Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 52

Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 52
52 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Græna lækningin HOLLUSTA og lækningarmátt- ur jurta hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu og eru menn ekki á eitt sáttir um ágætið. Fyrirbyggjandi þættir, jafnvel lífs- björg segja sumir, hjátrú og skottu- lækningar segja aðrir. Fólk er varað við trúgirni vegna skaðlegra áhrifa jurta á sama tíma og það er hvatt til að auka neyslu á jurtum (græn- meti) og þá vegna hollustunnar. Það * virðist ekki vera sama hvort drukk- ið er seyði af jurtinni eða jurtin etin öll. Jurtir hafa verið notaðar um aldir til lækninga Jurtir hafa verið notaðar um ald- ir bæði til að bæta líðan fólks og í lækningaskyni. Á seinni árum hafa verið gerðar umtalsverðar rann- sóknir á efnainnihaldi margra þekktra lækningajurta. Þær hafa íeitt í ljós að forfeðurnir voru ekki leiddir áfram af hjátrúnni einni, margar jurtir reynast innihalda mörg virk efni sem geta haft þau áhrif sem voru þekkt voru frá fornu fari. Rannsóknir staðfesta oft reynslu kynslóðanna Skilgreining á jurtum í flokka eftir því hvort þær hafa verið notað- ar sem fæða eða til lækninga hefur ekki alltaf verið skýr, enda hafa þessir þættir oft farið saman. Má sem dæmi nefna fjallagrösin sem voru notuð hér bæði sem fæða og til lækninga langt fram á þessa öld. Margir þeir sem fæddir eru fyrir daga penicillins, muna vel heitt ' fjallagrasaseyði sem gefið var við lungnakvefi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að í þessu seyði eru bakteríu- drepandi efni. Formæður okkar hafa án efa kunnað sitt hvað fyrir sér, þó að margt hafí fallið í gleymsku. Við veltum fyrir okkur til hvers Guðrún Ósvífusdóttir hafi notað laukinn sem hún ræktaði í garðí sínum. I Laxdælu segir að Guðrún hafí kall- að sonu sína til sín í laukgarð sinn til að hvetja þá til föðurhefnda. Vitað er að til forna var laukur notaður til að vama skemmdum og hindra að ígerð myndaðist í sárum. Bakteríudrepandi eiginleikar lauks- ins hafa verið staðfestir með seinni ' tíma rannsóknum. Flestir þekkja hvítlaukinn sem bragðbæti í mat. Hvítlaukur hefur verið ræktaður a.m.k. frá tímum Forn-Egypta og verið notaður bæði sem fæða og til lækninga. í nútímaeldhúsinu er safn holl- ustuefna. Sennilega er fáum ljóst hvað leynist í kryddhillunni. Þar eru krydd sem finna má í flestum bók- um um lækningajurtir. Kryddið kitl- ar ekki aðeins bragðiaukana, áhrif- in geta verið margvísleg: róandi, mýkjandi, bakteríudrepandi og jafnvel kynörvandi. Lækningar að fornu Menn lærðu snemma að greina þær jurtir sem veittu þeim betri líð- an. I pappírshandriti frá um 1700 f. Kr. er að finna uppskriftir forn- egypskra lækna að lyfjum gegn ýmsum sjúkdómum. Læknar Forn-Grikkja tóku upp mikið af lyfja- og læknislist Egypta og þróuðu áfram. Þeir gáfu út rit um eiginleika jurta og lækningu við ýmsum sjúkdómum. Lækningar og hjátrú fyrr á öldum í hinni fornu Róm rannsökuðu -* lærdómsmenn og læknar bæði plöntur og dýr í þeim tilgangi að fínna upp ný lyf, en á sama tíma seldu aðrir læknar alls kyns fárán- legar samsettar lyfjablöndur, m.a. úr blóði dýra, til lækninga á hvers konar sjúkdómum og var reynt að vara við því. Við hnignun Róma- veldis féll talsvert af þekkingu * þeirra á lækningum í gleymsku um tíma, nema í klaustrum