Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
J
I
J
I
I
I
I
J
■J
I
'1
3
3
I
J
i
«
i
«
«
«
«
-f
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 41
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
UUiUU oz) rh
biu komiúr £1
Aðeins
# • • • • •
sœtir sófar*
Eignaskattar og óhagkvæmni
SKATTLAGNING
eigna er ein af þeim
leiðum sem sveitarfé-
lög nota til að afla sér
fjár til reksturs og
ýmissa framkvæmda.
Um þá skatta, sem og
aðra, gildir að gæta
verður sanngirni og
hófs til þess að skatt-
heimtan sé réttlát,
hagkvæm og árang-
ursrík.
Tvískattlagning
Eignaskattar eru
ólíkir tekjusköttum að
því leyti að þeir fela í
raun í sér tvísköttun.
Með álagningu þeirra er verið að
skattleggja tekjur sem umbreytt
hefur verið í eignir, eftir að skattar
voru greiddir af sömu tekjum. Sé
slík skattlagning of há getur það
leitt til hreinnar eignaupptöku, því
smám saman þurfa gjaldendur,
Skarphéðinn Orri
Björnsson
öðru sinni, að greiða
andvirði eignarinnar.
Þeir sem eiga íbúðar-
húsnæði, sem gefur
ekki af sér tekjur,
finna sérstaklega fyrir
þessu. Skattheimta af
þessu tagi leggst þann-
ig þungt á eldri borg-
ara, sem margir hveijir
búa í tiltölulega stóru
húsnæði, og getur
jafnvel neytt þá til að
flytja fyrr af heimilum
sínum en heilsa og aðr-
ar aðstæður kreflast.
Óháð afkomu
atvinnufyrirtækja
Skattstofna verður að
skilgreina þröngt, segir
Skarphéðinn Orri
Björnsson, og þjón-
ustugjöld eiga einungis
að vera endurgjald
fyrir sannanlega
veitta þjónustu.
hvort starfsemi þeirra krefst mikilla
fjárfestinga og eignamyndunar eða
ekki. Ókostir skattlagningarinnar
margfaldast síðan vegna skilgrein-
inga á því hvað falli undir atvinnu-
húsnæði og hvað ekki og enn frek-
ar þegar sveitarfélög fara að skil-
greina hvað teljist verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, en ennþá er til
sérskattur sem leggst á húsnæði
sem talið er falla undir þá skilgrein-
ingu.
Betri rekstur, lægri skatta
Eins og hér hefur verið bent á
eru eignaskattar óhagkvæmt form
Eignaskattar á fyrirtæki eru
einnig óháðir afkomu fyrirtækja og
taka þannig ekkert tillit til þess
hvort rekstur fyrirtækjanna sé
þannig að hann beri slíka skattlagn-
ingu. Slík skattlagning mismunar
einnig atvinnugreinum eftir því
skattheimtu en því miður hafa
ýmis sveitarfélög kosið að nýta sér
það umfram það sem eðlilegt getur
talist. Jafnframt reyna þau mör*»
hver að innheimta auka-fasteigna-
skatta undir yfírskini þjónustu-
gjalda, s.s. sorptunnugjalds. í þess-
um efnum er mál að linni. Eigna-
skattar mega ekki jaðra við eigna-
upptöku, skattstofna verður að skil-
greina þröngt og þjónustugjöld eiga
einungis að vera endurgjald fyrir
sannanlega veitta þjónustu. Til þess
að þetta gangi eftir þarf gjaldahlið
bæjarfélaga að vera í lagi og rekst-
ur þeirra sniðinn að tekjunum. Að
þessu þarf að vinna í Hafnarfírði.
Höfundur er formaður Stefnis og
tekur þáttí prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði.
Til vamar
Sólvangi
EINS og kunnugt er
hefur verið mikill nið-
urskurður í framlögum
til heilbrigðisstofnana
hin síðustu ár og hafa
flestir verið sammála
um réttmæti þess að
beita spamaði og
ýtrustu hagræðingu í
heilbrigðisþjónustunni
sem og annars staðar.
Slíkar ráðstafanir eru
alltaf þjáningarfullar
bæði fyrir þá sem nota
þjónustu og hina sem
veita hana. Fólki hefur
verið sagt upp á spít-
ölunum og dregið hefur
verið úr þjónustu með
lokun deilda.
Ekki ætla ég að deila á ákvörðun
um niðurskurð og aðhald, en því
miður er framkvæmd ríkisvaldsins
Nauðsynlegt er, segir
Almar Grímsson, að
íbúar og bæjaryfirvöld,
reki mál Sólvangs gagn-
vart ríkisvaldinu.
við slíkar aðgerðir gjarnan handa-
hófskend. Svo virðist sem þeir sem
valdið hafa finni aldrei betri lausn
en flatan niðurskurð, þannig að
ákveðin er einhver upphæð sem á
að spara og henni deilt hlutfallslega
milli stofnana. Slík aðferð er fráleit
því að hún tekur ekki tillit til hvort
reksturinn hafí verið góður og
markviss eða miður góður.
Nú er rekstrarstaða Sólvangs
orðin mjög erfíð. Sólvangur hefur
verið mjög vel rekin stofnun og all-
ir sem til þekkja vita að ýtrustu
ráðdeild er beitt í
rekstrinum. Hins veg-
ar bregður svo við að
niðurskurður sl. 2 ár
hefur verið hertur svo
um munar þennig að
hætta er á því neyðar-
úrræði að loka ein-
hveijum hluta tíma-
bundið. Allir geta séð
að eðli málsins sam-
kvæmt er það ekki
hægt.
Skýring á þessu er
aukinn launakostnað-
ur sem stofnunin sjálf
semur ekki um heldur
ríkið! Samkvæmt
tölum úr rekstarreikn-
ingi kemur í ljós að á tímabilinu
1993 til 1996 hækkaði heildarfram-
lag ríkisins um 6,74% meða launa-
kostnaður hækkaði um 21,31%. Það
sem er athyglisvert er að stjómend-
um Sólvangs hefur tekist á sama
árabili, að lækka annan rekstrar-
kostnað en laun um 11,5% úr 51,5
í 45,6 milljónir. Fram kemur einnig
að greiðslur vegna yfírvinnu hafa
haldist nánast í sama horfí umrætt
tímabil og fjöldi legudaga er sá
sami milli ára.
Þess má geta að starfsmanna-
fyöldi hefur verið óbreyttur um ára-
bil og kostnaður á hvem legudag
er með því lægsta sem þekkist.
Samt er þjónustustig Sólvangs
mjög hátt.
Nauðsynlegt er að íbúar bæjar-
ins, hver sem betur getur, jafnt sem
bæjaryfirvöld reki mál Sólvangs
gagnvart ríkisvaldinu, sem eru í
raun að beita Sólvang refsingu fyr-
ir vel unnin störf.
Höfundur er lyfjafræðingur og
tekur þátt í prófkjöri
Sjáifstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Almar
Grímsson
XIuó/aXvvV Brúðhjón
Allm boidbiinaðui Glæsilccj (jjaíavdia Biiiðdilijóna listar
VERSI.UNIN
Limgavegi 52, s. 562 4244.
eni aiveg ao koma
trábskemmtilcgur diskur sem s+yttir
börnunum bi&ina eftir jólunum.
|L. Gömul og ný jóialög í biand,
H| - ailt í skemmtiiegum
anda þeirra féiaga.
HAGKAUP
t