Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 37 Jólatónleik- ar Tónlist- arskólans í Keflavík TÓNLEIKAHALD Tónlistarskól- ans í Keflavík verður með hefð- bundnum hætti fyrii' þessi jól. Um næstu helgi munu nemendur og kennarar halda deildartónfundi á sal tónlistarskólans á Austurgötu 13 þar sem nær allir nemendur í söng- og hljóðfæranámi munu koma fram og syngja eða spila, einir síns liðs eða með öðrum. I næstu viku munu hljómsveitir og kórar skólans koma fram á tveimur tónleikum í Keflavíkurkirkju. Hinir fyrri verða þriðjudaginn 16. des. kl. 20. Þar koma fram lúðrasveitir, djasshljómsveit og léttsveit. Seinni tónleikarnir verða á sama stað fimmtudaginn 18. des. og hefjast kl. 20. Þar koma fram strengja- og for- skólanemendur ásamt kórum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ---------------- Jólatónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna jólatónleika og fara þeir báðir fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 13. desember, kl. 14 og kl. 16. Fyrri tónleikarnir hefjast á leik yngri lúðrasveitarinnar. Síðan taka forskóladeild og Suzukideild við ásamt fjölda annarra samleiks- og einleiksatriða. M.a. koma nemendur tölvutónlistardeildar I fram. A seinni tónleikunum byrjar eldri lúðrasveitin, en síðan rekur hvert at- riðið annað og meðal þess sem tón- leikagestir fá að heyra og sjá er gít- arhljómsveit, málmblásarakvartett og nemendur tölvutónlistardeildar II koma fram. A efnisskrá eru jólalög í bland við aðra tónlist. Dagana 15., 16. og 17. desember fara nemendur og kennarar skólans í ýmis fyrirtæki og stofnanir í Reykja- nesbæ og leika fyrir viðskiptavini, starfsfólk og vistmenn. ------♦-♦-♦----- Tímarit • BÖRN og menning er komið út, en það er málgagn Barnabókaráðs- ins, íslandsdeildar IBBY. I blaðinu er m.a. hugleiðing Vig- dísar Finnbogadóttur um barna- menningu, rithöfundapistill Guð- rúnar Helgadóttur, ritdómar um bækur og viðtöl við Brian Pilk- ington, Pétur Eggerz í Möguleik- húsinu og Sigríði Matthíasdóttur bamabókavörð á Selfossi. Blaðið er til sölu í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Yfírlit listaverkakaupa Listasafns íslands Keypt fyrir um 100 milljónir á 10 árum LISTAPÓSTURINN sem gefinn er út af Galleríi Fold birtir í sérútgáfu nóvembermánaðar yfirlit listaverka- kaupa Listasafns Islands á 10 ára tímabili, frá ársbyrjun 1988 til apríll- oka 1997. Heildarkaupverð áranna eru um 100 milljónir en safnið hefur nú um 12 milljóna króna ráðstöfun- arfé til listaverkakaupa á hverju ári. Söluhæsti listamaðurinn á tímabilinu er Erró. Alls hefur Listasafnið fjárfest í verkum 177 listamanna á síðustu 10 árum, þar af eru allflest verkin eftir íslenska listamenn. Samtals hafa 383 tilgreind verk verið keypt af safninu á þessum tíma en heildarfjöldi verka mun þó vera hærri því í fáeinum tU- fellum er um að ræða kaup á fleiri verkum, svo sem skissum og smærri málverkum, saman. Eins og áður segir er Eitó efstur á lista þegar raðað er eftir upphæð keypfia verka. Listasafnið keypti 5 verk listamannsins á þessu tímabili og samtals var kaupverð þeirra tæp- ar 8,4 mUljónir en þar. af voru 2/3 Snæfellsbæjar voru lialdnir í Fé- lagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 7. des- ember sl. Ásamt lúðrasveitinni Snæ komu fram kirkjukórar Ólafsvíkur- kirkju, Ingjaldshólskirkju og kóra- fólk frá Staðarsveit og Breiðuvík og bjöllusveit frá Hellissandi. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Ian Wilkinson tónlistarkennari frá South Shibs í Englandi. Hljómsveit- ina skipa 38 hljóðfæraleikarar frá Ólafsvík, Hellissandi, Staðarsveit og Breiðuvík. Auk þess að leika ein- ir og sér léku þeir undir með kór- unum og bjöllusveitinni. Ian sljóm- aði einnig kórfólkinu frá Staðar- sveit og Breiðuvík. hlutar einnar myndar greiddir síðar, um 3 milljónir. Næstm- á efth’ Erró kemur Svavar Guðnason en fyrir 6 verk hans greiddi Listasafnið um 5,3 milljónir. Þá kemm- Magnús Pálsson með 5 verk að kaupvirði um 3,6 mUlj- ónir. Fjórði efsti listamaðurinn er Jón Gunnar Ai’nason en fyiir 3 verka hans greiddi safnið um 3,2 milljónir. Næstur kemur Jón Stefánsson með 4 verk fyrir um 3,1 mUljón. Söluhæsta listakonan síðustu 10 árin er Júlíanna Sveinsdóttir, í 14. sæti, en fyrir 4 verk hennar greiddi safnið um 1,2 mUljónir og efst af núlifandi listakon- um er Louisa Matthíasdóttir í 22. sæti með sjálfsmynd íyrir um 1 mUlj- ón. Efsti erlendi listamaðurinn á sölulista er Matti Kujasalo í 25. sæti með 6 verk sem keypt voru fyrir tæpa eina mUljón. Mestu fé varði safnið til Usta- verkakaupa á