Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 33 - STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓSKÝRÐUR MUNUR RAFORKUVERÐS RAFORKUVERÐ til heimilisnota er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum samkvæmt upplýsingum frá Samorku, sambandi rafveitna og hitaveitna. Verðþróunin hefur verið mjög misjöfn árin 1993 til 1997. Verðið er nú lægra hjá þremur rafveitum en það var 1993, á Suður- nesjum, þar sem það hefur lækkað um 11,3%, á Akur- eyri, þar sem það hefur lækkað um 1,2% og Selfossi, þar sem það hefur lækkað um 1%. Vísitala neyzluverðs hefur hækkað á sama tíma um 8,6%, svo um raunlækkun er að ræða á þessum þremur stöðum. Sérstaka athygli vekur, hversu raforkuverð á Suðurnesj- um er miklu hagstæðara heimilunum en það er í Reykja- vík, enda hefur þróunin verðið þveröfug á þessum stöðum á fyrrgreindu tímabili. Árið 1993 kostaði kílóvattstundin á Suðurnesjum kr. 8,25 en kostar nú kr. 7,32, en í höfuð- borginni kostaði kílóvattstundin kr. 7,59 árið 1993 en kostar nú kr. 8,38. Verð hefur því hækkað í Reykjavík um 10,4% á sama tíma og lækkunin er 11,3% á Suðurnesj- um. Þetta er ótrúlega mikill verðmunur milli þessara tveggja veitusvæða. Augljóst er, að íbúar Reykjavíkur njóta ekki sem skyldi hagkvæmni stærðar raforkumarkað- arins í verðinu. Þeir eiga kröfu á skýringum á því, hvers vegna þróunin hefur orðið svo gerólík á milli þessara tveggja nágrannabyggðarlaga. Hver er ástæðan? Samkvæmt upplýsingum Samorku er munurinn á hæsta og lægsta raforkuverði til heimilisnota hvorki meira né minna en 33,5%. Það er lægst á Suðurnesjum en hæst hjá Rafmagnsveitum ríkisins, þar sem kílóvattstundin kostar nú kr. 9,77 og hefur hækkað um 7% frá 1993. Horfur eru á því, að raforkuverð hjá RARIK hækki um næstu áramót um 1,7% eða það sama og hjá Landsvirkj- un. Búast má við því, að fleiri rafveitur hækki verðskrá sína um áramótin. Raforkan í Reykjavík mun hins vegar lækka þá um 2% auk þess sem Rafmagnsveita Reykjavík- ur tekur á sig þessa 1,7% hækkun Landsvirkjunar. Lækkun raforkuverðs á svæði Rafmagnsveitu Reykja- víkur um næstu áramót breytir hins vegar engu um það, að engin sjáanleg rök eru fyrir þessum verðmun á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. FRAMLEIÐNIOG SAMKEPPNI HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands hefur tekið saman skýrslu um framleiðni vinnuafls hérlendis á árunum 1973 til 1994 og eru helztu niðurstöður, að fram- leiðniaukning er um það bil 2% á ári að jafnaði eða um 56% á tímabilinu öllu. Skýrslan er unnin að tilhlutan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem fól Hagfræði- stofnun verkið, með ósk um að borin yrði saman fram- leiðni hér við framleiðni í Bandaríkjunum og Danmörku. Ingjaldur Hannibalsson, dósent, sem hafði umsjón með verkefninu, telur að þessi framleiðniaukning sé ekki mik- il borið saman við t.d. Singapore, Hong Kong og írland, en sé litið til Bandaríkjanna og Danmerkur hefur aukning- in þar ekki verið eins hröð. Miðað við hagvaxtarþróun í þessum löndum er árangur hérlendis ekki mjög góður. Island er í 20. sæti af þeim 23 löndum, sem tekið var mið af. Hins vegar er framleiðniaukning í fiskveiðum hérlend- is í takt við það sem bezt gerist í veröldinni. Töluverð framleiðniaukning, eða 53%, hefur einnig verið hjá