Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.11.1997, Blaðsíða 36
-36 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Arangur í kvennabaráttu KVENNALISTINN hélt nýlega landsfund þar sem samþykkt var tillaga um að ganga til málefnaviðræðna við A-flokkana um sam- starf í næstu þingkosn- ingum. Nokkuð hefur verið rætt um þessa tillögu í fjölmiðlum og hefur umíjöllunin ein- kennst af upphrópun- um og yfirlýsingum um að verið sé að leggja samtökin niður, eða að Kvennalistinn sé að renna saman við aðra flokka. Þær konur sem stóðu að tillögunni hafa margoft bent á þá staðreynd að í þessu felst eingöngu umboð til viðræðna, framhaldið ræðst síðan af niðurstöðum þessara viðræðna. Alþýðubandalagið hélt landsfund helgina á undan Kvennalistanum og samþykkti þar nákvæmlega sambærilega tillögu sem fól í sér umboð til formanns fiokksins til málefnaviðræðna. Enginn talaði þá um að verið væri að leggja Alþýðu- bandalagið niður eða að flokkurinn væri að renna saman við önnur stjórnmálasamtök. Staðreyndin er nefnilega sú að framundan er mikil vinna hjá þessum flokkum við mál- efni og áherslur. Það verður því ekki fyrr en á næstu landsfundum, þegar niðurstöður liggja fýrir, sem ögurstundin rennur upp. Hvað þá gerist er ekki gott að segja, en eflaust munu einhveijir sem ekki geta sætt sig við niðurstöðuna fara annað. Óljós skil milli flokka Um þessar mundir eru íslensk stjórnmál í mikilli deiglu þar sem flokksbönd hafa trosn- að og hugmyndafræði- leg skil milli flokka Steinunn Valdís orðið æ óljósari. Hver Óskarsdóttir hefði tá- trúað Því að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík auglýsti eftir fólki utan flokksins til að taka þátt í forvali vegna kosninga, eins og nú hefur orðið raunin. Skilgreiningar eru famar að riðlast og pólitíkin er orð- in opnari en hún hefur nokkurn tíma verið. Krafa tímans er samvinna og samstilling krafta þess fólks sem hefur kennt sig við félagshyggju. Það er einnig krafa tímans að kon- ur og karlar starfi hlið við hlið að mótun þess samfélags sem við vilj- um sjá í framtíðinni. Þar leikur Kvennalistinn og kvenfrelsishug- myndir hans stórt hlutverk. Mikil- vægi Kvennalistans í íslenskri póli- tík er óumdeilanlegt, en það er líka staðreynd að það er erfitt að vera andófsafl í fimmtán ár og láta kven- Krafa tímans, segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, er samvinna og samstilling. frelsisröddina hljóma svo eftir sé tekið. Hugmyndir Kvennalistans Hugmyndir þær sem Kvennalist- inn fer nú með í viðræður við A-flokkana byggjast á því að sam- þætta jafnréttishugsun inn í alla almenna stefnumörkun. Auðvitað er samþætting sem aðferð ekki nýtt fyrirbæri og ekki markmið í sjálfu sér. Það er hins vegar mikil- vægt að hætta að líta á jafnrétti sem sérafmarkað fyrirbæri og flétta viðhorfið inn í alla almenna stefnu- mörkun. Til þess er hægt að nota samþættingaraðferðina. Gertrud Ástrom sem er sænskur félagsfræð- ingur hefur lýst þessu þannig að á undanförnum árum höfum við byggt ,jafnréttisherbergi“ við hlið hins pólitíska húss. Þannig hafi málefnum, sem flokkuð hafi verið sem jafnréttismál, gjarnan verið skellt inn í “jafnréttisherbergið" og þar með hafi málin verið afgreidd. Konur hafi setið inni í jafnréttisher- berginu og unnið að