tímabilinu árið 1992 en núvirði yfir kaup þess árs eru um 16,6 mUljónir. Það sem af er þessu ári hefur Listasafnið fjárfest í verk- um fyrir um 6 milljónir. Bjöllusveitin er skipuð börnum frá Hellissandi og er stjórnandi hennar tónlistarkennari á Hell- issandi, Kay Wiggs. Hún er komin frá Bandaríkjunum, North Carol- ina, og er búsett á Hellissandi. Einnig stjórnaði hún Ingjaldshóls- kirkjukórnum á tónleikunum. Kjartan Eggertsson skólastjóri tónlistarskólans stjórnaði 'Kirkjukór Ólafsvíkur. Félagsheimilið var fullsetið áhugasömum áheyrendum, bæði börnum og fullorðnum og var flutningi tónlistarfólksins vel fagn- að. Mörg aukalög voru flutt og að lokum sungu allir saman við undir- leik lúðrasveitarinnar. Davíð Einar Már Oddsson Guðmundsson Bókalestur á Gráa kettinum LESIÐ verður úr fimm nýjum bók- um á Gráa kettinum, Hverfisgötu 16a, laugardaginn 13. desember, kl. 15. Það er félagsskapurinn Besti vin- ur Ijóðsins sem stendur fyrir upp- lestrinum í samvinnu við Gráa kött- inn. Davíð Oddsson les úr smásagna- safni sínu, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, Einar Már Guðmundsson les úr skáldsögunni Fótspor á himn- um, Didda flytur kafla úr bók sinni, Erta. Páll Bergþórsson les úr ritinu Vínlandsgátan og Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson les úr Ijóðaþýðing- um sínum sem bera nafnið Austur- ljóð. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Að- gangur er ókeypis. ------♦♦♦------ Upplestur í Kaffistofu Gerðarsafns RITLISTARHÓPUR Kópavogs efn- ir til upplestrar í Kaffistofu Gerðar- safns, Listasafni Kópavogs, fimmtu- daginn 11. desember kl. 17. Að þessu sinni koma fjórar skáld- konur í heimsókn og lesa úr núút- komnum verkum sínum. Það eru þær Elín Ebba Gunnarsdóttir, sem fékk Tómasai-verðlaunim fyrir smá- sagnabók sína Sumar sögur; Anna Valdimarsdóttir les úr ljóðabók sinni Úlfabros; Ágústína Jónsdóttir, les úr ljóðabók sinni Lífakur og Hallfríður Ingimundai’dóttir les úr ljóðabók sinni Ljóðlýst. Dagskráin stendur yfir í klukku- tíma og er aðgangur er ókeypis. ------♦-♦-♦---- Jólakort búin til í Listasafni NÚ LIÐUR að lokum sýningarinnar Gunnlaugur Scheving - Úr smiðju listamannsins en sýningunni lýkur 21. desember. Sunnudaginn 14. desember kl. 14 verður dagskrá fyrir böm í Lista- safni íslands, þar sem m.a. gestum verður boðið að búa til jólakort. Póstkassi verður á staðnum og era allir velkomnir. Sjónvarpsmyndin - Hið hljóðláta verk, um líf og starf Gunnlaugs Scheving er sýnd daglega kl. 12 og kl. 15 en myndin er um 40 mín. að lengd. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium GÓÐUR rómur var gerður að leik Lúðrasveitarinnar Snæs ásamt Ieik og söng annarra er fram komu. Jólatónleikar í Snæfellsbæ Ólafsvík. Morgunblaðið. JÓLATÓNLEIKAR Lúðrasveitar Litskyggnuvélar Þýsk gæðavara Verð frá kr. 16.600 BECO Barónsstí" 18. sími 552 341 ! Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Tónleikar söng- hópsins Sólarmeg’in SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur þrenna tónleika fyr- ir þessi jól. Fyrstu tónleikarnir verða í Borg- arneskirkju fimmtudaginn 11. des- ember kl. 20.30, í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 13. desember kl. 16 og í safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi mánudaginn 15. desember kl. 20.30. Á efnisskránni eru hefðbundin jólalög ásamt lögum sem ekki hafa áður verið flutt af íslenskum kórum. Við sum þessara jólalaga hafa verið gerðir nýir íslenskir textar í tilefni tónleikanna og eitt lagið á efnis- skránni er útsett sérstaklega fyrir sönghópinn. Sönghópurinn Sólar- megin hefur verið starfandi síðastlið- in átta ár og haldið fjölmarga tón- leika víða um land. Einnig hefur hóp- urinn farið í tónleikaferð til annarra Sönghópurinn Sólarmegin Norðurlanda og sungið við margvís- leg önnur tækifæri, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Á söngferli sínum hefur Sólarmegin lagt ríka áherslu á fjöl- breytilegt lagaval. Fyrir ári gaf sönghópurinn út geislaplötuna „Sólarmegin“ með úr- vali laga, sem hann hefur sungið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. JÓLAUPPBOB-nJÓLAHÁTÍD Gallerí Borg heldur jólauppboð þriðjudaginn 16. desember. DIDDÚ kemur og syngur jólalög af nýja diskinum sínum. Boðið verður uppá veitingar. ATH! 15% afsláttur af smávöru fram að jólum í Antik-og gjafavöruversluninni. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18, sunnudaga kl. 14-18. BORG Síðumúla 34, sími 581 1000 Sýning uppboðs- verka hefst laugardaginn 13. des. kl. 12.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.