Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 49

Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 49 b Ársþing Samfoks 1 Rætt um fjármagn til skólastarfs ANNAÐ ársþing SAMFOKS I verður haldið í Borgartúni 6 Reykjavík í dag, laugardaginn 22. nóvember, kl. 9.15-16.30. Um- ræðuefni er fjármagn til skóla- starfs og hvernig það er nýtt. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun Fræðsluráðs Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar fyrir 1998 verða kynnt á þinginu. Samkvæmt stefnu SAMFOKS er þingið stefnumótandi vettvang- ur þar sem mál eru krufin og ályktanir samþykktar í nefndum og hópum. Á ársþinginu er sam- ■ þykkt hvaða mál foreldrafélög og • foreldraráð setja á oddinn á skóla- árinu. Þingfulltrúar eru foreldrar í stjómum foreldrafélaga og fulltrú- ar í foreldraráðum við grunnskóla Reykjavíkur. Hópvinna á þinginu er vettvangur skoðanaskipta og umræður byggjast á málefnaskrá sem liggur fyrir á þinginu. j Búkolla í nýjum I búningi í Ævin- týra-Kringlunni MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir í dag kl. 14.30 leikritið Einstök uppgötv- un eða Búkolla í nýjum búningi sem ætlað er bömum á aldrinum 2-9 ára. í leikritinu segh- frá þeim Zófan- íusi Árelíusi Ebeneser Schutt- IThorsteinsyni uppfinningamanni og Skarphéðni Njálssyni skrif- stofumanni. Þeir virðast fátt eiga sameiginlegt þegar þeir hittast fyrir tilviljun á förnum vegi. Zóf- aníus er með stóra undirfurðulega vél (sem heitir Búkolla) í eftirdragi og borðar banana með mysingi í mestu rólegheitum en Skarphéð- Iinn er vopnaður tveimur farsímum sem hann talar látlaust í, auk þess sem hann er sífellt að líta á klukk- una. Þessir ólíku einstaklingar eiga þó eftir að ná saman á nokkuð óvenjulegan hátt er þeir rifja í sameiningu upp söguna um Búkollu og strákinn og kynnast við það nýjum og óvæntum hliðum á tilverunni, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikritið er samið í samvinnu leikhópsins sem einnig hefur hjálpast að við gerð leikmyndar og m búninga. Leikstjóri er Alda Arnar- I dóttir en leikarar eru Elfar Logi Hannesson og Pétur Eggerz. Sýn- ingartími u.þ.b. 40 mínútur. Ævintýra-Kringlan er bama- gæsla og listamiðja fyrir böm á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið Ibörnin eftir á meðan þeir versla. Ævintýra-IU'inglan er opin kl. 14-18.30 virk daga og 10-16 | laugardaga. Bóklestur í Hafnarhúsinu FJÖLNIR, tímarit handa íslend- ingum, boðar til upplesturs skálda Iog rithöfunda úr nýjum verkum sínum laugardaginn 22. nóvember frá klukkan tvö til tíu um kvöldið. Rúmlega þrjátíu höfundar munu lesa úr bókum sínum; barnabók- um, ljóðum, skáldsögum, ævisög- um og ritum almenns eðlis. Upp- lesturinn fer fram í svarta salnum á sýningunni Myndlist ‘97. A sunnudagskvöldið kl. 20.30 boðar Fjölnir til opins borgara- fundar um menningu og listir. Að þessu sinni verður umfjöllunarefn- !ið: Hafa listamenn eitthvað fram að færa til samfélagsumræðunn- ar? Olís opnar nýja þjónustustöð OLÍS opnar í dag nýja þjónustustöð við Ánanaust í Reykjavík en félagið hefur rekið stöð þarna í tæpa tvo áratugi í bráðabirgðaskúr. Nýja stöðin stendur fyrir aftan þá gömlu og tengist nýrri götu þar en vega- kerfi Ánanausta hefur tekið miklum breytingum sl. mánuði. Stöðin er byggð eftir sömu teikn- ingu og stöðvar Olís við Sæbraut og í Álfheimum og er hún með þremur „fjölvals“-dælum, þ.e. allar elds- neytistegundir á hverri dælu og er með korta- og seðlasjálfsala sem er opinn á nóttunni. Þvottaplan með ryksugu er við hina nýja stöð. Á stöðinni í Ánanaustum verður hægt að kaupa nokkrar vöruteg- undir „umbúðalaust". Þetta þýðir að smurolía, rúðuvökvi og frostlög- ur er seldur gegnum krana í lausu en við það sparast umbúðir og ýmis kostnaður. Á stöðinni eru auk bílvöru og ferðavöru seldar matvörur úr kæli og frysti, þar er veitingahorn þar sem hægt er að kaupa ýmsa smá- rétti og drykki. Ymis