Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters GRÍMUKLÆDDUR sérsveitarmaður tekur sér stöðu á flugvellinum við Moskvu, þar sem flugræningi hélt í gær 142 í gíslingu um borð í Dyushin-þotu. Flugræning’i handtekinn Moskvu. Reuters. RÚSSNESKAR öryggissveitir handtóku í gær mann sem hafði rænt flugvél með 142 innanborðs, þeirra á meðal átta böm, engan sakaði. Maðurinn rændi flugvélinni, sem var af gerðinni Iljúshín-62, eftir flugtak frá borginni Magadan í austurhluta Rússlands. Vélin var á leiðinni til Moskvu og lenti á Sher- emetjevo-flugvelli í borginni. Fréttum um flugránið bar ekki saman en óstaðfestar fregnir hermdu að 60 ára gamall ellilífeyr- isþegi hefði verið að verki. Flu- græninginn krafðist 10 milljóna dala, andvirði 710 milljóna króna, og vildi að véhnni yrði flogið til Sviss. Samkvæmt fyrstu fréttum gafst flugræninginn upp en síðar var skýrt frá því að öryggissveitir hefðu handtekið hann þegar hann fór úr flugvélinni til að semja við embætt- ismenn. Rússneskar fréttastofur sögðu að hann hefði verið með eftir- líkingu af sprengju. Lögreglan lokaði flugstöð fyrir innanlandsflug á vellinum vegna flugránsins. Borís Jeltsín forseti ræddi hugsanlegar aðgerðir gegn flugræningjanum við Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra og Ní- olaj Kovaljov, yfirmann rússnesku öryggissveitanna. Haft var eftir talsmanni forsetans að Jeltsín væri ánægður með að „hættuástandið" væri afstaðið. Aftökur í Texas og Virginíu Huntsville. Reuters. UM eitthundrað lögregluþjónar klöppuðu og hrópuðu af gleði í Beaumont-fangelsinu í Texas er morðingi samstarfsfélaga þeirra var líflátinn í fyrrakvöld með banvænni sprautu. Michael Lockhart, sem var 37 ára, hafði verið dæmdur til dauða í Ind- íana og Flórída en var fyrst sak- felldur í Texas og því fór aftakan fram þar. Auk Iögreglumanns hafði hann myrt tvær táningsstúlkur. Hann sagði í síðustu viku að það hefði bjargað sér að hafa náðst, ann- ars hefði hann haldið áfram að drepa. Með dauða Lockharts hafa 37 fangar verið teknir af lífí í Texas frá áramótum og hafa aftökur ekki ver- ið fleiri á einu ári. Tveimur stundum seinna var Michael Charles Satcher líflátinn í Virginíuríki fyrir að nauðga og myrða síðan með hrottafengnum hætti stúlku sem var á leið í 23 ára afmælisveislu sína fyrir sjö árum. Klaus klappaði ekki fyrir Havel VACLAV Havel, forseti Tékklands, gagnrýndi í fyrradag harðlega frá- farandi ríkisstjórn Vaclavs Klaus, og sagði hana ekki hafa lokið nema helmingnum af þeim umbótum sem gera þyrfti að kommúnismanum gengnum. Hefði stjórnin auk þess fyllt fjölda manns andstyggð á stöðu mála í þjóðfélaginu. Sagði Havel þetta í ávarpi til beggja deilda þingsins og fjölda stjórnarerindreka og gaf út lista yfir 10 boðorð til næstu stjórnar, sem hann hvatti til að skapa þjóðfélag á grundvelli skýrra reglna. Havel nefndi Klaus ekki á nafn, en dró upp dapurlega mynd af orðspori ríkisstjórnar hans. Klaus sagði af sér 30. nóvember vegna fjármálahneykslis í flokki hans, Borgaralega lýðrjeðisflokkn- um. „Helstu mistök okkar voru stoltið ... við höguðum okkur eins og ... sá sem er efstur í bekknum og heldur að yfírburðir hans séu miklir og hann geti kennt öllum hinum,“ sagði Havel m.a. Ræðu hans var vel fagn- að, en