Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 43

Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 43 ÞORBJORG M. JÓNSDÓTTIR Þorbjörg Magnea Jóns- dóttir var fædd 26. júlí 1904 í Stykkis- hólmi. Hún lést 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon og Sig- ríður Einarsdóttir, en auk Þorbjargar áttu þau eina aðra dóttur, Gyðríði, sem nú er látin. Gyðríður bjó í Stykkishólmi og er dóttir Gyðríðar Jóna B. Kristinsdóttir. Jón fað- ir Þorbjargar drukknaði þegar hún var á öðru aldursári og fór þá Þorbjörg í fóstur til hjón- anna Eggerts Guðmundssonar og Ingibjargar Pétursdóttur í Bakkabæ á Hellissandi. Sigríð- í dag verður jarðsungin frá Ingj- aldshólskirkju Þorbjörg Magnea Jónsdóttir, eða Tobba frænka eins og við kölluðum hana ávallt. Lífsbar- áttan hér undir jökli hefur í aldarað- ir verið háð sjósókn og sjórinn verið örlagavaldur í lífi okkar Snæfellinga. Þannig var og með Tobbu, en faðir hennar drukknaði er hún var á öðru aldursári. í þá daga var ekki fyrir hendi það velferðarkerfí sem við búum við í dag og því neyddist fólk oft til að leysa upp heimili við frá- fall fyrirvinnunnar og koma bömum fyrir hjá öðrum. Tobba var tekin í fóstur af langalangaömmu okkar, Ingibjörgu Pétursdóttur, og seinni manni hennar Eggerti Guðmunds- syni í Bakkabæ á Hellissandi, og kallaði hún þau alla tíð síðan mömmu og pabba og Júníönu, langömmu okkar, Júnu systur. Þrátt fyrir að hafa farið til Reykjavíkur um tvítugt og búið þar í yfír sjötíu ár þá talaði hún alltaf um Hellissand sem „heima“ og var það hennar einlæg ósk að vera jarð- sett hér. Sú ósk ber vott um trygg- lyndi hennar, sem var viðbrugðið, sama hvað og hver í hlut átti. Tryggðin var hennar helsta lyndis- einkunn ásamt gjafmildi, fórnfýsi og dugnaði, og er Tobbu þá ekki ofhælt. Árvissar heimsóknir hennar hingað vestur á Sand em í minningu barnssálarinnar einn af eftirminni- legri atburðum ársins. Kom hún þá ævinlega klyfjuð pökkum og pinkl- um, sem innihéldu gjafir til allra í fjölskyldunni m.a. ullarsokka, kna- Uettubyssur, dúkkur og síðast en ekki síst sælgæti. Svona hefur þetta gengið í gegnum þijár kynslóðir allt frá föður okkar til okkar barna. Tobba var alla tíð ákaflega glað- lynd og naut þess að umgangast fólk, hvort heldur sem var í skipu- lögðu félags- eða líknarstarfi ellegar taka í spil með góðum félögum. Hún var meðal annars einn af stofnend- um Átthagafélags Sandara í Reykja- vík og heiðursfélagi þess. Þar sá hún meðal annars um hlutaveltu á ár- legri árshátíð félagsins, og leyndust þá iðulega á meðal vinninga konfekt- kassar og annað sem Tobba hafði fengið í afmælis- eða jólagjafir. Einnig var hún heiðursfélagi í Hvíta- bandinu. Síðustu æviárin dvaldi Tobba á Hrafnistu við Laugarás og undi hag sínum vel. Þar tók hún ríkulegan þátt í félagsstarfi og handavinnu vistmanna. Það má segja að hún hafí tekið að sér hlutverk „sendi- herra“ Sandara og annarra Snæfell- inga á Hrafnistu. Tók hún iðulega á móti nýjum vistmönnum og aðstoð- aði þá við að aðlagast nýjum aðstæð- um. Einnig var hún þeim innan handar sem sökum sjúkleika eða elli áttu erfitt með að höndla ýmsa þætti daglega lífsins. Tobba átti því láni að fagna að búa lengst af við góða heilsu og sérstaklega var hugurinn skýr allt fram á síðustu daga. Ef eitthvert okkar systkinanna átti leið til Reykjavíkur var jafnan komið við á Hrafnistu og litið inn til Tobbu, sér- ur móðir Þorbjarg- ar eignaðist síðar tvö börn, Karólínu, sem dó barnung, og Jón, sem hrapaði til bana ellefu ára gamall. Þorbjörg hóf sambúð með Svein- birni Ogmundssyni árið 1947, en hann var ekkjumaður og átti tvær dætur, Jó- hönnu, sem er látin, og Halleyju, sem gift er Kristjáni Guðmundssyni og eiga þau fjögur börn. Svein- björn dó árið 1974. Útför Þorbjargar Magneu fer fram frá Ingjaldshólskirkju á Hellissandi