Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
fór ekki upp í Borgarnes án þess að
hafa tvö varadekk með sér. Menn
voru að fjárfesta í einu dekki á ári
hér áður fyrr en nú kaupa margir ■
fjögur dekk á ári - enda er verð á I
dekkjum aðeins brot af því sem var
fyrir nokkrum árum. Astæðan fyrir
verðinu voru háir tollar og menn
voru að setja í þetta drauga sem
kallaðir voru og gera við aftur og
aftur. Við vorum að undrast yfir
Könunum sem hentu því sem við
kölluðum hálfslitin dekk...“
Hvað era draugar?
„Draugar voru sérskomir, oft
listavel gerðir, dekkjahlutar úr ■
óviðgerðarhæfum dekkjum sem síð- I
an voru sett inn í bilað dekk. Þá
voru gerðir skorningar í alveg slétt
dekk til að uppfylla 1-2 mm mystur-
dýpt - sem var að sjálfsögðu stór-
hættulegt fyrirtæki. Petta dytti
engum manni í hug í dag, enda ekk- i
ert lítið öryggi að hafa dekkin í lagi.
Umferðin og hraðinn hafa aukist
svo gríðarlega.“
Þú talar um að menn kaupi frem-
ur nýja bíla en notaða í dag og eigi ■
þá lengur. Förum við þá betur með ■
bílana okkar en áður var?
„Það hafa alltaf verið til einstak-
lingar sem fara mjög vel með bílana
sína - svo vel að ég kann margar
sögur um menn sem hafa hringt á
verkstæðið hjá okkur tvisvar og
þrisvar á dag til að athuga hvemig
bíllinn hafi það, þótt þeir hafi ekki ■
heimsótt eiginkonurnar á spítala.
í dag em hins vegar bílarnir bet-
ur úr garði gerðir til tíu til tólf ára j
endingar og þar með talið lakk, ef *
þeir aðeins fá eðlilega hirðu. Það er
mun auðveldara að hafa góða hirðu
á bflnum sínum í dag.
Mér hefur stundum orðið á að
líkja bflum í dag sem auðveldlega
endast í 10-12 ár en hrynja þá allt í
einu við Jóa heitinn kennara í Garð-
inum sem bjó við hestaheilsu á sál '
og líkama og var heimsmeistari öld-
unga í spjótkasti og fleiri greinum.
Eftir æfingu vel á áttræðisaldri hné ■
hann niður örendur með spjótið í ■
hendinni."
Erum við of fljót á okkur að end-
urnýja bílana?
„Nei, en bflar em gerðir til að
endast í 250-300 þúsund kílómetra
akstur, þannig að bflar sem era
búnir að lifa sitt fegursta eru í betra 1
ástandi þegar þeir em lagðir niður, L
heldur en áður var. Enda er það nú
svo að oft á fólk sem hefur farið vel
með bflana sína, fremur erfitt með i
að skilja að þeir séu í rauninni verð- ■
lausir þegar það ætlar að skipta
þeim út. Það gerir sér oft ekki grein
fyrir því hvað verð bíla hefur lækk-
að og að það borgi sig ekki að leggja
í mikinn kostnað við þá.“
Nú segir þú að bílar séu tækni-
lega betri en áður var, stál, lakk,
ryðvöm og hjólbarðar fullkomnari.
Hvernig sérðu framtíðina í þjónustu
við bfla fyrir þér?
„Tæknilegar viðgerðir á mótor- j
verki og slíku eiga eftir að ger- ■
breytast á næstu áram, þannig að
bílaverkstæði eiga eftir að tengjast
Reykjavík eða útlöndum með síma-
línu og tölvuforritum og fá þaðan
upplýsingar um hvað ami að. Þetta
verður svipað og á landsbyggðar-
sjúkrahúsum þar sem gerðar eru
rannsóknir og teknar sjúkraskýrsl-
ur. Greiningin fer síðan fram í
Reykjavík og þaðan koma upplýs-
ingar um hvað eigi að gera. Bíla-
verkstæðin eiga eftir að breytast í '
slíkar greiningarstöðvar og vera í
sambandi við hvert umboð fyrir
sig.“
Sérðu fyrir þér að innkaupsverð
nýrra bíla eigi eftir að lækka?
