Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 56

Morgunblaðið - 22.11.1997, Side 56
56 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Geirmundur Geirmundur Valtýsson og hljómsveit sjá um danssveifluna í kvöld. IVlissið ekki af frábærum dansleik með skagfirska sveiflukónginum. Frönsk og fjörug skemmtidagskrá í Súlnasal. Uppselt í kvöld á skemmtidagskrá. Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson alltaf hressir á Mímisbar -þín sagal Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Engin dagskrá um íslensku ÞÁ SKILST manni að tvær sjón- varpshetjur séu horfnar af vett- vangi og kemur væntanlega annað í staðinn eins og venjan er, því dagskráin verður að „kontinjúer- ast“, eins og slett var á dönsku um aldamótin, en heyrist aldrei nú til dags, eins og Danir hafi gert okk- ur eitthvað. Hetjurnar sem hurfu af skjánum voru Derrick, margræmdur þýskur lögguspion, sem leysti málin eins og yfírsetu- kona en ekki með harðri hendi. Hinn var Cecil Rhodes, einn af stofnendum De Beers gimstein- veldisins, land- nemi Rhodesíu og einn helsti pen- ingajöfur breska heimsveldisins meðan það var á dögum. Rhodes var einn af þeim mönnum sem létu hlutina gerast með illu eða góðu. Hann lét gera svartan kóng að eiturlyfjaneytenda til að geta ráðið við hann. Oftar en einu sinni hafði hann á orði, að hann vildi gjarnan opna leið breskra áhrifa frá Höfðanýiendunni, upp gegn- um Rhodesíu og áfram upp aust- urströnd Afríku uns náð væri til Egyptalands. Þetta plan var nú varla nema einnar nætur draum- ur, enda hefur þróunin síðan sýnt hvað það var tilgangslaust að opna þessa „bresku leið“. Engu máli skiptir þótt Rhodes næði ekki öllum markmiðum sín- um. Hann var engu að síður glæsilegur fulltrúi breskrar land- vinningastefnu á meðan hún var og hét. Einkum þóttu Bretar djarfir við þá, sem þeir kölluðu hálfvilltar þjóðir, eins og Kínverja SJONVARPA LAUGARDEGI og Indverja, en hefði þekking Breta á þessum þjóðum verið meiri á sínum tíma, hefðu þeir kannski farið sér hægar. Cecil Rhodes var leikinn af myndarleg- um manni, sem gerði sig stundum hálf ægilegan ásýndum og átti það að sýna mikilmennið. Sjálfur var Rhodes ekki mikill íyrir mann að sjá miðað við myndir af honum og fer það oft þannig, að þeir sem velta þungum hlössum eru kannski minnstir ásýndum - eða eru sú litla þúfa. I dag hefðu sós- íalistar reynt að taka Rhodes í nef- ið og Bretar næsta djarfir að gera um hann sjónvarpsþætti. Helsta demanta- sala heimsins stendur enn eftir af veldi hans og hugsjónum hafi þær einhverjar verið. Derrick er svo sem ekkert sam- bærilegur við Rhodes, enda vafa- laust ekki sannsöguleg persóna. En hann var viðkunnanlegur eftir hið mikla sláturhús ameríska krimmans, sem börn og fullorðnir eru aldir upp við í íslenska sjón- varpinu. Derrick beitti ekki mikið skammbyssum við lausn mála og fórst heldur óhönduglega að handfjatla þær. Þjóðverjar, sem eru miklir stríðsmenn, hafa skammbyssur ekki mikið um hönd í sjónvarpsþáttum. Aftur á móti virðast sumh- íslenskir mynda- tökumenn varla mega koma ná- lægt kvikmynd öðruvísi en troða skammbyssu í lúkurnar á leikend- unum. Frægt dæmi um það, er þegar sýslumaður Húnvetninga mætti með skammbyssu seint á átjándu öld í mynd um Natan Ketilsson. Það hefði Derrick aldrei dottið í hug, þótt búast megi við að hann sé tiltölulega ánægður með Ameríkumenn. Derrick fer sem sagt með friði úr íslenska