Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ +■ MORGUNBLAÐIÐ JMtogtiiiHiifrft STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KYOTO HEFUR SKILAÐ ÁRANGRI Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfísmál í Kyoto hefur nú þegar skilað miklum árangri. Ástæð- an er sú, að í aðdraganda ráðstefnunnar hafa orðið mikl- ar umræður víða um heim um þau áhrif, sem útblástur gróðurhúsalofttegunda getur haft á næstu árum og ára- tugum. Pjóðir heims hafa af þeim sökum betri skilning á því en áður um hvað þetta mál snýst. Það snýst einfaldlega um það, hvort hægt verður að búa á jörðinni í framtíðinni. Að vísu eru skoðanir vísinda- manna skiptar í þessum efnum en vísbendingar um það, sem gæti gerzt, ef við breytum ekki um stefnu eru með þeim hætti, að engin þjóð getur leyft sér að taka þá áhættu að virða aðvaranir vísindamanna að vettugi. í upphafi þessa áratugar voru nokkrar deilur hér á ís- landi um það, hvort vísindamenn Hafrannsóknastofnun- ar hefðu rétt fyrir sér um stöðu þorskstofnsins. Niður- staðan varð hins vegar sú, að þjóðin gæti ekki leyft sér að taka þá áhættu að hafa ráðleggingar þeirra að engu. Það sama á við um útblástur gróðurhúsalofttegunda. Þjóðir heims geta ekki tekið þá áhættu að hlusta ekki á aðvaranir vísindamanna, þótt kenningar þeirra séu um- deildar. Ráðstefnan í Kyoto hefur opnað augu fólks um víða veröld fyrir því, að við hljótum að breyta um lífshætti. Margir hafa áreiðanlega tilhneigingu til að líta svo á, að róttækar aðgerðir til þess að draga úr útblæstri muni draga úr eða stöðva efnahagslegar framfarir. Aðrir munu segja sem svo, að þeir sem tregðast við að viður- kenna veruleikann í þessum efnum séu haldnir græðgi þeirra, sem lifí einungis fyrir líðandi stund og hugsi hvorki um hag barna okkar né barnabarna. Er ekki hugsanlegt að báðir aðilar hafi rangt fyrir sér? Standi heimsbyggðin frammi fyrir því, að núverandi lífsmáti okkar sé óverjandi, þegar hugsað er um hag og heill komandi kynslóða, getur það orðið til þess að stór- aukin áherzla verður lögð á margvíslegar nýjungar, sem leiði bæði til nýrra og betri lífshátta og aukinna efna- hagslegra framfara á nýjum vígstöðvum, sem eru okkur ef til vill ókunnar nú. Kyoto getur orðið til þess að gífurleg áherzla verður lögð á að þróa ný samgöngutæki, sem hafi ekki þau skað- legu áhrif á umhverfí okkar, sem bifreiðin bersýnilega hefur, svo dæmi sé nefnt. Sumir eru andvígir því að leggja á svokallaða umhverfisskatta eða mengunar- skatta. Sú andstaða er á misskilningi byggð. Slík skatt- lagning getur einmitt orðið hvati til framfara og nýjunga á öðrum sviðum, þegar óbreyttir lífshættir eru orðnir svo dýrt spaug, að hvorki einstaklingar né fyrirtæki geta undir þeim staðið. í nýju tölublaði brezka tímaritsins The Economist er stórathyglisverð grein, þar sem fjallað er um einn þátt þessa máls, þ.e. bílaumferðina og þau mengunaráhrif, sem hún hefur ekki sízt í stórborgum víða um heim. Blaðið dregur í efa, að hækkun benzínverðs eða skatta á bflana sjálfa dugi til þess að draga úr hinni mengandi umferð heldur verði nauðsynlegt að skattleggja notkun veganna sjálfra, þ.