þar sem munkar varðveittu rit gríska lækn- isins Hippocratesar og hins róm- verska Galen. Munkar ræktuðu kryddjurtir til lækninga í görðum við klaustrin og hjúkruðu sjúkum. Síðan kom tímabil þar sem læknis- list Grikkja og Rómverja var talin andkristin og tengd svartagaldri. Hér á landi amaðist kirkjan lítið við verndarráðum eða varnargaldri (hvítagaldri) sem gat falið í sér lækningu. Arabar kynntu sér læknislistina af ritum Grikkja og Rómveija á tímabilinu 850 til 1050 og þýddu þær yfir á arabísku. Arabar og grannar þeirra Asíumenn stofnuðu fyrsta læknaháskóla Evrópu í Sal- erno á Ítalíu um árið 900 og var skólinn starfandi þar til í lok fjórt- ándu aldar. Áhrifamikil lyf seinni ára uppfinning Því er haldið fram að þó að vest- rænir læknar hafi í gegnum aldirn- ar lært að þekkja sjúkdóma var blóðtaka lengi vel helsta lækninga- aðferð þeirra. Aðeins nokkur lyf voru notuð af læknum allt fram á Hollustajurta er umdeild. Vita menn hvað leynist í kryddhill- unni? spyr Margrét Þorvaldsdóttir, sem kynnti sér málin. þessa öld, má þar nefna ópíum við verkjum sem upphaflega er komið frá Egyptum, cinchona-börk (kínín) við malaríu sem uppgötvaður var í Perú um 1500, sítrusávexti við skyrbjúg frá því á 17. öld og hjarta- lyfið digitalis frá Bretlandi á 18. öld. Það er ekki fyrr en með tilkomu súlfa við bakteríusýkingum og blóð- eitrunum á markað 1935 að talað er um byltingu í lækningum. Þar getur verið komin ein skýring á því hvers vegna leitað hefur verið um aldir til náttúrunnar með lækn- ingu og oft með árangri. Nú eru fjölmörg viðurkennd lyf unnin úr jurtum. Mikill áhugi vestrænna vís- indamanna beinist að kínverskum jurtalyfjum sem hafa verið skráð þar í 2700 ár. Lyíjaiðnaðurinn hef- ur sýnt þessu takmakaðan áhuga, þar sem rannsóknakostnaðurinn myndi ekki tryggja þeim einkaleyfi - enginn getur tekið einkaleyfi á plöntur! Bandarískar heilbrigðis- stofnanir hafa sett upp rannsóknar- hópa til að meta áhrif þessarajurta- lyfja og er það ekki síst gert vegna þrýstings fá almenningi, sem notar þau í vaxandi mæli, og krefst meiri upplýsinga um jurtirnar, virkni þeirra og áhrif. Höfundur er blaðamaður. I DAG SKAK llmsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á In- vestbankamótinu sem nú stendur yfir í Belgrad. Vasílí ívantsjúk (2.725) hafði hvítt og átti leik gegn heima- manninum, Aleksandar Kovacevic (2.525). 41. Hxd5! - exd5 42. c6 og svartur gafst upp, því hrókarnir ráða ekki við tvö sam- stæð frípeð hvíts. Tefldar hafa verið sjö umferð- ir af níu á mótinu, sem er síðasta stórmótið fyrir heimsmeistaramót FIDE í desember. Staðan er þessi: 1.-3. Vasílí Ivantsjúk, Úkraínu, Viswanathan An- and, Indlandi og Aleksei Shirov, Lettlandi 5 v., 4.-5. Vladímir Kramnik, Rúss- landi og Joel Lautier, Frakklandi 4 v., 6. Boris Gelfand, Hvíta-Rússlandi 3'A v., 7. Alexander Beljavskí, Slóveníu 3 v., 8. Kiril Georgiev, Búlgaríu, 9. Ljubomir Ljubojevic, Júgó- slavíu 2 v. 10. Aleksandar Kovacevic, Júgóslavíu 1 v. BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson ÞÓRÐUR Sigurðsson og Gísli Þórarinsson frá Selfossi unnu stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða á laugardaginn fyrir viku. Meðal keppenda voru ís- landsmeistaramir í tvímenn- ingi, Sverrir Kristinsson og Símon Símonarson, og ný- krýndir meistarar í Frakk- landstvímenningi BR, þeir Jón Þorvarðarson og Hauk- ur