Morgunblaðið - 22.11.1997, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1997 57
Jólasveinn 39 cm.
hreifist og spilar,
með kertaljós
no. 2691613
kr.1711
Jólasokkur
spiiar og lýsir
no. 2691620
kr. 1209
Hálsmen _____________
trú/von/kærleikur 9k.
no. 2346333
kr. 1382
Glasabakkar
með standi
no. 2641560
kr. 517
6 stk.
Blaðagrind
no 6112600
kr. 1298
Handmálað jólaþorp
no. 2691761
kr. 1711
GSM sími, talar
no. 3582240
kr. 517
Myndarammi/albúm
no 2641515
kr. 1341
3 stk. albúm í
leðurlíkishulstri
fyrir 240 myndir
no. 5702372
kr. 673
Dúkka í skírnarkjól 25.5 cm f1?5*1 kaffi/,e-
,,„.358om ka"na
/ T /r ■■ no. 8411055
kn,4S ÆSk kr.1901
Silfurlokkar í
gjafakassa
no. 2115652
kr. 379
Skartgripaskrín,
spilar (barna)
no. 2617235
kr. 863
Þrílitir 9k. gulllokkar í gjafakassa no. 2090472 kr. 1175
Gullkúlulokkar 9k minni no. 2115366 kr. 517 - Stærri no. 2113373 kr. 777
Stækkunarspegill með ljósi (rafblöður fylgja) no. 2614542 kr. 1187
Gerfijólatré 120cm no. 2691091 kr. 1382 - 150 cm no. 2690546 kr. 1901 - 180 cm no. 2691558 kr. 2939
Jólapappír 5 metrar 70cm breiður no. 2691455 kr. 172
Jólakort með enskum texta lúxus 20 stk. no. 2691589 kr. 344 - 50 stk. no. 2691596 kr. 431
Skartgripaskrín, spilar no. 2612362 kr. 1365
NyUamar jólagjafir:
Gufustraujárn no. 4105279 kr. 1658 - Hraðsuðuketill 11/2 lítra no. 4214940 kr. 1750
Kaffivél lObolla no. 4217475 kr. 2379 - Samlokugrill 1 sneið no. 4218324 kr. 1772
Brauðrist 2 sneiðar no. 4216285 kr. 1694 - Handþeytari 5 hraðastillingar no. 4216225 kr. 1860
Dósaopnari rafmagns no. 4216618 kr. 1860 - Steikarhnífapör fyrir 6 no. 8205247 kr. 1470
Vekjaraklukka rafhlaða fylgir no. 2564427 kr. 517
Rafmagnsvekjaraklukka, lýsir no. 2565031 kr. 779
Videospólur llstk . no. 5356665 kr. 3566
Kassettur 10 stk. no. 5356814 kr. 800
Verd m. v. gengi nóv. 97
Fuli buð afvöruín. Snyrtivröur, dcelgœti ofi
Sniart fötin eru ódýrari en í útlöndum.
Opið mánud. - föstud. kl. 9-6
laugard. kl. 11 -13
RM B.MAGNUSSON HF.
HÓLSHRAUNI 2 HAFNARFIRÐI
PÖNTUNARSÍMI 555 2866
FÓLK í FRÉTTUM
MIKKI mús ásamt félaga sínum
Walt Disney.
Mikki mús
með nýjan
sjónvarps-
þátt
MIKKI mús er kominn aftur til
starfa á teikniborðinu hjá Disney en
ný teiknimyndaröð um hann verður
frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í
byrjun árs 1999. Músin hefur und-
anfarna áratugi ekki lagt mikið af
mörkum á hvíta tjaldinu eða í sjón-
varpi. Pað sem hefur verið í gangi
er aðallega endurtekið efni því
Mikki var seinast dreginn mark-
visst á blað fyrir teiknimyndaröð á
sjötta áratugnum.
Mikki mús heldur upp á 70 ára
starfsafmæli á næsta ári. Fyrsta
hlutverk hans var í „Steamboat
Willie“ árið 1928. Síðasta aðalhlut-
verk hans var í „Mickey’s
Christmas Carol“ árið 1983. Hann
kom reyndar stuttlega fram í „Who
Framed Roger Rabbit?" árið 1988,
og sýndi líka á sér nefið í ,A Goofy
Movie“ 1995. í stað nýrra hlutverka
hefur nagdýrið litla einbeitt sér að
almannatengslum fyrir skemmti-
garða Disney þar sem hann hefur
skemmt yngstu kynslóðinni með því
að koma fram í eigin persónu.
