Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 22.11.1997, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Mér er illa við að segja honum það ... það er best aðþúgerirþað... Ég get það ekki... Segðu honum það... Nei, gerðu það ... Segðu honum það ... ég þori það ekki... Við höldum að við höfum kannski tekið ranga beygju ... Á að stofna embætti Reykjavíkurbiskups? Frá Ólafi Þórissyni: MIKIÐ hefur gengið á innan ís- lensku þjóðkirkjunnar undanfarin misseri. Hvert hneykslismálið eftir annað hefur komið upp á yfirborðið og hefur mörgum verið nóg boðið. Mikil tímamót eru nú fram undan. Kirkjuþing mun alfarið taka við af Alþingi varðandi öll málefni kirkj- unnar. Þá má einnig nefna vígslu nýs biskups. Biskupar hafa alla tíð verið vígð- ir í dómkrikjum landsins, Hóladóm- kirkju, Skálholtsdómkirkju og Dóm- kirkjunni í Reykajvík. Nú ber hins vegar við, að vígsla verðandi bisk- ups mun fara fram í Hallgríms- kirkju. Hér er brotin aldalöng hefð, nema gera eigi Hallgrímskirkju að dómkirkju í Reykajvík. Með vígslu verðandi biskups í Hallgrímskirkju er verið að gera hana beint eða óbeint að hinni eiginlegu kirkju biskups og þar með að dómkirkju. Þá vaknar sú spurning, hvað verði um Dómkirkjuna í Reykjavík? í 200 ár hafa biskupar landsins verið vígðir í henni. Dómkirkjan í Reykja- vík hefur sl. 200 ár skipað veglegan sess í trúarlífi þjóðarinnar. Er það því vart að undra, þótt fólk í dóm- kirkjusöfnuði sé mjög óánægt með þessa óvæntu breytingu. Að öllu óbreyttu mun vígsla verð- andi biskups í Hallgrímskirkju varpa skugga á Dómkirkjuna í Reykjavík, auk hinna dómkirkn- anna tveggja, Skálholtsdómkirkju og Hóladómkirkju. Þá er í raun tvennt, sem kemur til greina: 1. Hafa vígslu verðandi biskups landsins í Dómkirkjunni í Reykja- vík. 2. Leggja niður embætti biskups íslands og stofna embætti biskups Reykjavíkur og þar með gera Hall- grímskirkju að dómkirkju Reykja- víkur. Hið síðamefnda þýddi að skipta yrði landinu upp í biskupsdæmi, þijú eða fleiri. Dómkirkjan í Reykja- vík yrði þar með dómkirkja allrar þjóðarinnar, en Hallgrímskirkja kirkja Reykjavíkurbiskups. Hóla- dómkirkja yrði á sama hátt kirkja Hólabiskups og Skálholtsdómkirkja kirkja Skálholtsbiskups. Mikil nauðsyn er að auka vald- dreifingu innan sjálfstæðari þjóð- kirkju. Kirkjuþing verður að vera valið á lýðræðislegan hátt, þar sem jafnmargir lærðir og leikir verða í kjöri. Einnig verður að auka vægi vígslubiskupanna. Þá kemst á sú valddreifing, sem felur í sér fagleg, lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð. Þannig verður hægt að vinna mark- visst að siðbót og siðvæðingu innan kirkjunnar. Loks má athuga þann möguleika af fýllstu alvöru, að skipta landinu upp í þrjú biskupsdæmi, Reykjavík- ur,- Skálholts-, og Hólastifti, þar sem allir biskuparnir þrír yrðu jafn- réttháir. Vígsla verðandi biskups í Hallgrímskirkju áréttar enn nauð- syn þess að íhuga þann möguleika vandlega. ÓLAFUR ÞÓRISSON, cand.theol. Jólakort FEB Frá Páli Gíslasyni: FYRIR hönd Félags eldri borgara í Reykjavík langar mig til að kynna jólakort, sem selt verður til fjáröfl- unar fyrir félagið. Á því er falleg mynd af Fríkirkj- unni við Tjömina, sem er alltaf hugljómun í augum Reykvíkinga. Kort þessi verða send út til félagsmanna og vel- unnara félagsins á næst- unni. Vonandi verður þeim vel tekið, en ágóði af korta- sölunni rennur í félagssjóð til að standa fyrir áframhaldandi hags- munabaráttu eldri borgara. Stöndum saman og styrkjum fé- JÓLAKORT Félags eldri borgara í Reylgavík og nágrenni. lagið okkar til áframhaldandi bar- áttu. PÁLL GÍSLASON, formaður FEB. Kveðja heim Frá Fanney R. Greene: MÉR fannst mjög gaman að lesa Ævintýri lífs míns eftir Ármann Kr. Einarsson og óska ég honum og fjölskyldu hans til hamingju með bókina. Það er reglulega ánægju- legt að rifja upp kynnin af frænd- fólki og vinum og lifa sig inn í ís- lenskt umhverfi og atburði. Bókin er vel skrifuð, fróðleg og skemmti- leg. Nokkra kafla þýddi ég lauslega fyrir manninn minn, Mark R. Gre- ene, sem er háskólakennari og hef- ur jafnframt fengist við ritstörf. Honum fannst efnið forvitnilegt og oft fyndið. Stundum gátum við ekki annað en skellihlegið. Ég vona að Ævintýri lífs míns verði einnig mörgum lesendum til gleði og ánægju á jólunum heima á gamla góð Fróni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.