á m. gatnakerfí innan stórborganna. í því sambandi eru nefnd dæmi um tilraunir af þessu tagi m.a. í Noregi, sem hafi gefið góða raun. Fyrir okkur íslendinga er um stórmál að ræða. Sterk markaðsstaða íslenzkra sjávarafurða á erlendum mörk- uðum byggist ekki sízt á því, að við búum hér í hreinu og ómenguðu landi og að sjórinn í kringum landið sé hreinn og tær. Yaxandi áhugi á íslandi sem ferðamannalandi byggist á því sama. Þess vegna er ástæða til að við mörkum alveg nýja og skýra stefnu í umhverfismálum, þar sem við mætum þeim kröfum, sem ný og gjörbreytt viðhorf munu gera til okkar og annarra þjóða heims á næstu árum. Það er í raun og veru ekki eftir neinu að bíða, hvað sem líður alls- herjarsamkomulagi um þetta stærsta mál, sem heims- byggðin stendur frammi fyrir. Kyoto-ráðstefnunni um aðgerðir gegn upphitun lofthjúpsins lauk í nótt Ös rekja AMKOMULAG var í sjónmáli um klukkan átta í morgun að staðartíma í Kyoto. Að svo skyldi vera var sagt hægt að til þess fyrst og fremst að Bandaríkjamenn gáfu verulega eftir af sínum helstu kröfum, þar á meðal skiptum og sölu á útblásturskvóta milli landa, en um þá var mest tekist á síðustu klukkustundir viðræðn- anna. Þeir voru sagðir hafa fallist á 6% lækkun á útblæstri frá 1990 og ennfremur að hafa geflð eftir kröf- una um að þróunarlöndin gangist undir loforð um að taka í framtíðinni þátt í aðgerðum til að draga úr út- blæstri. Eftir ítrekaðar frestanir á því að nýtt uppkast að samningi um minnk- un á útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið kæmist í hendur samningamanna og annarra ráðstefnugesta í ráðstefnuhöllinni í Kyoto um klukkan 2 eftir miðnætti í nótt að staðartíma, var textanum dreift og umræður um hann hófust í kjölfarið. Breytingarnar í nýja uppkastinu voru þessar helstar: Miðað var við 6% niðurskurð á útblæstri gróður- húsalofttegunda á tímabilinu 2008 til 2012; í staðinn fyrir orða- lagið „iðnríkin skulu minnka prósentuhluta út- blásturs síns“ er sagt „stefna að minnkun útblást- urs“, sem er mun veikara orðalag en hið fyrra. Til að vega upp á móti því var bætt inn í klausu um að hvert iðnríki skuli, fyrir ár- ið 2005, hafa sýnt árangur í því að ná þeim markmiðum sem það skuldbindur sig til að uppfylla í þessum samn- ingi. Miðað var við að taka all- ar 6 aðalgróðurhúsaloftteg- undirnar inn í tillöguna en í tillögunni sem lögð var fram í gær var aðeins geng- ið út frá þremur, og meðal- tal lækkunar á útblæstri hafði breyst í 6% úr 5%. Engar tölur voru nefndar í nýja uppkastinu, fyrir utan meðaltalstöluna 6%, en heyrst höfðu mismunandi tölur. Til dæmis 8% fyrir ESB, 7% fyrir Bandaríkin og 6% fyrir Japan. Einnig höfðu heyrst lægri tölur, en talið var að Bandaríkja- menn hefðu fallist á 6% fyr- ir sitt leyti. í umræðunni í nótt kom fram mikil andstaða gegn ákvæði í tillögunni um sölu á útblásturskvóta og hélt umræða um það atriði í áfram í rúmlega 2 klukku- stundir og svo virtist sem nokkur þróunarlandanna væru að reyna að koma í veg fyrir samning á síðustu stundu. Raul Estrada, formaður allsherjar- þings ráðstefnunnar, lagði fram til- lögu til að koma til móts við deiluað- ila sem liðkaði í kjölfarið fyrir af- greiðslu á öðrum ákvæðum í tillög- unni. Sáttatillaga hans miðaði við að löndum leyfðist að byrja strax skipti á kvóta en reglur um söluna yrðu settar á næstu ráðstefnu þjóðanna, COP4 sem fram fer á næsta ári. Þetta þýðir í raun að ekki verður hægt að hefja viðskipti með kvóta fyrr en eftir hana, þar sem reglur verða að vera fyrir hendi til að slík viðskipti geti farið fram. Líkur eru taldar á að það kunni að taka allt að nokkrum árum að koma kerfi kvóta- sölu í framkvæmd. Sveigjanleiki á sfðustu stundu