Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1997 39 LISTIR STJÓRN Sparisjóðs Vestmannaeyja og sparisjóðsstjórinn ásamt þeim sem tóku á móti stjrkjum úr styrktarsjóðnum. F.v. Þór Vilhjálmsson, Skæringur Georgsson, Arnar Sigurmundsson, Olafur Týr Guðjónsson, Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari framhaldsskólans, Sigurður Símonarson, for- stöðumaður listaskólans, Ragnar Óskarsson, Benedikt Ragnarsson og Gísli Geir Guðlaugsson. Uthlutað úr Styrktar- og menn- ingarsjóði Sparisjóðsins í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÚTHLUTAÐ var úr Styrktar- og menning- arsjóði Sparisjóðs Vest- mannaeyja fyrir skömmu. Þetta er í tí- unda skipti sem úthlut- að er úr sjóðnum sem stofnaður var árið 1988, til minningar um Þorstein Þ. Víglunds- son, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra. Arnar Sigurmunds- son, formaður stjórnar Sparisjóðsins, flutti ávarp, er úthlutað var úr sjóðnum. Arnar gerði grein fyrir styrk- veitingum úr sjóðnum en þrír aðilar hlutu styrk að þessu sinni. Listaskóli Vestmannaeyja, sem tók til starfa í haust, hlaut styrk til kaupa á kennslutækjum sem styrk til fjármögnunn- ar á kaupum vélarúms- hermis, sem keyptur var fyrir skömmu til kennsiu á vélstjórnar- braut í skólanum. Ólaf- ur Týr Guðjónsson, kennari, sem hefur á undanförnum árum unnið að Örnefnabók fyrir Vestmannaeyjar, hlaut styrk til útgáfu á Örnefnabókinni en áætlað er að bókin komi út á næsta ári. Að loknu ávarpi Arn- ar afhenti Benedikt Ragnarsson, spari- sjóðsstjóri, forstöðu- manni Listaskólans, skólameistara Fram- haldsskólans og Ólafi Tý styrk- ina. Morgunblaðið/Sigurgeir Jóasson BENEDIKT Ragnarsson, sparisjóðsstjóri, af- hendir Ólafi Tý styrkinn. nýtast munu i samkomu- og kennslusal skólans. Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum hlaut „Lífið er djók“ BÆKUR L j óð MEÐ ÓSK UM BJARTA FRAMTÍÐ eftir Sverri Stormsker, Fjölvaút- gáfan 1997 - 208 bls. ÞAÐ eru takmörk fyrir því hve fyndni getur verið fyndin. Við fáum stundum alveg nóg af galskapnum. Það eru líka ákveðin mörk sem segja okkur að kaldhæðni sé ekki lengur hæðni heldur illkvittni. Sverrir Stormsker er landsþekkt meinhorn og ný bók hans Með ósk um bjarta framtíð ein- kennist auðvitað af flestu öðru en fram- tíðaróskum. Hún er þvert á móti uppfull af háðsglósum, skotum, útúrsnúningi, guðlasti og níði en minna fer fyrir græskulausu gamni eða einhverri al- vöru. Því er svo sem ekki að neita að með sumum kvæðum sínum fær Sverrir lesendur til að brosa út í annað og kannski bæði. í þessari ljóðabók er honum sérlega uppsigað við kristni og hræsni í tengslum við kristilegan boðskap. í kaldhæðnu kvæði sem hann nefnir Something magic segir svo um eðli þessa guðdóms: Ég lít í anda Ésú eingjast á krossinum. Maður eða gvuð? Veitða ekki. En eitt veit ég; Það hángir eitthvað á spítunni. Það hangir hins vegar á spýtu þessarar bókar að ótöiulegur fjöldi kvæða er ortur þessum sama Jesú til höfuðs og sannast sagna hættir sá jólaglaðningur um síðir að vera skemmtilegur. Að vísu má skilja svo af bókarkápu að jólabarnið hvíli ekki lengur í jötu heldur í gini úlfsins og meginefni ljóðabókarinnar sé fyrir bragðið sá ógnarheimur sem við höfum búið börnum okkar. En ein- hvern veginn finnst mér að tugir ljóða um vammir Krists og krist- indóms breyti þar engu um. Sama má segja um háð- og níð- kvæði sem 'fjalla um nafnkennda menn