Morgunblaðið - 04.01.1998, Page 10
10 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
BÚFJÁRSLYSUM FJÖLGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRIÐ 1995 var ekið á 144 kindur og lömb.
FRÁ árinu 1990 hafa
rúmlega 600 öku-
menn lent í árekstri
við búfé á vegum
landsins. Flest eru
þessi slys á þjóðvegi
1 og þá helst að sumarlagi. í
könnun sem greinarhöfundur
gerði í nóvember hjá 30 lög-
regluembættum landsins kom
í ljós að á árunum 1994 til
1996 drápust alls 411 kindur
og 129 hross eða samtals 540
skepnur. Til viðmiðunar var
gerð samskonar könnun fyrir
árin 1986 til 1988 en þá
drápust 450 skepnur.
I þessum ákeyi'slum var
oftast um minniháttar óhöpp
að ræða. Tjón var að jafnaði
innan við 100.000 kr. en þó
urðu nokkur alvarleg slys.
Þau svæði sem oftast eru
nefnd í skýrslum lögreglu eru
Húnavatnssýsla og Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla. Þessi
svæði eiga það einnig sameig-
inlegt að þar hafa flest alvai’-
legustu slysin orðið, þetta eru
mikii landbúnaðarhéruð og
þar er mikill ökuhraði á veg-
um.
60 milljónir til bænda og
búfjáreigenda
Kostnaður af völdum
ákeyrslna á búfé er margvís-
legur og eru stærstu tjón-
þolendur ökumenn sjálfir.
Undanfarin ár hafa þeir þurft
að bera kostnað af eigin tjóni
sem og að greiða bændum eða
búfjáreigendum bætur fyrir
dýrið hafí það drepist. Tjóna-
tölur ökumanna vegna
skemmda á bifreiðum liggja
hins vegai' ekki fyrir þar sem
þær fara sjaldan í gegnum
tryggingakerfið. Ástæður eru
oftast þær að ökumenn sjá
sér ekki hag í því að láta
tryggingakerfið gmeiða tjónið
vegna bónusmissis.
í samtölum við lögreglu-
varðstjóra víðs vegar um land
kom fram að aðeins hluti af
þessum tjónum kom inn á
þeirra borð. Nefndu þeir að
ökumenn létu hjá líða að til-
kynna óhapp þar sem greiðsla
fyrir búfé bættist við þeirra
tjón á ökutæki. Einnig minnt-
ust þeir á slys þar sem öku-
menn reyna að forðast árekst-
ur á búfé en lenda þess í stað
utan vegar, stundum með al-
varlegum afleiðingum. Slík
tjón væru hvergi skráð sem
afleiðing af lausagöngu bú-
fjár.
Einu haldbæru tölurnar
sem hægt er að byggja á eru
þær bætur sem bændur og
búfjáreigendur fá fyrir þær
skepnur sem drepast. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
tryggingafélögunum námu
þessar greiðslur um 60 millj-
ónum króna frá árinu 1990 til
1996 eða um átta og hálfri
milljón króna á ári. Sam-
kvæmt þeim útreikningum er
meðalgreiðsla fyrir hross um
195.000 kr. og um 7.600 kr.
fyrir lamb eða kind.
Þessar tölur eru þó aðeins
lítill hluti af heildartjóna-
kostnaði. Til viðbótar greiðsl-
um til bænda og búfjáreig-
enda má bæta við slysatrygg-
ingum ökumanna, vinnutapi,
dánar- og örorkubótum og
kostnaði við sjúkrapláss. Eng-
inn þeirra sem greinarhöf-
undur ræddi við var tilbúinn
að áætla heildarkostnað
vegna þessara tjóna á ári en
þó er ljóst að um verulegar
fjárhæðir er að ræða.
„Lifum enn f
bændaþjóðfélagi"
Til að kanna viðhorf trygg-
ingafélaganna var haft sam-
band við Sumarliða Guð-
björnsson, deildarstjóra
tjónadeildar hjá Sjóvá-Al-
mennum. Hann sagði trygg-
ingafélögin enn bíða eftir rót-
tækum aðgerðum stjórn-
valda. „Það þarf að umbylta
þeim hugsunarhætti sem
fram kom í hæstaréttardómi
fyrir nokki'um árum þar sem
sagði að búfénaður Islands
ætti frían og frjálsan aðgang
að þjóðvegum landsins. Þetta
bændahugarfar þarf að
breytast til að þessi mál kom-
ist í lag. Þarna er ekki verið
að hugsa um öryggi vegfar-
enda heldur einungis um hag
búfjáreigenda. Að okkar mati
ætti sá sem á eða hefur um-
sjón með búfé að vera ábyrg-
ur fyrir því tjóni sem það
kann að valda á þjóðvegum
landins. Þjóðvegir eru lagðir
til að flytja fólk og vörur en
ekki til að hýsa búfé á eða við
vegstæði. Hins vegar þarf
líka að framfylgja betur lög-
um þar sem segir að veghald-
ara eða lögreglu sé heimilt að
fjarlægja búfé sem hætta
stafi af við vegstæði. I dag er
lítið eða ekkert gert að því þó
svo að lausaganga skapi
mikla hættu.“ En hvað um
breytingar á vegalögum sem
tóku gildi 1. janúar 1995?