Indland, Kína og Sádi- ---------- Arabía voru þau lönd sem byrjuðu að gagnrýna kvótasöluna og í kjölfarið tjáði stór hluti aðildarríkja ráðstefnunnar sig um hana. Með tillögunni, sem Bandaríkin halda mjög stíft fram og segja hana algera forsendu fyrir því að landið geti staðið við loforð sín um skerð- ingu og samþykkt tillöguna, mæltu meðal annarra Mexíkó, Rússland, Ar- gentina og Japan. „Kvótaskipti eru vélin sem knýr tillögu okkar áfram. Við erum búin að gefa mikið eftir í sjónarmiðum okkar og teljum að ekki Banda- ríkjamenn gáfu eftir Sáttatillaga, sem lögð var fram á síðustu stundu, greiddi fyrir samkomulagi sem var í sjónmáli undir morgun að staðartíma, eftir þrotlausar samningaviðræður síðustu dægur ráðstefnunnar, skrifar Þóroddur Bjarnason frá Kyoto. Hann lýsir hér því sem tekist var á um síðasta sólarhring viðræðnanna. Reuters JAPANSKUR lögreglumaður gætir aðalinngangsins að ráðstefnuhöllinni í Kyoto, þar sem samningamenn 166 rílga sátu á rökstólum alla nóttina eftir áætlaðan lokadag ráðstefnunnar. Hvert iðnríki sýni árangur fyrir 2005 megi láta þetta tækifæri á sögulegu samkomulagi ganga okkur úr greip- um,“ sagði samningamaður Banda- ríkjanna á fundinum. Raul Estrada, formaður allsherjar- nefndarinnar og sá sem setti tillög- una fram, minnti samningamenn, þegar rætt hafði verið um málið í yfir tvær klukkustundir, á hve málið væri mikilvægt og hverjar afleiðingarnar yrðu ef þetta yrði til þess að engin niðurstaða næðist á ráðstefnunni. „Það verður að sýna sveigjanleika á þessari stundu. Við erum núna fjær því að skrifa undir samning en við vorum áður en þesssi umræða hófst fyrr í morgun," sagði Estrada þegar hann gerði stutt fundarhlé um klukk- an 4 í morgun að staðartíma. Grein 9 um þróunarlöndin var felld út, en en um hana hafði mikið verið bitist, einkum milli Kína og Banda- ríkjanna, en í henni er gert ráð fyrir að þróunarríkin geti sett sjálfum sér mörk í losun gróðurhúsa- lofttegunda, þegar þau séu tilbúin til þess. Heimildir segja að ríkin deili um það atriði að ein- hver þjóunarríki, sem standa íyrir miklum útblæstri, eins og til dæmis Kina, taki á sig einhverjar skuldbindingar eða að hægt verði að setja inn í samninginn eitthvað sem hvetur þau til að ganga til verka innan einhvers tiltekins tíma. Kvöldið áður hafði Raul Estrada, formaður allsherjarnefndarinnar, skýrt frá gengi viðræðna um tillögu sína. Hann talaði þá um að útblásturs- mörk yrðu á bilinu 5-6% að meðaltali fyrir iðnríkin. Tafir urðu á þessu þar til um klukk- an 2 að morgni þegar búið var að klára uppkastið og dreifa því meðal samningamanna og blaðamanna. Eftir að hafa skýrt nánar frá gangi viðræðnanna og hvatt samningamenn til að líta á ákveðnar greinar hans þar til nefndin kæmi aftur saman síðar um kvöldið frestaði Estrada fundin- um. Bjartsýnir bandarískir þingmenn Á blaðamannafundi í gær töluðu nokkrir fulltrúar Bandaríkjaþings sem hér eru og taka þátt í viðræðum á þinginu og lýstu yfir bjartsýni. „Við erum hér að gera það sem ekld náðist í Ríó 1992, að setja tímamörk og útlosunarmörk. Við vonum enn að grein 10 verði inni í samningnum eins og hún er í tillögunni," sagði einn þing- mannanna. „Eg tel að þessar samn- --------- ingaviðræður séu einar þær almikilvægustu al- þjóðaviðræður sem farið hafa fram því þær snerta alla íbúa jarðarinnar og jörðina sjálfa," bætti annar þeirra við. Þeir sögðu einnig að þótt tillagan væri