„Nei. Það kostar mjög lítið að
framleiða bíl. Fjöldaframleiðsluverð
er 25-30% af söluverði hvers bfls frá
framleiðanda. Hitt er alls konar
gjöld sem era lögð á til að leggja
vegi og endumýja vegakerfi í við-
komandi löndum. Annars erum við '
alls ekki verst sett hvað bifreiða-
verð varðar. Bílar eru mun dýrari í
mörgum löndum."
Bilgreinaskólinn og menntun
bifvélavirkja
Birgir hefur útskrifað 25-30 nem-
endur í ýmsum greinum bílaþjón-
ustu. Þeir hafa lokið sveinsprófi hjá
honum, síðan ýmist unnið áfram hjá
Bílakringlunni, eða hafið eigin
rekstur. En Birgir segir að ekki sé
lengur um það sé minna um það að
Morgunblaðið/Þorkell
Bíhi vei 'kstæði framtíðarinn-
ar verða greiningarstöðvar
eftir Súsönnu Svavarsdóttur
vmsHpnMvnmuuF
Á SUNNUDEGI
► Birgir Guðnason er Keflvíkingur, fæddur 1939. Hann stund-
aði nám í Iðnskólunum í Keflavík og Reykjavík og lauk prófí í
húsamálun. Hélt síðan til Danmerkur og nain málningarrekstr-
arfræði við Den Tekniske Skole í Álaborg á árunum 1962-1965
og lauk meistaraprófi. Auk húsamálningar lauk hann prófi í
bílamálun. Birgir kom aftur heim 1965 og stofnaði fyrirtæki
það sem í dag heitir BG Bílakringlan, sem sérhæfir sig í húsa-
og bílagreininni.
BIRGIR Guðnason í BG Bflakringlunni í Keflavík segir starfsaðstöð-
una hafa gjörbreyst á síðustu árum
BG Bflakringlan er eitt af
rótgrónustu fyrirtækjun-
um í bflgreininni í Kefla-
vík. Bflakringlan sérhæfir
sig í réttingum, rúðuísetningum og
bílamálun. Þá er rekin verslun með
varahlutum, efnum og verkfærum
til bifreiðaviðgerðar og bílamálunar,
auk þess er þar afgreiðsla fyrir
Isaga vörar, hjólbarðaverkstæði, al-
mennt viðgerðarverkstæði og þjón-
usta fyrir bfleigendur, ásamt bfla-
leigu og era þeir margir Suður-
nesmajennimir sem notið hafa
þjónustu fyrirtækisins þau 32 ár
sem það hefur starfað. Yfir 30 fyrir-
tæki hafa verið stofnsett og lagt
upp laupana í þessari grein sl. 30 ár
en í dag era starfandi nokkur góð
fyrirtæki sem náð hafa að festa sig í
sessi. Um tíma vora flestir sem
slörfuðu í greininni í Keflavík fyrr-
um starfsmenn Bflakringlunnar til
lengri eða skemmri tíma.
Fyrsta sumarið sem Bflakringlan
starfaði, unnu fimm manns við íyr-
irtækið, en strax um haustið fjölg-
aði þeim í tíu. Lengst af hafa um 25
manns starfað þar en í dag eru
starfsmenn tuttugu. En hverjar era
helstu breytingarnar sem Birgir
hefur séð í rekstri, viðhaldi og þjón-
ustu við bfla?
„A fyrstu áranum sem við störf-
uðum var helsta vandamálið varð-
andi bfla hvað þeir ryðguðu illa og
þurftu að fá mikið viðhald. Það var
eitt sprautuverkstæði starfandi hér
þegar ég byrjaði - og nýkomið í
gang - svo það var nóg fyrir okkur
að gera. Bflarnir vora illa ryðvarðir
og vegirnir svo vondir að það var
ekld til að bæta ástandið. Á þeim
tíma vora bflar yfirleitt endur-
byggðir einu sinni til tvisvar á með-
an þeir voru í notkun - sem er
óþekkt nú til dags. Vinnan á verk-
stæðum var því gífurleg, auk þess
sem mikil vinna fór fram í bílskúr-
um bíleigenda um allan bæ. Það
kom oft fyrir að maður seldi mönn-
um sem vora að dunda við þetta
sjálfir efni íyrir nokkra bfla yfir
eina helgi. Þjónustan snerist ekkert
síður um að veita ráð og selja efni.