„Samkvæmt 56. grein í vega-
lögum er nr. 45 er lausa-
ganga búfjár bönnuð sé girt
beggja vegna við stofn- eða
tengiveg. Hins vegar hefur
enn ekki reynt á hvort þessi
lög séu rétthærri heldur en
88. gr. umferðarlaga sem
kveður á um ótakmarkaða
ábyrgð ökumanns. Slíkt mál
er nú komið fyrir héraðsdóm
og skammt að bíða þess að
dómur falli. Ef 56. grein
heldur ekki fyrir dómi þá er
öll sú vinna sem lögð var í
breytingar á vegalögum
gagnlaus og ástandið mun þá
enn haldast óbreytt," segir
Sumarliði Guðbjömsson.
Takmarkaðri bótaréttur
erlendis
Að sögn Sigmars Ármanns-
sonar hjá Sambandi íslenski-a
tryggingafélaga gilda svipað-
ar reglur um skaðabótaá-
byrgð ökumanna í nágranna-
ríkjunum. „Hins vegar höfum
við stöku sinnum orðið varir
við nokkra undrun hjá erlend-
um tryggingafélögum vegna
skaðabótakrafna fyrir búfén-
að. I tilfellum þar sem erlent
ökutæki ekur á búfénað á ís-
lenskum vegum ber samtök-
um bifreiðatryggingafélaga
hér á landi að bæta slíkt tjón
Á ÁRI
Árlega aka rúmlega eitt hundrað íslenskir öku-
menn ó búfé. Þrátt fyrir breytingar á lögum
um búfjórhald árið 1991 og á vegalögum árið
1995 fjölgar ákeyrslum á búfénað. Hugi
Hreiðarsson kynnti sér tjónatölur, fjölda þess-
ara slysa og ástæður þess að ekki hefur tekist
að stemma stigu við þeim.
ÁRIÐ 1995 var ekið á 56 hross.
OFT reyna ökumenn að komast hjá ákeyrslu við búfé
en missa þess í stað bifreiðina út fyrir veg.
UM 130 ökumenn geta átt von á því að
aka á skepnu á þessu ári.
samkvæmt íslenskum reglum.
Síðan endurkrefjum við
skaðabæturnar hjá hinum er-
lendu vátryggingafélögum
þessara ökutækja. Sum þess-
ara vátryggingafélaga hafa
hins vegar leitað sérstakra
skýringa á þessum kröfum
þar sem bótaréttur eigenda
búfjársins virðist sums staðar
ekki jafn afdráttarlaus og hér
á landi.“
Ökumenn i órétti
I dag er aðeins hluti þjóð-
vegar eitt girtur af beggja
vegna vegar og enn eru marg-
ir hreppar sem leyfa lausa-
göngu. Af því leiðir að öku-
menn eru víða ábyrgir aki
þeir á skepnu og breytir þá
engu hver tildrög slyssins
eru. Vegna þessa hafa bænd-
ur og búfjáreigendur getað
fengið sauðfé og stórgripi
bætta burtséð frá ástæðum
slyssins.
Ef ökumaður hverfur af
vettvangi eftir ákeyrslu hafa
margir bændur tryggingu
sem bætir fyrir skepnuna.
Með slíkri tryggingu dugar
bónda að fá staðfestingu lög-
reglu á því að hann hafi fund-
ið dauða kind eða lamb í veg-
kanti vegna ákeyrslu og fær
hann þá bætur greiddar frá
sínu tryggingafélagi.
Þó svo að veghaldara sé í
lögum heimilt að fjarlægja
búfé á kostnað búfjárhaldara
er slíkt afar fátítt. Nefnt hef-
ur verið í þessu sambandi að
verði bóndi uppvís að því að
sauðfé hans sæki ítrekað á
vegstæði, þar sem lausaganga
er bönnuð, verði sá búpening-
ur fjarlægður. Auk áfallins
kostnaðar verði bóndinn jafn-
framt sektaður enda séu hans
búhættir ekki samkvæmt lög-
um og ógnun við umferðarör-
ygg>-
Hér skal þó tekið fram að
ekki er eingöngu við bændur
að sakast. Mai'gir hafa bent á
að frá upphafi hafa vegir verið
lagðir um heimalönd bænda
og þess vegna sé það veghald-
ara að sjá um uppbyggingu og
viðhald girðinga. Lengi hefur
verið deilt um þetta mál eða
þar til endurbætur voru gerð-
ar á vegalögum árið 1995.
