Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 37

Morgunblaðið - 11.12.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 37 Jólatónleik- ar Tónlist- arskólans í Keflavík TÓNLEIKAHALD Tónlistarskól- ans í Keflavík verður með hefð- bundnum hætti fyrii' þessi jól. Um næstu helgi munu nemendur og kennarar halda deildartónfundi á sal tónlistarskólans á Austurgötu 13 þar sem nær allir nemendur í söng- og hljóðfæranámi munu koma fram og syngja eða spila, einir síns liðs eða með öðrum. I næstu viku munu hljómsveitir og kórar skólans koma fram á tveimur tónleikum í Keflavíkurkirkju. Hinir fyrri verða þriðjudaginn 16. des. kl. 20. Þar koma fram lúðrasveitir, djasshljómsveit og léttsveit. Seinni tónleikarnir verða á sama stað fimmtudaginn 18. des. og hefjast kl. 20. Þar koma fram strengja- og for- skólanemendur ásamt kórum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. ---------------- Jólatónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur tvenna jólatónleika og fara þeir báðir fram í Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 13. desember, kl. 14 og kl. 16. Fyrri tónleikarnir hefjast á leik yngri lúðrasveitarinnar. Síðan taka forskóladeild og Suzukideild við ásamt fjölda annarra samleiks- og einleiksatriða. M.a. koma nemendur tölvutónlistardeildar I fram. A seinni tónleikunum byrjar eldri lúðrasveitin, en síðan rekur hvert at- riðið annað og meðal þess sem tón- leikagestir fá að heyra og sjá er gít- arhljómsveit, málmblásarakvartett og nemendur tölvutónlistardeildar II koma fram. A efnisskrá eru jólalög í bland við aðra tónlist. Dagana 15., 16. og 17. desember fara nemendur og kennarar skólans í ýmis fyrirtæki og stofnanir í Reykja- nesbæ og leika fyrir viðskiptavini, starfsfólk og vistmenn. ------♦-♦-♦----- Tímarit • BÖRN og menning er komið út, en það er málgagn Barnabókaráðs- ins, íslandsdeildar IBBY. I blaðinu er m.a. hugleiðing Vig- dísar Finnbogadóttur um barna- menningu, rithöfundapistill Guð- rúnar Helgadóttur, ritdómar um bækur og viðtöl við Brian Pilk- ington, Pétur Eggerz í Möguleik- húsinu og Sigríði Matthíasdóttur bamabókavörð á Selfossi. Blaðið er til sölu í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Yfírlit listaverkakaupa Listasafns íslands Keypt fyrir um 100 milljónir á 10 árum LISTAPÓSTURINN sem gefinn er út af Galleríi Fold birtir í sérútgáfu nóvembermánaðar yfirlit listaverka- kaupa Listasafns Islands á 10 ára tímabili, frá ársbyrjun 1988 til apríll- oka 1997. Heildarkaupverð áranna eru um 100 milljónir en safnið hefur nú um 12 milljóna króna ráðstöfun- arfé til listaverkakaupa á hverju ári. Söluhæsti listamaðurinn á tímabilinu er Erró. Alls hefur Listasafnið fjárfest í verkum 177 listamanna á síðustu 10 árum, þar af eru allflest verkin eftir íslenska listamenn. Samtals hafa 383 tilgreind verk verið keypt af safninu á þessum tíma en heildarfjöldi verka mun þó vera hærri því í fáeinum tU- fellum er um að ræða kaup á fleiri verkum, svo sem skissum og smærri málverkum, saman. Eins og áður segir er Eitó efstur á lista þegar raðað er eftir upphæð keypfia verka. Listasafnið keypti 5 verk listamannsins á þessu tímabili og samtals var kaupverð þeirra tæp- ar 8,4 mUljónir en þar. af voru 2/3 Snæfellsbæjar voru lialdnir í Fé- lagsheimilinu Klifi í Ólafsvík 7. des- ember sl. Ásamt lúðrasveitinni Snæ komu fram kirkjukórar Ólafsvíkur- kirkju, Ingjaldshólskirkju og kóra- fólk frá Staðarsveit og Breiðuvík og bjöllusveit frá Hellissandi. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Ian Wilkinson tónlistarkennari frá South Shibs í Englandi. Hljómsveit- ina skipa 38 hljóðfæraleikarar frá Ólafsvík, Hellissandi, Staðarsveit og Breiðuvík. Auk þess að leika ein- ir og sér léku þeir undir með kór- unum og bjöllusveitinni. Ian sljóm- aði einnig kórfólkinu frá Staðar- sveit og Breiðuvík. hlutar einnar myndar greiddir síðar, um 3 milljónir. Næstm- á efth’ Erró kemur Svavar Guðnason en fyrir 6 verk hans greiddi Listasafnið um 5,3 milljónir. Þá kemm- Magnús Pálsson með 5 verk að kaupvirði um 3,6 mUlj- ónir. Fjórði efsti listamaðurinn er Jón Gunnar Ai’nason en fyiir 3 verka hans greiddi safnið um 3,2 milljónir. Næstur kemur Jón Stefánsson með 4 verk fyrir um 3,1 mUljón. Söluhæsta listakonan síðustu 10 árin er Júlíanna Sveinsdóttir, í 14. sæti, en fyrir 4 verk hennar greiddi safnið um 1,2 mUljónir og efst af núlifandi listakon- um er Louisa Matthíasdóttir í 22. sæti með sjálfsmynd íyrir um 1 mUlj- ón. Efsti erlendi listamaðurinn á sölulista er Matti Kujasalo í 25. sæti með 6 verk sem keypt voru fyrir tæpa eina mUljón. Mestu fé varði safnið til Usta- verkakaupa á tímabilinu árið 1992 en núvirði yfir kaup þess árs eru um 16,6 mUljónir. Það