starfs- fólki í smásöluverzlun, þar sem því hefur fækkað um 21% eða um 2.000 manns. í skýrslunni kemur ennfremur fram, að framleiðni fjármagns hér á landi hefur að mestu staðið í stað tímabilið, sem skýrslan nær til. Helztu tillögur skýrsluhöfunda til að hleypa lífi í fram- leiðni hérlendis eru aukin samkeppni á markaði, annars vegar með því að því að afnema viðskiptahindranir til að auðvelda sem mest flutning þekkingar til landsins og hins vegar með því að afnema lög og reglugerðir, sem tak- marki samkeppni á markaði. Auðlegð íslendinga felst í náttúruauðlindum lands og sjávar og ekki sízt í mannauðnum. Aukin þekking starfs- fólks fyrirtækja, aukið frelsi í viðskiptum og aukin sam- keppni, samfara stöðugleika í efnahagsmálum, eru for- sendur aukinnar framleiðni. BAKSLAG í AFKOMU FLUGLEIÐA FYRSTU NÍU MÁNUÐINA GENGISÞRÓUN OG LAUNAHÆKKANIR RÖSKUÐU ÁÆTLUNUM Félagið mun hvergi hvika frá hagnaðar- markmiðum sínum iyrir áríð 2000 þrátt fyrir bakslag í afkomunni í ár. Kristinn Bríem og Þorsteinn Víglundsson könnuðu aðstæður hjá félaginu um þessar mundir og leituðu viðbragða verðbréfamiðlara við afkomu úr níu mánaða uppgjöri. FLUGLEIÐIR munu hvergi hvika frá markmiði sínu um 5,5% hagnað fyrir skatta af veltu félagsins árið 2000, þrátt fyrir að verulegt bakslag hafi komið í afkomuna á þessu ári. Ætla má að afkoman verði í járnum á árinu í heild, en til að uppfylla þetta markmið þyrfti hagn- aðurinn að nema 1,3 milljörðum. Er þá gert ráð fyrir að velta félagsins á þessu ári verði um 23 milljarðar. Eins og fram hefur komið nam hagnaður Flugleiða af reglulegri starfsemi um 341 milljón króna fyrstu níu mánuði ársins og minnk- aði um 547 milljónir frá sama tíma- bili 1996. Vegna söluhagnaðar af flugvél nam endanlegur hagnaður hins vegar 519 milljónum, en var á sama tíma í fyrra 662 milljónir. Á meðfylgjandi yfirliti sést að afkoman af reglulegri starfsemi fyrstu níu mánuðina í ár er sú versta frá árinu 1993 miðað við þetta tímabil. „Bakslagið herðir okkur“ Þeir Halldór Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug- leiða, og Einar Sigurðsson, verðandi framkvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs, segja að niður- staðan af rekstrinum í ár muni síður en svo slá stjórnendur félagsins út af laginu. Áfram verði unnið mjög markvisst að uppbyggingu rekstrar- ins með það að leiðarljósi að hagnað- urinn fyrir skatta nemi 5,5% af veltu. „Bakslagið herðir okkur,“ segir Hall- dór. Á aðalfundi Flugleiða í marsmán- uði sl. skýrði Sigurður Helgason, forstjóri, frá því að horfur í rekstri félagsins á þessu ári væru góðar og félagið gerði ráð fyrir hagnaði. Benti hann á að á síðasta ári hafi félagið flutt fleiri farþega en nokkru sinni fyrr og gert væri ráð fyrir ennfrek- ari aukningu á þessu ári. Hvað skyldi þá hafa breyst frá þessari áætlun? Halldór Vilhjálmsson svarar því til að þegar þessi orð hafí verið töluð hafí legið fyrir rekstraráætlun frá því í desember 1996. Reksturinn fyrstu mánuði ársins hafí verið eftir áætlun og bókanir fram í tímann lofað góðu. „Við gerðum ráð fyrir að hagnaður af starfseminni yrði kringum 300-350 milljónir fyrir utan söluhagnaðinn. I upphaflegri áætlun í desember gerð- um við ráð fyrir að launahækkanir yrðu um 3% í upphafí árs og nálægt 2% á síðasta ársfjórðungi. Þegar þessi áætlun var endurskoðuð í ágúst eftir sex mánaða uppgjör höfðu allar for- sendur breyst varðandi laun og geng- isþróun.