ekki fullkomin væri hún þó mjög góð byrjun á aðgerðum til að taka á vanda- málinu. Á meðan ráðamenn sátu á fundum í gær, án þess að gefa neitt uppi um hvað rætt væri um, héldu umhverfis- samtök áfram mótmælum, bæði innan ráðstefnusvæðisins og utan við höllina. Meðal annars gengu umhverfissinnar fylktu liði um blaðamannasvæði með svarta hettu yfir höfðinu og henging- aról um hálsins og kröfðust þess að útlosunarsmugum væri lokað, að öðr- um kosti þýddi samningurinn einung- is hörmungar fyrir jörðina. Að öðru leyti héldu umhverfissinnar að sér höndum og biðu eins og aðrir eftir ein- hverjum niðurstöðum úr viðræðunum. Miklar vangaveltur voru á göngun- um í Kyoto allan gærdaginn meðan beðið var eftir viðbrögðum frá fulltrú- um Bandaríkjanna, ESB og Japans sem funduðu sleitulaust. Heyrst hafði að Bandaríkjamenn ætluðu að ganga enn lengra en tillagan hljóðaði upp á og bjóða allt að 7-8% niðurskurð. Þeir myndu enn halda fast við ætlanir sínar um kvótasölu og skipti á kvóta og heyrðist því fleygt að þegar hefði verið nefnd tala um sölu á átta hund- ruð milljónum tonna koldíoxíðígilda til Rússlands. Kvótaskiptahugmyndin hefur valdið nokkrum ótta á meðal ríkisstjórna í Evrópu og einhverra umhverfisverndarsamtaka sem segja að Bandaríkin gætu allt eins verið lík- leg til, ef tillagan verður samþykkt, að kaupa frá Rússlandi allan útblást- urskvóta sem þau þurfa á að halda til að uppfylla mörkin sem samið yrði um. Bandaríkin hafa þó svarað þessu með með því að lofa að draga aðallega úr losun sinni heima fyrir. „Það er ódýrara, áreiðanlegra og auðveldara að gera þetta heima,“ sagði Mike Walsh frá Centre Fin- ancial Products, bandarísku ráðgjafaíyrirtæki. ESB vill þó fá slíkar fullyrðingar skriflegar. Ef hægt er að gefa sér að eitthvert ríki úr G77-hópnum til dæmis, myndi vilja vera með í regnhlífahugmyndinni þá þyrfti viðkomandi ríki að setja sér losunarmörk, sem reyndar yrðu nokkuð há og skiptu líklega tugum pró- senta, en það er einmitt það sem þróunarríkin eru ekki tilbúin að gera. Samkvæmt fyrri tillögu Estradas var gert ráð fyrir að grein 7 um svokallaða sameiginlega framkvæmd (joint implementatiorí) milli iðnríkja og þróunarríkja sé felld út úr samningnum. Þetta viðkvæði í tillögunni er umdeilt en það gerir ráð fyrir því að iðnríki myndi hljóta umbun af einhverju tagi fyrir að hjálpa þróunar- ríki að fjármagna og stuðla að lægri útblæstri í viðkom- andi landi. Mikil óánægja var sögð útblástursmörk hjá Úkraínu, Rússlandi, Ástrahu, Noregi og íslandi. Nálægt miðnætti í gær bárust óstað- festar fréttir um að búið væri að loka einhverjum þeim smugum sem mildð hafa verið gagnrýndar og voru inni í tillögunni frá því á þriðjudaginn en það reyndist ekki fullkomlega rétt þegar uppkastið var loks lagt fram. Staða íslands vakið athygli Staða íslands í samningnum og sú staðreynd að landið hefur hæstu út- blástursmörk allra ríkja, hefur vakið mikla athygli hér á ráðstefnunni sem hefur í leiðinni vakið áhuga manna á sérstöðu landsins. Kalle Hestvedt frá Alþjóðasamtökum Grænfriðunga sagði aðspurður um skoðun sína á stöðu íslands í viðræðunum að það væri þónokkur samúð með landi eins og íslandi og skilningur á sérstöðu landsins og efnahag þess. „Ég veit að Island notar nú þegar endurnýjanlega --------- orkugjafa til bæði húshit- unar og raforkuframleiðslu en ég tel að ísland eigi líka gríðarlega möguleika á því ______ að nota nokkra