opnunartilboð verða í þess- ari nýju stöð og munu þau gilda til 1. desember nk. M.a. verður 4 kr. af- sláttur af öllu eldsneyti, ýmsar bíla- vörur og neysluvörur verða á sér- stöku tilboðsverði opnunardagana. Arkitekt stöðvarinnar er Ingi- mundur Sveinsson, verktaki við byggingu hússins er Trésmiðja Snorra Hjaltasonar en jarðvinnu önnuðust ÁN verktakar. Skyggnið er framleitt af Stálbæ, Sveinbirni Sigurðssyni og Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar. Einnig önnuðust starfsmenn Olíudreifingar ehf. upp- setningu á tanka- og dælubúnaði. Verkfræðistofa VSB og Raftækni- stofu sáu um verkfi-æðihlutann. Danskeppni tveggja dansskóla HIN árlega Lotto danskeppni verður haldin í fþróttahúsi Sel- tjarnarness sunnudaginn 23. nóv- ember. Húsið verður opnað kl. 12 og hefst kepnni kl. 13. Aldursflokkum er raðað niður í A-, B-, C-, D- og F-riðla. Verða verðlaun gefin fyrir samanlagð- an árangur, einnig fá A-riðlar farandbikara. Sigurpör í öllum riðlum frá Lotto vinning en öll önnur pör á verðlaunapalli fá litl- ar gjafir. Liðakeppni milli dansskólanna er orðin fastur liður í kcppninni en hver dansskóli skipar eitt lið sem samanstendur af þremur danspörum. Liðin keppa í latin- dönsum. Sjö íslenskir danskenn- arar dæma keppnina. Tóbaksvarnir Námskeið fyrir starfsfólk heil- brigðisþj ónustu HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið stendur um helg- ina, 22. og 23. nóvember, fyrir leið- beinendanámskeiði fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Tilgangur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigð- isþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Námskeiðið er hið fjórða í röð slíkra námskeiða sem haldin eru fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúkrahúsa, meðferðastofnana á sviði ávana- og fíkniefna, sem og frjálsra félagasamtaka. í frétt frá ráðuneytinu segir að námskeiðahaldið sé liður í aðgerð- um heilbrigðisráðherra til þess að gera heilbrigðiskerfið betur í stakk búið tO þess að veita reyk- ingafólki þá aðstoð og hvatningu sem þarf tO að hætta að reykja. Námskeiðið í Neskaupstað er einkum ætlað heObrigðisstarfs- mönnum á Austurlandi. í byrjun næsta árs verður árangur leiðbein- endanámskeiðanna metinn og í framhaldi af því tekin ákvörðun um framtíðarskipulag fræðslu og leiðbeininga á sviði tóbaksvarna fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Námskeið um tóbaksvarnir í Neskaupstað HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið stendur dagana 22. og 23. nóvember nk. fyrir leið- beinendanámskeiði fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Tilgang- ur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónust- unnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Námskeiðið er hið fjórða í röð slíkra námskeiða sem haldin eru fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúki-ahúsa, meðferðastofnana á sviði ávana- og fíkniefna, sem og frjálsra félagasamtaka. Þetta námskeiðshald er liður í að- gerðum heilbrigðisráðherra til þess að gera heObrigðiskerfið betur í stakk búið tíl þess að veita reyk- ingafólki þá aðstoð og hvatningu sem þarf til að hætta að reykja. Námskeiðið í Neskaupstað er eink- um ætlað heilbrigðisstarfsmönnum á Austurlandi. í byrjun næsta árs verður framkvæmt mat á árangri leiðbeinendanámskeiðanna og í framhaldi af því veður tekin ákvörð- un um framtíðarskipulag fræðslu og leiðbeininga á sviði tóbaksvama fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Lionsmenn í Hafnarfírði ganga í hús ÁRLEG fjársöíhun Lionsmanna með jólapappír er að hefjast og verðui- gengið í heimahús og boðinn jólapappír og sprittkerti til kaups. Ágóðinn af sölunni rennur tO líkn- armála í bænum. Á undanfómum árum hafa stærstu verkefni klúbbs- ins verið tækjagjafir til sjúkrastofn- anna, sambýla fatlaðra, leikskóla og félagssamtaka í bænum. Handverks- markaður í Grafarvogi HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á Torginu í Grafar- vogi sunnudaginn 23. nóvember kl. 12-17. 