Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
SIGFÚS E. Arnþórsson í ritstjórastólnum, en hann stýrir nýju
blaði, Vikudegi sem kemur út á Akureyri í byrjun næsta mánaðar.
Nýtt blað, Vikudagur
Svar við
óskum
bæjarbúa
VIKUDAGUR er nafn á nýju
blaði sem líta mun dagsins ljós
á Akureyri 4. desember næst-
komandi. Blaðið mun í fyrstu
koma út einu sinni í viku, á
fimmtudögum en stefnt er að
því að fjölga útgáfudögum í tvo
er fram líða stundir. Nýr dagur
gefur blaðið út en framkvæmda-
sijóri þess er Hjörleifur Hall-
gríms.
Sigfús E. Arnþórsson er rit-
stjóri Vikudags en auk hans eru
tveir starfsmenn aðrir í föstu
starfi og þá munu nokkir aðrir
taka þátt í útgáfunni. „Það koma
ýmsir við sögu og margir eru
tilbúnir að leggja okkur lið, m.a.
hafa nokkrir gamlir starfsmenn
Dags haft samband og bjóða
fram aðstoð sína,“ sagði Sigfús.
VILHJÁLMUR Ingi Árnason, for-
maður Neytendafélags Akureyrar
og nágrennis, NAN, var þungorður
er hann ijallaði um málefni Neyt-
endasamtakanna á almennum fundi
NAN í fyrrakvöld og skaut mjög
föstum skotum að Jóhannesi Gunn-
arssyni, framkvæmdastjóra Neyt-
endasamtakanna, og Drífu Sigfús-
dóttur, formanni samtakanna. Jó-
hannes og Drífa sátu fundinn og
gerðu þar grein fyrir sínum sjónar-
miðum. Þau töldu Vilhjálm
Inga mjög oft halla réttu
máli í sínum málflutningi
og Vilhjálmur Ingi hafði
eitt og annað við ummæli
Jóhannesar og Drífu að
athuga.
Jóhannes Gunnarsson
sagði Vilhjálmi Inga upp
störfum hjá Neytendasam-
tökunum nýlega og í kjöl-
farið var samþykkt van-
traust á Vilhjálm Inga í
framkvæmdastjórn sam-
takanna. Vilhjálmur Ingi sagði að
eftir að vantrauststillagan var sam-
þykkt hefðu stjórnarmenn lofað
störf hans að neytendamálum en
bent jafnframt á að hann færi
stundum offari í starfi sínu. Vil-
hjálmur Ingi sagði það trúlega rétt
að stundum færi hann offari. Hann
sagðist hins vegar ekki hafa fengið
að sjá skriflegar ástæður fyrir upp-
sögn sinni hjá NS.
Vilhjálmur Ingi kom víða við í
máli sínu og gerði m.a. athuga-
Sigfús er alinn upp í Arnþórs-
gerði í Köldukinn, en flutti til
Akureyrar árið 1968. Hann hef-
ur m.a. starfað sem innkaupa-
stjóri hjá Hljómdeild KEA, rekið
eigin verslun og verið dagskrár-
gerðarmaður á rás 2 auk þess
að taka þátt í tónlistarlífi.
Gríðarleg viðbrögð
Vikudagur verður 12 síðna
blað í hefðbundnu dagblaðsbroti
og verður því dreift í öll hús á
semdir við að samtökin notuðu ólög-
legan hugbúnað í tölvukerfi þeirra,
einnig sagði hann að of mikiil tími
og peningar hefðu farið í utanlands-
ferðir Drífu og Jóhannesar á vegum
samtakanna. Þá kom hann inn á
samskipti sín við Jóhannes fram-
kvæmdastjóra undanfarin ár og
hafði ýmislegt við þau að athuga.
Hann sagði að Jóhannes hefði farið
að gera sér lífið leitt með boðum
og bönnum eftir landsþing samtak-
anna í fyrra og alfarið
hætt að vinna með sér.
Jóhannes sagði að þótt
Vilhjálmi Inga hefði verið
sagt upp störfum, væri ekki
inni í myndinni að hætta
starfsemi samtakanna á
Akureyri. Auglýst hefði
verið eftir nýjum starfs-
manni og samtökin yrðu
áfram með skrifstofu í
bænum. Þá væri verið að
skoða hvort samtökin
keyrðu á ólöglegum hug-
búnaði en niðurstaða lægi ekki fyrir.
Boðið starf
framkvæmdastj óra
Drífa sagði að Vilhjálmur Ingi
væri duglegur maður en allt of
mikil orka hefði farið í deilur við
hann. Nauðsynlegt hefði verið að
taka á málinu og það hefði verið
gert. Hún sagði það ákvörðun fram-
kvæmdastjórnar hvaða fundir væru
sóttir erlendis sem hérlendis en það
væri nauðsynlegt fyrir samtökin að
Akureyri og eitthvað um ná-
grannasveitir í desember.
