Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 31

Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 22. NÓVEMBER 1997 B1 AÐSENDAR GREIIMAR Innflutt sement - já, takk? ÞEIR í Þorlákshöfn hafa verið að slá um sig í fjölmiðlum og lýst því nokkuð hróðugir að þeir ætli sér að láta dönskum aðila eftir aðstöðu við höfnina til löndunar og geymslu á sementi. Leggja til hagstæðustu aðstöðu, sem fyrirfinnst í land- inu, til þess arna. Sam- keppni er yfirleitt af hinu góða, en hún get- ur stundum snúist upp í andhverfu sína. Hvað ef þetta tiltæki verður til þess að rústa inn- lenda framleiðslu? Hvað þá með samkeppnina? í Morgunblaðinu 12. nóv. sl. var rætt við þrenninguna: Sveitarstjóra, hafnarstjóra og formann hafnar- Ljóst má vera, segir Guðmundur Vésteins- son, að framtíð íslenskr- ar sementsframleiðslu mun byggjast á al- mennri velvild í hennar garð. stjórnar í Þorlákshöfn og kemur fram að þreifingar um þetta hafi staðið yfir frá síðustu áramótum við þennan danska aðila. Aðeins þurfi að steypa plötur undir tankana (væntanlega með íslensku sementi eins og annað þar í höfninni). Vilji væri ti! að samþykkja málið með hraði í hafnarstjórn í byijun desem- ber svo innflutningurinn gæti hafist næsta vor. Allt klappað og klárt fyrir danskt - já takk! Innflutningur á sementi frjáls frá 1970 Allt frá því gengið var í EFTA árið 1970 hefur innflutningur á sementi verið öllum frjáls en samt hefur enginn nýtt sér það frelsi að heitið geti. Kostnaðurinn við flutn- inginn yfir hafið er tiltölulega hár miðað við verð sementsins, þ.e. inn- lend framleiðsla nýtur fjarlægðar- verndar. Lengi hefur verið vitað að erlend sementsframleiðsla væri ódýrari enda fer hún fram í margfalt stærri og öflugri verksmiðjum við hagstæðari skilyrði að mörgu leyti. Af- kastagetan er þar slík, að þær gætu auðveld- lega knésett sements- verksmiðjuna á Akra- nesi, ef þessir aðilar teldu það þess vert. En hingað til hefur hin sérstæða íslenska se- mentsverksmiðja verið látin í friði. Sementsverksmiðj- Guðmundur an á Akranesi vinnur Vésteinsson að mestu úr innlendum hráefnum, líparíti úr Hvalfirði og kalki skeljasandsins af botni Faxaflóa. Mun það vera einsdæmi því yfirleitt er kalkið tek- ið úr námum á þurru landi. Sementsverksmiðjan býr yfir fullnægjandi framleiðslugetu og góðu dreifingarkerfi til að anna eftirspurn hér á landi í bráð og iengd. Þrátt fyrir að mikið hafí verið unnið að endurbótum, tækni- væðingu, hagræðingu með veru- legri fækkun starfsmanna á síðustu árum hefur rekstrarafkoma hennar verið tæp síðustu ár. Gamla landshöfnin ríður á vaðið Miklar umræður hafa staðið yfir um sölu á hlutafé í Sernentsverk- smiðjunni að undanförnu. í því sam- bandi hafa verið unnar úttektir á framtíðarhorfum um rekstur henn- ar og hugsanlegt söluverðmæti. Þrátt fyrir að nú horfi vel með fram- kvæmdir á ýmsum sviðum eru tald- ar fremur litlar líkur á því að um- talsvert verð fáist í sölu. Er jafnvel gælt við hugmyndir um hækkun sementsverðs til að gera hana sölu- vænlegri. Sjá víst flestir hve slíkt er fráleitt og aðeins til þess fallið að gefa byr undir vængi ráðagerð- um eins og þessum Þorlákshafnar- undrum. Ljóst má vera að framtíð ís- lenskrar sementsframleiðslu mun byggjast á almennri velvild í hennar garð. Ásamt nokkrum metnaði með þjóðlegum þegnskap til að standa vörð um þessa atvinnugrein hér á landi um ókomin ár. Þar á við að mun hægara er að rífa niður en byggja upp. Það getur því ekki fiokkast undir annað en fyrirhyggjulitla ævintýra- mennsku og það af opinberum aðila, eins og hafnarstjórn Þoriákshafnar sannarlega er, ef ætlunin er raun- verulega að ganga nú fram fýrir skjöldu og segja: „Danskt - já takk!