En þetta lagaðist eftir að farið
var að ryðverja bílana betur og á
síðari áram hefur efnið, það er að
segja stálið sem notað er í bfla,
stöðugt orðið betra svo það er und-
antekning að bflar ryðgi í dag. Nú
til dags era þetta eingöngu viðgerð-
ir vegna tjóna af áföllum - og ef
tjónið er verulegt era bflar oft seld-
ir til niðurrifs."
Uppvöxtur og sveiflutími
Efnis- og varahlutasala var svo
snar þáttur af starfseminni að árið
1970 ákvað Birgir að opna vara-
hlutaverslun en þá hafði hann auk
bflasprautunar bætt við viðgerðar-
verkstæði. Um 1980 hafði fyrirtæk-
ið sprengt utan af sér húsnæðið og
Birgir ákvað að stokka upp fyrir-
tækið í Grófinni og þangað flutti
einnig verslunin árið 1988. í fram-
haldi af því opnaði Birgir bflasölu á
nýjum og notuðum bflum og síðar
bflaleigu.
„Fyrirtækið óx jafnt og þétt
þennan tíma,“ segir Birgir, „allt
fram til 1992, en þá hafði bflasala
dregist veralega saman og 1995
seldi ég hluta af bílasölunni nýjum
eigendum og leigði stóran sýningar-
sal fyrirtækisins. Rekstur þess íyr-
irtækis gekk illa og var lokað og
rekstri hætt. Við höfum síðan verið
að byggja upp aftur bflasöludeild
fyrirtækisins hægt og bítandi og
hluta fyrri bflasölu en við gætum vel
hugsað okkur að fá til samstarfs
nýjan aðila til reksturs bflasölunn-
ar.“ Birgir segir miklar breyting-
ar hafa átt sér stað bæði í sölu á
nýjum og notuðum bflum á seinustu
áram, samfara því að vinna á verk-
stæðum hafi minnkað til muna.
„Ástæðan er sú að í dag er mun
auðveldara að kaupa notaða bfla en
áður var og jafnvel enn auðveldara
að kaupa nýja bfla vegna fjármögn-
unar sem er nánast leiga á bflum.
Hún er miðuð við greiðslugetu
kaupandans og aðeins spurt hvað
hann geti borgað mikið á mánuði.
Síðan er afborgunarmánuðum fjölg-
að í samræmi við það.
Samfara þessu hefur orðið algert
verðhran á notuðum bflum og í dag
era nokkur þúsund bflar sem
standa svo mánuðum skiptir á bfla-
sölum. I framtíðinni held ég að fólk
kaupi sér bfla til að eiga í langan
tíma. Menn vanda betur valið í dag
vegna þess að það er orðið svo
kostnaðarsamt að skipta um bíl.
Hér áður fyrr keyptu menn bíl á
laugardegi og seldu á mánudegi en
ábyrgðir og kostnaðurinn sem fylg-
ir því í dag að selja notaðan bfl hef-
ur lokað fyrir þessa lottóaðferð."
Fjárfest í einu dekki á ári
Birgir segir að þrátt fyrir verð-
hran á notuðum bflum hafi ábyrgð
söluaðila aukist. „Það er auðvitað
hið besta mál,“ bætir hann við,
„vegna þess að viðskiptavinurinn á
kröfu á því besta og krafa markað-
arins er vandaðri vinnubrögð. I dag
era bílar sem betur fer svo vel úr
garði gerðir að þeir geta vel enst í
tíu til tólf ár ef ekkert alvarlegt
kemur fyrir. Það er til dæmis al-
gengt í dag að tíu til tólf ára bifreið
sem er tekin til niðurrifs sé með
ónotað varadekk.
Það era ekkert mörg ár síðan fólk