Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997
MINNINGAR
SIG URBJÖRG ERLA
JÓNSDÓTTIR
í
i
+ Sigurbjörg
Jónsdóttir
fæddist 19.
1931. Hún lést á
Landspítalanum 10.
nóvember síðastlið-
inn.
Hún var skag-
firsk í báðar ættir,
foreldrar hjónin í
Axlarhaga Jón
^Pálmason frá
‘“'svaðastöðum og
seinni kona hans
Arnfríður Jónas-
dóttir frá Syðri-
Hofdölum. Arnfríð-
ur dvelur nú á ellideild Sjúkra-
húss Sauðárkróks, 92 ára.
Systkini Erlu eru fimm: Hulda
M. Jónsdóttir, ljósmóðir, f. 1.9.
1921, maki Rögnvaldur Jóns-
son, og eiga þau fimm börn.
Anna Jónsdóttir, húsmóðir, f.
6.8. 1922, maki Steingrímur
Vilhjálmsson, þau eiga tíu börn.
Pálmi Jónsson, iðnaðarmaður,
f. 20.7. 1933, maki Edda Vil-
helmsdóttir. Pálmi á fimm
^Jbörn. Hreinn Jónsson, bóndi, f.
12.1. 1943, maki Jórunn Lárus-
dóttir. Hreinn á tvær dætur frá
fyrra hjónabandi með Nínu K.
Guðnadóttur. Þórdís Jónsdóttir
verslunarmaður, f. 23.8. 1947,
maki Hannes Friðriksson. Þór-
dís var áður gift Tómasi Márus-
syni og á þijá syni.
Erla giftist Páli Hjálmars-
syni, f. 22.12. 1929, frá Kambi
í Deildardal, og á Kambi áttu
þau lengst af sitt
heimili og bú. Þeg-
ar þau hættu bú-
skap fluttu þau
heimilið til Sauðár-
króks, Páll er verk-
stjóri hjá Kaupfé-
lagi Skagfirðinga.
Synir Erlu og Páls
eru þrír: 1) Hjálmar
Steinn, vélfræðing-
ur í Rvík, f. 9.11.
1952, maki Krist-
jana Sigmundsdótt-
ir, f. 28.7. 1956,
börn þeirra eru
þijú: Páll, f. 16.11.
1974, sonur hans er Sindri
Frans, f. 5.11. 1996, barnsmóðir
Júlía Erla Sævarsdóttir. Bryn-
dís Erla, f. 20.4.1977, sambýlis-
maður Ástþór Helgason iðn-
nemi. Ármann Helgi, f. 23.1.
1990. 2) Jón Örn, vélstjóri í
Grindavík, f. 6.1. 1954, maki
Hugrún Þóra Eðvarðsdóttir, f.
16.3. 1956, þeirra synir: Karl
Hjálmar, f. 27.10. 1975, maki
Margrét Huld Bjömsdóttir.
Árni Páll, f. 4.6. 1987. 3) Rún-
ar, trésmiður á Sauðárkróki,
f. 5.3. 1962, maki Sigurlaug
Ólöf Guðmannsdóttir, f. 22.7.
1964, þeirra synir: Ágúst Nat-
an, f. 18.8. 1996, Þórsteinn Arn-
ar, f. 1.6. 1997, sonur Sigur-
laugar Ólafar: Rúnar Björn
Þorkelsson, f. 8.5. 1982.
Útför Erlu fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég var á Bændaskqlanurn á Hól-
um þegar ég sá Erlu mína fyrst.
Mér þótti hún strax afskaplega fal-
leg og þótti reyndar til síðasta dags.