35 söluaðilar sýna handavinnu, glervörur, skiltagerð, trévörur o.fl. Messuhald í Seltjarnarnes- kirkju í VETUR ætlar Seltjamarnes- kirkja að leggja áherslu á fjöl- breytni í helgihaldi til að lífga upp á messuhaldið. Sunnudaginn 23. nóvember kl. 11. f.h. verður messa í þjóðlagastfl. Þá verður leikið undir söng á harmoníku, gítar og bassa. Messa þessi er samin af Per Harling sem er þekktur í Svíþjóð fyrir að semja bæði söngleiki og messur í nýjum takti. Sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, syngur messuna ásamt söngvuram og hljóðfæraleikuram en sóknar- presturinn, sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir, predikar. Fyrsta sunnudag í aðventu, sem í ár ber upp á 30. nóvember, verður svo Taizé-messa í kirkjunni kl. 11. Þá verða eingöngu sungnir svokall- aðir Taizé-söngvar sem eru íhug- unar- og bænasöngvar frá bænum Taizé í Frakklandi. Þann dag bera fermingarbörn kertaljós inn í kirkjuna og kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þann 7. desember syngur kór kirkjunnai' undir stjórn organist- ans, Vieru Manasek, messu eftir Haydn, sem er klassísk messa, sem sungin verður á venjulegum messutíma kl. 11 f.h. með öllum messuliðum, predikun og altaris- göngu. Opið hús í Kattholti KATTAVINAFÉLAG íslands verður með opið hús í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, sunnudag- inn 23. nóvember frá kl. 14-17. Kynnt verður starfsemi félagsins og fólki gefinn kostur á að skoða dýrin. Allir eru velkomnir. Jólabasar Sólheima ÁRLEGUR jólabasar Sólheima í Grímsnesi verður haldin í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík sunnudaginn 23. nóvem- ber og stendur milli kl. 13 og 17. Sólheimar eru 100 manna vist- rænt byggðahverfi þar sem búa m.a. 40 fatlaðir einstaklingar. Á Sól- heimum era fimm fyrirtæki, vinnu- stofur, vefstofa, listasmiðja og smíðastofa. Öll ræktun á Sólheim- um er með aðferðum h'frænnar ræktunar en Sólheimar era braut- ryðjendur slíkrar ræktunar á Norð- urlöndum. Á jólabasar Sólheima gefst fólki kostur á að sjá og kaupa fram- leiðsluvörar íbúa Sólheima sem all- ar eru handgerðar. Á boðstólum verða m.a. bývaxkerfi, endurunnin kerti, marmerað kerti, mottur, jóla- dúkar, veggteppi, pottaleppar, óró- ar, handmálaðar jóla- og gjafapapp- ír, silkikort o.fl. Samhliða jóla- basamum stendur foreldra- og vinafélag Sólheima fyrir kökubasar og kaffísölu. Öllum ágóða af sölunni er varið til uppbyggingar atvinnu- mála á Sólheimum. LEIÐRÉTT Bókmenntakynning MISTÖK urðu við vinnslu fréttar í Morgunblaðinu í gær um bók- menntadagskrá í Kirkjuhvoli á Akranesi á sunnudaginn. Þar kynna höfundar verk sín, eins og sagði í fréttinni, en verk þeirra Rögnvaldar Finnbogasonar og Hannesar Sig- fússonar verða kynnt. Beðist er af- sökunar á mistökunum í fréttinni. Rangt nafn f ÆVIÁGRIPI Selmu Ásmunds- dóttur á minningasíðu í blaðinu í gær urðu þau mistök í innslætti að Rannveig Þorvarðardóttir, hjúkran- arfræðingur, var sögð Þórðardóttir. Leiðréttist það hér með um leið og hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Bókband HAFT var eftir viðmælanda í Dag- legu lífí í gær að enginn íslendingur hefði haldið utan til náms í bókbandi í 50 ár. Lesandi blaðsins hafði sam- band og sagði það ekki rétt vera, nokkrir íslendingar hefðu lært bók- band á þessum tíma, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hvernig kristnihátíð? í GREIN Hermanns Þorsteinsson- ar, Hvemig kristnihátíð árið 2000?, í blaðinu í gær slæddust inn tvær prentvillur. Upphaf greinarinnar er rétt svona: „Mjóu munaði að til vopnaðra átaka kæmi...“ o.s.frv. Fyrir neðan miðjan fremsta dálk átti að standa: „Eftir viðræður þessara tveggja vitru gæfumanna, þá fól Síðu-Hallur...“ o.s.frv. Er höfundur beðinn afsökunar á prent- villunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.