jafnréttismál- um. Ekki má þó skilja orð mín þann- ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 928. þáttur TVEIR hinna mestu orðsnill- inga okkar tíma, frændurnir Helgi Hálfdanarson og Hannes Pétursson, skiptust á skemmti- legum rökræðum fyrir nokkrum árum um orðalag í Hulduljóð- um Jónasar, „þar sem að bárur bijóta hval á sandi“. Umsjónar- maður þessara þátta lærði sitt- hvað af þessum andlegu skylm- ingum, og mætti vera meira af fimlegum rökræðum í blöðum okkar og tímaritum. Satt best að segja þykir umsjónarmanni sem Helgi Hálfdanarson sé því- líkur ofureflismaður á ritvelli, að fáum tjói að eiga leik við hann, öðrum en þá frænda hans Hannesi og fermingarbróður hans Hrólfi Sveinssyni, limru- skáldi m.m. Nú gerðist það, að umsjónar- maður fann af tilviljun ann- álsgrein, sem kynni að varpa einhverri ljósglætu á fyrmefnt deiluefni, og birti annálsgreinina hér í pistli. Sýndi Helgi Hálfdan- arson þættinum þá þann sóma sem fyrr, að leggja honum til efni. Birtist bréf hans 4. okt. sl. Nokkru síðar fékk umsjónar- maður langt og rækilegt bréf frá Hannesi Péturssyni um fyrr- greint efni, og rekur Hannes þar fyrst aðdraganda að því sem um var deilt. Birtist bréf Hannesar hér, þakksamlega þegið, fyrri hlutinn nú og síðari hlutinn í næsta þætti. Hannes skáld tekur til máls: vKæri Gísli. I nýlegum þætti um íslenzkt mál vaktir þú upp þrætuefni sem rætt var á prenti fyrir hálfum áratug, þ.e. hvemig skilja bæri línu Jónasar i Hulduljóðum: „Þar sem að bárur bijóta hval á sandi.“ Þá skiptumst við Helgi Hálfdanarson á skoðunum og sýndist sinn veg hvoram. Það tæki of mikið rúm hér að rifja upp í heild þá túlkun sem ég setti fram í Lesbókargrein 29.8. ’92; hlýt þó að nefna að ég rakst á orðið hvalbrot í gömlum skrif- um og tengdi það ljóðlínu Jónas- ar, áleit að skilja bæri hana bók- staflega, og vík ekki frá því; sá fróði maður, Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, sem gaf út rit- safn Jónasar Hallgrímssonar á fyrri hluta aldarinnar, virðist einnig hafa gert svo, ritaði að minnsta kosti að ekkert væri athugavert við orðalagið að brjóta hval; var þá að hafna þeirri skýringartilraun (sem fer í bága við handrit skáldsins) að hér ætti að standa hvel. Þú birtir í þætti þínum hinn 4. þessa mánaðar bréf frá Helga Hálfdanarsyni. Þar vísar hann til áðumefndrar deilu. Helgi skrifar þér meðal annars: „Al- þekktur barnaleikur kallast höfrungahlaup. Þar eltir og stekkur hver fram yfir annan í svo langri röð sem verkast vill. Ýmsir töldu líklegast, að þessi leikur eða annar honum svipaður hafi kallazt að brjóta hval, enda sé það heiti hugsanlega dregið af bókstaflegri merkingu orðsins hvalbrot, líkt því að leikur nefn- ist höfrungahlaup eftir hreyf- ingum sem þykja minna á hvali (höfrunga). I ljóðlínu væri þá sjávaröldum, sem velta hver um aðra upp í brot á sandi, líkt við börn í slíkum leik.“ Þessa tilgátu setti Helgi fram hér um árið, í síðustu grein sinni af þremur um deiluefnið. Ég hafði að því sinni sagt allt sem ég vildi sagt hafa, andmælt til- gátunni óbeinlínis fyrirfram og hætti þess vegna að stæla við frænda minn. En nú að gefnu tilefni ætla ég að festa fáein orð á blað.