Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 51 EYRÚN GÍSLADÓTTIR + Eyrún Gísladóttir fæddist í Vest- mannaeyjura 17. jan- úar 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 2. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gísli Vilhjálmsson, útgerð- armaður á Akranesi, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975, og Hild- ur Jóhannesdóttir frá Neskaupstað, f. 23. ágúst 1906, d. 21. aprfl 1941. Hún flutt- ist tveggja ára ineð foreldrum sínum að Litla-Bakka á Akranesi. Níu ára gömul missti hún móður sína en eftir það ólst hún upp hjá móðurömmu sinni, Ingveldi Árnadóttur á Litla- Bakka. Eyrún átti einn albróður, Gísla, f. 30. október 1928, d. 9. nóvem- ber 1959. Hálfsystkini hennar voru tílfljótur, f. 26. júní 1930, d. 28. september 1991, Erla, f. 12. júní 1933, og Anna Jóna, f. 16. desember 1945. Hhm 30. mars 1952 giftist Eyrún Árna Sigurðssyni, f. 13. nóvem- ber 1927, síðar sóknarpresti. Nú er hún Eyrún, vinkona mín, farin í sína hinstu ferð. Eftir standa fjölskylda hennar, systur og við sem vorum svo lánsöm að kynnast henni og eiga vináttu hennar. Eyiún var gift mági mínum og hefur vinátta okkar verið hnökra- laus og einstök frá fyrstu kynnum. Meðan börnin okkar voru lítil hjálpuðumst við að með pössun þeirra ef illa stóð á og nauðsyn krafði. Ég get með sanni sagt að þar átti Eyrún vinninginn. Það vai- alveg sama hvernig á stóð alltaf var hún reiðubúin að annast eitt og jafnvel tvö af bömum okkar og þá stundum með litlum fyi-irvara ef ég hafði engin ráð önnur. Eyrún var gædd eiginleika, sem ekki er öllum gefinn. Hún kunni að hlusta ef ein- hver vinur hennar átti í erfiðleik- um. Hún gat gefið manni holl ráð og sá alltaf björtu hliðarnar á hverju máli. Aldrei heyrði ég hana kvarta, og illt umtal leiddi hún hjá sér. Það var eitthvað í framkomu hennar, sem veitti mér styrk, og í hvert skipti sem ég leitaði til henn- ar um góð ráð, fór ég frá henni glaðari og bjartsýnni en ella. Það var einnig gott að þegja með henni, því hún átti svo mikinn innri styrk og trúarvissu. Eyrún andaðist 2. desember sl. Það var fagurt veður og stillt þann dag. Ég held að hún hafi fengið hægt andlát. Hennar nánustu voru hjá henni á þeirri ögurstund. Það er erfið og mikil lífsreynsla að vera viðstaddur andlát þeirra sem mað- ur elskar, en ég vona að þegar frá líður verði það þeim huggun harmi gegn. Ég syrgi Eyrúnu af heilum hug, en ég veit að nú líður henni vel, stríðinu við langvarandi sjúkdóm er lokið. Þegar sorgin dvínar á ég alla góðu minningarnar og get þá rifjað þær upp. Með hækkandi sól og von- ina að leiðarljósi kveð ég þig, Eyrún mín. Sigurlaug Sveinsdóttir. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gj'óf sem þú gefúr er gjöfin sem varla sést. Astúð í andartaki auga sem góðlega hlær. Hlýja í handartaki. Hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef því úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Ú.R.) Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Vigur, f. 19. sept- ember 1887, d. 20. júní 1963, sýslumað- ur Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauð- árkróki, og kona hans Guðríður Stef- anía Arnórsdóttir frá Hvammi í Laxárdal, Skagafjarðarsýslu, f. 15. aprfl 1889, d. 14. júní1948. Börn Eyrúnar og sr. Árna eru Arnór, grunnskólakennari, f. 6. júlí 1952, maki Ásta Guð- björg Rögnvaldsdóttir, bóka- safnsfræðingur, f. 6. janúar 1952, börn þeirra eru: Stefanía Embla, f. 29. janúar 1980, Kolbeinn, f. 4. nóvember 1985, Árni, f. 4. nóv- ember 1985; og Hildur, hjúkrun- arfræðingur og ljósmóðir, maki Pétur Böðvarsson, skipatækni- fræðingur, f. 19. apríl 1955, börn þeirra Sif, f. 7. júlí 1992, Þór, f. 