ogjafnvel nýlátna. Þess háttar fyndni er afar vandmeðfarin. Hjá Sverri þykir mér hún lágkúruleg enda er hún lítið annað en níðið. Slíkur skáldskapur segir líka meira um höf- undinn en þá sem ort er um. Tvíræðni einkennir kveðskap Sverris. Eigi að síður er hægt að lesa út úr texta hans ákveðin siðferðileg viðhorf. Hann varar að vísu á stöku stað við dómhörku og bendir m.a. á að „messías / gvuð yðar, / var dæmd- ur / fyrir guðlast". En þessi viðvörun á ekki við um hann sjálf- an því að sjálfur er hann vandlætari hinn mesti. Það má hins vegar segja að hann feli þá vandlæt- ingu á bak við ofhvörf og ýkjur í skjóli þess að enginn taki hann alvar- lega. Sams konar ofhvörf einkenna fullyrðingar Sverris um mannkynið: „Miðað við manninn er „eiðni“ / minniháttar pest“, segir á einum stað og slík niðurstaða leiðir af sér býsna svarta tómhyggju. Sumt af því á rætur sínar í aðdáun Sverris á Steini Steinarr sem Sverrir lítur á ljóst og leynt sem fyrirmynd sína og birtist jafnt í vísunum og meðvit- uðum stælingum. En við tómhyggju Steins bætir Sverrir hedonisma eða lífsnautnahyggju og niðurstaðan er eftir því. í einu kvæðinu líkir hann lífinu við bílferð um grýtta og von- lausa vegi og útkoman verður þessi: Nítum því tímann í fíblskap og fliss, til fjandans með leiðind’ og ángur. Lífið er djók og svo déskoti stutt, en dauðinn svo grátlega lángur. Sverrir virðir ekki venjulegar staf- setningarreglur fremur en aðrar og semur sínar eigin, lætur stafsetn- ingu mótast að mestu af framburði. Sannast sagna hentar þessi ritháttur illa enda verður höfundur að gera undantekningar á honum til að mál hans skiljist. Þótt hafa megi gaman af sumum kvæðum Sverris Stormskers verður gamanið þó víða grátt og í sumum ljóðum miður skemmtilegt. Skafti Þ. Halldórsson Sverrir Stormsker Nýjar bækur • LAFAÐ í röndinni á mannfé- laginu er fyrsta bók Ragnhildar Richter. Þetta er bók um sjálfsævisög- ur kvenna, þar er fjallað um þær Ólafíu Jóhanns- dóttur, Ingunni Jónsdóttur á Kornsá, Guð- björgu Jónsdótt- ur frá Brodda- nesi og Guðrúnu Borgfjörð. Allar skrifuðu þær sjálfsævisögur sínar snemma á öldinni. Skoðaðar eru hugmyndir kvennanna um sjálfar sig og stöðu sína í heiminum, en allar lýsa þær jaðarstöðu sinni. Titill bókarinnar er sóttur til Guðbjargar á Broddanesi sem seg- ist aldrei hafa verið í nokkru fé- lagi, nema þetta sem hún hafi lafað í röndinni á mannfélaginu, eins og svo margar aðrar konur. Allar lýsa konurnar flóknu sam- bandi við mæður sínar, sem ýmist veita þeim of litla athygli eða ætla að kæfa þær með umhyggju sinni og afskiptasemi. Háskólaútgáfan gefur bókina út. Hún er 173 bls. ogkostar 2.300 kr. Ragnhildur Richter Frábært verð ,, 2.990 Kringlunni 12, sími 568 6062, Skemmuvegi 32L, sími 557 5777 BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /yr/r WINDOWS Yfir 1.200 notendur gH KERFISÞRÓUN HF. ZÍsJ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun 40-50% afsláttur Dæmi um verð Jakki Jakki Peysa v-háls Chenille peysa Rúllukragabolur Velúrbolur Blúndubolur Sett, bolur+pils Flauelsskyrta Vesti, viskós Sítt pils Dömubuxur Buxur Áður Nú 2.990 1.790 4.890 2.890 4.490 2.690 4.990 2.990 1.890 1.190 1.990 990 1.990 1.190 5.890 3.590 3.390 1.990 2.790 1.690 3.490 1.990 4.490 2.690 3.390 1.990 Opið frá ki. 10.00-18.00 Nýtt greiðslukortatímabil Síðumúla 13, sími 568 2870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.