Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER1997 35 LISTIR Hugnrinn reikar víða TONLIST Illjómdiskar HEYRÐI ÉGí HAMRINUM Lög Ingibjargar Sigurðardóttur, Bjálmholti í Rangárvallasýslu. 75 ára yfirlit í flutningi einsöngvara og kóra. Flytjendur: Sigurveig Hjaltested, Signý Sæmundsdóttir, Loftur Erlingsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Eyrún Jónasdóttir, Ólafur E. Rúnarsson, Benedikt Ing- ólfsson, Hannes Birgir Hannesson og Helga Dögg Sigurðardóttir. Sam- kór Rangæinga, Kvennakórinn Ljós- brá, Nafnlausi sönghópurinn, Karla- kór Rangæinga, Kvennakór Hafnar- fjarðar, Kvartettinn Viri Cantantes, Barnakór Oddakirkju og Nemenda- kór Laugalandsskóla. Upptökur fóru fram árið 1997, aðallega í Fella- og Hólakirkju í Rvík, einnig í Víði- staðakirkju í Hafnarf. og félags- heimilinu Arnesi í Gnúpveijahr. Hljóðupptaka: Studio Stemma. Upp- tökusljóri: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefandi: Jón Þórðarson. Dreifing: JAPIS. INGIBJÖRG Kristín Sigurðar- dóttir frá Bjálmholti í Holtum hefur í meira en „mannsaldur" stundað sönglagasmíð, en farið hljótt með það - kveðst aldrei hafa verið tón- skáld. Hvað sem því líður er hér kominn hljómdiskur með á fjórða tug laga eftir hana, „75 ára yfirlit“ frá árunum 1922-97, flutt af Signýju Sæmundsdóttur, Lofti Erl- ingssyni, Sigurveigu Hjaltested og „nokkrum upprennandi stórsöngv- urum, fjórum stórum kórum og minni sönghópum", eins og þar stendur, ásamt ónefndum kórstjór- um og undirleikurum. Að útgáfunni stendur Jón Þórðarson, fréttamað- ur á Fosshólum (Hellu), með aðstoð Guðjóns Halldórs Óskarssonar org- anista, píanóleikara og kórstjóra frá Miðtúni í Hvolhreppi, o.fl. góðra manna og kvenna og annarra aðila. Ingibjörg telur sig ekki vera tón- skáld, en hefur samið lög frá því um fermingu, kannski lengur - „þegar um sex ára aldur veittu systkini hennar, og eflaust fleiri, því athygli að hún raulaði lög sem aðrir könnuðust ekki við. Vafalaust hefur hún samið þau sjálf, hvort sem hún gerði sér fulla grein fyrir því eða ekki“. Hún lærði að leika á orgel (harmonium) hjá Isólfi Páls- syni tónskáldi frá Stokkseyri og Margréti, dóttur hans. Þessi hljómdiskur inniheldur mörg elskuleg lög, en (auðvitað) dálítið keimlík, enda varla unnin til hlítar (útsett). Örfá laganna hafa áður komið fyrir augu og eyru almennings, oftast að tilstuðlan dr. Hallgríms Helgasonar, en hann útsetti mörg af lögum Ingibjargar og gaf út með öðrum verkum á nótnaheftum. Þessi útgáfa er þakkarvert framtak, vafalaust kærkomin mörgum. Oddur Björnsson Antti Tuuri hlaut Finlandia -verðlaunin RITHÖFUNDURINN Antti Tuuri hefur hlotið Finlandia-verðlaunin, kunnustu bókmenntaverðlaun Finn- lands, fyrir sjötta bindi ritverks sem í heild sinni nefnist Po- hjanmaa. Verkið segir frá þremur kynslóðum ætt- arinnar Hakala. Verðlaunabókin heitir Laukeuden kutsu sem þýða má Flatlendið kall- ar. Antti Tuuri (f. 1944) fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985 fyrir fyrsta bindi þessa rit- verks. Nokkrar bóka Tuuris hafa verið þýddar á ísjensku. Hann hefur oft komið til íslands og þekkir marga íslendinga. Auk sagnagerð- arinnar hefur hann að undanförnu þýtt íslendingasögur á finnsku. Jólaskórnir frá VlVALDI l'INESTRA DLI.LA VIA l’RINCII’ALL Kringlunni 12, sími 568 6062, Skemmuvegi 32L, sími 557 5777 Alvöru ieppi á verði jepplings IVITARA 1998 Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega stöðuga fjöðrun og • VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu innl Sjádu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara er vinscelasti jeppinn á Islandi. Og skyldi engan undra. SUZUKl AFL OG ÖRYGCI SUZUKI BÍLAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.