Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 FRETTIR Fjárhagsáætlun Reykj aví kurborgar fyrir árið 1998 Kostnaður vegna gatna og ræsa 3,2 milljarðar TIL NÝFRAMKVÆMDA, reksturs og viðhalds gatna og holræsa er áætlað að verja rúmlega 1.830 millj. króna á næsta ári samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Er það 4% hærri upphæð en áætlun yfirstandandi árs. Heild- arkostnaður vegna framkvæmda og reksturs er áætlaður tæpir 3,2 millj- arðar en var rúmir 3 milljarðar á yfirstandandi ári. Þetta kom fram í ræðu borgar- stjóra við fyrri umræðu um flár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar og sagði borgarstjóri jafnframt að á móti útgjöldunum kæmu tekjur af gatnagerðargjöldum, holræsagjöld, framlag ríkisins vegna viðhalds þjóð- vega og vegna stuðnings við frá- veituframkvæmdir. Sagði Ingibjörg að veruleg aukning yrði á rekstra- kostnaði holræsa þegar hreinsi- og dæiustöð við Mýrargötu yrði tekin í notkun. Því væri mælt með að auka hlutdeild rekstrar í tekjum af holræ- sagjaldi. Merkur áfangi „I ársbytjun er merkum áfanga í frárennslismálum höfuðborgarsvæð- isins náð, þegar tekin verður í notk- un hreinsistöð fyrir skólp, sem risin er við Ánanaust á móts við Mýrar- götu,“ sagði Ingibjörg. „Samhliða opnun stöðvarinnar hefst dæling á frárennslinu í útræsi um 4 km langt, sem veitir því út á um 30 metra dýpi.“ Kom fram hjá borgarstjóra að næsta verkefni í frárennslismálum yrði framhald af framkvæmdum við Laugarnes. Það væri brýnt verkefni, þar sem skólpi sé veitt út skammt frá ströndinni við Kirkjusand en þar ætti eftir að leggja útrásarlögn út á 10-15 metra dýpi út af Laugarnesi. Við það yrði mengun við ströndina norðan Sæbrautar mun minni. Sagði borgarstjóri að fram til þessa hafí áætlanir um uppbyggingu aðalholræsakerfisins miðast við að byggja hreinsistöðvar í Geldinganesi og austan Laugarness auk Mýrar- götustöðvarinnar. í tillögu að stefnu- mótun í holræsamálum sé hins vegar gert ráð fyrir að hætta við fram- kvæmdir í Geldinganesi en stækka mannvirkin austan Laugarness sem því nemi. I tillögunni væri gert ráð fyrir að Laugarnesstöðin yrði tekin í notkun árið 2000. „Ef þetta á að takast, þarf að byija á landfyllingum og undirbúningi af krafti á næsta ári og upphafsframkvæmdir við ströndina verða því stærsta einstaka verkefnið í holræsamálum árið 1998,“ sagði borgarstjóri. Af öðrum holræsaframkvæmdum nefndi borgarstjóri ræsi, sem tengj- ast núverandi og fyrirhuguðum ný- byggingarhverfum í Staðarhverfi, Grafarholti og Norðlingaholti, en samtals er varið til þeirra rúmlega 90 millj. Er gert ráð fyrir að verja til nýframkvæmda við holræsi 571 millj. en á móti þeim útgjöldum koma heldur lægri tekjur eða 440 millj. af holræsagjaldi og 110 millj. í fram- lag frá ríkinu. Endurbætur á Reykjavíkurhöfn 530 milljónir til nýframkvæmda Áætlaðar lántökur 540 milljónir á næstu fjórum árum KOSTNAÐUR vegna nýfram- kvæmda á vegum Reykjavíkurhafn- ar er áætlaður 531 milljón króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Þar af er áætlað að veija 281 milljón til framkvæmda í olíuhöfn við Örfirisey, 149 milljónum í fram- kvæmdir við Sundahöfn, 37 milljón- um í Gömlu höfnina og 36 milljónum til _að hefja gijótnám í Geldinganesi. í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar kom