Ingason. Spilið í dag kom upp í viðureign þeirra. Austur gefur; NS á hættu. Xorður 4 1042 V 765 ♦ D1093 4 D72 Vestur Austur 4 K95 4ÁG83 V 1032 ▼ K4 4 KG76 llllll 4 852 4 1086 4ÁG93 Suður 4 D76 V ÁDG98 4 Á4 4 K54 Vestur Norður Austur Suður Jón Símon Haukur Sverrir - - 1 grand Dobl Pass * Pass Redobl Pass Pass 2 tígiar Pass 2 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Opnun Hauks á grandi er 12-15 punkta og pass Jóns við doblinu er krafa, sem heimtar redobl frá makker. Jón getur þá haft tvennt í hyggju: Annað- hvort að flýja úr grandinu með einlita hönd, ellegar sitja sem fastast og upp- skera ríkulega í redobluðu spili! Eitt grand redoblað er spennandi spil, en Símon ákvað að taka út í tvo tígla, sem Sverrir breytti síðan í tvö hjörtu. Dobl Hauks er ekki sjálfgefið, en hann vill ekki „lækka bitina“. Út kom lítið lauf. Hauk- ur lét gosann og Sverrir drap með kóng og spilaði strax laufi til baka á drottningu og ás. Nú skipti Haukur yfir í spaðagosa, og rak þannig fleyg á milli drottningar og tíu. Sverrir lét drottninguna og Jón drap á kónginn. Jón tók slag á lauftíu áður en hann spilaði spaðaníunni í gegn- um tíuna. Þar fékk Haukur tvo slagi á Á8 og spilaði svo tígli yfir á kóng mak- kers. Aftur kom tígull og Sverrir átti á ásinn blank- an. Hann spilaði hjartaás og drottningu. Haukur drap á kónginn og spilaði laufi út í þrefalda eyðu, sem uppfærði áttunda slag varnarinnar á hjartatíuna! 800 niður og hreinn toppur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Fátæk börn á íslandi“ VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Stofnað hefur verið félag til hjálpar fyrir fátæk börn á íslandi. Félagið heitir því einfalda nafni: Fátæk böm á íslandi. Ástæðan fyrir þessari stofnun er sú að þessi hópur sem hefur verið stórlega van- ræktur um langa hríð þarf nauðsynlega að fá hjálp núna umfram aðra hópa í þjóðfélaginu. Hveijir tilheyra þess- um hópi? Þeir sem eiga við vanda af fjárhagsleg- um toga öðram fremur en þeir sem ekki eiga næga peninga til fram- færslu. Þetta er hópurinn sem leitar eftir flárhags- hjálp á ýmsum árstím- um, t.d. á haustin þegar skólarnir byrja, fyrir jól og áramót og á vorin þegar fermingartímabilið stendur yfir. Þessi hópur er því að stærstum hluta einstæðar mæður og fjöl- skyldur með börn þar sem foreldrar eiga í erf- iðleikum með að sjá um framfærslu barna sinna. Hvernig kemst hjálpin til réttra aðila? Valin verða út börn ásamt fjöl- skyldum þeirra með að- stoð opinberra aðila um land allt og ýmissa hjálp- arstofnana. Sjóðurinn mun forðast að afhenda beinharða peninga en mun þess í stað greiða ýmsa nauðsynlega reikn- inga. Markmið sjóðsins er fýrst og fremst að hjálpa börnum fátækra foreldra á íslandi þannig að þau fái að njóta sín til jafns við önnur börn. Kjörorð söfnunar okk- ar verður: Hjálpum okk- ar minnsta bróður á ís- landi. Allar upplýsingar um félagið er hægt að fá í síma 588-4343. Hægt er að greiða inn á tékkareikning félagsins í Búnaðarbanka, Seljaúti- búi, á tékkareikning nr. 3440.“ Heima er best ÉG ER búin að spyijast víða fyrir um tímaritið „Heima er best“. Mig vantar árganginn 1953. Ef einhver á þennan ár- gang og vildi láta hann vildi ég kaupa hann. Ég á nokkur aukablöð sem ég vil láta. Uppl. í síma 554-0614. Anna. raBEH Hringur fannst GULLHRINGUR fannst í Skógarbæ, Árskógum 4, fyrir u.