Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 48
o * • 48 FIMMTUDAGUR11. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR + Sigríður Árna- dóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Seltjarn- arnesi, 4. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Árni Hjartarson frá Tjörn í Svarfaðar- dal, jarðfræðingur í Reykjavík, og Hall- gerður Gísladóttir frá Seldal í Norð- firði, safnvörður við Þjóðminjasafn Is- lands. Bræður: Guðlaugur Jón Árnason, nemi í MH, og Eldjárn Árnason, nemi í Hagaskóla. Sigríður útskrif- aðist frá Öskjuhlíð- arskóla vorið 1993 og starfaði hjá Iðju- bergi, vernduðum vinnustað í Gerðu- bergi 1, Reykjavík. Utför Sigríðar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. „Við erum hér ávallt til að bjóða velkomin þau ykkar sem fara yfir. Yfirgefið því líkama ykkar útréttum höndum til að taka við faðmlaginu. Dauðinn er ekki annað en áfangi, tími lausnar" (Ur bók Emmanúels). Hversu gott væri það ekki ef við gætum í lífinu tileinkað okkur þenn- an hugsunarhátt, í stað þess að sporna á móti dauðanum sem er eðli- legasti þáttur lífsins og sá eini sem M við vitum að við eigum vísan. Samt verður það alltaf svo að mannlegi hlutinn af okkur vill halda í það sem hann þekkir og er ekki ginnkeyptur fyrir umróti og breytingum. Þannig var það einnig með mig er ég heyrði um sviplegt fráfall Siggu að það kom yfír mig eins og reiðarslag. Margt hefur bærst innra með mér síðan og finn ég mig knúna til að skrifa nokkur fátækleg orð. Hún Sigga frænka mín er einstök í mínum huga. Vegna þess að ég bjó meira og minna á heimili hennar hjá *• Höllu og Árna í 7 ár tengdist ég henni sterkum böndum. Seinna, eftir að ég flutti burt frá Reykjavík, hitt- umst við sjaldnar, en böndin slitnuðu aldrei og munu aldrei slitna. Sigga átti við fötlun að stríða. Hún var þroskaheft og einhverf, gullfal- leg og bar þess lítil merki í útliti og varð grandalausu fólki stundum hverft við sem ekki þekktu hana þegar hún byrjaði að tjá sig á sinn einlæga hátt. Hárfínn húmor ein- kenndi Siggu og var hún stundum ögrandi og fannst gaman að fara að- eins yfir mörkin. I því var fólgin viss spenna. Eins og fylgir oft einhverf- unni endurtók hún sömu setningam- ar og spurði sömu spuminganna margoft. Skiptist þá stundum á tíma- bilum að ný áhugaefni komu inn í stað þeirra gömlu. Stundum talaði hún um hluti sem enginn skildi. Eitt- hvað sem hún kallaði Málningurinn hrelldi hana og minntist hún á Máln- inginn í mörg ár, en aldrei fengum við almennilega botn í hver þessi óvættur var. Bíbína, mörgæsin henn- ar, kemur upp í hugann, ekki fyrir að nein saga tengist henni, heldur fyrir að ég sé hana fyrir mér með mör- gæsina undir hendinni, eða í fanginu talandi við hana. Eftir að ég fluttist að Seldal í Norðfirði, þá kom Sigga stundum í heimsókn og kunni vel við sig í sveitinni. Oft var þá lesin sagan um Litlu Ljót sem hún hafði sérstakt dálæti á. Fannst mér að hún fyndi í henni samsvörun við sjálfa sig, ekki hvað varðaði útlitið, heldur það að hún féll ekki inn í samfélagið. En allt hafði það góðan endi. Stundum gat hún verið tímunum saman í fjósinu, náð í heytuggu og gefið einhverri kúnni. Setið svo og horft á kúna tyggja af þvílíkri hrifningu að það var líkt og hún væri að framkvæma galdur. Oft sá hún eitthvað stórkost- legt í hlutum sem okkur hinum þóttu hversdagslegir. Sigga var afskaplega næm á fólk og fann inn á líðan og til- finningar þeirra sem hún var í kring- um. Og hvatskeytin gat hún verið í svörum og lét ekkert leika á sig. Vegna einhverfunnar var hún ekki mikið fyrir snertingu og þurfti þá helst að ráða ferðinni sjálf. En hún prófaði fólk á aðra vegu og lagði 4 + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, EYRÚN GÍSLADÓTTIR hjúkrunarkona, Byggðarenda 19, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 2. desember sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Árni Sigurðsson, Amór Árnason, Ásta Rögnvaldsdóttir, Hildur Árnadóttir, Pétur Böðvarsson, og barnabörn. 