Ég var bæði stoltur og glaður að
hún skyldi vilja giftast mér og við
elskuðum hvort annað alla tíð. Við
ákváðum strax að reyna að fá okkur
jörð til að fara að búa, það kom
ekkert annað til greina. Við reyndum
svolítið að fá jarðnæði en það var
hvergi kot að fá. Það var svo vorið
1952 að við fórum að búa á Kambi
í skjóii föður míns. En sá búskapur
var örðugur allt frá fyrstu tíð. Á
Kambi er oft afskaplega snjóþungt
og allir aðdrættir að vetrinum af-
skaplega erfiðir, svo þegar vorar,
koma nýju mýrartúnin dauðkalin og
'■'Tnýt. Það var svo 1958 að við réð-
umst í að byggja nýbýlið Tungufell
út úr þremur jörðum og skánaði þá
ástandið í bili. En 1967 byijuðu
harðindaár sem kollvörpuðu öllum
frekari búskap, að mínu áliti. En
Erla mín reyndist ótrúlega dugleg
og þrautseig og vildi ekki fara úr
sveitinni sem hún unni svo mjög.
Við áttum líka þrjá syni sem
studdu okkur dyggilega í búskapn-
um og reyndar alla tíð. Það var ekki
fyrr en vorið 1971 að ég réðst í að
byggja hús á Sauðárkróki. Ég lét
búskapinn fjara út smám saman, og
var hún ekki ánægð með þá ráðstöf-
un í fyrstu.
Við flytjum svo til Sauðárkróks
*l?austið 1976 og frá fyrsta degi í
nýjum heimkynnum var hún ánægð
og studdi mig dyggilega allt fram á
síðasta dag.
Hún hafði alla tíð sérstakt yndi
af hestum, og var annars mikill dýra-
vinur. Við vorum svo heppin að geta
tekið hrossin með okkur og veittu
þau okkur margar ánægjustundir
allan okkar búskap.
Fyrstu árin okkar á Króknum
voru okkur erfið, en smám saman
unnum við okkur vel úr vandanum
svo að síðustu árin hafa reynst okk-
jr góð. Það var oft kátt og mikið
rjör á Víðigrund 2 þegar spilafélag-
arnir komu í heimsókn, hún var fljót
að komast upp á lagið með að spiia
brids, eins og reyndar allt annað sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún var
mjög iistræn og birtist það m.a. í
pijónaskap hennar og teikningum,
en hún hannaði flest sín pijóna-
mynstur sjálf og eiga margir falleg-
*’%r peysur eftir hana. Átti hún fleiri
áhugamál og eitt af þeim var að
setja saman vísur að gefnu tilefni,
eða til að kveðja samferðamenn.
Orti hún þessa vísu:
Ferðin hér á enda er,
eftir standa kynni.
Farðu heill og fylgi þér
friður í eilífðinni.
Sérstakt yndi hafði hún af að taka
á móti sonum okkar, tengdadætrum
og barnabörnum sem hún unni mjög
og verður hennar sárt saknað af
okkur öllum, sérstaklega var henni
annt um Ágúst Natan sem stundum
var hjá henni síðustu dagana sem
hún gat verið heima.
Það var í byijun ágúst á þessu
ári að ég fór að skynja að eitthvað
væri að, hún fékk vonda flensu að
ég hélt, samt bar hún sig vel og
hélt öllu í röð og reglu eins og hún
hafði reyndar alltaf gert. En um
miðjan september þegar við erum
að hátta finn ég og sé stærðar hnút
á maga mennar. Ég sofnaði ekki dúr
þessa nótt sem var mín fyrsta and-
vökunótt, en ekki sú síðasta. Gegn-
um hugann flaug lífið eins og það
hafði gengið til, það var skelfilegt
að hugsa til þess að kannski væri
okkar ástkæra sambandi að ljúka.
Hún fór strax morguninn eftir upp
á sjúkrahús til skoðunar.
5. október fór hún suður á Land-
spítalann til frekari rannsókna, sem
lofuðu góðu í fyrstu. Hún var allan
tímann sterk og vongóð að hún ætti
eftir að koma norður aftur og það
komst ekkert annað að hjá okkur
öllum. 9. nóvember fórum við til
hennar og læknir kom og sagði frá
ástandi hennar sem væri frekar já-
kvætt. Klukkan 4 10. nóvember var
hún látin.