Klaus klappaði ekki. Samkeppni Landsvirkjunar um listaverk við Sultartangavirkjun Sólalda Sigurðar Arna valin ÚRSLIT í samkeppni sem Lands- virkjun hefur staðið fyrir um listaverk við Sultartangavirkjun voru tilkynnt í gær. Dómnefnd mælir með verki Sigurðar Árna Sigurðssonar, Sólöldu, til frekari útfærslu og uppsetningar. Meg- inhugmynd höfundar er að gera form sem varpa skýrt teiknuðum skuggum á vegg inntaksmann- virkis nýju virkjunarinnar. í um- sögn dómnefndar segir að sam- spil ljóss og skugga gefi verkinu fallegt og stílhreint yfirbragð. Verkið sé einfalt að gerð og falli vel að umhverfinu á hljóðlátan og myndrænan hátt. Dómnefnd var skipuð af stjórn Landsvirkjunar og stjórn Sam- bands íslenskra myndlistar- manna, SÍM. í dómnefnd sátu frá Landsvirkjun þeir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður, Halldór Jónatansson og Hróbjartur Hró- bjartsson. Frá SÍM voru þau Anna Eyjólfsdóttir og Jón Axel Björnsson. Ritari dómnefndar var Þorsteinn Hilmarsson og trúnaðarmenn þau Ólafur Jóns- son og Guðrún Helgadóttir. I vor var auglýst eftir þátttakendum og dómnefnd valdi síðan 5, af þeim 37 listamönnum sem ósk- uðu þátttöku, til þess að vinna að tillögum sfnum í lokaðri verk- samkeppni skv. reglum Sam- bands íslenskra myndlistar- manna. Til þátttöku voru valdir myndlistamennirnir Finnbogi Pétursson, Magnús Tómasson, Ólöf Nordal, Sigurður Árni Sig- urðsson og Steinunn Þórarins- dóttir. AIls bárust 7 tillögur að verkum og voru Iistamönnunum greiddar 250.000 kr. hverjum fyrir tillögugerðina. Sigurtillagan, Sólalda, sam- anstendur af stálplötum með hringlaga gati sem ganga í 45 gráða halla út úr steinvegg og mynda saman öldulaga sveig. Skuggar frá hverri plötu falla allir niður í eina lóðrétta línu við hádegissól þar sem veggurinn snýr í hásuðvestur. Öðrum stund- um dags ríkir kaótískt samspil skugga úr öllum áttum. Þegar sólarinnar nýtur ekki við er verkið Iýst með rafljósi sem varpar geislum sfnum upp á við líkt og orkustöðin lýsi upp um- hverfi sitt. Líkt og virkjunin á verkið að sýna fullkomið vald á aðstæðum. Áætlaður kostnaður við verkið sjálft og uppsetningu þess er 3,3 milljónir. Sigurður Árni er búsettur í Frakklandi og á íslandi. Hann er menntaður í myndlist bæði hér heima og í Frakklandi og hefur haldið sýningar í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Tokyo og á ís- landi. Verk hans eru í eigu fjöl- margra opinberra safna, s.s. Listasafns Islands, Kjarvalsstaða, Listasafns Háskóla Islands, Lista- safns Parísarborgar, Listasafns Háskólans í Dijon, Frakklandi, Listasafni Genfarborgar, Sviss og FNAC, Fonds National d’Art Contemporain í París. Þetta er í annað sinn sem Sigurður tekur þátt í samkeppni um umhverfis- listaverk en áður hefur hann unnið tillögu að verki fyrir lysti- garð í París. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn umhverfislista- verk á vegg. f verkum mínum hefur verið viss leikur að skugg- um og í þessari tillögu er ég áfram að leika með samspil ljóss og skugga,“ segir Sigurður. í þakkarræðu sinni gat Sigurður þess hversu vel hefði verið staðið að samkeppninni. Hann sagði stórkostlegt að geta unnið verkið áfram samhliða byggingarfram- kvæmdum við virkjunina. Stefnt er að því að gerð listaverksins og uppsetningu verði lokið haustið 1999 þegar áætlað er að Sultar- tangavirkjun hefji rekstur og slíkt verklag telst óvenjulegt hér á landi þar sem listaverkin eru oftast unnin eftir að mannvirki hafa verið tekin í notkun. Þá gat hann þess að það væri ekki síður forvitnilegt fyrir hann sjálfan að sjá skuggasamspil verksins ganga upp því sannast sagna hafi hann talið að tillagan væri of flókin í útfærslu til að verða fýrir vali dómnefndarinnar. „Tillagan hefur þegar verið reynd í tölvu- forriti sem sýnir skugga raun- verulegs sólarljóss svo við vitum að þetta er framkvæmanlegt þó að útfærslan sé flókin. Stærð- fræðin við útreikninga á þessu verki er hins vegar þvflík að ég hef ekkert að gera nærri þeirri vinnu,“ segir Sigurður. „En ég geri ráð fyrir að einhveijir verk- fræðingar Landsvirkjunar séu spenntir fyrir því að fá að glíma við útreikningana.“ Tillögurnar sjö verða til sýnis í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, til 18. desember nk. Morgunblaðið/Þorkell MYNDLISTARMAÐURINN Sigurður Árni Sigurðsson ásamt vinningstillögu sinni sem nefnist Sólalda. UIM.IST III jðmdiskar OLIVIER MANOURY SEPTET lcikur tangóa frá gullna skeiðinu. Olivier Manoury, bandoneon, Anders Inge, fíðla, Torsten Nilsson, fiðla, Ulf Edlund, vióla, Pcr Blendulf, selló, Jonas Dominique, bassi, Edda Er- lendsdóttir, píanó. Útgefandi: Gunnar Andersson. Hljóðritun: Rune Andre- asson. Silas Backström Production AB/Distribution Sony Music. 1997 SKIV BOLAGET. SEINT á síðustu öld og fram á þessa streymdu innflytjendur af ýmsu þjóðerni til Argentínu og blönduðust þeim sem fyrir voru. Buenos Aires óx hratt og þar runnu saman ólíkar menningarhefðir í lit- ríkri kraumadi deiglu, og í þeim frjóa jarðvegi og skapheita and- rúmslofti varð argentínski tangóinn til. Hann barst síðan til Evrópu í Grand tango! frekar „penni“ útgáfu í ætt við „foxtrott" á þriðja áratugnum. Enn- þá höfum við sterka tangó-hefð í Frakklandi, Þýskalandi og Finn- landi (og víðar), en hljóðfærið „bandoneon" (e.k. harmónika eða dragspil) er einmitt komið frá Þýskalandi. Spánverjamir lögðu auðvitað gítarinn til; fiðlur og önnur strengjahljóðfæri af hénnar ætt- bálki komu frá Austur-Evrópu og „belcanto“-söngurinn frá Italíu. Þá varstu kominn með fullgilda tangóhljómsveit! Þessi tangóhljómsveit Oliviers Manoury sýnist mér vera saman- sett af mestmegnis Svíum, sjálfur er hann Fransmaður og konan hans píanóleikari af íslandi. Hvað sem því líður virðist þetta vera frábær blanda, þai- sem hver og einn virkar einsog einleikari, sem leggur allt í sölumar, um leið og allt smellur saman í ótrúlega öflugi'i tangósveiflu, einnig „fínlegri" ef svo ber undir. Mér skilst að Manoury sé mjög fjölmenntaður tónlistarmaður og hljóðfærasmiður, einnig mennt- aður myndlistarmaður og bók- menntir nam hann við Sorbonne. Hann ku vera góður jazzari og tón- list hefur hann samið fyiúr evrópsk- ar kvikmyndir og franska tíví-ið. Þetta er allt allnokkuð, en í rauninni er ég að vekja athygli á frábærum (og óvenjulegum) hljómdiski, þar sem alvöru-músíkantar - og það öfl- ugir, láta gamminn geysa í „grand tango“. Ekki sakar að upptaka, útlit (plötuumslag) og frágangur er allt einsog best verður kosið. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.