fleiri end- umýjanlega orkugjafa eins og vindorku til dæmis,“ sagði Hest- vedt. Hinn væntanlegi samningur er þó ekki eins róttækur og stefnt var að í upphafí en fulltrúar ESB hafa haldið því fram af festu, allt fram á síðustu stundu, að stóru þjóðunum bæri að taka á sig 15% útblástursminnkun án allra smuga eins og til dæmis kvótvið- skipta. með Utblásturs- hlutfall íslands hæst FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 43 ísland er að auka losun gróðurhúsalofttegunda Spáð er 26% aukningu fram til ársins 2010 HOLLUSTUVERND ríkis- ins spáir því að losun gróð- urhúsalofttegunda aukist um 26% fram til ársins 2010. Spáin byggir á orkuspá og þeim ákvörðunum um nýja stóriðju sem þegar hafa verið teknar. Hún byggir einnig á þeirri forsendu að ekki verði gerðar ráðstafanir til að draga úr los- un. Samningur Sameinuðu þjóðanna á loftslagsráðstefnunni í Kyoto gerir ráð fyrir að ísland fái að auka losun um 10% fram til ársins 2010. Árið 1990 var heildarútblástur gróðurhúsalofttegunda á íslandi jafn- gildi 2.730 þúsund tonna af koltvísýr- ingi. Áætlað er að í fyira hafi út- streymið verið 2.694, sem er sam- dráttur um 1,3%. Þetta er einkum að þakka minni losun flúorkolefna frá ál- verinu í Straumsvík, en hún hefur minnkað um sem svarar 240.000 tonnum af koltvísýringi á þessu tíma- bili. Á móti hefur útstreymi annarra gróðurhúsalofttegunda aukist, eink- um frá fiskiskipum, ökutækjum og stóriðju. Samkvæmt spá Hollustuverndar ríkisins verður heildarstreymi gróð- urhúsalofttegunda árið 2000 3.161 þúsund tonn, mælt í ígildum koltví- sýrings. Það er 16% aukning frá 1990. Til samanburðar má geta þess að því er spáð að Bandaríkin auki los- un um 13% á sama tímabili. Því er spáð að útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi verði 3.445 þúsund tonn árið 2010, sem er 26% aukning miðað við árið 1990. Að mati Holl- ustuvemdar verður losun komin í 3.821 þúsund tonn árið 2025, sem er 40% aukning. Samningurinn útilokar frekari uppbyggingu á stóriðju Þessi útstreymisspá gerir ekki ráð fyrir neinum aðgerðum til að draga úr útblæstri. Hún er byggð á orkuspá og þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar um nýja stóriðju, þ.e. stækkun í Straumsvík, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar og bygg- ingu álvers Norðuráls. Þessar þrjár framkvæmdir munu auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um sem svar- ar 385.000 tonnum koltvísýrings. Spáin gerir ekki ráð fyrir því að ál- ver Norðuráls verði stækkað, en hún gæti aukið útblástur um 250.000 tonn til viðbótar. í spánni er heldur ekki gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum, svo sem magnesíumverksmiðju eða álveri Norsk Hydro eða Atlantsáls. 50.000 tonna magnesíumverksmiðja losar u.þ.b. 350.000 tonn af gróður- húsalofttegundum á ári og 200.000 tonna álver losar um 300.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum. Hugmynd- ir Norsk Hydro hafa snúist um að byggja í þremur áföngum allt að 720 þúsund tonna álver, en slíkt álver fullbyggt myndi losa um 1.000.