Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ SÍMABÚÐ HEIMILISTÆKJA Ef það er talaðu þá Við höfum úrvalið! ro • Stærð 110x54x20mm, 99 g. •Stór grafiskur skjár, 7 línur. •Rafhlaða I biðstöðu <80 klst. •Rafhlaða i tali <65 mín. •Talval (Voice Dial). •Klukka. •Talskilaboð. •Símaskrál OOnúmerjákortO. • Simanúmerabirting 10 nr. • Smáskilaboð (SMS). •Fáanlegar rafhlöður:<525 klsl rafhlaða.Vibrararafhlaða o.fl. •Mðguleiki á tengingu fyrir fax/modem 38,4 kbps. •Alþjóðleg alábyrgð í 1 ár. •Islenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 69.900, PHILIPS SPARK I 1 SvifK i • Staerö 139x56x18mm, 169 g. * — •Stór grafískur skjár, 7 línur. •Rafhlaða í biðsföðu <85 klst. •Flafhlaða í tali <120 mín. •Talval (Voice Dial) •Símaskrá100númer(ákorti). * PHIUPS t f • Símanúmerabirting 10 nr. • Smáskllaooð (SMS). • A •Hnappaborðslæsing. •Fáanlegar rafhlöður:<350 klst. c v -• rafhlaða.Vibrararafhlaða o.fl. i Sj: <jp •Tekur bæði stór og Irtil korf. •Möguleiki á tengingu fyrir .4« 5 0- fax/modem 38,4 kbps. 8«. 9- •Alþjóðleg alábyrgð í 1 ár. •Islenskur leiðarvísir. fi', O'i f, b«n- Staðgreltt 1 34.900,- I %y/ BOSCH •NiMhrafhlaða80tímar •Særð 134x53x17 •þyngd 187 gr. •Ending rafhiöðu í biðstöðu 80tímar •Ending rafhlöðu í notkun 200 mín. •Reiknivél. ofl. ofl. Staðgreitt: 39.900,- Aukahluiir JÖg-' PHILIPS • Stærð 147x56x19mm, 169 g. •Skjár, 3 línur. •Rafhlaða í biðstöðu <85 klst. •Rafhlaða í tali <120 mín. •Símaskrá100númer(ákortO. • Simanúmerabirting 10 nr. • Endurval 10 númer. •Smáskilaboð (SMS) •Fáanlegar rafhlöður:<350 klst. rafhlaða. •Alþjóðleg alábyrgð í 1 ár. •fslenskur leiðarvísir. DoliWa : ' CP-or r.iíú (,C . / <&> <s> , • >4ív ■ / <t> te- ■ • Ll- Q3m- Staðgreitt: 24.900,- &r,j •Með innbyggðum simsvara •Stærð 155x59x21 •Þyngd 230gr. •Ending rafhlöðu í biðstöðu 2 x 35 klst. •Ending rafhlöðu í 2 x 110 mín ofl. ofl. Staðgreitt 34.900,- Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt AÐSENDAR GREINAR Verslun í gíslingu greiðslukorta- fyrirtækja GRÍÐARLEG aukn- ing á notkun greiðslu- korta og andsamkeppn- islegir tilburðir greiðslukortafyrirtækj- anna kalla á það að skýrari reglur verði settar varðandi gjald- töku þeirra aðila sem bera kostnað vegna greiðslukorta og að heildarkostnaður vegna notkunar korta verði gagnsær fyrir neytend- ur. Andsamkeppnislegir viðskiptahættir greiðslukortafyrirtækj- anna koma reyndar skýrt fram í nýútkomnum frumnið- urstöðumi Samkeppnisstofnunar í máli um greiðslukortaviðskipti og ýtarlegri kæru Evrópusambands verslunarinnar (Eurocommerce) til Evrópudómstólsins varðandi sam- bærilega viðskiptahætti banka og kortafyrirtækja í þeim Evrópulönd- um sem búa við sambænlegar regl- ur eða regluleysi og við íslendingar. Frumniðurstaða Samkeppnis- stofnunar tekur einungis til regl- unnar um bann við mismunun og samræmist að mati stofnunarinnar ekki samkeppnislögum nr. 8/1995 Stofnunin telur reglumar fela í sér skilmála sem aðeins taki mið af hagsmunum greiðslukortafyrir- tækjanna og komi hagsmunum greiðsluviðtakenda illa auk þess að hafa skaðlega áhrif á samkeppni. Meginrök Evrópusamtaka versl- unarinnar (Eurocommerce) á bak við sína kæra era að viðskipti greiðslukortafyrirtækjanna séu ógagnsæ. Greiðendur geta ekki með neinum vitrænum hætti gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem þeir valda með notkun kortanna, þar sem verslunin (greiðslumóttakandi) greiðir meginkostnaðinn við greiðslukortakerfið. Hins vegar er það álit Evrópusamtaka verslunar- innar að eini kostnaðurinn sem kaupmaðurinn í raun veldur sé sá kostnaður sem fylgir því að skila uppgjöri. Þetta ætti að vera eini kostnaðarliðurinn sem kaupmaður- inn ætti að taka á sig í núverandi kerfi. Aftur á móti leggja bankarnir og greiðslukortafyrirtækin gjöld á kaupmenn á hlutfallslegan hátt til að standa straum af meginkostnaði kerfisins auk þess að standa undir ókeypis hlunnindum, sem era í mörgum tilvikum óskyld sjálfu kortinu, sem þeir bjóða korthöfum til að örva notkun þessara korta. Eins og að framan segir er neyt- andanum gert ókleift að gera sér nokkra grein fyrir þeim kostnaði sem hann er valdur að með notkun DataCand Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort Gæðaprentun í lit Otto B.Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVlK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 kortsins auk þess sem þessi háttur viðskipta dregur úr samkeppni milli mismunandi greiðslumáta. Um leið er verslunin í raun kom- in í gíslingu hjá greiðslukortaíyrirtækj- unum og greiðir nánast allan kostnað sem af kerfinu hlýst, án þess að vera í nokkurri samn- ingsstöðu gagnvart kortafyrirtækjunum, þar sem sá möguleiki að taka ekki við kortum er ekld lengur raunhæfur. Með þessu móti komast kortafyrirtækin hjá því að vera í nokkurri raunverulegri samkeppni hvert við annað. Einnig má geta þess að kaupmenn eru látn- ir greiða mjög mismunandi þjón- ustugjöld allt eftir stærð fyrirtækja og jafnvel greinum, jafnvel þótt ein- ungis sé um rafræna yfirfærslu að ræða og ekki verður séð annað en þjónustan sé alltaf sú sama. Sú staðreynd að sumum notend- um, s.s. bensínstöðvum, ATVR o.fl. Kortafyrirtækin flytja kostnað sem korthafar valda yfir á kaupmenn. Haukur Þór Hauksson telur það samantekin ráð um ólögmæta við- skiptahætti sem skaða neytendur. eru boðin mun lægri þjónustgjöld en öðram notendum bendir til þess að kortafyrirtækin sætta sig við tap á þjónustgjöldum gagnvart sterkum viðskiptavinum á kostnað þeirra kaupmanna sem ekki era í nokkurri samningsstöðu gagnvart kortafyrir- tækjunum. Með síaukinni notkun greiðslu- korta er mikil þörf á að skýrari reglur verði settar varðandi gjald- töku þeirra aðila sem bera kostnað vegna greiðslukorta og að heildar- kostnaður vegna koi-taviðskipta verði gagnsær gagnvart neytend- um. Frá örófi alda hefur sú regla gilt í viðskiptum að sá sem biður um vöru eða þjónustu gjaldi. Til að skapa eðlilega samkeppni og heilbrigt umhverfi í greiðslu- kortaviðskipum verður sú sama regla að gilda þar. Það er mín skoð- un að sú starfsemi kortafyrirtækj- anna að flytja þann kostnað sem korthafar valda yfir á kaupmenn séu samantekin ráð um ólögmæta viðskiptahætti sem era til skaða fyrir neytendur. Samtök verslunar- innar, Samkeppnisstofnun og Neyt- endasamtökin verða að taka fast á þessu máli og stuðla að því að eðli- leg samkeppni nái að þróast á þessu mikilvæga sviði viðskipta. Höfundur er kaupmnður og vara- formaður Samtaka verslunarinnar. Haukur Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.