í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Rútuferð verður frá BSÍ sama dag kl. 9. staklega ef bömin okkar voru með í för, því þau sóttu það afar stíft. Eitt undirritaðra, ásamt fímm ára gamalli dóttur sinni, kom til hennar viku fyrir andlátið. Þá var hún orðin afar lasin, en engu að síður var það efst í huga hennar að finna eitthvað til að gefa barninu og gleðja það. Eisku Tobba, við kveðjum þig með þakklæti og þú munt ávallt eiga vís- an stað_ í hjörtum okkar. Ásbjörn, Tryggvi Leifur og Júníana Ottarsbörn. Hún Tobba vinkona mín er horfín yfir móðuna miklu. Hún sem alltaf var eins, en mér fannst hún aldrei eldast, en svona er lífíð. Öll eigum við þessa göngu fyrir höndum sem jörðina yrkjum. Tobbu kynntist ég fyrst vestur á Sandi þegar hún var að koma í heim- sókn á heimaslóðirnar. Og gisti hún þá ávallt hjá Ástu og Sveinbirni í Hraunprýði. Man ég sérstaklega eft- ir göngulaginu, en Tobba vaggaði alltaf svo skemmtilega. Og eða pijónunum, en alltaf var hún að prjóna, hekla eða að sauma í. En svo liðu árin og mín önnur kynni af Tobbu ef svo má að orði komast og ennþá nánari urðu þegar ég var kosin í skemmtinefnd Att- hagafélags Sandara árið 1984. En Tobba var heiðursfélagi í átthagafé- laginu en eini núlifandi heiðursfélag- inn er Jón í Nóatúni. Ég held að ég geti fullyrt að Átthagafélag Sandara var henni kærara en flest allt ann- að. En hún var stofnfélagi þess þeg- ar það var stofnað í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit, laugardag- inn 15. maí árið 1954 kl. 22.10. En tilgangur þess eins og fyrsti formað- ur félagsins Kristján Þórsteinsson komst að orði á stofnfundinum, „meginmarkmið félagsins á að vera að stuðla að og endurnýja kynni við æskufélagana og viðhalda tengslum við heimahagana." Einnig komst Axel heitinn Clausen sem kosinn var fyrsti féhirðir félagsins svo skemmti- lega að orði, „að Snæfellsjökull varð- aði leiðina, því bæri hveijum góðum manni að lyfta höfuðfati sínu, honum til heiðurs, og bað menn minnast Snæfellsjökuls með ferföldu húrra- hrópi". Állt þetta hafði Tobba að leiðar- ljósi. Ávallt hugsaði hún heim. Hún starfaði með Sandarafélaginu alveg frá upphafi og sat i skemmtinefnd félagsins um áratugaskeið. Ein helsta íjáröflunarleið félagsins um árabil var happdrættið, en var það ávallt haldið á árshátíðum félagsins. Var Tobba yfírmaður á þeim bæ og stjórnaði því af mikilli röggsemi ásamt aðstoðarmanni sínum, Svein- birni Péturssyni stórkokki. Margir vinningar voru í boði og minnast margir konfektkassanna hennar Tobbu. Held ég að hún hafi haldið til flestum þeim jólagjöfum sem hún fékk einungis til þess að gefa til happdrættisins. Já, svona var Tobba, alltaf að hugsa um félagið sitt og hag þess. „Já, það var gaman í gamla daga þegar kúttmagarnir voru teknir og gert að öllu niðri í Nóatúni hjá honum Jóni sama dag og kúttmagakvöldið var haldið," sagði Tobba, þetta fannst henni hafa verið toppurinn á tilverunni. Ekki ætla ég að efa það. Minnist ég margra frábærra stunda með henni í sambandi við Sandarafélagið. Ekki klikkaði það að hún hringdi í mig nokkrum dög- um fyrir árshátíð og bað mig um að taka frá miða fyrir sig og vina- fólk sitt sem ávallt fór með henni á árshátíðina, einnig spurði hún mig hvort ég væri ekki að koma með pappír til þess að gera happadrætti- smiðana klára. Já, saman fór hjá okkur stolt og áhugi á átthögunum og ekki greindi ég aldursmun á milli okkar þegar rætt var um þá. Enda sjálfur alinn upp með rolluköllum á Sandi, eins og Hemma í Garði, Snæja í Kletts- búð, Sigga á Selhól, Óttari Svein- björns, Bjarti og Polda. Já, ekki er nú aldursmunurinn mikill þegar rætt er um áhugamálin. Oft fór ég í heim- sóknir til Tobbu og oft voru börn með í heimsókn. Ekki var að því að spyija, að ánægð fóru börnin heim me_ð fulla vasa af nammi. í