Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 15 FRETTIR Varði doktors- ritgerð í sjáv- arlíffræði •VIGGÓ Þór Marteinsson varði 21. febrúar sl. doktorsritgerð á sjáv- arlíffræðisviði með hitakærar djúp- sjávarörverur sem sérsvið við Bretónska Há- skólann í Brest í Frakklandi. Viggó hlaut styrk frá franska sendiráðinu í Reykjavík til verkefnisins sem var unnið á sjávarörverufræðideild hafrannsóknastöðvarinnar Station Biologique de Roscoff (Oceano- logique de Roscoff, Université Pi- erre et Marie Curie-Paris VI, CNRS). Á íslensku nefnist ritgerðin „Einangrun og greining á jaðarör- verum upprunnum frá djúpsjáv- arhverasvæðum. Áhrif hita og þrýstings á lífeðlisfræðilega af- komu örvera“. Rannsóknin beindist að þremur djúpsjávarhverasvæðum, við Fiji- eyjar í Suðvestur-Kyrrahafi (2.000 m dýpi), við Guymas Basin í kalifor- níuflóa (2.020 m dýpi) og við Sna- kepit á 23° norðlægrar breiddar á Atlantshafshryggnum (3.500 m dýpi) þar sem Viggó tók þátt í tveimur leiðöngrum. Loftháðar, hitakærar bakteríur af ættkvíslun- um Thermus og Bacillus voru ein- angraðar í fyrsta sinn úr þessum vistkerfum en þessar ættkvíslir eru mjög algengar í hverum íslands. Með greiningu þessara baktería og lífeðlisfræðilegum prófum ásamt erfðafræðilegum aðferðum greind- ust nýjar bakeríur sem tilheyra Thermus ættkvíslinni og var þeim gefið nafnið Thermus profundus. Onnur ný háhitakær örvera var ein- angruð við 95°C og undir háum þrýstingi (400 loftþyngdir) í þartil gerðum ræktunarbúnaði sem var þróaður í verkefninu. Slík einangr- un á hitakærri örveru undir þrýst- ingi hafði ekki tekist fyrr en örver- an reyndist tilheyra svokölluðum fornbakteríum (Árchaeon) og er ein af fáum þrýstingskærum örverum (vaxa best undir háum þrýstingi) sem hafa einangrast úr sjó. Þessi örvera var nefnd Thermococcus barophilus og er sérstök meðal ann- ars fyrir óvenjulega tjáningu á tveimur próteinum. Þau tjáir hún eftir þeim þrýstingi sem hún er lát- in vaxa við. Einnig var þróuð ný aðferð til ræktunav örvera við djúpsjávar- hveri. í verkefninu var reynt að varpa ljósi á hvernig loftfírrðar, há- hitakærar örverur svara tíðum breytingum á utanaðkomandi að- stæðum í djúpsjávarhverum. Breyt- ingum eins og snöggum hitabreyt- ingum, áhrifum nærveru súrefnis og breyting á aðstæðum tl næring- arnáms. Meðal annars kom í ljós að þrýstingur jók lífslíkur við ofurhita og örverur geta brugðist við hita- breytingum með breytingum á fítu- samsetningunni í frumuhimnunni. Leiðbeinandi Viggós var Daniel Prieur, yfirmaður sjávarörveru- deildar CNRS í Roscoff og prófess- or við Háskólann í Brest. Andmæl- endur við doktorsvörnina sem hald- in var í Roscoff voru dr. Guy Herve og dr. Bernard Ollivier en um- sagnaraðilar voru Pr. Anna-Louise Reysenbach, Pr. Marie-Dominique Legoy, Pr. Adrien Binet, dr. Jakob K. Kristánsson og Pr. Daniel Prieur. Viggó er sonur Perlu Guð- mundsdóttur og Marteins Þórs Viggóssonar. Eiginkona Viggós er Þórhildur Þórisdóttir hjúkrun- arfræðingur en börn þeirra eru Marteinn Þór, Vera Rún og Kol- brún. Viggó hlaut rannsóknar- stöðustyrk frá Rannís til að kanna neðanjarðarlífríki í borholum og heitavatnskerfum og vinnur á lif tæknideild Iðntæknistofnunar í: lands. Reykjavíkurlæknisumdæmi Yfir tvö þúsund manns með kvef SAMKVÆMT skýrslum frá fimm heilsugæslustöðvum og Lækna- vaktinni sf. greindust 2.014 ein- staklingar með kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum og 168 með iðrakvef í Reykjavíkur- umdærni í október sl. Auk þess greindust 96 einstakl- ingar með lungnabólgu, 73 greindust með hálsbólgu af völd- um sýkla, en þar getur skarlas- sótt fylgt, tólf greindust með hlaupabólu, sjö með maurakláða og tveir einstaklingar með eink- irningasótt. Enginn greindist með kíghósta, mislinga, rauða hunda, hettusótt eða inflúensu. Jólagjöf íþróttamannsins oq þá sem vilja vera í formi nýtt útlit. P- Olafsson hf. f*mLAR Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 5651533 púlsmælar Þetta hlýtur að vera besta verðið í bænum! Þú færð allar jólabækurnar í Hagkaupi Skeifu, Kringlu, Eiðistorgi, Akureyri og Njarðvík. í öðrum verslunum eru færri titlar í boði. Tilboðið gildir aðeins fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Það er alltaf ódýrasta bókin sem er í kaupbæti. - fitrirfjölslqflduna -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.