einnig fram að vegna eftirspumar eftir aðstöðu og til að ná hag- kvæmni í framkvæmdum væri æski- legt að auka framkvæmdahraða á næstu tveimur til þremur árum og grípa til lántöku. Er áætlað að taka 200 milljónir að láni á næsta ári en 340 milljónir á næstu fjórum árum auk hugsanlegra lána vegna kaupa á eignum til þróunar á eldri hafnar- svæðum. Nefndi borgarstjóri að með makaskiptum hefði borgarsjóður eignast rampa upp á Faxaskála og til þess að hægt yrði að taka bíla- stæði á þakinu í notkun þyrfti að endurnýja yfírborðið. Aætlaður kostnaður er um 40 milljónir. Olíuhöfn stærsta framkvæmdin Borgarstjóri sagði að stærsta framkvæmdin á næsta ári yrði gerð olíubryggju í Örfirisey. Skjólgarður yrði lengdur frá norðausturhluta Órfiriseyjar út í Engeyjarsund. Þar er bryggja sem þjónar dreifingu á olíu á ströndina en innan við nýja skjólgarðinn verður gerð bryggja fyrir tankskip ailt að 40 þús. tonn að stærð sem flytja olíu til landsins. I gömlu höfninni er áætlað að halda áfram landgerð en ný umferðarteng- ing verður opnuð að Vesturhöfninni þegar tengt verður inn á Fiskislóð og Grandagarð frá hringtorgi við Ánanaust og Mýrargötu. Jafnframt er gert ráð fyrir endurbótum á dráttarbrautinni sem Reykjavíkur- höfn keypti af Stálsmiðjunni auk þess sem unnin verður úttekt á fram- tíðaraðstöðu til skipaviðgerða í Reykjavík. Aukin umsvif við Vogabakka Borgarstjóri sagði að gert væri ráð fyrir auknum umsvifum við Vogabakka og er búist við að ný frystigeymsla Samskipa laði nýja viðskiptavini að og að úthlutun til BYKO og Húsasmiðjunnar muni leiða til aukins innflutnings á bygg- ingarvöru. Er áformað að lengja Vogabakka vegna þessa til suðurs en einnig til norðurs með tilheyrandi landauka til að auka hagræði við gámaflutninga og afgreiðslu gáma- skipa á vegum Samskipa. BÁCKLIN flytur ávarp sitt, næst honum stendur Claes Frankhammar, formaður félags sænskra blikksmiðjueigenda og þá arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer. verðlaun afhent Norræn arkitekta- NORRÆNU arkitektaverðlaunin fyrir athyglis- verða notkun á þunnmálmum í byggingum voru afhent í aðaldómssal Hæstaréttar á mánudag. Sigurvegarar urðu að þessu sinni tveir danskir arkitektar fyrir vinnnu við Kongens Bryghus í Kaupmannahöfn og Margrét Harðardóttir og Steve Christer í Studio Granda fyrir Hæstarétt- arhúsið nýja. Samtök norrænna blikksmiða hafa staðið fyrir samkeppninni undanfarin tiu ár en verðlaunin eru 50.000 sænskar krónur, um 460 þúsund ísl. kr. Var það Leif Bácklin, formaður Norrænu blikksmiðjusamtakanna, sem afhenti þau. Einnig var kynnt nýtt fræðslurit um notkun hvers konar málma við klæðningu húsa sem Félag blikksmiðjueigenda og Félag blikksmiða standa að. 93 móttökur á vegum borgarinnar 7 milljónir í bæt ur vegna slyss I LOK nóvember sl. hafði Reykja- víkurborg staðið fyrir 93 móttök- um á árinu og á síðasta ári voru þær yfir 80. Þetta kom fram í ræðu borgar- stjóra við fyrri umræðu um ijár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998. Sagði borgarstjóri að gestum hefði einnig fjölgað milli áranna 1996-1997 .eða um rúm- lega 4 þús. en að íjölgunin endur- speglaðist ekki í auknum veislu- kostnaði. Hann hækkaði um eina milljón miili áranna eða úr 16,7 millj. árið 1996 í 17,7 millj. það sem af er árinu 1997. * Akært vegna hnefaleika