“ Miklar gengissveiflur Stöðugildi hjá Flugleiðum hér á landi eru um 1.600 talsins að jafn- aði og þar að auki eru 200 manns erlendis, þannig að samtals eru um 1.800 stöðugildi. Lunginn af launa- kostnaði fyrirtækisins er því í ís- lenskum krónum. Hækkaði hann fyrstu níu mánuðina um 244 milljón- ir umfram hækkun vegna fjölgunar stöðugilda. Annar þáttur sem spilar inn í afkomuna með margvíslegum hætti eru miklar gengissveiflur sem urðu fyrst og fremst á fyrri hluta ársins og fram á haust. Þetta hafði áhrif á sölu okkar og samdráttur í Þýskalandi kostaði okkur vel á annað hundrað milljónir í veltu. Gengis- áhrifin hafa einnig verið íþyngjandi t.d. vegna eldsneytiskostnaðar og leigu á flugvélum," segja þeir. Um áætlanagerð félagsins al- mennt segja þeir að ekki hafí orðið stórar sveiflur frá áætlun á undan- förnum árum. „Áætluninni er fylgt eftir mánaðarlega og margir þættir sem liggja til grundvallar henni e_ru kannaðir oftar,“ segir Einar. „Ég held að eftirfylgni með rekstraráætl- un sé án efa með þeirri öflugustu sem þekkist í íslenskri fyrirtækja- flóru, jafnvel þó aðeins sé litið til stóru fyrirtækjanna. Þegar hafður er í huga sá gríðarlegi fjölbreytileiki sem er í rekstrinum og að félagið er að vinna á tugum erlendra mark- aða held ég að segja megi að það hafi náð mjög góðum tökum á áætl- anagerð." Eins og fyrr segir hefur gengis- þróunin verið Flugleiðum óhagstæð á þessu ári, því gengi gjaldmiðla á mikilvægum mörkuðum lækkaði umtalsvert á fyrri hluta ársins og fram á haust. Gengishækkun dollars olli því síðan að veigamiklir kostnað- arliðir hækkuðu í íslenskum krónum. Um það til hvaða ráða félagið hafi gripið til að mæta gengisáhættu seg- ir Halldór Vilhjálmsson: „Það má segja að gengisáhættan sé tvíþætt. Annarsvegar í efnahagsreikningi fé- lagsins þar sem félagið skuldar veru- legar fjárhæðir í erlendri mynt vegna flugvélakaupa á undanförnum árum. Við veijum félagið gengissveiflum með því að hafa þessi lán í sömu mynt og markaðsverð flugvéla og Flugleiðir hf. og hlutdeild í dótturfélögum uy muiucnu ■ uv»ui icivyuui Úr milliuppgjörum fyrir jan.-sept., milljónir króna á verðlagi hvers árs , --------OL 0/ ---------% 0/ ------------- llr ralscirarrailsninni 4 007 .< ...u.. 4 aac f QOR.1...11.. 4 aaa . . ..... Úr rekstrarreikningi Hagnaður af realulegri starfsemi 1997 af veltu 342,0 2,3% % 1996 afveltu 834.5 5,8% 1995af veltu 712.9 5,7% 1994 afveltu 672.7 5,4% 1993 afveltu 226.2 2,2% Aðrar tekjur og gjöld: Hagnaður (tap) af solu eigna 446,1 3,0% 2.9 0.0% 347,8 2,8% 12.6 0,1% (1.9) 0,0% Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt Reiknaðurtekjuskattur Eignarskattur 788,1 5,3% (187,9) (41,8) 836,6 5,8% (203,4) (26.4) 1.060,7 (48.2) (29.2) 8,5% 685,3 0 0 5,5% 224.3 2,2% 180.4 JML Hagnaður án áhrifa dótturfélaga Áhrit dótturtélaga 558,5 15j8 606,9 54,9 983,3 72,7 685,3 79,4 396,6 7,6 Hagnaður tímabilsins 574,2 3,8% 661,8 4,6% 1.056,0 8,5% 764,7 6,5% 404,2 3,9% erum því að endurmeta flugvélaeign- ina með hliðsjón af sömu gengis- sveiflu og hefur áhrif á skuldirnar. í rekstrarreikningi getur gengið haft veruleg áhrif. Um árabil hafa íslensk fyrirtæki í þessari atvinnugrein al- mennt hagnast af