Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 74
74 FIMMTUDAGUR 11. DBSEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra st/iðið kl. 20.00: HAMLET — William Shakespeare Frumsýning á annan í jólum 26/12 uppselt — 2. sýn. lau. 27/12 nokkur sæti laus — 3. sýn. sun. 28/12 nokkur sæti laus — 4. sýn. sun. 4/1 — 5. sýn. fim. 8/1 — 6. sýn. fös. 9/1. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Þri. 30/12 - lau. 3/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Fös. 2/1 - lau. 10/1. Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 3/1. ....GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR------------------ Miðasalan eropin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. J LEIKFELAG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ GJAFAKORT LEIKFELAGSINS VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI Stóra svið kl. 14.00 eftir Frank Baum/John Kane Lau. 13/12 örfá sæti, sun. 14/12 upp- selt, lau. 27/12 uppselt, sun 28/12 uppselt, AUKASÝNING KL. 17, sun. 4/1, lau. 10/1, sun. 11/1 laus sæti. GJAFAKORTÁ GALDRAKARLiNN ER TILVALIN JÓLAGJÖF! Stóra svið kl. 20.30 W /JM Tónlist og textar Jónasar og Jóns Múla. Ljósaljós og Ijúffengir drykkir i anddyrinu frá kl. 20. Lau. 13/12, örfá sæti laus, sun. 14/ 12 uppselt, fös. 19/12 örfá sæti. Aðeins þessar sýningar. Kortagestir ath. valmiðar gilda. Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði: HÁ/ycnl Lau. 10/1 kl. 20, fös. 16/1 kl. 22. tAstAÖMU FJOGUR HJORTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Miðasaia hefst 15. desember Frumsýnt 30. desember LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins lau. 3. jan. kl. 20 VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar milli jóla og nýárs. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI lau. 13. des. kl. 20 Ath. aðeins örfáar sýningar. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10—18, helgar 13—18 Ath. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýning er hafin. HafíiLcifíhusirt I HLADVARPANUM Vesturgötu 3 „REVÍAN i DEN“ - gullkorn úr gömlu revíunum fös. 12/12 kl. 21, laus sæti lau. 13/12 kl. 21, laus sæti Síðustu sýningar fyrir jól!!! Miðasala opin fim-lau kl. 18—21. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. Nótt & dagur sýnir á Litla sviði kl. 20.30: ÍSfTALA eftir Hlín Agnarsdóttur Fös. 9/1, lau. 10/1. Midasalan er opin daglega frá kl. 13 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greidslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 MYNDBÖND LEIKXISTARSKÓLI ÍSLANDS LINDARBÆ húsið Sími 552 1971 Börn Sólarinnar eftir Maxim Gorki. 8. sýn. fim. 11/12 9. sýn. fim. 18/12, örfá sæti laus. Sýningar hefjast kl. 20. Síðustu sýningar fyrir jól. Illvígt eldfjall Tindur Dantes (Dante’s Peak)_____________________ lS |i n ii ii iii y ii (I 'k'k1/á Framleiðandi: Gale Anne Hurd, Joseph M. Singer. Leikstjóri: Roger Donaldson. Handritshöfund- ur: Leslie Boden. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak. Tónlist: James Newton Howard og John Frizzell. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Linda Iiamilton, Charles Hallahan. 