Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Svalbakur EA í jólatúrinn undir íslenskum fána Morgunblaðið/Kristján SVALBAKUR EA, frystitogari UA, er kominn undir íslenskan fána á ný eftir að hafa verið í leigu hjá þýska fyrirtækinu MHF síðustu mánuði. Togarinn er nú á leið í jólatúrinn á vegum ÚA. Ekkert vinnslustopp milli jóla og nýárs Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir Föndur- dagurDal- víkurskóla Dalvík. Morgunblaðið. ÁRLEGUR föndurdagur Dal- víkurskóla var haldinn nýlega. Foreldrar og börn áttu þar ánægjulegar stundir við fjöl- breytt jólaföndur, 10. bekkur seldi að venju kaffi og kökur gegn vægu gjaldi og kór Dalvík- urskóla söng opinberlega í fyrsta skipti. Að vanda var vel mætt og hvert sæti setið. ----» ♦ ♦--- Aðventukvöld í Möðruvalla- kirkju AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Möðruvallakirkju í Hörgárdal þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, fermingarböm flytja helgileik og telpur úr sunnu- dagaskólanum syngja um heilaga Lúcíu. Ræðumaður verður Trausti Þorsteinsson forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Akur- eyri. Eftir athöfnina selja ferming- arbörn friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar. SVALBAKUR, frystitogari Útgerð- arfélags Akureyringa hf., er kom- inn undir íslenskan fána á ný en togarinn hefur verið í leigu hjá Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfyrirtæki ÚA í Þýska- landi frá 1. maí sl. Skipið kom til Akureyrar á sunnudag, með rúm 230 tonn af karfa og grálúðu af Reykjaneshrygg og miðunum við Vestur-Grænland. Stefnt var-að því að Svalbakur héldi til veiða seint I gærkvöld und- ir merkjum ÚA og yrði á íslands- miðum fram undir jól. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA sagði að síðasti túr Svalbaks undir merkjum MHF hefði gengið frekar erfiðlega. „Tímabilið í heild var þó alveg viðunandi en þó hefðu hlutirn- ir mátt ganga betur strax í vor og svo nú í lokin. Veiðin á Reykjanes- hrygg var ekki eins góð og vonast var til og það sést best' á því að enn er töluvert eftir af íslenska kvótanum þar.“ Hráefni fram á gamlársdag Sæmundur sagði að það hefði ekkert verið skoðað enn hvort skipið yrði leigt aftur út til MHF síðar. Þýsku skipveijarnir, sem voru allt að 10-11 um borð síðustu mánuði, hafa verið afskráðir af skipinu og verða skipveijar nú eingöngu ís- lenskir. Vinnsla verður í fullum gangi í landvinnslu ÚA milli jóla og nýárs en oftast hefur vinnsla legið niðri á þeim árstíma undanfarin ár. „Við komum til með að vera með hráefni alveg fram á gamlársdag en vinnsla gæti stöðvast í einn til tvo daga í byijun janúar,“ sagði Sæmundur og bætti við að eins gætu verkfallsmál haft einhver áhrif Harðbakur EA, ísfisktogari ÚA kom inn til löndunar í gær. Aflinn var um 85 tonn, mest þorskur, eftir sex daga á veiðum. Hinir ísfisktogarar ÚA, Kaldbakur EA og Árbakur EA koma inn til löndunar í næstu viku og að sögn Sæmundar fara allir ísfisktogararnir þrír einn túr til við- bótar fyrir jól. Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir VILBORG Sigurðardóttir úr Grímsey sagði frá uppvaxtarárum sínum í eynni en hún er í ræðustól. Við hlið hennar eru Heiða Pálrún Leifsdóttir fundarritari og Þórunn Bergsdóttir skólastjóri. U nglingaráðstefnan „Okkar mál“ á Dalvík UNGLIN G ARÁÐSTEFN AN „Okkar mál“ var haldin í Dal- víkurskóla fyrir skömmu en ráðstefna af þessu tagi er orð- in árviss viðburður í skólanum, þar sem nemendur eldri bekkja taka til umfjöllunar málefni sem snerta unglinga á einn eða annan hátt. Á dagskrá voru erindi frá bæjarstjóra, fulltrú- um nemenda í grunn- og fram- haldsskóla, lögreglu á Dalvík og Akureyri og Þorsteinn Pét- ursson sagði frá foreldrarölt- inu á Akureyri. Þá var boðið upp á veitingar og Friðrik Hjörleifsson kynnti nokkur lög af nýútkominni jólaspólu sinni. Mæting nem- enda var góð en fjöldi fullorð- inna var minni en vonast hafði verið til. FIMMTUDAG - FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG PERSÓNULEG ÞIÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL BÓKVAL HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 461 5050 Kona ein- sömul í Deiglunni „LOGANDI heitur föstudag- ur“ er yfirskrift á dagskrá sem Leikfélag Akureyrar og Kaffi Karólína efna til í Deiglunni föstudaginn 12. desember í tilefni af því að Dario Fo tekur við Nóbelsverðlaunum í bók- menntum. Fluttur verður einleikurinn „Kona einsömul" eftir hjónin Dario Fo og Franca Rame og hefst dagskráin kl. 21. Guð- björg Thoroddsen leikles ein- leikinn og leikstjóri er Ásdís Thoroddsen. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi leikritið og Ingvar Björnsson sér um lýs- inguna. Þessi einleikur er einn nokkura einleikja fyrir konur sem hjónin sömdu fyrir um 20 árum. Aðventu- kvöld í Greni- víkurkirkju AÐVENTUKVÖLD verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 14. desember kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur aðventu- og jólalög. Fluttur verður leik- þáttur um mikilvægi þess á aðventunni að muna eftir þeim sem bágt eiga. Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og krakkar úr kirkjuskólanum syngja. Þá verður lesin jólasaga. Sr. Arn- aldur Bárðarson prestur á Hálsi flytur jóiahugvekju og unglingar sýna ljósahelgileik. Að síðustu safnast börnin við altarið og fá ljós í hönd og allir syngja jólasálminn Heims um ból. Eru karlar í tilvistar- kreppu? ERU karlmenn í tilvistar- kreppu? Hvað vilja konur fá frá körlum? er yfirskrift um- ræðukvölds sem efnt verður til á Kaffi Karólínu á Akur- eyri fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 21. Hjónin Guðrún og Guðlaug- ur Bergmann stjórna umræð- um kvöldsins, en rætt verður um tilfinningalíf karla, vænt- ingar, vonir og þrár kvenna og leitast við að svara þeim spurningum sem upp koma í samráði við gesti staðarins. Einnig verður rætt um þau vandamál sem kynin standa frammi fyrir í samskiptum sín á milli. Aðventu- kvöld í Grundar- þingum AÐ VENTUK V ÖLD verða í Grundarþingum í Eyjafjarðar- sveit þar sem flutt verður dag- skrá í tali og tónum. Annað kvöld, fímmtudags- kvöldið 11. desember kl. 21 verður aðventukvöld í Hóla- kirkju og verður ræðumaður þar Snorri Guðvarðarson. Á föstudagskvöld, 12. desember, verður aðventukvöld í Munka- þverárkirkju og hefst það einn- ig kl. 21. Ræðumaður verður Sigurgeir Hreinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.