4 *r + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR KJARTANSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju í dag, fimmtudaginn 11. desem- ber, kl. 14.00. Þórdís Baldvinsdóttir, Sonja Hulda Einarsdóttir, Gísli Bjarnason, Brynja Einarsdóttir, Örnólfur Þorleifsson, Fanney Lára Einarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Kjartan Rafnsson, Jakob Þór Einarsson, Valgerður Janusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. gjarnan fyrir það ýmsar spurningar. Oft var hún búin að spyrja mig hvort ég færi að gráta ef hún dæi? Já Sigga, svo sannarlega fór ég að gráta og enn græt ég þar sem ég skrifa þessar línur. Ég tel að Sigga hafi unnið hug og hjarta flestra sem hún átti samleið með á þessari stuttu lífsleið og til marks um það er að það fólk sem vann með hana tók oftast við hana ástfóstri. Ég fékk bæði bréf og teikningu frá henni á árinu, en síð- ustu orðin hennar við mig voru á að- fangadagskvöld fyrir ári. Hún talaði þá símleiðis og spurði sínum hvella rómi: Stebba; hvenær má ég heim- sækja þig í Ástralíu? Ég veit að nú þegar Sigga er laus úr viðjum efnis- líkamans verður henni ekki skota- skuld úr því að bregða sér bæjarleið og líta inn til mín. Það þýðir lítið að velta fyrir sér óréttlæti dauðans. Margir eru kall- aðir burtu ungir, þannig hefur það alltaf verið. Ég trúi því fastlega að þeirra tími sé útrunninn, hversu erfitt sem það er að kyngja því fyrir okkur sem eftir sitjum. Eftir er tómarúm sem okkur ber að fylla, því engu verður um breytt. Á þeim tíma- mótum er vert að velta því fyrir sér hvaða áhrif við höfum hvert á annars líf. Af umgengni við annað fólk lær- um við og tökum framfórum. Ekki er ég í nokkrum vafa um að Sigga hefur verið góður kennari allra þehTa er urðu á leið hennar. Einlægni hennar, húmor og góðmennska hafa vafa- laust víkkað sjóndeildarhring mai-gra og kennt þeim að líta á fatl- aða einstaklinga frá skilningsríkara sjónarmiði, því oft er skorinn skammtur í þeim efnum. Það leyfi ég mér að efast um að Sigga hafí getað átt betri fjölskyldu. Því varð ég sjálf vitni að þau ár sem ég dvaldi hjá þeim. Aldrei heyrði ég neinn mögla yfir því aukna álagi sem fylgir því að ala upp fatlað barn. Þol- inmæði og umburðarlyndi voru ein- kennandi fyrir heimilislífið. Seinna eignaðist Sigga heimili á sambýlinu að Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi, þar sem hún dvaldi síðustu árin virka daga, en fór heim um helgar. Þar leið henni vel og vil ég koma á fram- færi til starfsfólksins þar bæði þakk- læti og samúðarkveðjum. Fyrir nokkrum árum orti ég ljóð sem ég tileinkaði Siggu. Það hefur birst áður á prenti, en ég læt það vera mína hinstu kveðju. Um leið þakka ég henni fyrir ómetanlegar stundir og þau forréttindi að hafa átt með henni samleið. Hennar verður sárt saknað. Elsku Halla, Árni, Eldjám og Gulli. Við vitum að sorg ykkar er mikil og biðjum allar góðar vættir að styrkja ykkur í því að takast á við líf- ið án Siggu. Það verður hægara sagt en gert. Gegnum örfína strengina smýgur röddin hljóð hávær ofsafengin blíð nær ekki eyrum kórsins er syngur allar raddir fyrir hina útvöldu þey léttur strengjaslátturinn laðar fram tóninn fíngerðan seiðandi jafnvel maríuerlan staldrar við og tindrandi augu hennar breytast í Ijóð. Stefanía Gísladóttir. Elsku Sigga mín. Þú varst ekki nema nokkurra mánaða þegar ég kynntist þér fyrst. Það