gengisþróun krón- unnar. Þau hafa því farið fremur hægt í sakimar að festa gengi og kaupa sér tryggingar fyrir sveiflum. Nú eru að verða breytingar á stöðu krónunnar, hún er að styrkjast. Það og óvenjulega öflugar gengissveiflur er- lendra mynta á árinu benda til þess að fyrirtækin í ferða- þjónustunni þurfi að beita sér meira á þessu sviði. Einn þátt gengissveiflunnar getum við svo ekki haft áhrif á. Það eru markaðsáhrif líkt og gerðist á Þýskalandsmarkaði í ár. Þýska markið lækkaði og ferðir til íslands hækkuðu í verði. Afleiðingarnar voru færri farþegar og fjöldi far- þega leitaði í ódýrari ferðir. Það sem við þó getum gert þegar svona ber til er að flytja söluna á milli markaða. Þegar markið stendur iágt og bandaríkja- dollari er sterkur flytjum við áhersl- urnar í sölunni og reynum að selja sætin yfír hafíð fremur í Bandaríkj- unum, en Þýskalandi. í áætlunum okkar fyrir komandi mánuði er gert ráð fyrir að söluaukning í Bandaríkj- unum verði veruleg og við einbeitum okkur að sókn á þeim markaði." Ekki má líta framhjá söluhagnaði í frétt á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins í gær var skýrt frá því að rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir hefði minnkað um 880 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins. Halldór Vil- hjálmsson bendir á að þessi niður- staða gefí ekki rétta mynd af þróun- inni í rekstrinum. Sú breyting hafi orðið milli tímabila að félagið hafí selt tvær vélar, eina í desember 1996 og aðra í janúar 1997. „Þetta þýðir að leigan á þessum vélum bætist við rekstrarkostnað, en á móti kemur lækkun á vaxtakostnaði og afskrift- um. Þar er um að ræða tilfærslu á kostnaðarliðum," sagði hann. Og Halldór bætir því við að ekki megi líta fram hjá söluhagnaðinum við mat á árangri félagsins. „Flug- leiðir hafa hagnast á kaupum og sölu flugvéla á undanförnum tíu árum og síðustu fjögur árin má segja að þetta hafi verið fastur þáttur í rekstrarniðurstöðu ársins. Við kaup á flugvélum hefur félagið það í huga að velja réttan tíma til samninga- gerðar við framleiðendur til að tiyggja hagstæðustu verð og jafn- framt er það haft til hliðsjónar að vél verði seld og endurleigð til félags- ins innan 5-8 ára þegar flugvéla- markaður er góður og verðið hátt. Þannig má segja að heildarávöxtun þeirra fjármuna sem lagðir eru í flug- vélar hjá félaginu felist ekki einvörð- ungu í starfrækslu tækjanna heldur einnig í því starfi sem lagt er í áætlana- og samn- ingsgerð við kaup og sölu þeirra. Þess vegna er því stundum haldið fram að kaup og sala flugvéla ætti að vera liður í reglulegri starfsemi fé- lagsins." Unnið að því að lækka kostnað Flugleiðir réðust í sérstakt átak fyrir nokkrum árum með það að markmiði að lækka kostnað í fyrirtækinu um 500 milljónir króna. „Það skilaði sér viðvarandi í rekstrinum," segir Einar. „Mælt í eininga- kostnaði höfum við verið í hærri kantinum í samanburði við bandarísku félögin. Hins vegar erum við að ná mjög góðum árangri miðað við evrópsku félögin. Viðbrögð okkar felast ekki í niðurskurðaraðgerðum og samdrætti í umsvifum heldur höldum við fast við stefnu okkar um sókn á markaðnum og aukið um- fang, en á sama tíma förum við í gegnum alla rekstrarþætti með það fyrir augum að lækka kostnað. Við ætlum að stækka reksturinn og byggja áfram