“ Hafnir njóta framlaga úr ríkis- sjóði og fer starfsemi þeirra fram samkvæmt hafnalögum. Fram til 1990 var Þorlákshöfn landshöfn, kostuð að öllu leyti af fé úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna og naut forréttinda langt umfram allar aðrar hafnir á landinu. Við Akraneshöfn hefur verið byggð öll sú aðstaða sem innlend sementsframleiðsla þarfnast til að- fanga, hráefnisöflunar og dreifing- ar á unnu sementi frá verksmiðj- unni. Rekstrargrundvöllur hafnar- innar byggist á þessu að verulegu leyti. Ákraneshöfn hefur ávallt kostað gerð hafnarmannvirkja að sínu leyti á móti framlögum úr ríkis- sjóði og lengi framan af lagði bæjar- sjóður henni til verulegt flármagn af gjöldum bæjarbúa til uppbygg- ingar. Það skýtur því talsvert skökku við, að það skuli vera Þorlákshöfn, sem ríður hér á vaðið og ætlar að leggja það af mörkum, sem fengið er með þessum hætti, og beina því til höfuðs innlendri sementsfram- leiðslu. Er ekki ástæða fyrir yfir- stjórn hafnarmála og íjárveitinga- valdið að gefa einhvern gaum að þessu og grípa jafnvel í taumana? Akranes hefur farið halloka En þarf Akranes nokkuð að ótt- ast? Er ekki að koma álver á Grund- artanga og göng undir Hvalfjörð? Jú, vissulega bætir það eitthvað úr slæmu atvinnuástandi og fjölgar íbúum eitthvað á ný. Ekki má gleyma því að Akraborg, sem veitt hefur hátt í 40 manns atvinnu, hverfur af vettvangi og umsvif í höfninni minnka við það. Á síðustu árum hefur átt sér stað raunverulegur fólksflótti frá Akra- nesi, þótt ekki hafi verið haft veru- lega hátt um það. Staðreyndin er að hinn 1. des. 1996 voru íbúar þar 5.084, en urðu þar flestir árið 1987 eða 5.426. En þetta segir ekki allt því landsmönnum hefur í heild fjölg- að á þessum tíma og ættu íbúar á Akranesi nú að vera orðnir um 6.000, ef tekist hefði að halda í við almenna flölgun landsmanna. Ef til vill tekst þeim í Þorláks- höfn að verða sér úti um nokkur störf við átöppun og útkeyrslu á innfluttu sementi svo fremi að hún verði í einhveijum mæli, eins og að hlýtur að vera stefnt. Slíkt kann um leið að vera tilvísun á tífalda fækkun starfa við íslenskan sem- entsiðnað í öðru bæjarfélagi. Höíundur á sæti í hnfnarstjórn Akraness. Sjúklingum mismunað í LÖGUM Trygg- ingastofnunar ríkisins er gert ráð fyrir að sjúkratryggingar greiði einungis reikn- inga lækna sem eru á samningi við Trygg- ingastofnun ríkisins, sjúklingar. Nú hafa margir sérfræðingar sagt upp samningum við Tryggingastofnun ríkisins. I þeirra hópi eru t.d. allir þvag- skurðlæknar starfandi á Suðurlandi. Það er því þröng á þingi í bið- stofum sérfræðinga og margir fá ekki af- greiðslu þar eð sumir hafa ekki efni á að greiða sérfræðireikning að fullu. Sjúklingar er bíða eiga því eftirfarandi kosti: 1) Fara til Akureyrar, en þar lengjast biðlistar og aðsókn hefur aukist. (Júlíus Gestsson, yfirlæknir FSA.) 2) Bíða í þjáningu. 3) Leita eftir dýrum leguplássum á sjúkrahúsum. Vart ætlast löggjafinn til þess, segir Ólafur Olafsson, að Trygg- stofnunar ríkisins virðast stangast á við þessi lagaákvæði. Eigi að síður hefur Trygg- ingastofnun ríkisins greitt fyrir sjúklinga er senda þarf til út- landa vegna aðgerða sem ekki er hægt að framkvæma hérlend- is? Sérsamningar við lækna geta dregist á langinn og á meðan frestar Trygginga- stofnun ríkisins greiðslum í samræmi Ólafur við lög stofnunarinn- Ólafsson ar. Ekki er hægt að fresta sjúkdómum. Vart ætlast löggjafinn til þess að Tryggingastofnun ríkisins safni í digra sjóði meðan sjúklingar eru afskiptir. Tryggingastofnun ríkis- ins er rekin fyrir almannafé. Meiri hluti sjúklinga er kominn á efri ár og hafa því áratuga skatt- greiðslur að baki sem eru greiðslur fyrir væntanlega sjúkrahjálp. Nú er verið að svipta almenning þeim rétti. Ef lagaákvæði Trygginga- stofnunar ríkisins eru á þann veg túlkuð að þau stangist á við lög um heilbrigðisþjónustu ber að breyta þeim lögum hið bráðasta. Höfundur er landlæknir. ingastofnun ríkisins safni í digra sjóði meðan sjúklingar eru afskiptir. Þó að nokkur árangur hafi náðst eru biðlistar langir. Biðlistar eftir bæklunar-, þvag-, háls,-nef- og