði Halldór, m.a. í ræðu sinni. Halldór sagði að fiskveiðistefnan þyrfti stöðugt að vera í endurskoðun og mótun og framsóknarmenn þyrftu að taka virkan þátt í þeirri umræðu. Stóra ágreiningsefhið væri hvort innheimta ætti almennt veiði- leyfagjald. Framsóknarflokkurinn hefði lagst gegn almennu veiði- leyfagjaldi en framsóknarmenn hins vegar talið eðlilegt að sjávarútveg- urinn greiddi skatta og skyldur á við aðrar atvinnugreinar. Veiðiheimildir á fáar hendur eðiilegt gagnrýnisatriði Halldór ræddi gagnrýni innan flokksins í sjávarútvegsmálum og sagði veiðar smábáta stöðugt ágreiningsefni en benti á að nú hefði náðst samkomulag um breyt- ingar á skipulagi veiðanna. „I öðru lagi er það áhyggjuefni að veiði- heimildir safnist um of á fáar hend- ur. Það er eðlilegt gagnrýnisatriði en jafnframt verður að hafa í huga að hagkvæmar veiðar kalla á færri skip. Nú hefur verið lagt frumvarp fyrir Alþingi um takmörkun á eign- araðild einstakra aðila og er það ár- angur starfs nefndar sem vann á vegum stjómarflokkanna. I þriðja lagi er talið að skattaleg meðferð veiðiheimilda skapi óeðli- lega hátt verð þeirra og þarfnist breytinga við. Jafnframt veldur mildll hagnaður þeima sem hætta rekstri eðlilegri gremju. Á þetta hafa stjómarflokkamir fallist og nú er unnið að undirbúningi breytinga á skattalögum," sagði hann. 6 milljarða veiðileyfagjald hefði rekið ÚA í þrot Halldór vék einnig að umræðu um veiðileyfagjald. Gagnrýndi hann tals- menn þess og sagði m.a.: „í íyrradag var ég í heimsókn í hinu glæsilega íyrirtæki Utgerðarfélags Akureyr- inga. Þar hafa átt sér stað miklar endurbætur til að styrkja land- vinnsluna og framtíð íyrirtækisins á þeim granni sem þeir búa við í dag. Mér varð hugsað til þess hvað það þýddi fyrir þetta gamalgróna fyrir- tæki ef 6 milljarða almennt veiðileyfa- gjald yrði lagt á sjávarútveginn í landinu. Alþýðuflokkurinn hefur talað um mildu hærri fjárhæðir, en ég tek aðeins fremur lága fjárhæð miðað við umræðuna. Fyrirtækið var því miður rekið með tapi í fyrra, en eiginfjár- hlutfall þess er nú um 46 prósent sem sýnir trausta fjárhagsstöðu. Hefði veiðileyfagjald verið lagt á Útgerðarfélag Akureyringa árið 1992 hefði það orðið um 200 milljónir króna á ári. Þetta myndi hafa haft þær afleiðingar á rekstur fyrirtækis- ins að í árslok 1997 hefði eigið fé þess verið uppurið og fyrirtækið í raun komið í þrot fjárhagslega. Mið- að við þetta hefði ÚA í lok þessa árs þurft að hætta rekstri og leggja nið- ur starfsemi. Þessu hefði fylgt um- talsvert atvinnuleysi og miklir erfið- leikar fyrir bæjarfélagið og íbúa þess. Treysta kratar sér til að kynna þessa stefnu sína í bæjarstjómar- kosningunum í vor á Akureyri?" spurði Halldór. Hópur þingmanna ræðir við fólk og fyrirtæki Fram kom í máli hans að hópur þingmanna í flokknum hefur að undanfömu átt viðtöl við fólk og fyriríæki í þeim tilgangi að móta stefhu flokksins í sjávarútvegsmál- um fyrir flokksþing á næsta ári. Halldór sagði að þingmennimir mundu halda áfram að vinna að þessu viðkvæma og erfiða máli. „í millitíðinni munum við vinna áfram með samstarfsflokknum að því að ná tökum á helstu úrlausnarefnum í sjávarútvegi. Það munum við gera með hagsmuni