Með þeim voru tekin af öll
vafaatriði um ábyrgð og
skyldur bænda. Með lögunum
sér Vegagerðin, í samstarfi
við viðkomandi bónda, um að
koma upp girðingu í heima-
löndum við tengivegi og þjóð-
veg 1 en að því loknu er girð-
ingin á ábyi’gð bóndans.
Sumir halda því fram að
með nýju lögunum sé gengið
nokkuð hart að bændum sem
séu margir illa staddir fjár-
hagslega. Á undanförunum
árum hafi kjör þeirra versnað
og margir þein'a hafi einfald-
lega ekki efni á því að halda
gh'ðingum við. Þar þurfa
stjórnvöld að athuga með
hvaða hætti þau geta komið
bændum til aðstoðar.
Hreppar leyfa aftur
lausagöngu hrossa
„Alvarlegustu búfjárslysin
eru oftast þegar keyrt er á
hross. Við ákeyrslur lenda
hross oft ofan á bifreiðinni,
framrúða kurlast, þak leggst
niður og dýrið kastast út fyr-
ir veg (lögreglumaður)."
Fram til ársins 1995 var sú
regla að einungis þar sem
lausaganga hesta var bönnuð
og fjárheldar girðingar voru
beggja vegna vegar gat öku-
maður vænst þess að fá tjón
sitt bætt. Þessar reglur
höfðu gilt frá árinu 1973 með
endurbótum vorið 1991 en þá
var sveitarstjórnum gefnar
rýmri heimildir til að fyrir-
skipa bann við lausagöngu
hrossa.
Ef marka má fyrrnefnda
könnun greinarhöfundar er
ljóst að breytingar á búfjár-
haldi hafa ekki skilað tilskild-
um árangri. Ein skýi'ing
kann að vera sú að ábyrgð
hestaeigenda hefur verið lítil.
Þrátt fyrir fyrrnefnd lög féllu
margir dómar eigendum
hesta í vil þó svo að girt væri
beggja vegna vegar og lausa-
ganga bönnuð. Þar kom til
kasta 88. gr. umferðarlaga
sem kveður á um algjöra
ábyrgð ökumanna nema til
komi stórfellt gáleysi tjón-
þola. Til viðbótar voru sveit-
arstjórnir og hreppar mis-
fljótir að tileinka sér þessar
nýju reglur og enn þann dag
í dag leyfa margir hreppar
lausagöngu stórgi’ipa. Dæmi
um þetta má nefna Húna-
vatnssýslu. Þar banna aðeins
3 hreppar af 12 lausagöngu
hrossa (ath. fyrir samein-
ingu), og aðeins einn bannar
bæði lausagöngu sauðfjár og
hrossa.
I kjölfar endurbóta á lög-
um um búfjárhald árið 1991
var oftar farið að kanna að-
stæður og ástæður fyrir
ákeyrslum. Það var síðan í
janúar 1994 að undirréttur
dæmdi tryggingafélagi í vil
vegna bótakröfu bónda sem
átti hross sem ekið var á. I
framhaldi af því gekk Djúp-
árhreppur í Rangárvallar-
sýslu fram í því að aflétta sjö
ára gömlu banni við lausa-
göngu hrossa. Auglýsing
þeirra birtist í Lögbirtinga-
blaðinu í september 1994.
Fleiri hreppar fylgdu þessu
fordæmi.
Flestar ákeyrslur á
bundnu slitlagi
Frá árinu 1990 hefur bund-
ið slitlag lengst úr 890 km í
1.122. í kjölfarið hefur hraði
aukist og umferð orðið meh’i.
Samt sem áður virðist sem
Vegagerðin sjái sér ekki hag í
því að tryggja að koma upp
fjárheldum girðingum með-
fram vegum með bundnu slit-
lagi. Þetta sést vel þegar lög-
regluskýrslur úr umdæmi
Skagafjarðar eru skoðaðar.
Þar kemur í Ijós að af 72
árekstrum við búfénað sem
urðu árin 1994 til 1996 urðu
aðeins 3 þeirra á möl.
Að sögn Gunnars Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra
Vegagerðarinnar, telur Vega-
gerðin sig ekki skuldbundna