sjónvarpinu. Hvað þeir fá í staðinn er ekki vitað nema það verði trommuleikarinn sjálfur, sem sestur er að í sjónvarpinu. Síðasti sunnudagur hét í munni einhverra dagur íslenskunnar og var Jónasi Hallgi’ímssyni att fram sem einskonar fulltrúa málsins. Víst er um það, að Jónas orti á góðri íslensku, en varla hefur hann gi’unað, að hann myndi verð- launaður með birtingu á Netinu. Tveir aðilar voru heiðraðir þenn- an dag, þeir Gísli Jónsson, fyrr- verandi menntaskólakennari, og Sigurður Líndal fyrir hönd útgáfu bókmenntafélagsins. Einnig var dags íslenskunnar minnst í „Is- land í dag“, þar sem fulltrúi kenn- araháskólans lýsti því yfir að börnin yrðu sjálf að ráða því hvenær þau kysu að læra íslensku og tala mælt mál. Einnig kom tekjuhæsti Islendingurinn fram í dagskrá Ríkisútvarpsins á degi ís- lenskunnar og talaði mestmegnis ensku. Þetta var hún Björk okkar, prýðisstúlka með jarðardyn úr Húnavatnssýslu í blóðinu og kvak úr mógröfum. Kannski megum við vænta þess seinna, að trommu- leikarinn í sjónvarpinu sjái til þess að fluttur verði einn þáttur um ís- lensku á móti svo sem hundrað poppþáttum. Indriði G. Þorsteinsson TONI og West í hlutverkum sínum í „Diane & Me“. Tilboð á hreinlætistækjum Handlaugar t borð frá kr. 6.327. Handlaugar á vegg, verð frá kr. 2.946. WC með setu, veró frá kr. 10.868. Blöndunartæki í miklu úrvali: Handlaugartæki frá kr. 2.335. Baókarstæki frá kr. 3.369. Eldhústæki frá kr. 2.386. Stálvaskar, yfir 30 gerðir: 1 hólf með borði frá kr. 4.273. 2 hólf án borðs frá kr. 6.000. 1 V2 hólf meö borði frá kr. 10.798. Hitastillitæki f. sturtu frá kr. 6.208. Hitastillitæki f. bað frá kr. 7.857. Baöker - Sturtubotnar sturtuklefar / acryl eóa öryggisgler Athugaðu verðið Opið í dag frá 10-16 VATNSVIRKINN Ármúla 21, sími 5332020, grænt númer 8004020 VISA itil : 36_MANAÐA | Gaman- mynd um Díönu prinsessu ÞEGAR höfundar áströlsku kvik- myndarinnar „Diane & Me“ fengu hugmyndina að myndinni fyrir um tveimur árum þótti hún ansi skond- in. Myndin segir frá Díönu Spencer, ungri konu frá smábæ í Astralíu sem er heltekin af Díönu prinsessu. Hún tekur þátt í keppni og vinnur ferð til London þar sem hún á að fá tækifæri til að hitta prinsessuna í eigin persónu. Ekkert verður reyndar úr þeim fundi en í staðinn kynnist hin ástralska Díana Ijós- myndara (Dominic West) sem eltist við þá bresku fyrir slúðurblöð, og þar sem myndin er rómantísk gam- anmynd verða þau ástfangin. Framleiðendur „Diane & Me“ ætla að frumsýna myndina í vetur en eru að hugleiða talsverðar breyt- ingar í ljósi hörmulegs fráfalls Díönu prinsessu. Toni Collette („Muriel’s Wedding“) sem fer með hlutverk hinnar áströlsku Díönu og dvaldi við tökur fyrir myndina í London í september á síðasta ári, var aftur komin til borgarinnar á dögunum. Takmarkið með tökum á viðbótarefni er að búa til formála og eftirmála fyrir myndina sem gerast eftir andlát Díönu prinsessu og á síðan að skorða upprunalegu sög- una þar á milli sem endui-minningu. Hvort þessar breytingar gera „Diane & Me“ söluvænlegri á eftir að koma í ijós. Bretar eiga líklega ekki eftir að verða hrifnir af gaman- mynd um Díönu prinsessu þar sem aðalkarlpersónan er góður gæi og ljósmyndari, svokaliaður „pappar- azzi“, en margir Bretar teija góða mannkosti og störf sem ljósmyndari fyrir slúðurblöð ekki geta farið sam- an eftir fráfall Díönu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.