lokin langar mig til þess að minnast ferðar sem Átthagafélag Sandara fór vestur sumarið 1994, akandi með okkur hjónum fór frú Þorbjörg. Er skemmst frá því að segja að hún þekkti hvern hól og bæ alveg úr Miklholtshreppnum og vestur undir Jökul. Hún hafði verið þar í sveit fyrir 70-80 árum. Já, ern var hún Tobba. Fór fjölmennur hóp- ur burtfluttra Sandara vestur og tókst vel til. Var Tobba þá á nítug- asta aldursári. Var hún allra manna hressust og mætti á dansleikinn. Sagan segir svo að Sveinbjörn, fyrr- um aðstoðarmaður hennar við happadrættið, hafí boðið henni uppá sérrí, en sú gamla svarað honum að bragði hvort hann væri ekki með alvöru vodka því að annað kæmi ekki til greina á svona stundu því að nú skyldi skemmta sér. Þetta sýnir að ef áhuginn er fyrir hendi þá flytur hann fjöll. Vil ég fyrir hönd Átthagafélags Sandara þakka Tobbu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og félagið sitt sem er ómetan- legt þegar til lengri tíma er litið. Æðruleysi og virðing fyrir náungan- um var í heiðri höfð. Blessuð sé minning Þorbjargar Jónsdóttur. F.h. Átthagafélags Sandara, Bárður H. Tryggvason frá Sandi Kveðja frá Hvítabandinu, líknarfélagi Við viljum minnast látinnar fé- lagskonu, Þorbjargar Magneu Jóns- dóttur, í fáum orðum fyrir hennar ræktarsemi og hlýhug til félagsins. Þorbjörg gekk í Hvítabandið árið 1960 og starfaði ötullega í 37 ár. Á 100 ára afmæli Hvítabandsins 1995 var Þorbjörg Magnea gerð að heið- ursfélaga. Hún Iét ekki mikið yfir sér, en vann sín störf í kyrrþey. Meðan Hvítabandið hélt basara vann Þorbjörg mikið að hannyrðum og gaf félaginu. Hún sótti alla tíð vel fundi félagsins 'og var virk félags- kona. Árlega hefur Þorbjörg gefíð Hvítabandinu fjármuni og styrkt þannig líknarstarf félagsins. Með þakklæti fyrir tryggð og góðvild til Hvítabandsins, kveðjum við félagskonu okkar. Minning um rausnarlega hugsjónakonu lifir. Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Hvítabandsins. + Elsku bróðir okkar, JÓN LÁRUSSON, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 7. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur og Arnarholts. Hrefna Lárusdóttir, Sigmundur Páll Lárusson, Sigurður Lárusson, Reynir Lárusson, Anna María Lárusdóttir. + Faðir okkar, GESTUR EYSTEINSSON lögfræðingur, Heiðmörk 44, Hveragerði, lést á Landakoti fimmtudaginn 13. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Gestsdóttir, Hafrún Ebba Gestsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR G. SIGURÐSSON prentari, Blönduhlíð 16, lést fimmtudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju mánu- daginn 24. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbarheinsfélagið. María J. Guðmundsdóttir, Guðmundur Breiðfjörð, Vigdís María Sigurðardóttir, Sören Svensson, Margrét S. Sigurðardóttir, Kjartan Bjarnason og barnabörn. + Systir mín, KRISTÍN D. DAVÍÐSDÓTTIR, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Davíð Davíðsson. Hjartanlega þökkum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför systur okkar, HALLDÓRU GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Stakkadal á Rauðasandi. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrun- arfólki á deild 11E, krabbameinsdeild Land- spítalans, fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Torfi Ólafsson, Guðbjörg Ó. Ólafsdóttir, Elín E. Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir. Sérfræðingar í blómaskrevtinj’iim við öll tækit'æri 1 Wmblómaverkstæði m I JSlNNA', 1 Skóla\iiröustíg 12. á horni Bergstafíastrætis. sími 551 9090 + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR, Smáragrund 9, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deildar A-5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun, hlýhug og virðingu. Kristín Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.