Það var hræðilegt áfall sem ég
fékk og allir synir okkar, tengdadæt-
ur, barnabörn, sem studdu mig
dyggilega síðustu þijá mánuði og
einnig þakka ég vinum okkar og
vandamönnum sem hafa stutt mig
á allan hátt. Mér er óhætt að segja
að hún hafi verið öllum harmdauði
sem hana þekktu.
Ég bið algóðan Guð að blessa
minningu þína sem er svo falleg.
Ég kveð þig með miklum söknuði
og ást, Erla mín, og vona að við
verðum saman aftur i eilífðinni.
Þinn ástkæri eiginmaður,
Páll Ágúst Hjálmarsson.
Mér er orða vant þegar ég nú
minnist minnar kæru systur. Saman
áttum við æskunnar spor, efldum
hvors annars þor og glöddumst við
gróandi vor. Svo marg er að minn-
ast að á sorgarstund fer best að
segja fátt, hugurinn flýgur um far-
inn veg og minningar sem gleðja
vekja líka söknuð.
Við mannanna böm munum aldrei
skilja allar lífsins gátur, við það er
okkur best að una. Erla var einlæg-
ur vinur alls lífs og nú á hennar
kveðjustund er við njótum ei sam-
vista hennar lengur þá lýsa minning-
arnar frá samverustundum hennar
og kalla fram þakklæti og gleði.
Á ljúfri stundu létt var geð,
ljúfust kynni vaka,
af ljúfri hrund sem lifði með
ljúfa syni og maka.
Langamma okkar Erlu, Hallfríður
Björnsdóttur frá Skála, mælti spak-
lega við dánarbeð dóttur sinnar, „að
hversu mikið sem mannfólkið skipu-
legði þá væri alltaf einn okkur æðri
sem réði. Okkur bæri að halda lífinu
áfram og leysa þau verkefni sem
viðráðanleg væru“.
Hallfríður frá Skálá var stórbrot-
in, gáfuð kona, ég minnist hennar
vel og þegar bemskuár Erlu vom
að baki þá líktist hún meir og meir
þessari formóður sinni.
Á þessari saknaðarstund skynja
ég vilja hennar að við beinum hug-
anum að öðram viðfangsefnum en
sorginni, eins og Hallfríður forðum
lagði svo mikla áherslu á.
Megi góður Guð styrkja og hugga
aldna móður, Pál og synina þijá,
tengdadætur, bamabörn og litla
langömmubarnið Sindra Frans og
alia syrgjendur, sem ég bið að minn-
ast hinna góðu samverustunda sem
lífið veitti okkur með Erlu, þökkum
fyrir þær allar, munum hana fallega
og glaða.
Guð blessi minningu hennar.
Pálmi Jónsson.
Elsku Erla, nú ertu horfin svo
snöggt að við eram harmi slegin.
Þú varst falleg og stórbrotin kona.
Þegar ég kom fyrst inn á heimili
þitt fyrir 24 árum að Kambi, tókstu
vel á móti mér. Þakka þér allt sem
þú hefur gefið mér og þroskað. Við
Nonni áttum vísan stað á heimili
þínu. Stundum skiptust á skin og
skúrir í samveru okkar eins og vant
er þegar tveir stjórar mætast, eins
og sagt var um okkur í gríni, og þó
í alvöru.
Stutt var síðan meinið uppgvötv-
aðist þegar þú varst öll. Þann stutta
tíma varst þú mjög veik en þú gafst
mér þó styrk og gleði að gera eins
mikið og ég gat gert fyrir þig með
ánægju.
Við söknum þín öll.
Skilnaðinn brátt bar að
burtför þín.
Dauðinn sitt verkið vann
völdin með sín.
Dáðrík af dyggð og trú,
dagsverkið leystir þú.
Höndin sem bætti bú,
blessuð er nú.
(Björn Samúelsson.)
Hugrún og fjölskylda.
+ Arnbjörn Krist-
insson fæddist
9. júní 1924 í Núps-
kötlu á Melrakka-
sléttu. Hann lést á
Sjúkrahúsi Húsavík-
ur hinn 16. nóvem-
ber síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Kristins
Benediktssonar og
Jósefínu Sigtryggs-
dóttur. Arnbjörn
var næstelstur fimm
systkina, tvö þeirra
dóu ung en hann á
eina systir á lífi.