sem af er þessu ári hefur Listasafnið fjárfest í verk- um fyrir um 6 milljónir. Bjöllusveitin er skipuð börnum frá Hellissandi og er stjórnandi hennar tónlistarkennari á Hell- issandi, Kay Wiggs. Hún er komin frá Bandaríkjunum, North Carol- ina, og er búsett á Hellissandi. Einnig stjórnaði hún Ingjaldshóls- kirkjukórnum á tónleikunum. Kjartan Eggertsson skólastjóri tónlistarskólans stjórnaði 'Kirkjukór Ólafsvíkur. Félagsheimilið var fullsetið áhugasömum áheyrendum, bæði börnum og fullorðnum og var flutningi tónlistarfólksins vel fagn- að. Mörg aukalög voru flutt og að lokum sungu allir saman við undir- leik lúðrasveitarinnar. Davíð Einar Már Oddsson Guðmundsson Bókalestur á Gráa kettinum LESIÐ verður úr fimm nýjum bók- um á Gráa kettinum, Hverfisgötu 16a, laugardaginn 13. desember, kl. 15. Það er félagsskapurinn Besti vin- ur Ijóðsins sem stendur fyrir upp- lestrinum í samvinnu við Gráa kött- inn. Davíð Oddsson les úr smásagna- safni sínu, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, Einar Már Guðmundsson les úr skáldsögunni Fótspor á himn- um, Didda flytur kafla úr bók sinni, Erta. Páll Bergþórsson les úr ritinu Vínlandsgátan og Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson les úr Ijóðaþýðing- um sínum sem bera nafnið Austur- ljóð. Kynnir er Hrafn Jökulsson. Að- gangur er ókeypis. ------♦♦♦------ Upplestur í Kaffistofu Gerðarsafns RITLISTARHÓPUR Kópavogs efn- ir til upplestrar í Kaffistofu Gerðar- safns, Listasafni Kópavogs, fimmtu- daginn 11. desember kl. 17. Að þessu sinni koma fjórar skáld- konur í heimsókn og lesa úr núút- komnum verkum sínum. Það eru þær Elín Ebba Gunnarsdóttir, sem fékk Tómasai-verðlaunim fyrir smá- sagnabók sína Sumar sögur; Anna Valdimarsdóttir les úr ljóðabók sinni Úlfabros; Ágústína Jónsdóttir, les úr ljóðabók sinni Lífakur og Hallfríður Ingimundai’dóttir les úr ljóðabók sinni Ljóðlýst. Dagskráin stendur yfir í klukku- tíma og er aðgangur er ókeypis. ------♦-♦-♦---- Jólakort búin til í Listasafni NÚ LIÐUR að lokum sýningarinnar Gunnlaugur Scheving - Úr smiðju listamannsins en sýningunni lýkur 21. desember. Sunnudaginn 14. desember kl. 14 verður dagskrá fyrir böm í Lista- safni íslands, þar sem m.a. gestum verður boðið að búa til jólakort. Póstkassi verður á staðnum og era allir velkomnir. Sjónvarpsmyndin - Hið hljóðláta verk, um líf og starf Gunnlaugs Scheving er sýnd daglega kl. 12 og kl. 15 en myndin er um 40 mín. að lengd. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium GÓÐUR rómur var gerður að leik Lúðrasveitarinnar Snæs ásamt Ieik og söng annarra er fram komu. Jólatónleikar í Snæfellsbæ Ólafsvík. Morgunblaðið. JÓLATÓNLEIKAR Lúðrasveitar Litskyggnuvélar Þýsk gæðavara Verð frá kr. 16.600 BECO Barónsstí" 18. sími 552 341 ! Kraftmeiri, nú með 1400W mótor. Fislétt, aðeins 6.5 kg. Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu. Og hinn frábæri Nilfisk AirCare® síunarbúnaður með HEPA H13 síu. Komdu og skoðaðu nýju Nilfisk GM-400 ryksugurnar /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Tónleikar söng- hópsins Sólarmeg’in SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur þrenna tónleika fyr- ir þessi jól. Fyrstu tónleikarnir verða í Borg- arneskirkju fimmtudaginn 11. des- ember kl. 20.30, í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 13. desember kl. 16 og í safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi mánudaginn 15. desember kl. 20.30. Á efnisskránni eru hefðbundin jólalög ásamt lögum sem ekki hafa áður verið flutt af íslenskum kórum. Við sum þessara jólalaga hafa verið gerðir nýir íslenskir textar í tilefni tónleikanna og eitt lagið á efnis- skránni er útsett sérstaklega fyrir sönghópinn. Sönghópurinn Sólar- megin hefur verið starfandi síðastlið- in átta ár og haldið fjölmarga tón- leika víða um land. Einnig hefur hóp- urinn farið í tónleikaferð til annarra Sönghópurinn Sólarmegin Norðurlanda og sungið við margvís- leg önnur tækifæri, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Á söngferli sínum hefur Sólarmegin lagt ríka áherslu á fjöl- breytilegt lagaval. Fyrir ári gaf sönghópurinn út geislaplötuna „Sólarmegin“ með úr- vali laga, sem hann hefur sungið. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. JÓLAUPPBOB-nJÓLAHÁTÍD Gallerí Borg heldur jólauppboð þriðjudaginn 16. desember. DIDDÚ kemur og syngur jólalög af nýja diskinum sínum. Boðið verður uppá veitingar. ATH! 15% afsláttur af smávöru fram að jólum í Antik-og gjafavöruversluninni. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18, sunnudaga kl. 14-18. BORG Síðumúla 34, sími 581 1000 Sýning uppboðs- verka hefst laugardaginn 13. des. kl. 12.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.