var veturinn 1976. Þú varst einstaklega fallegt barn, glókollur með dimmblá augu og bjart yfirbragð. Þá strax hittirðu mann beint í hjartastað. Þú bjóst ásamt foreldrum þínum í kommúnu, eins og það hét þá, í Skólastræti. Þar var oft glatt á hjalla og mikið sungið og hlegið. Enginn kunni önnur eins ógrynni af kvæðum og ljóðum og móðir þín. Hún gat leitt söng tímunum saman án þess að stoppa og pabbi þinn spilaði undir á gítarinn. Þó það hafi aldrei átt fyrir þér að liggja að syngja vona ég að þú hafir notið þess í uppvextinum að hlusta á allt þetta þróttmikla fólk sem stendur að þér syngja og gleðj- ast við ólíklegustu tækifæri. Þú áttir foreldra sem elskuðu þig og báru á höndum sér. Fáir foreldrar eru jafn- ríkir og þeir að eiga skráð lífshlaup barnsins síns, nánast frá degi til dags til hinstu hvíldar. Þau héldu dagbók um þig og bækurnar fylla nú tugi þar sem skráð er nákvæmlega hvað þú gerðir, viðbrögð þín, gleði og sorg, jafnvel sársauki því auðvitað skynjaðir þú stundum að þú bast ekki bagga þína sömu hnútum og samferðamennimir. Þú hafðir mikla útgeislun og sterka nærveru. Þú lést engan ósnortinn sem kynntist þér. Ég sé þig fyrir mér háa og glæsilega, aldrei fallegri með þessi dimmbláu augu, ofurlítið fjarlæg og stundum brá fyrir í þeim örvæntingarglampa. Eðlilega, því þú vildir tjá mildu meira en umhverfið var fært um að skilja. En alltaf skynjaði maður þessa miklu hlýju og gleði frá þér. Þú varst ein af þessum góðu, hrekklausu manneslqum sem auðg- aðir allt í kringum þig og öllum þótti vænt um. Mér hlýnaði alltaf um hjartarætur þegar við hittumst yfir því hvað mannlífið getur verið yndis- legt og fjölbreytilegt. Þakka þér fyr- ir að hafa verið til. Þín verður sár- lega saknað af öllum sem þig þekktu. Foreldrum þínum og bræðrum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Jónsdóttir. „Hún Sigga á Sæbraut er dáin.“ Þessi orð hljóma enn og erfitt að hugsa eins mikinn lífskraft sem í henni bjó slökktan í einni svipan eins og á kertaljós sé blásið. Seint verður fyllt það skarð sem höggvið er í þann hóp er hún tilheyrði. Og tileinkum við henni þetta ljóð. Snert hörpu mína himinboma dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mina fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf h'til böm. En sólin gyllir sund og bláan Qörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Eg heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinboma dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Margar góðar minningar eigum við um þig Sigga, ekki síst þær sem tengjast Frakklandsferðinni sem farin var fyrir tveimur árum á vegum heimÚa einhverfra, þar varst þú dansandi kát eins og vanalega. Þér fannst allt svo flott og skemmtilegt og dugleg varstu að tala allskonar útlensku. Þar töluðum við sko ekki um Ársel og ekki um Þróttheima. Nei, þar töluðum við um ströndina, kaffihúsin og auðvitað um diskótekið Díabolic, sem var æðislegt. Og æ síðan var spurningin þessi „Hvenær eigum við að fara aftur til Frakklands?" Við viljum líka þakka þér Sigga fyrir alla hressilegu saumaklúbbana, samverustundirnar á sumrin í Botni í Eyjarfirði og yfirleitt að fá að kynnast þér. Þín verður lengi minnst og sárt saknað. Við sendum fjölskyldu og öðrum aðstandendum Siggu, einnig Braga, Palla, Lindu Rós og starfsfólkinu á Sæbraut 2, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Heimilismenn og starfsfólk Hólabergi 76. Þakka þér fyrir, Sigga, að fá að kynnast þér. Þú varst blómið á Sæbraut, fylltir húsið lífi og persónuleika. Það er ógleymanlegt hvað þú varst fljót að vinna þig inn í hjörtu þeirra sem þú hittir, þó ekki væri nema einu sinni. Nú ert þú farin að kynnast mörgu af nýju