Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 13
FRÉTTIR
36 milljarða vantar svo eignir LSR
standi undir skuldbindingum
4 milljarðar
vegna annarra
starfsmanna
en ríkisins
SAMKVÆMT mati trygginga-
fræðings vantaði 36 milljarða upp
á að eignir Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, að meðtöldum
kröfum á hendur launagreiðend-
um um greiðslu lífeyrishækkana,
dygðu fyrir öllum skuldbindingum
hans. Þetta kemur fram í skýrslu
Ríkisendurskoðunar um endur-
skoðun ríkisreiknings fyrir 1996.
„Ætla má að af þeim 36,0
milljörðum króna sem á vantar
séu tæplega 4,0 milljarðar króna
sem falla á ríkissjóð vegna ann-
arra starfsmanna en ríkisins. Má
hér einkum nefna starfsmenn
ýmissa sveitarfélaga, sparisjóða,
stjórnmálaflokka o.fl. Ríkisend-
urskoðun telur að stjórnvöld þurfi
að taka mál þetta til sérstakrar
umfjöllunar," segir í skýrslunni.
Telur að færa hafi átt 7,9
milljarða til gjalda í stað 3,6
Ríkisendurskoðun greinir á við
fjármálaráðuneyti um hvernig
færa eigi hækkun lífeyrisskuld-
bindinga á árinu 1996 vegna
launahækkana en sá ágreiningur
kom einnig fram á seinasta ári
þegar stofnunin áritaði ríkis-
reikning 1995 með fyrirvara.
Ríkisendurskoðun telur að færa
eigi alla hækkun lífeyrisskuld-
bindinga til gjalda í rekstrar-
reikningi að undanskilinni hækk-
un vegna verðbreytinga og mun-
ar þar 4,3 milljörðum kr. á niður-
stöðu Ríkisendurskoðunar og á
færslu ráðuneytisins í ríkisreikn-
ingi ársins.
„Stofnunin telur að i rekstrar-
reikningi A-hluta ríkissjóðs eigi
að taka tillit til hækkunar lífeyr-
isskuldbindinga sem eru vegna
eldri starfsmanna og tengjast
kjarasamningum. Samkvæmt því
telur stofnunin að færa hefði átt
7,9 milljarða króna í gegnum
rekstrarreikning í stað 3,6 millj-
arða króna eins og gert var,“
segir í skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar. í ríkisreikningi voru hins veg-
ar færðir 3,6 milljarðar með
rekstrargjöldum en 5,4 milljarðar
kr. sem endurmat á höfuðstól.
Nemendur and-
vígir flutningi
Sjómannaskóla
UNNÞÓR Torfason, formaður
Skólafélags Vélskóla íslands, af-
henti á fimmtudag Ólafi G. Einars-
syni, forseta Alþingis, mótmæli
nemenda við hugmyndum um að
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn
verði fluttir úr húsi Sjómannaskól-
ans á Rauðarárholti. Jafnframt
fékk þingforseti kaffikönnu með
mynd af Sjómannaskólanum og fá
allir alþingismenn slíkan grip að
gjöf. í mótmælabréfi vélskólanem-
enda segir m.a.: „Það er mjög al-
varlegt mál ef menntamálaráð-
herra ætlar sér, í krafti stöðu sinn-
ar, að knýja fram áðurnefndan
flutning skólanna í algerri and-
stöðu við þá sem húsið var byggt
fyrir, þ.e. íslenzka sjómenn."
Morgunblaðið/Ásdís
Kópavogur með vissa
forystu í ferlimálum
Aðgengi fyrir alla
Kópavogsbær hefur
gengið fram fyrir
skjöldu og látið aðgeng-
ismál f atlaðra til sín
taka af meiri festu en
nokkru sinni fyrr.