28. febrúar 1994. Barn Hildar: Eyrún Ýr, f. 6. aprfl 1976. Útför Eyrúnar fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 10. des- ember. Nú er þessari baráttu lokið, bar- áttunni við erfiðan sjúkdóm, sem fyrst kom í ljós á haustdögum 1988. Okkur fannst það ósanngjamt þeg- ar hann uppgötvaðist. Aður hafði Eynin barist við erfiðan augnsjúk- dóm og þurft ofar en einu sinni að fara utan í erfiðar aðgerðir. Þær tókust nokkuð vel og svo sannar- lega átti hún skilið að eiga góða daga. Allt þetta bar hún af miklu æðruleysi og aldrei í öll þessi ár heyrðist hún kvarta. Þegar heilsu- gæslustöðin á Blönduósi var stofn- uð 1975 var Eyrún fyrsti hjúki-un- arfræðingurinn, sem þar var ráðin. Starfi sínu sinnti hún af alúð og kostgæfni og átti hún stóran þátt í að byggja upp heilsugæsluna í Austur-Húnavatnssýslu. Eitt af hennar aðaleinkennum var sú hlýja og mildi sem hún sýndi skjólstæð- ingum sínum og samstarfsfólki, enda leið öllum vel í návist hennar. A litlum vinnustað eins og okkar við heilsugæslustöðina á Blönduósi, þar sem er fátt starfsfólk, fer ekki hjá því að fólk bindist nánum bönd- um. Saman áttum við góðar stundir bæði við vinnu og utan. Við „stelpurnar á stöðinni" minn- umst ljúfu stundanna yfir kaffi- bolla, talandi um mat, tísku, föt og m.fl. Þá var Eyrún í essinu sínu. Hún var alltaf svo fallega klædd og komu þar ekki hvað síst fram henn- ar listrænu hæfileikar og einstök smekkvísi. Eyrún var gift séra Árna Sig- urðssyni, f.v. sóknarpresti á Blönduósi. Hann studdi hana dyggilega í sjúkdómsbaráttu henn- ar og var eins mikið hjá henni og hann gat starfs síns vegna. Við starfslok 1992 flutti Eyrún til Reykjavíkur. Þangað hafði hugur- inn oft leitað ekki síst eftir að börn- in hennar og barnabörnin voru komin þangað. Hún var mikill vinur barna sinna og bamabörnin áttu hug hennai- allan. Að leiðarlokum eru henni færðar þakkir vegna starfa í þágu stofnun- arinnar. Við samstarfsfólk hennar þökkum vináttu og samstarf á liðn- um árum. Eins og jólaljósin sem nú lýsa upp skammdegið á jólafóstunni mun minningin um hana lýsa upp hugi okkar um ókomin ár. Elsku Árni, Arnór, Hildur og fjölskylda, þið eigið margar góðar minningar um einstaka konu. Þær verða aldrei frá ykkur teknar. Guð veri með ykkur. Starfsfólk Heilsugæslunnar á Blönduósi. í örfáum orðum langar mig að kveðja kæra vinkonu sem nú hefur horfið á vit æðri máttarvalda, eftir margra ára hetjulega baráttu við eifiðan sjúkdóm. Það er erfitt að finna orð þegar komið er að kveðjustundinni, Eyrún mín. En efst í huga er þakk- læti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og verða þér sam- stiga um sinn. Fáa þekki ég sem gæddir eru öllum þeim góðu eigin- leikum sem þú hafðir. Þó held ég að vammleysi þitt, næmni og æðru- leysi beri þar hæst. Þessir góðu eiginleikar hafa án efa hjálpað þér í gegnum þær miklu sjúkdórftsraunir sem þú hefur þurft að kljást við í gegnum tíðina. Oft fannst manni meira en nóg um hvað lagt væri á eina manneskju. En þú varst hetja. Þú komst í gegnum alla þessa erfið- leika með þinni einstöku stillingu, sem einkenndi þig svo mjög. Þú hafðir gott auga fyrir fegurð og ein- kenndi bæði látleysi og smekkvísi allt þitt yfirbragð, sem og heimili ykkar Arna. Fjölskyldan var þér ætíð mikils virði og var gaman að hlusta á frásagnir þínar af þroska barnabarnanna og viðfangsefnum þeiiTa. Missir þeiira er mikill. Þú varst ekki allra, Eyrún mín, en hlý og notaleg í framkomu og sannkallaður vinur vina þinna. Við hittumst fyrst fyrir rúmum tuttugu ái-um er við unnum saman á Blönduósi, þar sem þú bjóst en ég dvaldi tvö sumur ásamt eldri dóttur minni. Það var í raun gamall ætt- fróður