104 mfn. Bandarfkin. CIC myndbönd 1997. Útgáfudagur: 9. desember. Myndin er bönnuð börn- um innan 12 ára. TINDUR Dantes er önnur tveggja kvikmynda sem komu út á þessu ári og fjölluðu um gjósandi eldfjöll. Hin var „Volcano" og fjall- aði hún um eldfjall í miðri Los Ang- eles borg. Tindur Dantes gerist í öllu sennilegra umhverfi og segir frá eldfjallafræðingi nokkrum, sem leikinn er af Pierce Brosnan. Brosnan er sendur til smábæjarins Dante til þess að rannsaka hvort eldfjallið þar sé að fara að gjósa. Það. h'ður ekki á löngu áður en Brosnan er orðin sannfærður um að hættuástand ríki á svæðinu, en flestir aðrir eru á öðru máli. Sú eina sem trúir honum er borgastjórinn, sem Linda Hamilton leikur. Til þess að sann- færa hina um hættuna verða þau að finna haldbærar sann- anir fyrir virkni eldfjaÚsins áður en það er orðið of seint. Gífurleg vinna hefur verið lögð í alla eftirvinnslu þessarar myndar og það er grátlegt að sjá allar þessar umbúðir um jafn rýrt innihald. Atriðin sem gerast í eldgosinu eru óaðfinnanlega unnin frá tæknilegu sjónarmiði en þegar Brosnan ekur jeppanum sínum yfir rennandi hraunið er ekkert annað hægt en að andvarpa og vona að ekkert verra muni gerast - en því miður kemur hvert fáránlegt atrið- ið á fætur öðru. Til þess að hafa gaman af Tindi Dantes verður að steinhætta að hugsa og njóta í stað- inn frábærra tölvubrellna og kröft- ugrar hljóðvinnslu. Leikararnir hafa ekki úr miklu að moða en þeir gera sitt besta. Roger Donaldson er góður spennumyndaleikstjóri og sér til þess að það sé ávallt nóg að gerast. Ottó Geir Borg FÓLK í FRÉTTUM Ys og þys útaf litlu TÖIVLIST Geisladiskur WOOFER Fyrsta breiðskífa hafnfirsku rokksveitarinnar Woofer, samnefnd henni. Liðsmenn Woofer á skífunni eru Hildur Guðnadóttir söngkona, Egill Orn Rafnsson trommuleikari, Kristinn A. Sigurðsson gítarleikari og Ómar Freyr Kristjánsson bassa- lcikari. Yrnsir Idjóðfæraleikarar koma þeim til aðstoðar á plötunni. Upptöku stýrir Rafn Jónsson. 52 mín. R&R músik gefur út. UNGMENNIN í Woofer vöktu athygli fyrir frábæra frammistöðu á Músíktilraunum Tónabæjar og ekki minnkaði athyglin þegar sveit- in sendi frá sér stuttskífu snemm- sumars. Eftir að hafa hlýtt á þessa fyrstu breiðskífu hennar vaknar þó spurning hvort rétt hafi verið að gefa út með henni breiðskífu svo snemma; hvort sveitin hafi enfald- lega haft úr nógu að moða áður en farið var í hljóðver, þótt hún sé ein sú efnilegasta sem lengi hefur látið í sér heyra. A plötunni eru fjögur framúrskarandi lög, en önnur frek- ar prufuupptökur en marktækar lagasmíðar. Upphafslag plötunnar er ágætt dæmi um það besta sem sveitin getur gert; hugmyndaríki í laga- smíðum, skemmtilega bernskur texti og framúrskarandi söngur Hildar, þó að útsetning sé ekki nema hálfköruð. I upphafi næsta lags má og heyra hnökra sem meiri spilamennska hefði bætt úr, en það er frá stuttskífunni sem áður er getið. Horfðu er aftur á móti af- bragðs lag sem Hildur ber uppi með hugmyndaríkum söng, þó leið- inleg villa í textanum í upphafi spilli nokkuð fyrir ánægjunni: „Eg krefst ekki mikils af þér. Nema ör- litla virðingu kannski." Fiðluleikur í laginu er til bóta. Grimmd er og skemmtilegt lag með sterkum texta; það fer Woofer vel að spretta úr spori og gítarleikur er vel af hendi leystur. Oðinn er aftur á móti ósannfærandi; eftir góða byrjun fellur lagið um sjálft sig að segja og allur hamagangurinn verður ys og þys útaf engu. Þá er það góða á þessari plötu upp talið, því lögin sem á eftir koma eru varla á setjandi; til að mynda Baywatch Obsession, með kjánalegu ensku tali, Magnús Bert, einfalt rokklag, Litli döðluleikarinn og Bleikt ský, en allra síst er þó lokalag plötunnar, Reyndu að skilja, sem er reyndar það eina sem ekki hefur texta, ef marka má umslag plötunnar. Aftan í það er síðan hnýtt tuttugu mínútna þögn og síðan tíu mínútum af flissi og prump- og pissbröndurum. Kannski til þess ætlað að gefa plöt- unni fulla lengd? Eins og getið er í upphafi er Woofer með efnilegustu hljómsveit- um, en er lítill greiði gerður með út- gáfu sem þessari. Ráðlegt