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Ekki verður séð hvemig hægt verður að leyfa byggingu slíks álvers hér á landi ef Island gerist aðili að samningnum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Til skoðunar hefur einnig verið að byggja olíuhreinsunarstöð hér á landi, en slíkt fyrirtæki losar óvera- legt magn af gróðurhúsalofttegund- um út í andrúmsloftið þó að fram- leiðsluvaran, olían og bensínið, mengi að sjálfsögðu mikið við bruna. Spá um 40% aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2025 Skipting koitvísýringsútstreymis á Islandi árið 1995 eftir uppsprettum _______ .. c0 cKCn co, pBBM^Fiskiskipaflotinn Samgöngutæki innanlands ðnaðarfyrirtæki ------^“3% Jarðhítavirkjanir Aðrar uppsprettur rft Áætlun og spá um útstreymi gróðurhúsalofttegunda Milljónir tonna Gróðurhúsaiofttegundir íC02- ígildum á Islandi til 2020 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra EKKERT nýtt hafði komið í Ijds með stöðu Islendinga í sambandi við tillögpt Rauls Estrada, formanns allsherjarnefndarinnar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, þegar Guðmundur Bjarnason umhverfismálaráðherra og fleiri úr sendinefnd fslendinga yfirgáfu ráðstefnuna og héldu heim til íslands snemma í morgun. Guðmundur sagði, áður en hann hélt frá Japan, að lítið væri hægt að segja að svo stöddu um málið annað en að tveir úr samninganefndinni myndu sjá um að fylgja máli íslend- inga úr hlaði á ráðstefnunni og óljóst væri með niðurstöðu. „Nú er búið að vera að tala um sama ágreiningsefnið í tillögunni í nær þijá klukkutíma, reyndar var þrefað fyrst aðeins um gróðurbind- inguna og það náðist gott samkomu- lag um það en nú virðist kvótasalan standa svolítið i þróunarlöndunum," sagði Guðmundur en stuttu seinna leystist úr þeim hnút með málamiðl- unartillögu settri fram af Raul Estrada. íslendingar styðja hug- myndina um kvótasölu á milli landa sem er af mörgum talin geta stuðlað að heildarminnkun útblásturs gróð- urhúsalofttegunda. Guðmundur sagði að lítið væri hægd að gera núna nema að bíða en hann óttaðist að samningamenn á ráðstefnunni væru að falla á tíma eins og hann orðaði það. Ráðstefnan væri þegar búin að standa lengur en áætlað hafði verið og óljóst hve Ekki von á miklum breytingum lengi væri hægt að halda áfram að funda. „Því miður verðum við að hverfa af vettvangi núna en við skitjum eft- ir tvo menn til að vera hér til enda. Við sjáum ekki fram á að fá ein- hverjar breytingar á okkar málum héðan í frá, við höfum ennþá vænt- ingar um að fá einhverja bókun samþykkta um okkar mál sem gæti hentað okkar sjónarmiðum en það er of snemmt að segja neitt meira um það.“ Samkvæmt fyrri tillögu Estradas sem lögð var fram á þriðjudaginn var gert ráð fyrir því að fslendingar gætu aukið losun sína á gróðurhúsa- lofttegundum um 10% frá því sem hún var árið 1990 en það var ekki talið nægja. ,,‘Eg tel varla líklegt að nærri því allar þjóðir verði búnar að staðfesta samninginn innan ársins og í nóv- ember á næsta ári verður nýr fund- ur þar sem umræðan heldur áfram. Henni er að sjálfsögðu ekki lokið, þótt menn hafi haft vonir um og voni enn að hér náist gríðarlega mikilvægur áfangi á þeirri leið sem menn hafi verið að ganga." Ekkert þessu líkt Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað neitt líkt þessari ráðstefnu fyrr, þeirri spennu og þeirri miklu vinnu sem farið hefði fram í ráð- stefnuhöllinni. „Þótt maður hafi tekið þátt í margs konar kjaraviðræðum með þeirri spennu sem þeim getur fylgt og öðru svipuðu, þá er þetta engu l£kt,“ sagði Guðmundur og brosti þrátt fyrir að þreytan væri farin að segja til sín eft- ir nær tveggja sólarhringa stanslausa vinnu á ráðstefnunni. Verulegur sveigjanleiki Tryggvi Felixson formaður samn- inganefndar íslands á ráðstefnunni sagði að sér virtist vera búið að sýna verulegan sveigjanleika og vilja til að ná samkomulagi í Kyoto og því erfitt að sætta sig við það ef engin lausn næðist í samningaviðræðunum. „Það er komin sátt um öll megin- atriði tillögunnar að það yrði erfitt að sjá þetta enda án árangurs. Bandarikin hafa lagt sig mjög fram um að greiða fyrir samningum hér í nótt.