fólki sem verður ánægt að fá þig til sín. Þú hleypir eflaust miklu lífi á þann stað sem þú ert núna og örugglega fínnst fleirum hákarl góður þar heldur en hér. Takk, Sigga, fyrir þann stutta en ánægjulega tíma sem við höfum átt saman, og vonandi hittumst við aftur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Árna, Höllu, Gulla og Eldjárns. Ivar Örn og Brynjar Reynissynir. Nú hefur tilveran heldur betur brugðið lit. Horfinn er frá okkur afar litríkur persónuleiki, Sigríður Árna- dóttir. Sigga var nemandi minn í Öskju- hlíðarskóla um nokkurra ára skeið. Það leyndi sér aldrei þegar Sigga var komin í skólann á morgnana, þá hljómaði skær röddin hennar um gangana með ýmsum frösum og orðatiltækjum sem Siggu voru kær þá stundina. Við kennararnir kinkuðum þá kolli hver til annars, já, Sigga vai’ komin í hús. Gjarnan með bókina um „Litlu Ljót“ í höndunum eða dúkku sem hún kallaði frímín- útnadúkkuna. Sigga útskrifaðist úr Öskjuhlíðar- skóla vorið 1992 og var henni haldin eftirminnileg útskriftarveisla í heimahúsum af því tilefni. Haustið þar á eftir fannst mér hið undarlegasta, það var svo ósköp tómlegt um að litast í skólanum. Ég hef svo oft sagt að mér finnst skólinn aldrei hafa verið samur eftir að Sigga lauk þar skólagöngu sinni. Siggu beið svo „skóli lífsins" og nú hefur hún einnig lokið honum. Við í Öskjuhlíðarskóla munum lengi minn- ast okkar skemmtilega nemanda og rifja upp hnittin tilsvör Sigríðar Árnadóttur. Sigríður Níelsdóttir. Kynni okkar hófust fyrir 13 árum. Þú varst niu ára, falleg stúlka með tindrandi augu og fallegar hreyfing- ar. Atvikin höguðu því þannig að þú varst hjá mér á morgnana flesta virka daga um nokkurra mánaða skeið og siðan þá höfum við verið vinkonur. Margir sem við hittum, héldu að við værum frænkur og lögð- um við enga áherslu á að leiðrétta það, það var nefnilega eitthvert frænkusamband á okkur. Þótt stundum yrði langt á milli funda hjá okkur, kom einlægni þín og hispurs- leysi í veg fyrir að það truflaði okkar vináttu, alltaf vorum við jafnglaðar að hittast. Á samverustundum höf- um við dundað okkur við ýmislegt og ævinlega skemmt okkur vel og end- uðum svo gjarnan góðan dag á að fá okkur eitthvað í svanginn. Stöku sinnum fórum við á kaffihús eða matsölustað, eða þá að við útbjugg- um eitthvað sjálfar heima, æfðum okkur svo í að vera dömulegar og borða hægt og virðulega. Það var því veisla í margfóldum skilningi þegar þú komst í heimsókn. Ég dáðist oft að því hvað þú hafðir gott minni, þú gast á ótrúlegustu tímum bryddað upp á ýmsu sem átt hafði sér stað fyrir löngu og var mér að mestu gleymt, en þér tókst að töfra fram. Oft gátum við því haft gaman af að rifja upp og minnast lið- inna atburða með okkar eigin húmor. Mér þótti líka alltaf einstök framkoma þín við dýr og þeirra við þig. Það var einhver gagnkvæmur skilningur ykkar í milli sem ekki er auðvelt að lýsa öðruvísi en sem feg- urð einlægninnar, sem var svo ein- kennandi fyrir þig. Elsku Sigga mín. Fregnin um skyndilegt fráfall þitt orkaði yfir- þyrmandi á mig. En þrátt fyrir sökn- uð og sorg, þrátt fyrir kökkinn í hálsinum, er mér efst í huga þakk- læti til forsjónarinar fyrir að hafa fengið að kynnast þér svo náið. Vin- átta þín var einstök og mikil blessun að fá að njóta hennar. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir góð og elskuleg kynni og samverustund- irnar allar sem hafa verið okkur mik- ils virði. Foreldrum þínum, bræðrum, sam- býlisfólki og starfsfólki á Sæbraut- inni, svo og öðrum ástvinum, vottum við okkar innilegustu samúð. Guð blessi þig og minningu þína. Rósa Hilmarsdóttir. • Fleiri minmngargreinar um Sigríði Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.