Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 1
104 SÍÐUR B/C/D/E 292. TBL. 85. ÁRG. Hávær tónlist eykur viðskipti veitingahúsa TÓNLIST er vel til þess fallin að skapa rómantískt andrúmsloft á veitingahúsum en hún getur einnig fengið viðskiptavin- ina til að flýta sér að borða, þannig að veitingamennirnir geti aukið viðskiptin. Til þess þurfa þeir aðeins að hækka í tónlistinni. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir að ýmsir eigendur veit- ingahúsa veigri sér ekki við að beita þessu ráði til að losna við viðskiptavini á mesta annatíma í því skyni að nýta borð- in betur. Þessi aðferð byggist á vísindalegum grunni því rannsókn Fairfield-háskóla í Connecticut hefur leitt í ljós að fólk tyggur matinn 4,4 sinnum á minútu við hraða og háværa tónlist, en aðeins 3,8 sinnum við hæga og ómþýða tónlist. Fá ekki börnin vegna skuldar SJÚKRAHÚS í Teheran hefur neitað að leyfa foreldrum tvíbura, sem fæddust fyrir hálfúm mánuði, að taka börnin sín heim fyrr en þeir greiði kostnaðinn af fæðingunni, sem nemur andvirði 70.000 króna. íranska dagblaðið Salam hafði eftir föður tvíburanna að stjórnendur sjúkra- hússins hefðu hótað að svipta foreldrana forræði yfir börnunum þegar hann hefði sagt þeim að hann gæti ekki greitt allan reikninginn strax. Sljórnendur sjúkra- hússins vildu ekki ræða málið við dagblaðið. Móðir tvíburanna þurfti að gangast undir skurðaðgerð á sjúkrahúsinu vegna fæðingarinnar og reikningurinn sam- svarar tíu mánaða lágmarkslaunum rík- isstarfsmanns. Gert að búa ná- lægt vínbúð DÓMARI í Ohio í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað vínhneigðum ökumanni að útvega sér íbúð í göngufæri við vínbúð, ella verði hann hnepptur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir ölvunarakstur. Dómarinn gaf manninum mánaðar frest til að uppfylla þetta skilyrði og sagði að vegalengdin að vínbúðinni mætti ekki vera meiri en 800 metrar. Maðurinn var einnig dæmdur til að eyða fyrstu viku ársins næstu fimm ár í fangelsi. Þetta er í 18. sinn sem maður- inn er dæmdur fyrir ölvunarakstur. SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX Brunað niður brekku við Kirkjubæjarklaustur 412 þorpsbúar myrtir í Alsír París. Reuters. ÓÞEKKTIR tilræðismenn myrtu 412 óbreytta borgara, m.a. konur og börn, í vesturhluta Alsírs í mestu blóðsúthellingum sem orðið hafa á einu kvöldi í borgarastyrj- öldinni sem staðið hefur í sex ár. Fjöldamorðin áttu sér stað í fjórum þorp- um á þriðjudagskvöld, tæpum sólarhring eftir að föstumánuður múslima, ramadan, hófst. 176 manns voru drepnir í Kherarba, 113 í Ouled Sahnine og 123 í E1 Abadel og Ouled Tayeb, að sögn dagblaðsins Liberté. Talið er að íslamskir uppreisnarmenn hafi verið að verki. „Ég þurfti að draga út að minnsta kosti 80 lík úr aðeins tveimur húsum,“ hafði blað- ið eftir einum björgunarmannanna. „Þið getið því ímyndað ykkur hversu mikið blóð- baðið var í þorpunum fjórum.“ Ef dánartala blaðsins er rétt hafa um 840 manns verið drepnir í Alsír á síðustu ellefu dögum. Stríðið hefur kostað 65.000 manns lífið frá því það hófst í byrjun ársins 1992 eftir að yfirvöld aflýstu þingkosningum til að koma í veg fyrir að heittrúaðir múslimar kæmust til valda og stofnuðu íslamskt ríki. Ungurn stúlkum nauðgað Liberté sagði að heilu fjölskyldurnar hefðu verið skornar á háls í árásunum. „Fimmtán manns úr einni fjölskyldu voru skornir á háls og síðan grafnir undir símiljumjöli," hafði blaðið eftir einum þorpsbúanna sem komust lífs af. Eiginkona hans og þrjú börn voru á meðal fórnar- lambanna. Sjónarvottar sögðu að tólf ungum stúlk- um hefði einnig verið rænt og þær hefðu verið aflimaðar með öxum og sverðum. Að sögn alsírskra blaða hafa uppreisnarmenn- irnir rænt og nauðgað alls 1.600 stúlkum, allt niður í 12 ára gömlum, í stríðinu. Flest- ar þeirra hafa fundist látnar. Tvísýnar kosningar í Litháen Vilnius. Morgnnblaðið. ÖNNUR umferð forsetakosninganna í Litháen fer fram í dag, sunnudag, og sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun er lítill munur á fylgi forsetaefnanna tveggja, lög- fræðingsins Arturas Paulauskas og um- hverflsverndarsinnans Valdas Adamkus. Ef marka má könnunina nýtur Paulaus- kas stuðnings 43% kjósenda og Adamkus 41%. Kosið verður milli þessara tveggja manna, sem fengu flest atkvæðanna í fyrri umferð kosninganna 21. desember. Paulauskas fékk þá 45% atkvæðanna og Adamkus tæp 28%. Adamkus nýtur stuðnings allra fram- bjóðendanna sem féllu út í fyrri umferð kosninganna. Hann er 71 árs gamall og flutti búferlum til Litháens í fyrra eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum frá 1945. Paulauskas, sem er 44 ára, nýtur hins vegar stuðnings Aigirdas Brazauskas, frá- farandi forseta og fyrrverandi leiðtoga kommúnistaflokks Litháens. Brazauskas er enn vinsælasti stjórnmálamaður Lithá- ens og var valinn maður ársins í fjórða sinn í nýlegri skoðanakönnun. BUFJARSLYSUM FJOLGAR IMIHIIIBMB SLY8 Æ A A ARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.