HELGA Skúladóttir er formaður
Ferlinefndar Kópavogs og hún seg-
ir að framkvæmd ferlimála í bæn-
um sé komin í mjög viðunandi og
góðar skorður, en aðilar á vegum
nefndarinnar starfa nú bæði með
þeim sem reisa eða breyta mann-
virkjum á vegum bæjarins, svo og
þeim sem gera hið sama fyrir
einkaaðila.
„Þetta er mikilvæg nýjung í
starfsemi ferlinefndarinnar í Kópa-
vogi, ekki síst sá liðurinn sem snýr
að þeim sem eru að vinna fyrir
einkageirann. Það er til dæmis
blindraráðgjafi starfandi með þeim
sem eru að reisa Rúmfatalagers-
húsið,“ segir Helga. Hún heldur
áfram og bendir á að þetta sé í
anda stefnu sem Kópavogsbær
hafi markað í aðgengismálum yfir-
leitt, ekki aðeins fyrir fatlaða, held-
ur alla.
Gangstígur sem
markar tímamót
Helga segir að í sumar sem leið
hafí markverðu verkefni iokið sem
tengist þessari nýju stefnu og
Helga
Skúladóttir
vinnubrögðum, er
gangstígur var lagður
frá Blindrabókasafn-
inu að Digranesvegi 5
að Gjábakka, félags-
miðstöð eldri borgara
í Kópavogi, að Fann-
borg 8 og þaðan í
Hamraborgina. „Þarna
vann með Ferlinefnd-
inni blindraráðgjafi og
leiðin er sérstaklega
merkt fyrir blinda og
sjónskerta. Þetta er að
ég held í fyrsta skipti
sem slíkt er gert hér í
bænum og er aðeins
forsmekkurinn af því
sem koma skal í þeim
efnum. Og eins og ég gat um áðan,
þá er þessi vinna auk þess til mik-
illa hagsbóta fyrir alla, ekki bara
þá sem eru fatlaðir á einn hátt eða
annan,“ segir Helga.
Ferlinefnd Kópavogs er fimm
manna nefnd á vegum Kópavogs-
bæjar. Þrír eru skipaðir af Kópa-
vogsbæ og tveir eru tilnefndir af
samtökum fatlaðra. Auk þess
starfa með nefndinni einstaklingar
frá tæknideild bæjarins og félags-
málastofnun Kópavogs. En hvern-
ig er framkvæmd ferlimála í Kópa-
vogi?
„Það hefur verið afar góð sam-
vinna milli Ferlinefndar og Tækni-
deildar bæjarins. Ásamt nefndinni
hefur starfsfólk Tæknideildar haft
frumkvæði að mörgum þáttum í
ferlimálum og hefur það leitt til
þess að svo vel hefur tekist til í
ferlimálum í Kópavogi. Skipulögð
vinnubrögð eru viðhöfð til að fylgj-
ast með því að nýjar byggingar
uppfylli nútímakröfur í þessum
efnum.
Ég kom reyndar
aðeins að þessu áðan.
Þegar ráðist er í nýjar
framkvæmdir, sem
tengjast bænum beint
eða óbeint, óskar
nefndin eftir teikning-
um til skoðunar. Arkí-
tektar og hönnuðir
funda með okkur og
teikningar og upp-
drættir eru yfirfamar.
Síðan fylgist nefndin
með framkvæmdum
meðan á byggingar-
tímanum stendur og
loks má kannski orða
það svo að við útskrif-
um bygginguna.
Ég get nefnt nokkrar byggingar
sem nefndin hefur fylgst með á
þennan hátt síðustu árin, Hjalla-
kirkja, Digraneskirkja, Matvæla-
skólinn, Sundlaugin, Listasafn
Kópavogs, íþróttahús Breiðabliks
og mörg fleiri. Ef ég nefni dæmi
um tillögur um úrbætur sem nefnd-
in hefur komið á framfæri þá
mætti nefna lyftur sem settar hafa
verið í Kópavogsskóla, Mennta-
skólann og Tónlistarskólann."
Hvað tekur nú við?