Mína mús, Andrés önd, Guffi, og
hundurinn Plútó ætla einnig að
koma fram í nýju teiknimyndaröð-
inni sem verður líklega á dagskrá
bæði á Disney-rásinni og hjá ABC
sjónvarpsstöðinni sem er í eigu
Disney. í fréttatilkynningu frá Disn-
ey kemur fram að gamlar aðferðir
verða notaðar við gerð þáttanna, þ.e.
bæði persónurnar og bakgrunnur-
inn verða handteiknaðai'. Einnig
kemur fram í tilkynningunni að útlit
Mikka og félaga verður eins og það
var á fjórða og fimmta áratugnum.
Rólegheit með Páli Óskari
PÁLL Óskar Hjálmtýsson verður „rólegheita" plötu-
snúður í betri stofu Ingólfskaffis.
„ÞAÐ STENDUR til að ég verði fyrsti íslenski rólegheita
plötusnúðurinn," segir Páll Oskar Hjálmtýsson sem verður D J
á efri hæðinni á Ingólfskaffi næstkomandi föstudagskvöld.
„Fram að þessu hafa ís-
lenskír plötusnúðar alltaf
verið í grenjandi stuði en ég
ætla að leggja áherslu á
„kitsch“ og „tacky“-tónlist frá tímabilinu 1960 til 1980.“
Það verður þá ekid dansað?
„Ekki nema fólk vilji dingla sér við það með kokteilglös í
hendi.“
Hver erkveikjan aðþessarí uppákomu?
„Staðreyndin er sú að eftir að þessi „kitsch“-tónlist fór að
verða vinsæl á árinu fór ég í gegnum safnið mitt, þ.e. gömlu
vínilplötumar, og komst að því að ég á sæg af plötum með þess-
ari tónlist." Páll Óskar hugsar sig aðeins um, sem er óvenju-
legt, og svo er eins og hann átti sig: „Raunar er það ekki furða
því ég er alltaf í Safnarbúðinni og rogast heim með allt að tíu
plötur á dag.“
Á hvað verður lögð áhersla?
„Ég ætla að reyna að gera hallæristónlist á borð við Klaus
Wunderlich og ‘Jean Jacques Per-
rey hátt undir höfði og svo fer ég út
í mjúka diskótónlist.“
Geturðu nefnt dæmi?
,AHt nema „I Will Sui-vive“ og
„It’s Raining Man“.“
Er þetta góður staður fyrír svona
uppákomu?
„Já, eins og gefur að skilja gæti
ég ekki verið plötusnúðm- með þess-
um formerkjum hvar sem er, en efri
hæðin á Ingólfskaffi er svona spari,
spari, spari. Hún er ekki of stór og ekki of lítil og þama er allt
þakið teppum og leðursófasettum. Það verður þess vegna
svona „komdu þér þægilega fyrir stemmning".
Er þetta einstakur við-
burður?
„Ef fólk sýnir þessu
áhuga og er til í að hlýða á
tónlist af þessu tagi þá segir sig sjálft að framhald verður á
þessu. Ég hef ekki fengið að DJ-ast með þessum hætti síðan á
Aðalstöðinni í gamla daga.“
Hentar þetta Islendingum?
„Ég hef séð þetta ganga upp á erlendri grundu og ætla að
gera tilraun. Við sjáum til hvort hún lukkast. Mér.þykir það
nefnilega dálítið miður í fari íslendinga að þeir gefa sér oftar
en ekki bara tvo klukkutíma til að skemmta sér og á þeim tíma
þurfa þeir að hella sig fulla, heyra öll uppáhalds lögin sín,
dansa eins og brjálæðingar, komast á trúnaðarstigið og ná sér í
rekkjunaut. Ef þetta gengur ekki eftir lenda þeir í slagsmálum.
Ég er aðeins að reyna að sporna við þessari þróun með því að
koma til móts við þá sem vilja fara út á lífið án þess að vera
sendir á taugadeildina á eftir.“
W
ta*ia
tn°
lapal
• /
Forvitnilegar uppákomur