hefði ver- ið að gefa sveitinni meiri tíma til að móta stefnu og stíl og ekki síst til að semja fleiri lög og betri. Umslagið er sérkennileg samsuða og þó það sé í sjálfu sér ekki slæm hugmynd er það afskaplega illa unnið; til að mynda er lagsins „Ba- ywatch Upsetion“ getið aftan á um- slagi en inní heitir það „Baywatch Obsession", sem verður að teljast líklegra heiti. Árni Matthíasson Fóstbræður aftur á skjáinn SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR tjalda vanalega því besta sem þær eiga í kringum hátíðirnar en það er ekki þar með sagt að ekkert skemmtilegt verði á dagskrá þegar hvunndagurinn tekir við eftir ára- mót. Stöð 2 verður með ýmsa nýja þætti á dagskrá í bland við nýjar syrpur með góðkunningjum Stöðv- aráskrifenda. Af íslensku efni má nefna að í janúar birtist syrpa sem nefnist Heima. I henni heimsækir Sig- mundur Ernir valinkunna einstak- linga og spjallar við þá um lífið og tilveruna. I mars fá stangaveiði- menn svo nasaþefinn af ánægju sumarsins en þá verða þættirnir Sporðaköst á dagskrá. Fóstbræður snúa síðan aftur á skjáinn í mars en verið er að vinna að nýrri þátta- röð um þessar mundir. Af nýjum erlendum þáttaröðum má nefna „Dangerous Minds“ sem er nokkurs konar framhald af kvikmynd með sama nafni með Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki. Eins og myndin fjalla þættimir um kennara og nemendur í skóla þar sem félagslegar aðstæður eru mjög bágbomar og ofbeldi og eit- urlyf eru daglegt brauð. Þættirnir hefja göngu sína í febrúar. I mars byrjar ný gamanþáttaröð sem kallast „Aliens in the Family". Þættirnir eru framleiddir af Jim Henson Productions og fá því leik- ararnir brúður til að leika á móti. Þættirnir segja frá Doug og Cookie. Hann er einstæður faðir í venjulegu úthverfi í Bandaríkjun- um, hún er einstæð móðir og vís- indamaður frá annarri plánetu. Þau kynnast þegar Doug er kippt upp í geimskip hennar til rannsókna. Astin lætur ekki að sér hæða og þau ákveða að giftast og búa með fjöl- skyldu sína heima hjá Doug. f mars verður einnig sýnd bresk þáttaröð sem nefnist „The Men’s Room“. Hún fjallar um flókin ástamál Charity Walton (Harriet Walter) og við- halds hennar Marks Carletons (Bill Nighy). Charity á erfitt með að friða samvisku sína vegna ást- arsambandsins enda gift og fjögura barna móðir en Mark hef- ur haldið fram hjá konu sinni áður og hún fyrirgefið honum svo hon- um finnst framhjáhaldið ekki mik- ið mál. „The Men’s Room“ eru vandaðir þættir um hjónaband, ást og_girnd í lífi nútímafólks. f apríl verður spennu- þáttaröðin „Body- guards“ á dagskrá. John Shrapnel leikur Maclntyre sem fær það verkefni að stofna sérsveit líf- ■ varða sem eiga að vernda bæði með- limi bresku kon- ungsfjölskyldunnar og aðra hásetta menn, auk vitna í veigamiklum sakamálum. Honum til aðstoðar eru Elizabeth Shaw (Louise Lombard) og Ian Worrell (Sean Pertwee). Þættirnir eru sjö að tölu og er hver sjálfstæð saga. Stöllurnar úr „Absolutely Fabu- lous“ snúa aftur í mars. Stöð 2 ætl- ar að endursýna þrjár syrpur með Jennifer Saunders og Joanna Lumley til að gleðja aðdáendur þeirra. Einnig verður á dagskrá kvikmynd með þeim vinkonum sem þær gerðu eftir að þáttunum lauk. Nokkrir gamlir stofugestir snúa aftur eftir jól. Má þar nefna nýja syrpu af „Brotherly Love“ í febrúar, „Peak Practice“ í mars, og „Chicago Hope“ í apríl. Á vor- mánuðum eru síðan væntanlegar nýjar syrpur af „NYPD Blue“ og „Hale & Pace“. „ALIENS in the Family" segir frá heimilishaldi í fjöl- skyldu þar sem móðirin er geimvera en faðirinn jarðar- búi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.