Ætlunin er eftir það að bjóða
blaðið í áskrift. „Við höfum feng-
ið gríðarleg viðbrögð, fólk er
afskaplegajákvætt. I raun erum
við með þessari útgáfu að svara
óskum bæjarbúa, það er mikil
þörf fyrir það að gefa út bæjar-
blað á Akureyri. Okkur fylgja
því góðar óskir þegar við förum
af stað, en gerum okkur grein
fyrir því að við fáum ekki
nýta sér þá þekkingu sem til væri
í öðrum löndum.
Vilhjálmur Ingi sagði að hann
og Jón Magnússon, stjórnarmaður
samtakanna, hefðu leitað eftir því
við Drífu að taka að sér for-
mennsku í NS á síðasta ári. Drífa
sagði það aðeins hálfan sannleik-
ann, því þeir hefðu líka beðið sig
að taka við starfi framkvæmda-
stjóra samtakanna en hún afþakk-
að. Því mótmælti Vilhjálmur Ingi
og sagði þá félaga aðeins hafa leit-
að til Drífu um að taka að sér for-
mennsku.
Á þessum tíma var Jóhannes
Gunnarsson bæði formaður og
framkvæmdastjóri og Drífa sagðist
hafa samþykkt að taka við for-
mennsku fyrir orð Jóhannesar.
„Mér var strax ljóst á þessum tíma
áskriftir út á góðar óskir,“ sagði
Sigfús.
Ritsljórinn nefndi að eftir að
Dagur hætti að koma út sem
bæjar- og héraðsblað hefði skap-
ast ákveðið tómarúm. „Það er
hluti af sjálfstæðri bæjarmenn-
ingu að hér sé gefið út sérstakt
bæjarblað," sagði Sigfús en að
hans mati var það menningar-
legur glæpur að selja Dag á sín-
um tíma, yfir 80 ára gamalt
bæjarblað. „Það sem raunveru-
lega er að gerast núna er að
Tíminn er að misnota nafn
Dags.“
Hagsmunir Akureyringa
að leiðarljósi
„Við ætlum að höfða til íbúa
á Akureyrarsvæðinu, sækja efni
bæði hér innanbæjar og eins víða
um Eyjafjörð og austur í Þing-
eyjarsýslur. I blaðinu verða
fréttir af svæðinu, pistlar og
ýmislegt skemmtiefni. Við ætl-
um okkur að gefa út skemmti-
legt blað, en það þýðir ekki endi-
lega að blaðið verði ómerkilegt,
það verður óvægið og tekur ekki
pólitíska afstöðu. Við ætlum að
hafa hagsmuni Akureyrar og
Akureyringa að Ieiðarljósi,"
sagði Sigfús.
að Viihjálmur Ingi var ekki sáttur
við Jóhannes og Jóhannesi var ekki
kunnugt um að mér hefði verið
boðið starf hans fyrr en nú í haust,
að ég lét hann vita af því,“ sagði
Drífa.
Þórarinn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar
og stjórnarmaður í NAN, spurði
Drífu hvort Jóhannes Gunnarsson
væri rétti maðurinn til að halda
Neytendasamtökunum saman til
framtíðar. Drífa sagðist bera fullt
traust til Jóhannesar. Hann væri
vel fær um að halda samtökunum
saman og enginn vissi meira um
neytendamál en hann. Hún benti á
að þegar Jóhannes hefði komið að
samtökunum hefði félagsmenn ver-
ið um 3.500 en í dag væru félags-
menn rúmlega 19.100 að tölu.
MESSUR
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í Safnaðar-
heimili á morgun kl. 11. Forel-
draspjall í fundarsal, Anna El-
isa Hreiðarsdóttir leikskóla-
kennari ræðir um aðventuna
og undirbúning jólanna hjá
fjölskyldum. Samvera með
yngstu börnunum í kapellunni
á meðan. Guðsþjónusta fellur
niður vegna biskupsvígslu séra
Karls Sigurbjörnssonar.
Æskulýðsfélagið heldur fund í
kapellu kl. 17. Bibiíulestur
verður í Safnaðarheimili á
mánudagskvöld kl. 20.30.
Mömmumorgunn kl. 10 til 12
á miðvikudagsmorgun, Kynn-
ing verður á aðventuskreyting-
um frá Blómabúðinni Akri.
Fyrirbænaþjónusta verður í
kirkjunni kl. 17.15 á fimmtu-
dag. Bænarefnum má koma til
prestanna.
