Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 21
MÖRGlÍNBLAÐÍÐ
LISTIR
SÚNNÚDÁGUR 4. JANÚAR Í9& &
Morgunblaðið/Ómar Bogason
FÉLAGAR í Karlakórnum Jökli frá Hornafirði yljuðu íbúum Djúpa-
vogs með söng sínum hátíðarnar.
Jólatónleikar
Karlakórsins Jökuls
Morgunblaðið. Djúpavogur.
KARLAKÓRINN Jökull frá
Hornafirði hélt jólatónleika í
Djúpavogskirkju sunnudaginn
28. desember. Þetta er annað
árið í röð sem karlakórinn
Jökull heldur tónleika í nýju
kirkjunni. Kórfélögum finnst
hljómburður í kirkjunni ein-
staklega góður og var ákveðið
að taka þessa tónleika upp.
Nýr flygill var nýlega tek-
inn í notkun í kirkjunni og
hefur hann mikla þýðingu fyr-
ir allt tónlistarlíf á staðnum
og gerir það að verkum að
tónlistin nýtur sín til fulls, t.d.
þegar listamenn eins og
Karlakórinn Jökull, Jóhann
Marávek og Guðlaugu Hestnes
sækja Djúpavogsbúa heim.
Það var að frumkvæði Daní-
els Arasonar, kórstjóra
kirkjukórs Djúpavogs og kór-
félaga, sem nýi flygillinn var
keyptur. Veglegir styrkir til
kaupanna komu m.a. frá sveit-
arfélaginu, fyrirtækjum og
einstaklingum á staðnum og
er hann að fullu fjármagnað-
ur.
Fótgönguliðar
framtíðarinnar
K\MK>ri\niit
ltfóborgin,
K r i n g I u b f ó ,
Sambfóin Álfabakka
„STARSHIP TROOPERS" ★★1/2
Leikstjóri Paul Verhoeven. Handrits-
höfundur Ed Neuineier. Kvikmynda-
tökustjóri Jost Vacano. Tónlist Basil
Poledouris. Aðalleikendur Casper
Van Dien, Dina Meyer, Denise Ric-
hards, Jakc Busey, Clancy Brown,
Michael Ironside, Neil Patrick Harr-
is. 128 mín. Bandarísk. TriSt-
ar/Touchstone. 1997.
HOLLENSKI leikstjórinn Paul
Verheven flytur áhorfendur nokkr-
ar aldir fram í tímann í geimstríðs-
gríninu Starship Troopers, sem
byggist á kunnri vísindaskáldsögu
eftir Robert A. Heinlein. Jarðarbú-
ar eru nú allir sameinaðir undir
einræðisstjórn og eiga í útistöðum
við illvígar risapöddur sem herja á
jörðina með loftsteinum.
Kvikmyndahúsgestir eru ekki
með það á hreinu hvert Verhoeven
stefnir, fyrri klukkutímann eða
svo. Myndin hefst á skólaslitaballi í
Buenos Aires þar sem afar falleg
ungmenni eru að útskrifast. Síðan
tekur alvara lífsins við. Ruðnings-
kappinn Rico (Casper Van Dien)
gengur í fótgöngulið stjörnustríðs-
hersins til að vera í námunda við
sína heittelskuðu Carmen (Denise
Richards), en lendir hins vegar í fé-
lagsskap Dizzyar (Dina Meyer),
annarrar svellandi skólasystur
þegar Carmen yfirgefur hann til að
gerast flugmaður á ofurgeimskip-
um framtíðar.
Það er ekki fyrr en eftir hlé að
Hollendingurinn stígur á pinnann
og rífur Starship Troopers upp úr
gaggómyndaplaninu. Eftir þjálfun-
arbúðiraar verður Rico leiður á
hermennskunni og er að snúa aftur
heim þegar pödduherinn gerir árás
á jörðina og gjöreyðir heimaborg-
inni hans. Okkar maður snýr þá
aftur og fremur hetjudáðir í bar-
dögum við hinar herskáu vélpödd-
ur í útgeimi.
Það er ráðlegast að slökkva á
heilabúinu og fylgjast sinnulaus
með gangi mála í Starship
Troopers. Vera ekki að velta fyrir
sér hvers vegna þessi órafjarlægu
kvikindi eru yfirieitt að abbast upp
á jarðarbúa, hvers vegna við
bombaderum þau ekki með ger-
eyðingarvopnum, eða bara þeim
lofthernaði sem reynist svo árang-
ursríkur í einu atriði myndarinnar.
Þess í stað eru hennenn geimaldar
að krytja fjendur sína niður í lífs-
hættulegu návígi með vélbyssum
sem óþjóðalýður stórborga sam-
tímans liti vart við. O.s.frv., o.s.frv.
Verhoeven ætlar sér greinilega
að skemmta okkur og tekst það
svona rétt bærilega, þegar maður
er búinn að kyngja því að vera ekki
að horfa á alvöru stjömustríðshas-
ar heldur ofbeldisfulla, gjörsam-
lega glórulausa framtíðar stríðssa-
tíru í teiknimyndastíl, sem minnir
því miður meira á Mars Attach
ogMelrose’s Place en Star Wars,
að maður tali ekki um hinn frá-
bæra geimtrylli Verhoevens sjálfs,
Total Recall. Það sem helst gleður
augað er frábær tölvutækni sem
sér okkur fyrir miður geðslegum
óvinum, sem eiga það m.a. til að
sjúga heilabúið úr andstæðingun-
um. Spurning hvort það verður til
að hressa upp á gi’eindarvísitöluna.
Dísætur og tilþrifalaus leikhópur-
inn, þar sem B-myndaleikararnir
Clancy Brown og Michael Ironside
hressa einir upp á tilveruna, gæti
eins vel verið unnin í tölvunum
líka, minnir meira á brúður en
menn, það er sjálfsagt partur af
fjörinu.
Sæbjörn Valdimarsson
Góökaup
í heimitistœkhim
Bjóðum næstu daga
nokkrar gerðir heimilistækja
á mjög góðu verði.
Nokkrir útsöludagar í ársbyrjun:
Frystikistur
Verð frá
Kæliskápar
Verð frá
►vottavélar
VérðÍrá
Kæliskápar
úr stáli
23.840- 42.655.-
Helluborð
Verð frá
45.980.- 17.000.-
Saumavélar
Verð frá
39.805.- 37905.-
Bökunarofnar
með blæstri og grilli
Verð frá
28.405.-
Þvottavélar
5 kg., ryðfrí tromla
og pottur.
Verð frá
39.805.-
Verðin eru miðuð
við staðgreiðslu.
Einnig er boðið upp
á VISA/EURO raðgreiðslur.
háfar, viftur
og ýmis smátæki.
Notið tækifærið,
gerið góð kaup núna!
PFA
cHeimilistœkjaverslun
Grensásvegur 13-108 Reykjavík - Sími 533 2222