Arnbjörn kvæntist 26. sept-
ember 1952 Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, f. 10. desember 1932,
foreldrar hennar voru þau Jón-
ína Steinunn Magnúsdótttir og
Sigurður Helgi Jóhannsson.
Arnbjörn og Jóhanna eignuðust
sex börn: 1) Kristinn, f. 1952,
maki María Kristín Hermunds-
dóttir, f. 1955. Þau eiga tvö
börn og eitt barnabarn. 2) Sig-
urður Jón, f. 1955, maki Þóra
Jóhanna Kjartansdóttir, f.
Það er ekki ætlun mín að rekja
æviferil Adda gamla, eins og hann
var löngum kallaður, heldur að
minnast gengins vinar með fáum
orðum.
Adda kynntist ég sem lítil stelpa
þar sem yngsta dóttir hans er jafn-
aldra mín og vinkona. Þegar ég
kynntist honum fyrst þá var hann
bóndi á Amarhóli í Núpasveit en
síðar fluttist hann ásamt konu og
tveimur yngstu bömum sínum á
Kópasker. Þegar ég komst á ungl-
ingsárin og fór að vinna í fiski eins
og gengur og gerist í sjávarþorpum,
þurfti að kenna manni réttu hand-
brögðin. Yfirleitt var það hann Addi,
sem kenndi okkur unga fólkinu
hvernig ætti að vinna verkin. Addi
var dugnaðarforkur í vinnu, verklag-
inn og ósérhlífínn og það var gaman
fyrir okkur óharðnaða unglingana
að vinna með Adda gamla, því hann
var svo sérstakur persónuleiki. Hann
vann verkin hratt og vel og tvinnaði
blótsyrðin þess á milli og lét okkur
oft hafa það óþvegið en allt í gamni
þó. Þannig mun það einnig hafa
verið í sláturhúsinu á Kópaskeri en
þar vann Addi við góðan orðstír og
þótti ómissandi í fláningu á hveiju
hausti, enda fáir sem stóðu honum
á sporði.
Áddi átti við mikil veikindi að
stríða síðustu ár enda af þeirri kyn-
slóð sem ekki hugsaði mikið um
heilsuna, heldur vann meira en lík-
aminn þoldi og einnig tóku áralang-
ar reykingar sinn toll, en hann lét
af þeim fyrir nokkrum árum þegar
heilsunni fór hrakandi.
í veikindum sínum lá Addi lítið
inni á sjúkrahúsum, þrátt fyrir að
1960. Þau eiga tvö
börn. 3) Jósefína
Kristbjörg, f. 1956,
maki Magnús
Torfason, f. 1952.
Þau eiga þrjú börn.
4) Stefán Sigur-
björn, f. 1959, maki
Anna Heiða Stef-
ánsdóttir, f. 1969.
Þau eiga tvö börn.
5) Arna Ósk, f.
1968, maki Krislján
Þór Pétursson, f.
1961. Þau eiga tvö
börn. 6) Rúnar, f.
1972.
Arnbjörn ólst upp á Mel-
rakkasléttu. Hann vann sem
vinnumaður í sveit og ýmis
störf þar til hann gerðist bóndi
á Arnarhóli í Núpasveit frá
1960-1980 en þá fluttist fjöl-
skyldan á Kópasker og þar
vann hann við verkamanna-
störf, þar til hann hætti störfum
vegna veikinda.
Útför Arnbjörns fer fram frá
Snartarstaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
vera að mestu leyti rúmfastur.
Honum var að mestu hjúkrað heima
enda vildi hann helst ekki inn á
stofnanir koma. Það var hún Jó-
hanna hans sem sá að mest öllu
leyti um að sinna honum og hjúkra
ásamt starfsfólki heilsugæslunnar.