atvinnugreinarinnar að leiðarljósi og þeirra tugþúsunda íslendinga sem eiga allt sitt undir því að hér sé rekinn öflugur sjávar- útvegur," sagði Halldór. Umræða í ríkisstjórn Varanlegir vegir tengi byggðir RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til umfjöllunar metnaðarfulla áætlun um að tengja saman með varanleg- um vegi byggðarlögin í landinu, að því er Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði á aðalfundi miðstjómar í gær- kvöldi. „Málið mun koma til umfjöllunar á Alþingi á þessu þingi og mun skipta miklu máli í þeirri umræðu sem nú fer fram,“ sagði hann. ------♦-*-*.--- Bjartsýnisverð- laun veitt í dag BYGGÐAMÁL og sveitarstjómar- kosningar eru meginumræðuefni í dag á aðalfundi miðstjómar Fram- sóknarflokksins. Kl. 13.30 verður gert hlé á um- ræðum þegar veita á Bjartsýnis- verðlaun Framsóknarflokksins 1997. Síðdegis fer fram kosning níu manna í Landsstjórn flokksins og ályktanir verða afgreiddar. HALLDÓR Ásgrfmsson og Ingibjörg Páhnadóttir við upphaf miðstjómarfundarins í gærkvöldi. Morgunblaðið/Þorkell GiUirti! 30.11 '97 yfir 2.000,- kr. ©SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Skulum halda ró okk- ar þrátt fyrir sveiflur „EF til vill eram við ekki nógu dug- leg að berja okkur á brjóst og skýra frá árangri okkar. Ég hygg þó að þegar kemur að uppgjörinu og bor- in verða saman markmið og efndir í lok kjörtímabilsins fái allir það sem þeir verðskulda - og þar kvíði ég engu.“ Þetta sagði Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknar- flokksins, er hann ræddi stöðu flokksins. Halldór sagði að samkvæmt stjómarsáttmálanum væri nú unnið að framkvæmd allra helstu áherslu- mála Framsóknarflokksins og sú vinna hefði gengið án teljandi árekstra við samstarfsflokkinn. Hann sagði hins vegar koma nokkuð á óvart að fylgi flokksins skyldi ekki mælast meira en raun ber vitni í ein- staka skoðanakönnun. „Samantekt á fylgi Framsóknarflokksins sam- kvæmt skoðanakönnunum frá því á miðju ári 1995 sýnir að fylgið hefur sveiflast nokkuð til en meðalfylgi okkar hefur verið um 20%. Það er að mínu mati viðunandi ef litið er til kjörfylgis okkar í kosningum síðast- liðinn hálfan annan áratug. Þetta er jafnvel viðunandi í samanburði við kjörfylgi okkar í síðustu kosningum, þegar við fengum 23% atkvæða, en þá unnum við góðan sigur. Sagan sýnir að í kosningum nýtur Framsóknarflokkurinn meira fylgis en kannanir gefa til kynna, oftast nær er fylgið u.þ.b. 3-4 hundraðs- hlutum meira en skoðanakannanir sýna. Við skulum því halda ró okkar þótt sveiflur verði í skoðanakönnun- um,“ sagði hann. Halldór sagði framsóknarmenn verða að ganga út frá því að samein- ingartilraunir A-flokkanna gangi eftir í einhverri mynd. „Andstæð- ingar okkar í stjórnmálum klifa mjög á því að ef það gerist, þá veiki það stöðu Framsóknarflokksins. Ég tel enga ástæðu til að ætla að svo verði og tel þvert á móti að það geti styrkt stöðu Framsóknarflokksins til lengri tíma litið. Það er augljóst að sá málefnagrandvöllur, sem þess- ir flokkar gætu hugsanlega komið sér saman um, hlýtur að verða til þess að ýmsir snúi baki við hinum sameinaða flokki, „ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.