„Ferlinefndin er á vissum tíma-
mótum þar sem framundan eru
stórfelldar framkvæmdir í
Smáranum á næstu misserum. Við
erum komin í samstarf við einkaað-
ilana og fyrsta verkefni nefndar-
innar á þeim slóðum er Smáratorg
1, Rúmfatalagershúsið, eins og ég
gat um áðan. Kópavogsbær hefur
haft vissa forystu í þessum efnum
og Ferlinefndin mun leggja sig
fram við að áfram verði unnið að
þessum málum af fullum krafti,“
segir Helga.
Ríkisendurskoðun endurskoðar
ríkisreikning 1996
Athugasemdir
við ferðakostnað
hjá 37% stofnana
GERA þarf verulegt átak til að lag-
færa innra eftirlit varðandi bókhald
og fjármál ríkisstofnana, að mati
Ríkisendurskoðunar. Endurskoðun
Ríkisendurskoðunar á úrtaki 73 rík-
isstofnana fyrir seinasta ár leiddi
m.a. í ljós að eignaskráningu var
ábótavant hjá 71% stofnananna og
hjá 37% stofnana voru gerðar at-
hugasemdir við ferðakostnað. Voru
m.a. gerðar athugasemdir við að
ferðareikningar væru seint útbúnir
eða yfirhöfuð ekki gerðir. Þetta
kemur fram í skýrslu um endur-
skoðun ríkisreiknings 1996.
Athugasemdir voru gerðar vegna
launakostnaðar og viðveruskrán-
ingar hjá 52% stofnana, m.a. vegna
skorts á eftirliti með viðveru starfs-
manna og að starfsmenn fái fyrir-
framgreidd laun. Gerðar voru
margháttaðar athugasemdir við
tekjuskráningu hjá 43% stofnana
þar sem þetta atriði var skoðað.
Virðisaukaskattsmál voru ekki í
fullkomnu lagi hjá 44% stofnana.
Var m.a. talið á skorta að innheimt-
ur væri virðisaukaskattur af allri
skattskyldri þjónustu. Hjá 24%
stofnana voru gerðar athugasmedir
við sjóði og bankareikninga. Eftir-
liti með stöðu viðskiptareikninga
var talið áfátt hjá 34% stofnana.
Athugasemdir við risnu hjá
fjórðungi stofnana
í 23% tilvika voru gerðar athuga-
semdir við fyrirkomulag innkaupa
á vörum og þjónustu og athuga-
semdir voru gerðar við aksturs-
kostnað hjá 22% stofnana, m.a.
furir þá sök, að akstursskýrslur
væru ekki fylltar út og ekki var
alltaf getið tilefni bílaleigu. í fjórð-
ungi tilfella voru gerðar athuga-
semdir við risnuútgjöld, m.a. þar
sem ekki var gerð fullnægjandi
grein fyrir þeim kostnaði.
Hjá 40% stofnana voru gerðar
athugasemdir við slæma fjárhags-
stöðu og/eða vegna þess að útgjöld
voru umfram fjárheimild.
HAFNFIRÐINGAR
• •
PROFKTOR
Sjálfstæðisflokksins fer fram í
Víðistaðaskóla í dag kl. 10-20
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna 1998
fer fram í dag, laugardaginn 22. nóvember í Víðistaðaskóla milli
kl. 10.00 og 20.00.
Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum félagsmönnum í Sjálfstæð-
isflokknum í Hafnarfirði sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag. At-
hygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað til
loka kjörfundar.
Sjálfstæðismenn eru hvattir til að taka þátt í prófkjörinu og hafa
þannig áhrif á skipan framboðslitsa flokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar.
OPIÐ HÚS________________________________
Lítið við í kaffi í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu
í dag og á kosningavökunni á sama stað í kvöld.
Fyrstu tölur væntanlegar um kl. 21.00.
Sjálfitœðisjlokkurinn í Hajnatfirði.