Eftir að ég flutti frá Kópaskeri
fyrir um 9 árum hef ég alltaf frétt
reglulega af Adda í gegnum Örnu
dóttur hans. En fyrir um rúmu ári
dvaldi ég sex vikur á Kópaskeri og
vann þar sem hjúkrunarfræðingur
á heilsugæslunni og þá kynntist ég
honum Adda gamla upp á nýtt.
Meðan ég dvaldi á Kópaskeri hjúkr-
aði ég Adda vikulega og oftar ef
þurfti. Þegar ég hugsa aftur til
þessa tíma þá finnst mér ótrúlegt
hversu vel hann tók mér þvi það
hlýtur að hafa verið erfitt að fá litlu
stelpuna, sem var vinkona yngstu
dóttur hans, til að hjúkra sér, en
það sýndi hann aldrei. Þetta var
góður og gefandi tími og gott var
að koma inn á heimili þeirra Adda
og Jóhönnu þar sem mér hefur allt-
af verið tekið opnum örmum.
í sumar sem leið hitti ég svo
Adda í síðasta skipti þegar ég kíkti
til hans þar sem ég var í sumarfríi
fyrir norðan. Addi var sjálfum sér
líkur og bölvaði og ragnaði af göml-
um vana og við föðmuðumst og
kysstumst og ég lofaði að líta til
hans næsta sumar ef ég ætti leið
hjá. En svo verður ekki þar sem
Addi er farin á vit feðra sinna, laus
úr veikum líkama sínum.
Elsku Jóhanna mín, ég vil votta
þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu
samúð.
Sigrún Kristjánsdóttir.
ARNBJÖRN
KRISTINSSON
JÓN
LÁRUSSON
+ Jón Lárusson
fæddist í Reykja-
vík 6. febrúar 1931.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 7.
nóvember síðastlið-
inn. Jón var sonur
hjónanna Sigríðar
Jónsdóttur frá Norð-
ur Götum í Mýrdal,
og Lárusar Sig-
mundssonar Knuds-
en frá Hvolseli í
Dölum.
Systkini Jóns
eru: Hrefna, f.
1926, Sigmundur
Páll, f. 1928, Páll, f. 1928, Sig-
urður, f. 1930, Reynir, f. 1933
og Anna María, f. 1936.
Jón kvæntist ekki og var
barnlaus. Hann bjó
Iengst af í foreldra-
húsum, fyrst að
Bakkastíg 10 og síðar
að Þrastargötu 7. Eft-
ir lát móður sinnar
fluttist hann í Hátún
10.
Útför Jóns fór
fram í kyrrþey.
Jón og móðir mín
Anna María voru send
saman í sveit eins þá
var alsiða. Þau fóru
vestur í Dali og norður
í Bitrufjörð. Saman
vora þau í góðu yfírlæti á bæunum
Krossi í Haukadal og Einfætisgili í
Bitrufirði. Síðan áttu Dalimir og
Strandimar sterk ítök í honum. Jón
fór ófáar ferðir þangað, óvæntar
sem skipulagðar og var alla tíð vel
tekið á móti honum.
Mínar bestu minningar um móð-
urbróðir minn era þegar við systkin-
in voram í heimsókn hjá ömmu og
afa á Þrastargötu 7. Nonni var mjög
bamgóður og sóttumst við krakk-
amir gjaman eftir því að spila við
hann rússa. Rússi var spilaður lang-
tímum saman og stóðum við í biðröð
til að komast að, því þetta er tveggja
manna spil. Hann tapaði sjaldan í
spilum enda áhugasamur og góður
spilamaður þrátt fyrir fötlun sína.
Jón var heilsuhraustur framan
af ævi sinni og stundaði vinnu dag
hvern í mörg ár, bæði hjá Bæjarút-
gerð Reykjavíkur og Sorphreinsun
Reykjavíkur. En síðustu ár ævi
sinnar var hann langt leiddur af
sykursýki og fylgikvillum hennar.
Nú er komið að kveðjustund,
kæri frændi. Ég óska þér alls góðs
á þínum nýja dvalarstað með ein-
lægri von um að þú fáir tækifæri
til að spila marga rússa.
Sigríður Jóhannsdóttir.