“ ★ Torfi H. Ágústsson í Gest- húsi Dúnu skrifar mér vinsam- Iegt og hressilegt bréf vegna gagnrýni Stefáns Snævars hér í þættinum fyrir skemmstu. Ég bauð mönnum rúm til svara, og mér þykir vænt um að Torfi skuli hafa þegið það. Hann seg- ir meðal annars: „Blessaður og sæll, Gísli Jóns- son. Þakka þér áratuga ánægju af lestri tæplega 924 þátta þinna. Oft hefur mig langað að ráðfæra mig við þig.“ Hann biður mig svo að velta vöngum yfir nafninu Gesthús Dúna, og er skemmst af því að segja, að ég sé ekki annað en það sé rétt myndað að íslenskum hætti, varla lakara en Hótel Borg, eða Hótel Saga. Orðið gesthús mun vera ungt í mál- inu, en er rétt stofnsamsetning af gestur, sbr. salhús í Atla- kviðu, einhveiju alelsta kvæði á íslenska tungu. Enska er að hluta til af sama stofni og ís- lenska og ekki að undra, þó að í báðum málunum séu lík orð, sbr. faðir, father, sonur, son. Torfi færir gild rök fyrir því að hann valdi gesthús um gisti- stað sinn og bætir við: „Mér fínnst hentugt að .kenna gisti- staði við stutt íslensk nöfn eins og Edda, Saga, Esja og Dúna eru ... Mér finnst ekki galli að íslenskt orð gagnist í ensku, þýsku eða norrænu samstarfi.“ Umsjónarmaður felst á sjón- armið Torfa og þakkar honum bréfíð. Vel má hann ráðfæra sig við mig um annað, hvenær sem hann vill. Kveðjuorð hans eru: „Margblessaður, Gísli. Þinn ein- lægur, Torfi H. Ágústsson í Gesthúsi Dúnu.“ W Hlymrekur handan kvað: Herra forseti King Kong leit í kólnandi hug á ding dong, bretti upp ermi og sást bráðlega á skermi rústmala alia í ping pong. ig að vegna þessa hafi ekkert gerst á undanförnum árum, þvert á móti. Þróunin hefur leitt til þess að marg- ir einstaklingar hafa sérhæft sig í jafnréttismálum og umræðan hefur fært okkur mörg skref fram á við. Samþætting í reynd Að undanförnu hafa kvennalista- konur rætt hvernig hægt sé _að nota þessa aðferðafræði hér á ís- landi. Norræna ráðherranefndin hefur nú nýlega sett af stað þriggja ára samþættingarverkefni sem íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur tekur þátt í. Þar mun öll starf- semi stofnunarinnar verða skoðuð og greind með tilliti til stöðu kynj- anna. Skoða þarf fjárveitingar til íþróttastarfs og æskulýðsstarfs m.t.t. fjölda æfingatíma karla og kvenna, hæfni þjálfara, launa til leikmanna og fleiri atriða. í Svíþjóð hefur t.d. sænska íþróttasambandið reynt aðferðafræði í líkingu við samþættingu með góðum árangri. Þar hefur verið gerð mjög metnað- arfull jafnréttisáætlun um jafnan hlut kynjanna í stjórnum og nefnd- um. Markmiðið er að tryggja jafn- rétti innan íþróttanna sem þýðir að konur og karlar eiga jafna mögu- leika til íþróttaiðkunar og forgangs- röðunin er jöfn. Bæði kynin hafa þannig jafna möguleika til þátttöku og jafnræði ríkir varðandi fjármagn og stjórnun samtaka og félaga inn- an sænska íþróttasambandsins. Með samþættingu gegnumlýsum við stöðuna -eins og hún er í dag og setjum okkur síðan raunhæf markmið til að jafna út hugsanleg- an mun. Þannig sköpum við samfé- lag jafnaðar og kvenfrelsis. Höfundur er borgarfulltrúi. Hversvegna Lagnakerfis- miðstöð? TJÓN vegna vatns- leka frá biluðum húsa- lögnum eru mikil og fer þeim hratt fjölg- andi. Heildarumfang þeirra er a.m.k. einn milljarður króna árlega og fyöldi þeirra slíkur að 15. hver fjölskylda verður fyrir tjóni á ári hveiju. skv skýrslu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins nr. 95-12 „Átak um forvarnir vatnstjóna - Lokaskýrsla“. Mikinn hluta þess- ara tjóna má rekja til skorts á þekkingu á Kristján Ottósson Þekkingarskortur leiðir til þess að hönd- um er kastað til lok- afrágangs lagnakerfa, sem aftur leiðir til þess að ástand þeirra er óviðunandi, fólk fær ekki það sem það taldi sig vera að borga fyrir og allir eru óánægðir. Þekkingarskortur er afleiðing af algjöru að- stöðuleysi við frum- kennslu og eftirmennt- un hönnuða og iðnað- armanna. Um lokafrá- gang lagnakerfa gilda víða í nágrannalöndum okkar sérstakar vinnu- efni og vinnubrögðum þeirra er að lagnamálum vinna. Jafnframt verða alvarleg slys á Fimmtánda hver öl- skylda verður árlega fyrir tjóni af völdum vatnsleka, segir Krist- ján Ottósson, og árlegt tjón er a.m.k. milljarður króna. fólki og dauðsföll vegna hitaveitu- vatns. Heitt vatn og aðrir heitir vö- kvar eru algengustu brunavaldamir hjá íslenskum börnum. Brunaslys bama á íslandi, innlagnir á Land- spítalann á árunum 1982 til 1995 em 290 böm með húðbmna og em þau slys flest vegna baðvatns (15,2%). skv. Læknablaði 1997:83. Hitastig og þrýstingur heita neysluvatnsins er hærri hér á ís- landi en víðast hvar annarstaðar í heiminum sem veldur vemlega minni líftíma tækja og búnaðar og ótímabærum bilunum sem skapar hættuástand og leiðir til slysa. Auk þess er eftirlit með sölu tækja og búnaðar til lagnakerfa hér á landi nánast óvirkt. ísland er því kærkomið söluland á óvandaðri vöru fyrir erlenda fram- leiðendur. Afleiðing af því er að slys og tjón eru mun algengari en þyrfti að vera. í nágrannalöndum okkar hafa gilt reglur, skráðar og óskráðar um viðurkenningu lagnaefnis. Þar hafa þessar reglur verið virtar, en á Ís- landi hafa reglur um vottun lagna- efnis (sbr. byggingareglugerð, grein 7.0.3) hins vegar að mestu leyti verið hundsaðar. reglur sem ekki hafa náð að festa rætur hér að mestu vegna aðstöðu- leysis. Viðskil við lagnakerfi eru oft með þeim eindæmum að t.d. vita íbúar húsa sjaldnast hvar á að skrúfa fyrir ef vatn fer að leka. Allar merkingar og notkunarleiðbeining- ar eða aðrar skýringar vantar. Nokkur kostnaður er af því að mennta betur hönnuði og iðnaðar- menn en kostnaður vegna reksturs vanbúinna og vanstilltra lagnakerfa er mun meiri. Líf og heilsa verður seint metin til fjár Lagnakerfamiðstöð með allri að- stöðu til kennslu og þjálfunar er ætlað að bæta úr þeim vanda sem lagnamenn á íslandi standa frammi fyrir. Dæmi: í einu sjúkrahúsi á lands- byggðinni voru varmanýtar öfugt tengdir vegna vankunnáttu. Þetta ástand varði í 12 ár. Heildartjón þessa sjúkrahúss í 12 ár (sam- kvæmt hönnunarforsendum) nam a.m.k. 10 m.kr. sem er um fimmt- ungur af stofnkostnaði Lagnakerfa- miðstöðvar. Dæmi sem þessi eru mýmörg. Heildarkostnaður vegna vatns- tjóna er a.m.k. 1.000 m.kr. á ári. Ef árangur af Lagnakerfamiðstöð verður sá að tjónin minnka þó ekki sé nema 1% sparast 10 m.kr á ári eða svipuð upphæð og gert er ráð fyrir til árlegs rekstrarkostnaðar Lagnakerfamiðstöðvar. Ef hins vegar árangur af Lagna- kerfamiðstöð verður sá að tjónin minnka sem nemur 5% sparast 50 m.kr. á ári eða svipuð upphæð og sem nemur stofnkostnaði Lagna- kerfamiðstöðvar. Höfundur er framkvæmdastjóri Lagnafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.