GLERÁRKIRKJA: Kirkju-
skóli barnanna kl. 13 í dag,
laugardag. Foreldrar eru
hvattir til að mæta með börn-
um sínum. Fundur æskulýðs-
félagins verður kl. 20 á sunnu-
dagskvöld. Kyrrðar- og bæna-
stund verður kl. 18.10 á þriðju-
dag. Biblíulestur kl. 20.30
sama dag. Postulasagan er les-
in. Þátttakendur fá stuðnings-
efni sér að kostnaðarlausu.
HJ ÁLPRÆÐISHERINN:
Köku- og laufabrauðsbasar kl.
14 í dag, laugardag. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun, al-
menn samkoma kl. 17, ungl-
ingasamkoma kl. 20. Heimila-
samband kl. 15 á mánudag,
krakkaklúbbur kl. 17 á mið-
vikudag og bæn og lofgjörð
kl. 17.30 á fimmtudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Karlasamvera kl. 10 í dag, fjöl-
skyldusamkoma kl. 14 á morg-
un. G. Theodór Birgisson pred-
ikar. Krakkakirkja og barna-
pössun á meðan. Vitnisburðar-
samkoma á miðvikudag kl.
20.30. Krakkaklúbbur kl.
17.15 á föstudag, samkoma í
umsjá ungs fólks sama dag kl.
20.30. Mikill og fjölbreyttur
söngur, bænastundir alla daga,
kl. 14 á þriðjudögum og
fimmtudögum en aðra virka
daga ki. 6-7 á morgnana.
Vonarlínan, uppörvunarorð úr
ritningunni, 462 1210.
KFUM og K: Bænastund kl.
20 á sunnudagskvöld. Fundur
í yngri deild kl. 17.30 á mánu-
dag fyrir drengi og stúlkur
8-12 ára.
LAU GALANDSPRESTA-
KALL: Sóknarprestur minnir
sveitunga á messuna í Hólum
fram, sunnudaginn 23. nóvem-
ber kl. 13.30. Endurbætur hafa
staðið yfir á kirkjunni og hún
máluð innan, kirkjukaffi í boði
sóknarnefndar eftir messu.
SJÓNARHÆÐ: Unglinga-
fundur í dag, laugardag, kl.
20. Allir unglingar velkomnir.
Ath. breyttan tíma, aðeins í
þetta skipti. Sunnudagaskóli í
Lundarskóla kl. 13.30.
Ástjamarfundur kl. 18 á
mánudag, fyrir krakka á aldr-
inum 6-12 ára. Allir velkomn-
ir.
Forystumenn Neytendasamtakanna og formaður NAN deildu á fundi á Akureyri
Þung" orð
látin falla
Morgunblaðið/Kristján
DRIFA Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, ávarpar
fund Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Vilhjálmur Ingi
Árnason, formaður NAN, situr við hlið hennar.
son, frarakvæmda-
stjóri Neytenda-
samtakanna.
Lionsklúbbar afhenda grunnskólabörnum litabækur
Allt um brunavarnir á heimilum
FULLTRÚAR frá Lions-
klúbbunum Hæng og Ösp á
Akureyri, hafa síðustu daga
heimsótt nemendur í 3. bekk í
grunnskólum bæjarins, ásamt
slökkviliðsmanni. í heimsókn-
um sínum hefur lionsfólkið
afhent, börnunum litabækur að
gjöf, þar sem þeim gefst jafn-
framt kostur á að læra allt um
brunavarnir á heimilum.
Þetta er í fjórða sinn sem
Lionsklúbbarnir heimsækja 3.
bekkinga og færa þeim
litabækur og þetta árið eru
nemendur í þeim árgangi tæp-
lega 300 talsins. Jóhann Jóns-
son slökkviliðsmaður fór yfir
efni bókarinnar með börnun-
um og í kjölfarið vöknuðu upp
ýmsar spurningar hjá þeim.
Jóhann lagði sérstaka
áherslu á að yfir jólahátíðina
væri mikil eldhætta á heimilum
og þá ekki síst í kringum kerti
og kertaskreytingar. Hann
sagði jafnframt nauðsynlegt
að foreldrar færu í gegnum
litabókina með börnum sínum,
þótt börnin fengju sjálf að lita
myndirnar. Jóhann sagði að í
heimsóknum í skólana hafi
börnin spurt margra spurn-
inga um brunavarnir en greini-
legt væri þó að þau vissu ýmis-
legt um þau mál.
Morgunblaðið/Kristján
JOHANN Jónsson slökkviliðsmaður ræðir efni litabókarinnar við
börnin í 3. bekk í Giljaskóla. Fyrir aftan hann standa Kjartan
Bragason og Kristín Iijaltalin frá Lionsklúbbunum.