LÖGREGLUEMBÆTTIÐ í Reykja- vík hefur gefið út ákæru á hendur fjórum aðstandendum Hnefaleika- félags Reykjavíkur. Þeim er gefið að sök að hafa brotið gegn banni við keppni eða sýningu á hnefaleik og kennslu. Héraðsdómur Reykjavíkur heim- ilaði lögreglu 21. október síðastliðinn að gera húsleit í húsnæði Hnefa- leikafélags Reykjavíkur og lagði lög- regla þar hald á gögn og muni sem tengjast hnefaleikum. ----».4 ♦--- Stærsta bókaklukkan REISA á stærstu bókaklukku í heimi í Kringlunni í Reykjavík kl. 15. í dag. Klukkan er hlaðin úr eintökum af bókinni Tóta og Tíminn, eftir Bergljótu Arnalds og nær hún frá 1. hæð upp á 2. hæð Kringlunnar. í tengslum við þetta mun Skjald- borg, sem gefur bókina út, efna til getraunar þar sem geta á upp á því hve mörg eintök fóru í að byggja hana. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt manni um 7 milljónir í bætur eftir slys í veiðiferð 1991. Maðurinn var farþegi í jeppa félaga síns. Sá taldi sig aka eftir vegarslóða, en reynd- ist aka eftir rofi í jarðveginum. Jeppinn valt, maðurinn kastaðist út, klemmdist undir bílnum, slas- aðist mikið og er nú 20% öryrki. Tryggingafélag ökumannsins taldi farþegann hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi með því að taka þátt í þeim háskaleik að aka um vegleysur, utan vega og vegaslóða, í ófæru um hánótt í lélegu skyggni og allt benti til að mennirnir hefðu verið undir áhrifum áfengis. Áfengisneysla fyrir slys ekki sönnuð Hæstiréttur segir félagana ekki hafa sýnt þá varfærni sem eðlileg hafi verið, en þessi óaðgæsla nægði þó ekki til að telja farþegann hafa sýnt af sér slíkt gáleysi að skerti bótarétt hans. Þá vísar Hæstiréttur til þess, að ökumaðurinn hafi staðfastlega neitað að hafa drukkið fyrir slysið, en fengið sér bjór eftir það. Far- þeginn hafi viðurkennt að hafa fengið sér bjór með matnum, en fengið viskí eftir slysið. Slysið hafi orðið um kl. 1 um nóttina og björg- unarsveitarmenn, sem báru að mennirnir hefðu verið drukknir, komið á vettvang kl. 5. Lögreglu- maður sem flutti þá á heilsugæslu- stöð sagði þá hafa verið ölvaða, en ekki voru tekin blóðsýni. Segir Hæstiréttur með öllu ósannað að ökumaðurinn hefði verið drukkinn er slysið varð. Tveir hæstaréttardómarar af fimm komust að þeirri niðurstöðu að ferðalag félaganna hafi verið með kæruleysisbrag, nær ekkert skyggni vegna þoku, bílstjórinn ekki þekkt leiðina og hvorugur í öryggisbelti. Því væri eðlilegt að farþeginn bæri sjálfur þriðjung af tjóni sínu. Stórhöfðas vítan flutt á Stórhöfða STORHÖFÐASVÍTAN eftir Árna Johnsen verður kynnt á Stórhöfða í Vestmanneyjum á laugardaginn kl. 12.30. Sinfóníuhljómsveit íslands und- ir stjórn Bernarðs Wilkinsons, ásamt fleiri hljóðfæraleikurum, lék Stórhöfðasvítuna I upptöku fyrir Ríkisútvarpið fyrr á árinu en tón- verkið verður á dagskrá útvarpsins 27. desember. Stórhöfðasvítan, sem tekur 23 mínútur í flutningi, verður flutt í hátalarakerfi á Stór- höfða, en svítan er í 10 köflum, úr lögum, sem Árni hefur samið við ljóð Davíðs Stefánssonar, Hall- dórs Laxness, Matthíasar Johann- essen, Jóns Helgasonar, Jóhannes- ar úr Kötlum og fleiri. Öllum er fijáls aðgangur að kynningunni meðan sæti leyfa. Boðið verður upp á súpu, en tón- leikagestum er bent á að klæða sig vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.