eyrnaaðgerðum eru næsta svipaðir og fyrir hálfu ári. Bið eftir hjarta- skurðaðgerðum er styttri, en óbreyttur eftir þræðingu. Til þess að sjúklingur komist í hjartaaðgerð þarf að þræða hann. Samkvæmt lögum um heilbrigð- isþjónustu nr. 97/1990 eiga allir borgarar rétt á bestu þjónustu sem völ er á, og í lögum um Réttindi sjúklinga er nýlega voru samþykkt á Alþingi er þessi réttur áréttaður svo að lagaákvæði Trygginga- Enn um fjölda vélstjóra á fiskiskipum í sjónvarpsfréttum hinn 30. október sl. var meðal annars ijjallað um aðalfund LÍU og þau ummæli Kristjáns Ragnarssonar að um borð í íslenskum fiski- skipum væru í mörgum tilfellum of margir vél- stjórar. I sama frétta- tíma var haft viðtal við mig þar sem ég hafn- aði þessari fullyrðingu Kristjáns og tók sem dæmi að Samheiji á og rekur 3 skip í Þýskalandi og á þeim séu allt upp í sex í vél, en á sambærileg- um skipum 3 í vél samkvæmt ís- lenskum lögum. í fréttatíma Sjónvarpsins 31. október efaðist Þorsteinn Már Bald- vinsson um þessi ummæli mín og sagði að Samheiji tæki þátt í að gera út tvö fiskiskip af ámóta stærð og íslensk fiskiskip og á þeim skip- um væru tveir vélstjórar og einn aðstoðarmaður í vél. í framhaldi af ummælum Þor- steins fékk ég upplýsingar frá Helgi Laxdal þýsku útgerðinni sem gengur undir skamm- stöfuninni DFFU um mönnun skipanna þriggja sem Samheiji gerir út í Þýskalandi, þ.e. Save manning dockument, eða lág- marks öryggismönnun skipanna sem gefin er út af opinberum aðilum í Þýskalandi. Skipin heita Cuxhafen sem er með 1.400 kw vél til framdriftar. Skipið er mannað tveimur vél- stjórum og einum að- stoðarmanni í vél sem er með 3,5 ára starfs- þjálfun og nám vegna starfsins. Ef skipið væri mannað samkvæmt ís- lenskum lögum væru á því tveir vélstjórar en enginn aðstoðarmaður í vél. Hin skipin tvö heita Kiel og Wiesbaden. Þau eru með rúmlega 2.200 kw vél til framdriftar, um borð eru m.v. mönnunarskírteini 7 í vél, 3 vélstjórar, 3 aðstoðarmenn, þar af einn véivirki og einn raf- virki. í upplýsingum frá útgerðinni kemur fram að um borð í þessum Hér er sennilega um að ræða eina af þekktum aðferðum viðkomandi, segir Helgi Laxdal, til að koma á óeiningu milli stétta. skipum séu þrír til viðbótar þeim fjölda sem kemur fram í mönnunar- skírteininu og tilheyri þeir vélar- rúmsliðinu. Tveir þeirra starfi í tengslum við fiskimjölsverksmiðj- una og einn sé baadermaður. Þessi skip eru nokkuð_ stór eða tæpir 85 metrar að lengd. í því sam- hengi má benda á Sigli SI 250, hann er um 81 metri að lengd og með fiskimjölsverksmiðju um borð líkt og þessi skip. Þar um borð eru 3 vélstjórar samkvæmt íslenskum lög- um, enginn rafvirki. Sama á við um skip Samheija. Ef þau sigldu undir íslenskum fána þá krefðu fsl. lög þriggja vélstjóra í vélarrúmsáhöfn- ina, hvorki aðstoðarmanns né raf- virkja. En við þurfum ekki rafvirkja á okkar skip vegna þess að í vél- stjóranáminu er kennd rafmagns- fræði sem virðist ekki vera gert i þýska vélstjóranáminu, a.m.k. ekki að neinu marki. Niðurstaða mín er súi að við Þorsteinn Már fórum báð- ir nokkuð vel með staðreyndir í nefndum viðtölum en við vorum bara ekki að tala um sömu skipin. Það skýrir greinilega það sem á milli bar í öllum meginatriðum. í ræðu sinni á aðalfundinum lét Kristján Ragnarsson þess getið að skipstjórarnir væru búnir að yfir- taka störf vélstjóranna að hluta til og þess vegna ætti að fækka vél- stjórum um borð. Mínar upplýsingar benda á þveröfuga átt eða þá að vélstjórarnir standi t.d. einir „út- stímin" á mörgum netabátum. Aft- ur á móti kannast viðmælendur mínir ekki við það að hafa séð skip- stjórana við störf í vélarrúminu. Hér er sennilega um að ræða eina af þekktum aðferðum Kristjáns til þess að koma á óeiningu milli stétta. Það dregur úr samtakamætti þeirra gagnvart útgerðinni. Höfundur er formaður Vélstjórafélags Islands. BRETLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.