á tengimiðstöðinni í Keflavík. Stækkunin á að geta leitt Einar Halldór Sigurðsson Vilhjálmsson Sterk viðbrögð fjárfesta við lakari afkomu Flugleiða Markaðsvirði lækkaði um 1,2 milljarða LAK ARI afkoma Flugleiða á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil á siðasta ári olli greinilega miklum von- brigðum á verðbréfamarkaði í gær. Gengi bréfanna lækkaði um tæp 19% strax í upphafi dags, úr 3,57 í 2,90 en hækkaði í 3,05 fyrir lokun. Þetta samsvarar því að markaðsvirði félagsins hafi lækk- að um 1,2 milljarða króna i gær eða15%. Það má raunar segja að þessi viðbrögð markaðarins hafi verið í samræmi við þau viðbrögð sem urðu við lakara milliuppgjöri en búist hafði verið við hjá nokkrum fyrirtækjum, þar á meðal Flug- leiðum, nú í sumar. Þessi lækkun í gær átti stóran þátt í því að hlutabréfavísitaia Verðbréfaþings lækkaði um 1,5% í viðskiptum gærdagsins. Þeir verðbréfamiðlarar sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru almennt sammála um að þessi afkoma hefði valdið umtalsverð- um vonbrigðum. Þrátt fyrir að tæplega 200 milljónum króna lak- ari afkoma félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið ákveð- in vísbending um að afkoma fé- lagsins yrði lakari á þessu ári en í fyrra, hafi nokkrar vonir verið bundnar við að sumarið myndi koma vel út fyrir félagið. Skiptar skoðanir eru hins vegar á því hver þróunin verði á gengi hlutabréfanna á næstu vikum. Ótti við miklar sveiflur í rekstri „Það var talið að afkoman yrði ekki þetta siæm,“ segir Halldór Friðrik Þorsteinsson, hjá Kaup- þingi. „Féiagið virtist vera að sækja í sig veðrið aftur en nú lítur út fyrir að afkoma þess verði í járnum í ár en á síðasta ári nam hagnaður félagsins 632 milljónum króna, en þar af var óreglulegur hagnaður rúmar 400 milljónir. Þetta sýnir auðvitað hvað félagið er næmt fyrir mörgum ytri þáttum eins og gengisþróun, launaþróun og eldsneytiskostnaði. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni að það sé ekki að skila framlegð af auknum tekjuni." Halldór Friðrik segist telja að þessar fréttir muni því valda nokk- urri hræðslu meðal fjárfesta við þessar miklu sveiflur sem orðið geti í rekstri félagsins og sú hræðsla verði líkast til verðlögð inn í gengi bréfanna. Hann segist því ekki reikna með því að gengi á hlutabréfum félags- ins muni hækka mikið á næst- unni. „Á móti má þó segja að þetta er atvinnugrein sem menn binda vonir við í framtíðinni og horfa með velþóknun á með tilliti til vaxtar og fleira. Það veldur þó áhyggjum hvað sveiflurnar eru miklar í rekstrinum. Fjárfestar verða því líklegast varkárari en áður,“ segir Halldór Friðrik. Minna sjóðstreymi áhyggjuefni Árni Oddur Þórðarson, hjá Bún- aðarbankanum Verðbréfum, segir afkomu Flugleiða vissulega valda vonbrigðum. Þá séu það veruleg vonbrigði að sjóðstreymi félagsins skuli minnka svo mikið. „Búnaðarbankinn Verðbréf styðst í sínum útreikningum aðal- lega við hreina fjármunamyndun fyrirtækja. Hrein fjármunamynd- un hjá Flugleiðum þegar búið er að taka tillit til endurnýjunarfjár- festinga minnkar verulega vegna þess að sjóðstreymið minnkar um 575 milljónir króna milli ára. Útlit er því fyrir að lítil sem engin fjármunamyndun verði í félaginu á þessu ári þar sem fjár- festingaþörf vegna endurnýjana í rekstri sem þessum er allnokkur. Afkoma félagsins er alltaf mun verri yfir vetrartímann, líkt og forráðamenn félagsins hafa oft bent á.