maður sem tengdi okkur saman er hann sagði okkur frá til- tölulega nánum skyldleika okkar. Við áttum ánægjulegar stundir þessi sumur, bæði í vinnunni og ut- an. Við komumst fljótt að raun um að andlegur skyldleiki var einnig til staðar ásamt sameiginlegum áhugamálum. Það kom mér því ekki á óvart þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og hóf nám í nýja hjúkrun- arskólanum að þú skyldir skella þér suður í námið að nokkrum dögum liðnum eftir að ég hringdi og sagð- ist sakna þín í bekknum. Við börð- umst síðan hlið við hlið gegnum þetta sérnám okkar, er kostaði bæði gleði og tár. Anægjustundim- ar voru þó ætíð fleiri þegar til baka er litið. Það var ætíð gefandi að vera samvistum við þig, elsku Eyrún. Ekki síður var gott að heyra í þér eftir að ég flutti út á land og stundunum fækkaði. Við gátum rætt tímunum saman um líf- ið og tilveruna og spáð og spekúler- að. Þú hafðir mikið innsæi og við höfðum gaman af að kafa djúpt of- an í málin, ekki síst mannssálina. Við höfðum oft á orði hve leitt það væri að svo langt væri á milli okkar og samverustundirnar því fáar. Ef til vill höfðu þær aldrei verið svo margar, fyrir utan árin í sémám- inu. En innihaldsríkar voru þær ætíð og alltaf eins og við hefðum hittst i gær. Ég mun ætíð minnast þín með hlýhug og þakklæti, elsku Eyrún. Lífið hefði orðið snauðara án þín. Elsku Arni, Arnór, Hildur og fjölskyldur, við Finnbogi biðjum þess að Guð gefi ykkur styi-k í sorg- inni. Minningin um góða frænku og vinkonu lifir í hjarta okkar. Þín vinkona, Sveinborg. Erfidiykkjurw H H H H H H H H H H H H H H H H H H H ^ Simi 562 0200 ^ nrTXXXiiiixil t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON bifvélavirkjameistari, Kleppsvegi 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 12. desember kl 15.00. Margrét Ingunn Ólafsdóttir, Unnur Gréta Ketilsdóttir, Hrólfur S. Gunnarsson, Ólöf Guðrún Ketilsdóttir, Haraldur Á. Bjarnason, Jónas Ingi Ketilsson, Eggert Ketilsson og barnabörn. t Bróðir minn, mágur og frændi, PÉTUR SÓLBERG ÓLAFSSON frá Flatey á Breiðafirði, lést á endurhæfingadeild Landspítalans i Kópavogi laugardaginn 29. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram. Guðlaug Ólafsdóttir, Sigurþór Þorgrímsson og börn. t Elskuleg móðir mín, amma okkar og systir, MARGRÉT HÓLMGEIRSDÓTTIR frá Hellulandi, Aðaldal, Dyrhömrum 8, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 3. desember sl. verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 12. desember kl. 13.30. Karen Hólmgeirs Jóhannsdóttir, Benedikt Rúnar, Margrét Rós, Sara Jamí, systkini hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MATTHILDUR KRISTINSDÓTTIR, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, sem andaðist miðvikudaginn 3. desember sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 12. desember kl. 15.00. Elí Jóhannesson, Gunnar S. Elíson, Elín E. Ellertsdóttir, Kristln Elídóttir, Þórir Þórarinsson, Agnes Elidóttir, Ámi B. Sigurbergsson, Málfríður Elfdóttir, Víðir Þ. Guðjónsson, Kristbjörg Elídóttir, Sigurgeir Georgsson, Steindór J. Elíson, Valgerður G. Guðgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS GÍSLASONAR fyrrv. húsasmiðs. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sunnu- hlíðar í Kópavogi, einnig Heimaaðhlynningarfyrir ómetanlega hjálp í veikindum hans. Helga Jóhannsdóttir og fjölskylda. Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 11. desember, vegna jarðarfarar ÁSTHILDAR PÉTUR3DÓTTUR. Bergdal ehf. Lokað Vegna jarðarfarar ÁSTHILDAR PÉTURSDÓTTUR, fararstjóra, verður lokað frá kl. 14.30 í dag. Samvinnuferðir-Landsýn. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.