Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 55

Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 55 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIRSJONVARPSSTOÐVANNA Sýn ►21.00 Gamall góðkunningi áhorfenda og lögreglunnar, Sylvester Stallone, hressir uppá tilveruna á laug- ardagskvöldið í Blóðtöku 2 (Rambo: First Blood Part II), sem við Arnaldur gáfum ★ ★ í Myndbandahandbók heimilanna. Með þeim rökstuðningi að hin afskipta hetja Víetnamstríðs- ins, tromp fyrstu myndarinnar, væri orðin „ósigrandi stríðshetjuímynd Re- agan-tímabilsins“. Ekki er það glæsi- legt. Myndin, sem gerist í Kambodíu (og sýnir hvernig Kanar hefðu malað Víetnam stríðið með svosem eitt stykki Rambó í vopnabúrinu) er engu að síð- ur bærileg afþreying. Óþokkarnir, með Steven Barkoff í fylkingarbrjósti, í fyrsta gæðaflokki. Stöð 2 ►23.05 Jon Peters nefnist maður. Komst inní kvikmyndaheiminn sem hárgreiðslumeistari og síðar hjá- svæfa Barbru Streisand. Framleiddi nokkrar metaðsóknarmyndir ásamt félaga sínum Pere Guber. Fyrir slembilukku, ef mark er takandi á bók um þá og hét Ekið afslysstað (nafnið höfðar til ástandsins hjá Columbia- TriStar eftir að þeir voru reknir þaðan úr æðstu embættum). Síðan heyrðist fátt frá Peters um árabil eða þangað til hann framleiddi Peningalestina (Money Train 1995). Hún segir af „bræðrunum" Wesley Snipes og Wo- ody Harrelson sem ræna peningalest og lenda uppá kant útaf kvenmanni. Sannar slembilukkukenninguna. ★ 'h Sjónvarpið ►23.10 Skrykkjótt Skotlandsferð (Soft Top, Hard Sho- ulder) er nýleg, bresk smámynd, gerð rétt áður en þær komust aftur í tísku. Leikstjórinn, Stefan Schwartz, áeina af þessum nýbylgjumyndum, Shooting Fish, sem er að hefja göngu sína í Stjörnubíó. Skrykkjótt Skotlandsferð segir frá brösóttu ferðalagi manns sem heldur til Glasgow frá London, bilaður bíll og bilaður puttaferðalangur koma við sögu. Films in Reviewgefur ★ ★ ★ Sæbjörn Valdimarsson Kryddgleði ► SPICE Girls stúlkurnar gátu tekið gleði sina á ný þegar þær fengu verðlaun sem besta alþjóðlega hljómsveitin á spænsku tónlistarhátíð- inni „Amigo“ sem var haldin í Madríd í vikunni. Þær Geri, Mel C. og Mel B. sungu og dönsuðu ásamt hinum kryddunum af krafti á hátíðinni þakklátar fyrir hvern góðan dag. Sjónvarpið ►21.25 Ekki er allt jafn slétt og fellt og það sýnist á ytra borðinu i Löðri (Soapdish 1991), býsna skemmtilegri mynd þar sem skoðað er baksvið hinna svokölluðu „sápuópera" í sjón- varpinu. Svo er kallað innihaldsr- ýrt léttmeti, ógnarlangir þættir sem gengið hafa árum saman, sumir hverjir. Þrátt fyrir andleysið er þetta vinsælt efni en sápuorð- ið fengu þeir á sig strax í upp- hafi, þar sem þessir þættir voru ósjaldan framleiddir af sápufram- leiðendum (sem vissu mætavel hjá hvaða markhópi löðrið var vinsælast). Vestur í Hollywood er verið að úthluta hinum árlegu verðlaunum fyrir besta efnið sem sent er út að degi til á skjánum og því fólki sem að því stendur. Celeste Tal- bert (Sally Field) er valin besta leikkonan og jafnframt hlýtur hún heiðurstitilinn „Ljúflingur ársins11 - þótt hún sé ósvffin skepna á bak við huggulega framhliðina. Niðurrif Celeste Sally Field) er valin besta leikkonan Einkum nfðist hún á samleikurum sínum, með Montana (Cathy Moriarty) fremsta í flokki. Þeir gera allt til að jafna um hana, ekki síst Jeffrey (Kevin Kline), persóna sem er skrifuð inní þætt- ina eftir tuttugu ára hlé! Öfund, græðgi og spilling í einkalifi leik- aranna setur mark sitt á þættina (sem heita þvf ágæta nafni The Sun Also Sets, og vfti menn, þeir verða vinsælli fyrir bragðið. Löður gekk ekki sem best í kvikmyndahúsum á sínum tíma, ætli að ástæðan hafi ekki verið sú að efnið er full sjónvarpslegt. Gómið hana á skjánum. Þetta er meinfyndin mynd, sem beinlínis löðrar f illskeyttnum athuga- semdum, óvægnum gálgahúmor og góðum leik, ekki aðeins hjá Field, Kline og Moriarty (sem er ein besta gamanleikkona sam- tímans en fær alltof sjaldan ærleg hlutverk), heldur eiga þau góðar stundir Robert Downey, Jr., og Whoopi Goldberg. ★ ★ ★ I i FRAMTÍÐ FRANS UNGIR FRANSKIR LEIKSTJÖRAR HÁsiSuSó DAGS. KL. 5 Laugard. 22. Növ. p OUBLIE-MOI Sunnud. 23. Nóv. Mönud. 24. Nóv. Þriðjud. 25. Növ. Miðvikud. 26. Nóv. Fimmtud. 27. Nóv. AUGUSTIN L'AGE DES POSSIBLES AUGUSTIN ROSINE ------------ L'AGE DES POSSIBLES KL. 7 ÉTAT DES LIEUX r~ L'AGE DES POSSIBLES OUBLIE-MOI ROSINE OUBLiE-MOI ÉTAT DES LIEUX KL. 9 ROSINE OUBLIE-MOI AUGUSTIN ÉTAT DES LIEUX L’AGE DES POSSIÐLES AUGUSTIN HÁSKÓLABÍÓI - 22. - 27. NOVEMBER Heimabakað er best, kökubæklingur Nóa Síríus hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá íslenskum sælkerum og er uppseldur hjá útgefanda. Því miður slæddust villur í bæklinginn. Þess vegna birtum við hér þessar leiðréttu uppskriftir. Vinsamlegast færið leiðréttingarnar inn í bæklinginn. 1 1/4 dl rjómi 200 g Síríus rjómasúkkulaði 150 g Opal hnappar (orange) 2 msk. smjör 11/2 tsk. rifið hýði af appelsínu (eða líkjör, t.d. Grand Marnier) 350 g Síríus suðusúkkulaði (konsum) iunr» SKÓR FYRIR KARLMENN Teg. BOCAS PONTUS Tee. Mikið úval af breiðum Lloyd skóm Nýkomin sendj ★ -.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.