þ.b. þremur vikum. Uppl. í síma 587-3969. Dýrahald Silfurpersi týndist SILFURPERSI, högni, hvítur og hvert hár endar í gráu, týndist frá Skipa- sundi, er nýfluttur þang- að. Hann er búinn að vera týndur í 2 vikur. Þeir sem hafa orðið varir við kisa hafí samband í síma 553-3727. Kettlingur fæst gefins í Keflavík KETTLINGUR, hvítur með svartgulu, kassa- vanur, fæst gefins. Uppl. í síma 421-3748. 4P; ÞÚ kemur á mjög- slæm- um tíma. Framkvæmda- AUÐVITAÐ sá ég rauða stjórinn er við. ljósið, en ég sá þig ekki. Víkveiji skrifar... AÐ ER snjallt hjá íslendingafé- laginu í Danmörku að bjóða upp á hangikjötsreykingu í Kaup- mannahöfn fyrir þá, sem vilja koma jólahangikjöti til vina og ættingja í ríkjum Evrópusambandsins. Eins og fram hefur komið í fréttum má ekki flytja íslenzkt hangikjöt inn til ESB-landanna. Það hefur hins veg- ar ekki komið eins skýrt fram að ástæðan er ekki sérstök andúð skriffinna í Brussel á hefðbundnum islenzkum mat, heldur sú staðreynd að engin íslenzk kjötvinnsla uppfyll- ir heilbrigðisstaðla Evrópusam- bandsins. Fjögur sauðfjársláturhús uppfylla hins vegar ESB-staðla og kjöt frá þessum húsum má því væntanlega flytja til Danmerkur og reykja þar. xxx ÞAÐ hlýtur að vekja fólk til umhugsunar að engin íslenzk kjötvinnsla skuli uppfylla heil- brigðisreglur ESB. Þær eru settar neytendum til verndar og ástæða til að spyija hvers vegna íslenzkir neytendur geta ekki gengið að sömu gæðum vörunnar vísum og borgarar ESB-ríkja. Á undanförn- um misserum hefur verið sett fram rökstudd gagnrýni á gæðamál í íslenzkum kjötvinnsluhúsum, með- al annars af hálfu þeirra, sem reynt hafa að markaðssetja íslenzkar kjötafurðir erlendis. Víkveiji legg- ur til að íslenzku kjötiðnaðarmenn- irnir, sem eiga að hafa umsjón með reykingunni í Kaupmannahöfn, kynni sér aðstæður í danska reyk- húsinu, sem íslenzka lambakjötið verður reykt í, og miðli af reynslu sinni þegar heim er komið. Þá væri bæði hægt að tryggja íslenzk- um neytendum og unnendum ís- lenzks hangikjöts í ESB-löndunum vöru, sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur. xxx EKKI var seinna vænna að sam- gönguráðuneytið, sem hefur fjarskiptamálin á sinni könnu, kæmi sjálfu sér á framfæri á alnet- inu, en ráðuneytið opnaði heima- síðu nú í vikunni. Það kemur Vík- veija nokkuð á óvart að á íslandi, þar sem einna hæst hlutfall íbúa í löndum heims hefur aðgang að alnetinu, skuli fjögur ráðuneyti í Stjórnarráði íslands enn ekki hafa komið sér upp heimasíðu á netinu. Þetta eru dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið og landbúnaðarráðuneytið. Skilja forráðamenn þessara ráðu- neyta ekki nauðsyn þess að nýta hinn nýja miðil til að koma upplýs- ingum um starfsemi hins opinbera til almennings? XXX RENSÁSKIRKJA hefur nú tekið upp svokallaða „mæðra- morgna“ eins og flestar aðrar kirkj- ur í höfuðborginni, samkvæmt fréttatilkynningu í Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar segir jafnframt: „Þeim [mæðramorgnunum] er ætl- að að mæta þörfum foreldra ungra barna sem vilja njóta félagsskapar annarra á sama báti og leiða börn sín til kirkju." Fyrst þetta er til- gangurinn, af hveiju heita þessar samverustundir ekki bara foreldra- morgnar? Er ætlun kirknanna að fæla feður ungra barna frá þessum samkomum, sem Víkveiji hefur heyrt vel látið af? Varla er kristi- legt uppeldi barnanna einkamál mæðranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.