“ Góð sætanýting ekki að skila félaginu nægilegum tekjum Árni Oddur segir að Búnaðar- bankinn hafi varið töluverðum tíma til greiningar á Flugleiðum. Þar hafi verið vitað að þróun á eidsneytisyrði félaginu óhagstæð, að launahækkanir yllu kostnaðar- auka og gengisþróun yrði því ekki hagfelld. „Á móti sáum við hins vegar að sætanýtingin var mjög góð og 15% söluaukning hefði átt að skila fé- laginu auknum tekjum. Við bjugg- umst alls ekki við betri afkomu í ár en í fyrra en við bjuggumst heldur ekki við því að hún yrði mun lakari.“ Árni Oddur segir þó að þrátt fyrir að afkoma féiagsins nú valdi nokkrum vonbrigðum þá líti hann enn svo á að framtíðarhorfur fé- lagsins séu góðar. Framlegðin þurfi hins vegar að aukast. „Kostnaður sem hlutfall af tekj- um er of mikill og forráðamenn félagsins hafa líkt félaginu við barn í of stórum fötum og því þurfi það að vaxa. Það má þá hins vegar ekki gerast að samhliða vexti aukist kostnaður svo mikið sem raun ber vitni. Hins vegar má reikna með því að fyrirtæki með þessa vaxtar- möguleika og þessa eignarstöðu geti aukið fjármunamyndun sína verulega á næstu árum. Flugleiðir ættu því að vera ágætur fjárfest- ingakostur í framtíðinni,“ segir Árni Oddur. Mæltu með kaupum í lækkunarhrinunni Davíð Björnsson hjá Landsbréf- um segir að 6 mánaða milliuppgjör Flugleiða hafi að vissu leyti gefið tóninn og því hafi slæm afkoma félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins kannski ekki þurft að koma svo mjög á óvart, í það minnsta hafi hún ekki verið neitt reiðar- slag þó svo að búist hafi verið við því að hún yrði eitthvað betri en raunin hafi orðið. „Þegar ljóst varð hvert stefndi með gengið vorum við alveg full- vissir um að hér væri um mjög gott kauptækifæri að ræða. Við höfum kannað Flugleiðir sérstak- lega og forsvarsmenn félagsins kynntu okkur framtíðaráform sín ágætlega. Við höfum skoðað fyrir- tækið eitt og sér og þá einkanlega sjóðstreymið og við höfum trú á því að þetta séu nyög góð kaup á því gengi sem bréfin voru að selj- ast á,“ segir Davíð. Davíð segir að viðbrögð mark- aðarins hafi verið mjög sterk og ef til vill réttlætanleg en þau hafi líka skapað góð tækifæri. „Við höfum fulla trú á langtímastefnu félagsins og að félagið geti skapað sér arðvænlega stöðu með því að verða stærri en þeir eru nú á þess- um jaðarmarkaði. Með það í huga teljum við þetta vera prýðisgóð kaup.“ Hann segir lakari afkomu nú en á sama tíma í fyrra engu breyta þar um. Stjórnendur Flugleiða sjái það af viðbrögðum markaðarins að hluthafar ætlist til betri af- komu. „ Við höfum trú á því að þeir geri sér grein fyrir þvi að þessi afkoma sé ekki viðunandi og eru að grípa til aðgerða til að bæta hana.“ Davið segist því reikna með að botninum hafi verið náð með lækk- uninni í gær og hann hafi trú á því að gengi Flugleiðabréfa kunni að nyakast upp á við á næstunni. Verulegar sveiflur á gengi Flugleiðabréfa á þessu ári Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hefur mjög mikil sveifla orð- til hagræðingar því þá nýtir félagið betur fastan kostnað.“ Og Halldór bætir við að nú séu starfandi nokkrir hópar sem hafi fengið það verkefni að fást við ákveðna kostnaðarþætti. „Sú vinna er stöðugt í gangi.