“ Tryggvi sagði að ef ekki næðist samkomulag um tillöguna þá væri annaðhvort hægt að slíta viðræðum eða fresta þeim sem yrði betri kost- ur þar sem þá yrði hægt að taka upp þráðinn að nýju að einhveijum tíma liðnum. gerir ráð fyrir að 27% aukningarinn- ar komi frá fiskiskipaflotanum, 10% vegna vegasamgangna og 6% vegna stóriðju. Eykur þrýsting á bílaiðnaðinn Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði , að vandi Islendinga væri að mest af þeim gróðurhúsalofttegundum sem við losuðum út í andrámsloftið kæmi frá skipum og bílum og tæknin til að draga úr losun á þessum sviðum væri ekki fýrir hendi í dag. Hann sagði hins vegar engan vafa leika á að samningur Sameinuðu þjóðanna ætti eftir að auka verulega þrýsting á bfla- iðnaðinn að finna nýja tækni sem mengaði minna en sú sem notast væri við í dag. „Ég spái því að ef þessi samningur gengur í gegn þá munum við sjá eftir 5-8 ár alveg nýjan bflaflota. Ég var að lesa viðtal við breskan vísinda- mann sem hefur unnið við tilraunir á eldsneytisrafhlöðum hjá bandarísku geimferðastofnuninni í Texas. Hann sagði að ef menn settu verulegt fjár- magn í að þróa bíl sem gengi fyrir eldsneytisrafhlöðu þá væri á fimm ár- um hægt að koma á markað bfl sem kostaði u.þ.b. 18.000 pund. Hann kæmist 100 km á 2-3 lítrum og mengaði aðeins 10% af því sem með- albfll gerir í dag. Tæknin hefur kannski komið okkur í þá stöðu sem við erum í umhverfismálum í dag, en tæknin getur jafnframt hjálpað okk- ur að leysa vandann," sagði Magnús. Varaformaður umhverfisnefndar Getum ekki skrif- að undir GISLI Einarsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segist telja að Islendingar geti ekki skrif- að undir samning sem skuldbindur okkur til að auka ekki losun gróð- urhúsalofttegunda meira en 10% fram til árins 2010. „Ég dreg í efa að ríkisstjómin geti við þær aðstæður sem nú em skrifað undir. Það verður að nást önnur niðurstaða en blasir við vegna þess að í rauninni er búið að semja um ákveðna hluti á íslandi sem við getum ekki gengið til baka með. Við þurfum að leita leiða til þess að minnka losun gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið. Ég horfi mest á brennsluhvata, sem sýnt hefur ver- ið fram á að nýtir betur olíu og minnkar þar af leiðandi mengun. Við þurfum að kanna betur hvort þar leynist möguleikar." Gísli sagði að íslendingar væm að mestu hættir að hita hús sín með olíu og við ættum m.a. þess vegna mun takmarkaðari mögu- leika en aðrar þjóðir til þess að minnka mengun. Við þyrftum hins vegar að gera allt sem við gætum til að minnka mengun á móti þeirri stóriðju sem af efnahagsleg- um ástæðum væri okkur nauðsyn- leg. Slík stóriðja væri betur sett hjá okkur en öðrum þjóðum sem notuðu mengandi orku til að knýja þær áfram. Gísli sagði að umhverfísráð- stefnan í Kyoto hefði ekki verið til umfjöllunar í umhverfisnefnd í gær, en málið yrði rætt í nefndinni eftir helgina þegar umhverfisráð- herra og aðrir samningamenn ís- lands kæmu heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.