“ Tap af innanlandsflugi í níu mánaða uppgjöri Flugleiða er sérstök grein gerð fyrir afkomu dótturfélaga. Þar sést. að afkoma þeirra er mun lakari en árið á und- an. Áhrif dótturfélaga í ár eru já- kvæð um 15,8 milljónir, en árið á undan voru áhrifín jákvæð um 54,9 milljónir. Þessar tölur eru þó ekki samanburðarhæfar því rekstur inn- anlandsflugs var færður frá móður- ' félaginu til Flugfélags íslands 1. júní sl., en rekstur Flugfélags Norðurlands hf. var tekinn inn í sam- stæðuna um síðustu áramót. Ljóst er að töluvert tap verður af innan- landsfluginu í ár. Þá sést einnig að afkoma ferða- skrifstofunnar Úrvals-Útsýnar hf. hefur versnað verulega og lítilshátt- ar tap verið af rekstrinum fyrstu níu mánuðina. Skýrari ábyrgð á afkomu eininga Flugleiðir tilkynntu jafnframt á fimmtudag um skipulagsbreytingar sem fólu í sér nokkrar tilfærslur á ^, æðstu stjórnendum þess. Sú spurn- ing vaknar hvort verið sé að bregð- ast við versnandi afkomu félagsins. „Nei, alls ekki. Meginástæða þessara breytinga er sá mikli vöxtur sem nú er spáð í rekstri félagsins á næstu árum. Áform um þennan mikla vöxt eru til komin frá því að félagið gerði síðast skipulagsbreytingar. Félagið mun stækka um 9-10% á ári, auka við flugflotann og bæta við nýjum áætlunarstöðum. Það er mikilvægt að þessi vöxtur skili felaginu ár- _ angri. Þess vegna vill það tryggja * að v.erkefni og viðfangsefni hverrar eíningar séu skýrt afmörkuð. Félag- ið er að setja upp sérstakt fyrirtæki um hótelrekstur sem hefur hingað til verið í bland með ferðaskrifstofu og flugrekstri. Starfsemi á sviði markaðs- og sölumála í fragt- og farþegaflugi er aðgreind. Jafnframt hefur stefnan verið sú að vinna að pakkaframleiðslu í ferðaskrifstofum fremur en sem hluta af flugrekstrin- um. Þetta eru meginbreytingamar í skipulaginu nú. Þær eru fyrst og fremst til að búa fyrirtækið undir nýja framtíð.“ ið á gengi hlutabréfa í Flugleiðum á þessu ári. í upphafi árs var gengi þeirra rúmlega 3 en fór jafnt og þétt hækkandi í þeim miklu hækk- unum sem urðu á hlutabréfamark- aðnum á fyrstu 4 mánuðum árs- ins. Þá ollu fréttir af fyrirhuguð- um kaupum félagsins á allt að átta nýjum þotum á næstu árum verulegum hækkunum á gengi bréfanna og í byijun maí var gengið komið í tæplega 4,80, um 54% hærra en um áramót. Gengið lækkaði hins vegar nokkuð á nýjan leik upp úr þessu og í byijun júní var það komið niður í 4,16. Þá tók það hins vegar verulegan kipp, hækkaði í tæplega-. 5 eða sem samsvarar 61% hækkun frá áramótum. Þessi hækkun vakti raunar nokkra furðu enda hafði ekkert nýtt komið fram í rekstri félagsins. Var hún einna helsttal- in eiga rætur að rekja til þess að frétt um flugvélakaup félagsins hafði aftur skotið upp kollinum í fréttatíma Stöðvar 2 á sama tíma. Upp úr þessu fór gengi bréf- anna lækkandi og stóð í rúmlega 4,55 þegar félagið birti 6 mánaða milliuppgjör sitt. Það olli hins veg- ar verulegum vonbrigðum og lækkaði gengi bréfanna um nær 20% í kjölfar þess. Á næstu vikum lækkaði það nokkuð til viðbótar og fyrir birtingu 9 mánaða upp- gjörs félagsins hafði það lækkað niður í 3,57 eins og fyrr segir. Sú lækkun sem varð á gengi bréfanna í gær þurrkaði síðan endanlega út þá hækkun sem orðið hafði á gengi þeirra frá áramótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.